Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF 49 brigðum að hún kom ekki út til mín, ég var lengi að dunda við að fara úr yfirhöfninni, og án þess ég vissi af því hlýt ég að hafa stunið lítið eitt, því hún spurði innan úr herberginu, hvað væri að mér. Þessu svaraði ég engu. Ég gekk beint inn í svefnherbergið þangað sem hún stóð og straujaði, en ég gekk ekki til hennar eins og ég var vanur til að kyssa hana á kinnina, ég tók strax teppið af rúminu mínu og hengdi jakkann minn á stólbak. Hún stöðvaði straujárnið og horfði á mig. „Ætlarðu í rúmið?“ spurði hún. „Já, ég er slappur. Ég hef hita.“ „Jæja.“ Maður getur sagt jæja á margan mÍ9munandi hátt, hún sagði það hissa, dálítið óttaslegin. En hún sagði ekki, að þá væri það sjálfsagt inflúenza. Hún hætti heldur ekki verki sínu, straujárnið gekk sinn gang. „Hefurðu eitthvað á móti því að ég fari í rúmið?“ spurði ég. „Nei, auðvitað ekki, það finnst mér bara viðkunnanlegt. Þá getur þú legið og lesið í bókinni þinni meðan ég strauja. Þú hlýtur líka að hafa þörf fyrir að hvíla þig dálítið.“ Það lá ekki í málblæ hennar að maður legðist ekki í rúmið frá engri at- vinnu og engum peningum, en áður fyrr mundi hún hafa slökkt á straujárn- inu og komið til mín. Meðan ég háttaði hugsaði ég um margt ólíkt sam- tímis. Ég hugsaði um að hún væri ekki falleg lengur. Hún var einkennilega lausaglopruleg í útliti, hún bar sig illa, hún skaut fram maganum þar sem hún stóð, barmur hennar var slappur og af sér genginn. Hún var guggin og óhraustleg í andlitinu og hafði bauga undir augunum. Samtímis hugsaði eg um einn dag fyrir mörgum árum, þegar vindurinn ruslaði í hári hennar og sólskinið gneistaði í hári hennar og munnur hennar brosti kyrrlátu brosi og rödd hennar lék að miklu leyndarmáli og eftirvæntingu. Og nú stóð hún þarna með hárið bliknað, og það var enginn leikur í rödd hennar framar, mér sýndist hún flöt og tilbreytingarlaus, eins og þegar straujárni er rennt yfir léreftsflík. Það var ekkert leyndarmál og engin eftirvænting lengur. Mér fannst ég beittur bitru ranglæti, og samtímis fann ég að það var mér að kenna og skammaðist mín og skreið upp í rúmið og lét hana eiga sig. Og var reiður vegna þess að ég skammaðist mín, og hélt að ég væri veikur, en henni var sama um sjúkdóm minn af því að ég hafði enga atvinnu og enga peninga. Og vissi vel að ég var í raun og veru alls ekki veikur, og eg fór aðeins í rúmið vegna þess að þessi maður hafði virt mig fyrir sér hátt og lágt og ekki einu sinni rétt mér höndina. Þessi maður sem ég hafði byggt allar mínar vonir á. Allar þessar hugsanir kviknuðu og glitruðu þá stuttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.