Félagsbréf - 01.12.1959, Side 34

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 34
32 FÉLAGSBRÉF Andrés, hvíslaði hann, þú komst vel ríðandi? Já. Komstu að sækja einhvern? Einstæðing, ef þess þyrfti með. Þarf þess ekki með? Nei. Af hverju ertu dapur, þú sem ert að fara heim í Sofnhól? Næsta morgun stóðu hestar hans í hlaði og feðgarnir kvöddu hann. Þá sagði karl. Nú verður þeim greiðfær gatan heim, svona léttum. Nei, sagði, Andrés. Á? sagði strákur. Eru vötnin að spillast? Þú komst með fjóra hesta, s'agði karl. Fjóra hesta, sem hafa staðið mér fyrir svefni. Kannski nægja þeir varla til að reiða harm þinn, en einn bagga vildi ég gefa þér á móti. Reirðan því reipi, sem fléttað er úr tárum kerlingar, faðmlögum stúlkukindar, þakklæti karls og aðdáun stráks. Ég læt þig um að greina baggann, sem svo dýrum böndum er bundinn. Andrés tók í hönd þeim og reið úr hlaði. Þá var glugga lokið upp og kallað til hans: Bróðir minn, bróðir minn. En hann leit ekki við. Heldur beit á jaxlinn og hvatti hestana fjóra.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.