Félagsbréf - 01.12.1959, Side 49

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 49
FÉLAGSBRÉF 47 En þá er spurningin, hvort maður þori samt sem áður að trúa því að tvær manne’skjur geti staðið hvor annarri svo nærri að peningar hafi ekki vald til að skilja þær að. Ég ætla að segja frá deginum í gær því að það er dagur sem ég gleymi aldrei. Ekki vegna þess að eitthvað sérstakt gerðist. En ég heyrði undaflegt glerskært hljóð eins og frá agnarlitlum bjöllum. Ég vil halda að sá sem dettur úr mikilli hæð heyri þetta sama hljóð eða sá sem skyndilega up;)- götvar að hann er staddur á ísreki, og það er þegar eins metra breilt brágrænt haf milli hans og næsta jaka. Þér þekkið blágrænt vetrarhafið, þar sem litlar upptypptar öldur gutla við ís, það hljómar sem litlar bjöll- ur. I gær sat ég hljóður í stól og heyrði þær hringja einhvers staðar, kannski langt burtu, kannski inni í mínu eigin blóði. Það byrjaði með því að maður nokkur virti mig fyrir sér hátt og lágt. Ég geng enn þá vel til fara, en það er nokkuð sem nefnist heildaráhrif: Maður verður auðveldlega dálítið síðhærður og órakaður, hendumar kom- ast í óhirðu og skórnir fara að bera þess merki að maður gangi mikið á þeim í stigum. Eða það getur verið augnaráðið. Að minnsta kosti hefur í seinni tið fjöldi manns virt mig fyrir sér hátt og lágt. Það er eitthvað ómanu- legt við þann sið að virða fyrir sér aðra persónu með því að horfa á hana hátt og lágt, en fólk veit sjálfsagt ekkert af því. í þá daga þegar ég hafði stöðu og stjórnaði innkaupum fyrir skrifstofuna, hef ég líklega sjálfur á sama hátt virt sölumennina fyrir mér hátt og lágt, þegar þeir komu inn af götunni. En ég hafði nú bundið von mína við þennan mann og einmitt geymt mér hann þangað til allra síðast af því að á sínum tíma hafði hann sagt, að ég væri of góður í þá stöðu sem ég hafði, og ég skyldi einhvern tíma koma til hans. I tvo mánuði hafði ég hugsað um hann daglega, ég hafði nefnt nafn hans í takt við fótatak mitt þar sem ég þrammaði um göturnar, og ég hafði ekki hugsað út í að yfirbragð augna minna og handa var annað en þá. Svo þegar hann reis ekki upp frá skrifborðinu til þess að rétta mér höndina, heldur aðeins virti mig fyrir sér hátt og lágt, þá hrundi allt fyrir mér í einni svipan og ég hagaði mér nokkuð heimsku- lega. Það gildir einu hvað ég sagði, en ég lét virðingu mína lönd og leið og fékk tár í augun. Maðurinn tók þessu með nærfærni, ég man að hann hélt um úlnlið mér þegar við gengum saman í átt til dyra. „Misstu nú ekki kjarkinn,“ sagði hann. En ég hafði nú geymt mér hann þangað til

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.