Félagsbréf - 01.12.1959, Page 44

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 44
42 FÉLAGSBRÉF Hinn flokkur ljóðanna er saminn til að minnast helztu hátíðadaga kirkjunnar og merkustu atburðanna í lífi Jesú Krists. f síðasta ljóði þessa fagra en þungbúna og jafnframt jákvæða skáldskapar dvelst skáldið með Jesú í Grasgarðinum: Ekki hafði hann orðinu sleppt þegar nóttin fylltist af þrælum og þjófum, Pétur snerist til varnar og afhjó eyra með sverði. „Stál leysir ekki þennan vanda,“ var sagt. „Slíðra því aftur sverð þitt.“ Gæti ekki faðir minn sent skara vængjaðra verndarengla? Þá yrði ekki skert hár á höfði mér, en óvinirnir mundu tvístrast sporlaust. Sjá, rás aldanna er einsog dæmisaga og tekur eld á leið sinni. í nafni grimmilegrar hátignar hennar geng ég frjáls gegnum píslir til grafar. En á þriðja degi upprís ég aftur. Einsog fljótsprammar eða timburflotar munu aldirnar fljóta til mín útúr myrkrinu. Og þá mun ég dæma þær.“ Ég held það geti ekki verið neinum vafa undirorpið að „Sívagó læknir'1 muni verða talinn í flokki mestu viðburða bókmennta og siðfræði mann- kynsins. Enginn hefði getað samið þetta verk í landi einræðisstjórnar og andlegrar kúgunar, nema sá, sem býr yfir hugrekki snillingsins. Skáldsaga hans ber heiðríkt vitni um óbilandi trú á lífið, listina og ódauðleik mann- legs anda. Megi verndarengill hans vera honum ævinlega nálægur.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.