Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 53

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 53
FÉLAGSB RÉF 51 að álpast út úr honum. Þess vegna faldi ég mig bak við bók, sakamálasögu sem ég les í á nóttunni, þegar ég get ekki sofið. Ég fletti upp af handahófi. „Við gengum inn í bókasafn Péturs lávarðar. Það var vegghátt herbergi, líkt kirkju: persnesk teppi á gólfinu, meðfram öllum veggjum bækur í sams konar bandi, á arinhillunni þungir blómvendir í vösum úr Sévres-postulíni. Pétur lávarður lagði bókina frá sér og reis á fætur til að heilsa okkur. Þjónn bar fram mokkakaffi, og Pétur lávarður skenkti okkur af byltingar- koníaki sínu. „Nú höfum við allt sem hjartað girnist,“ sagði hann, „við höfum indælan eld á arninum, verulega gott koníak og ýlfrandi nóvem- berstorm úti. Nú vantar okkur aSeins fallegt lítiS lík.“ Svona var það, ég man þennan póst utanbókar. Setningin um líkið var áreiðanlega prentuð með skáletri. Pétur lávarður var lávarður, hann átti bókasafn sem bar svip af kirkju með persneskum teppum og Sévres-postulíni og byltingarkoníaki. Höfundur bókarinnar hafði aldrei séð eða bragðað neitt af þessu, en það skipti heldur ekki máli, því sérhver þessara hlula stóð þarna aðeins í staðinn fyrir peningabunka, og hæsti gnæfandi stafl- inn var fallegt lítiS lík. Pétur lávarður var svo ríkur að hann var kominn hinum megin við normalt verðgildi peninga, hann var þangað kominn þar sem maður er orðinn að sérvitrum sportspæjara, hann vantaði aðeins lík. Getur maður keypt lík? — Ég lagði frá mér bókina og sneri mér á hliðina með lokuð augu, ég gekk inn í bókasafn Péturs lávarðar. Pétur lávarður virti mig fyrir sér hátt og lágt. „Mig vantar lík,“ sagði hann, „eigum við að segja þúsund pund?“ Ég sagði ekki neitt. „Gott,“ sagði Pétur lávarður, „þá gefum við fimm þúsund?“ Enn mælti ég ekki orð af vörum, Pétur lávarður brosti í kampinn. „Komið hingað, fáið yður yður einn koníak,“ sagði hann. „Njótið þess með lotningu, það hefur upplifað frönsku stjórnar- byltinguna, það hefur lifað af frönsku stjórnarbyltinguna. .. .“ Ég sá þetta allt fyrir mér í móki, en handan við mókið hugsaði ég með fullri skynsemi, að nú gæti ég ekki heldur lesið framar sakamálasögur. Ég gat yfirleitt ekki lesið. Það voru peningar og peningar, lík var peningar. Kg gat aðeins lokað augunum og séð hluti fyrir mér. Og samtímis skynjaði ég þögnina og sviðalyktina frá straujárninu, ég skynjaði þetta sem óþolandi spennu, ákæru gegn mér. Ég hafði ekki úr öðru að velja en grafa andlitið ofan í koddann og sofna frá öllu saman. Ég vaknaði ekki fyrr en í rökkri, konan mín var hér ekki lengur, hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.