Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 32

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 32
30 FÉLAGSBRÉF Ég kem því aldrei í verk að skrifa langt bréf, sagði Ásmundur, enda nóg að gera. Mér líður vel. Þér leiðist ekki hjá þeim feðgum? spurði Andrés. Nei, sagði Ásmundur og hló, enda er ég ekki hjá þeim. Ég hef að vísu unnið hjá þeim og komið mér þannig upp litlum bústofni, sem þeir annast fyrir mig. Mér lætur bezt að fást við smíðar. Ertu alltaf að smíða? Ég smíða fyrir alla sveitina, sagði Ásmundur. Nú er ekki reistur nýr bær, að ég smíði ekki eldhússkápana í hann auk alls konar búslóðar. Ég hef nóg að gera. Þar að auki er ég að smíða mér vinnustofu. Sástu ekki grindina fyrir austan smíðaskálann minn? Jú, sagði Andrés. Þú hefðir ekki þurft að koma, sagði Ásmundur, mér líður ágætlega. Þú impraðir á lasleika í síðasta bréfinu? sagði Andrés. Ég hefði ekki átt að gera það, sagði Ásmundur, það hefur gert þig óró- legan. Mér verður varla misdægurt. Ég lá víst í kvefi einu sinni í vor. Ég hefði ekki getað farið betri för, sagði Andrés. Nú er fargi af mér létL Hann hafði þrjá daga til umráða, en hefði þegið að vera lengur. Hann kunni vel við sig í þessum bæ. Allt var hreint og þokkalegt, jafnt úti og inni. Fólkið var glaðsinna og rólegt. Feðgarnir vöndust vel og sýndust ekki eins skrýtnir og áður. En um miðaftansleyti hins þriðja dags gekk Andrés út í smíðaskála til bróður síns og kom að honum í sama ástandi og forðum í skemmunni í Sofnhól. Fyrst virtist allt með felldu. Að vísu anzaði Ásmundur ekki kveðju hans, en hann var svo niðursokkinn í vinnu sína, að ekkert var líklegra en hún hefði farið fram hjá honum. Hann stóð við bekkinn og heflaði litla viðarbúta, en hendur hans skulfu. Allra snöggvast sá Andrés glampa í augu hans, og um leið var gleði þessara daga horfin, bjartsýni lians þorrin, en uggur setztur að í hjarta hans. Hann sagði: Bróðir minn. Þá rétti Ásmundur úr sér og leit við honum, annars hugar, og sá hann ef til vill ekki. Hvað ertu að smíða, bróðir minn? sagði Andrés, hvað ertu að smíða fallegt? Ásmundur leit á viðarbútana og brosti dauflega. Þetta eru spýtur handa henni Líney í eldinn, sagði hann lágt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.