Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 39

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 39
FÉLAGSBRÉF 37 hugrakkan hugsuS, á borð við þá William Faulkner, Archibald MacLeis og Auden, sem heldur uppi og endurvekur hina miklu arfleifð rússneskra bókmennta. í broti að sjálfsævisögu sinni, sem kom út á ensku fyrir ekki löngu síðan og nefnist „I Remember“, víkur Pasternak hvað eftir annað að því bve mjög hann hefur orðið fyrir áhrifum af hinum mikla rússneska skáldjöfri, Leo Tolstoy, fyrst sem unglingur af manninum sjálfum, er var kunningi föður hans, og síðar af skáldverkum hans. Þessi sterku áhrif virð- ast augljós í byggingu og ritun sögunnar um Sívagó lækni. Faðir Pasternaks var kunnur málari í Rússlandi, en móðir hans var frægur píanóleikari. Hann nam heimspeki um skeið við háskóla í Þýzka- landi og eins og Sívagó læknir dvaldi hann mikið í vestur hluta álfunnar á árunum fyrir fyrri lieimsstyrjöldina. Þegar rússneska byltingin brýst út er Pasternak 27 ára gamall — þá var hann sem sé fullmótaður, andlega. Þegar athugað er að hann.skuli hafa þau fjörutíu ár, sem hann hefur síðan lifað við þær andlegu þrengingar, er ríkt hafa í Sovétríkjunum, haldið andlegu sjálfstæði sínu og frumleik óskertum og dæmt atburði þá, sem gerzt hafa í Sovétríkjunum frá sjónarmiði mannkynssögunnar í heild, þá gegnir það í sjálfu sér jafn mikilli furðu og sú staðreynd, að mammútarnir er varðveitzt hafa í þúsundir ára í ísauðnum Síberíu skuli hafa haldið öllu holdi sínu óskertu. Enda þótt Boris Pasternak eigi ættir að rekja til Gyðinga, þá er það öllu öðru augljósara af skáldsögu þessari, að hann hefur verið alinn upp og hlotið mikinn liluta af menntun sinni í anda grísk-kaþólsku rétttrúarkirkj- unnar, og það er engu síður augljóst að kenningar kirkjunnar og rittúal eru í hans augum grundvöllurinn að öllu siðferðislegu raunsæi. Þó er afstaða hans til kristinsdómsins og trúarinnar allsérstæð. Það er engu líkara en hann bafi í ljósi gyðingdómsins endurheimt gildi kristindómsins. Þetta hefur orðið honum afl endurvakningar og veitt honum trúna til þess að lifa og siðferðilegt hugrekki til þess að rita þessa bók. Lfér um bil í upphafi bókar sinnar lætur Pasternak eina af sögupersón- unum, Ivan ívanóvits segja: „Ég skal skýra mál mitt. Það, sem þér skiljið ekki, er að maður getur verið guðleysingi, getur verið í vafa um það, hvort Guð sé til og hvað sé þá á honum að græða, og trúað því samt, að menn- irnir lifi ekki eingöngu í náttúrunni, heldur í sögunni, en sagan, eins og við þekkjum hana nú, hófst með Kristi og fagnaðarerindið er grundvöllur hennar.“ Með því að lyfta þunga siðfræðinnar af herðum þjóðfélagsins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.