Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 54

Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 54
52 FÉLAGSBRÉF hafði opnað glugga til þess að hleypa út straulyktinni, hann stóð opinn og skrölti lítið eitt á króknum. Innan úr stofunni hljómaði rödd drengsins, kannski var það hún sem hafði vakið' mig. Hún er há með björtum, skei- andi hljóm. „Já, en hvers vegna má ég ekki fara þangað inn, mamma?“ spurðí hann. „Ssss“, sagði konan mín, „vegna þess að pabbi sefur.“ „Já, en hvers vegna sefur pabbi á daginn, mamma?“ — „Vegna þess að pabbi er þreyttur. Nú skaltu hafa hægt um þig og láta hann sofa.“ En ef til vill skildi drengurinn að ekki þyrfti að taka þetta svo hátíðlega, eða hann skildi það beinlínis sem eggjun, börn hlusta fremur eftir málblænum en orðanna hljóðan. Rétt á eftir opnuðust dyrnar hægt, og hann læddist inn eftir gólfinu. Ég sneri að honum bakinu og lét sem ég svæfi, en ég gat heyrt heitan andardrátt hans við rúmstokkinn, hann var alveg að springa af gáska. Loksins kom varfærinn fingur og kitlaði mig í hnakkann. Ég sneri mér snöggt við. Hann hló í rökkrinu, hann hoppaði og hló með munninum og tönnunum og hárinu og öllum kroppnum, mitt inni í þess- um hoppandi hlátri skinu tvö lítil skelmisaugu og tindruð'u. Síðan var hann á burt. Rödd hans var full af valdi á leið út í eldhúsið, hurðin skall á eftir honum. „Mamma, mamma, ég vakti pabba!“ Ég lá eftir og brosti, ég skynjaði drenginn sem hitastraum í gegnum mig. Ut úr þessu hérna! hugsaði ég. Út úr rúminu út í steypibaðið og látið ískalt vatn koma fossandi niður. .. . En í sama bili kom konan mín utan úr eldhúsinu og sagði: „Viltu fá matinn þinn í rúmið, eða ætlarðu að borða með okkur hinum?“ Það liggur ekkert sérstakt í þessum orðum, en málblærinn og hvernig hún stóð — ég skildi hana þannig: Ég veit vel að það er ekkert að þér. Þú ert bara ragur, þú gerir þér upp veikindi, vegna þess að þú getur ekki útvegað peninga. Ætlarðu að halda áfram að leika þessa vesælu kómedíu, eða ætlarðu að taka þig á?“ Og ég svaraði með því að fara þegjandi fram úr rúminu og stinga fótunum í morgunskóna og fara í jakka utanyfir nátt- fötin mín. Ég held helzt ég hafi gengið dálítið reikandi og með þjáningar- svip inn í borðstofuna, og í raun og veru var ég blýþungur yfir höfði og í limunum. Drengurinn stóð á miðju gólfi þar inni, og hann hló aftur þeg- ar hann sá mig koma fram. Ég hugsa hann hafi hlegið vegna þess að hann hafði haft vald til að vekja mig, og vegna þess ég var í náttfötum á mat- málstíma, því var hann ekki vanur. Ef til vill hefur það líkaVerið svipur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.