Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 55

Félagsbréf - 01.12.1959, Qupperneq 55
FÉLAGSBRÉF 53 inn á andliti mínu. En ég gekk beint til hans og sagði: „Þegiðu!“ og ég hlýt að hafa sagt það mjög lágt og illilega, því hann þrýsti höfðinu niður á milli herða og greip báðum höndum fyrir andlitið. Ég neita því ekki að það vakti mér vissa ánægjukennd. Maður skyldi ekki halda að það geti sært sjálfsvirðingu fullorðins manns þó barn hlæi að honum fyrir að vera í náttfötum á matmálstíma, en ég get ekki hugsað mér neina aðra skýringu á því að ég varð skyndilega svo reiður. Ég flutti þögn inn í borð- stofuna, illa og óttaslegna þögn, svo settist ég í hægindastólinn og lyfti blaðinu upp fyrir andlitið. Á forsíðunni stóð þetta um stríðið á Spáni: „... .Margt kvenna og barna og gamalt fólk hafði haldið kyrru fyrir í bænum í þeirri trú, að sigurvegararnir mundu sýna hlífð, en jafnskjótt og bærinn var tekinn, var þetta fólk rekið saman á torginu eins og hjörð hús- dýra, og vélbyssuskothríð var beint að því. Ofan af fjallstindinum gátum við fylgzt með sjónarspilinu, þetta var eins og að horfa inn í helvíti Dantes. Litlu börnin leituðu skjóls undir pilsum mæðra sinna, en það kom þeim að engu haldi. Skothríðin hélt áfram þangað til enginn var eftir uppi- standandi. .. . “ Um morguninn hafði ég lesið þessa sömu grein og ekki látið hana hafa nein áhrif á mig, ég var í þann veginn að renna gegnum hana án athygli núna líka, en ég stöðvaðist við en />að kom þeim að engu haldi. Ég sá allt í einu börnin standa undir pilsum mæðra sinna. Það var hræðilegt, ég brenndi mig á blaðinu og sleppti því. Ég hugsaði um Pétur lávarð sein óskaði eftir fallegu, litlu líki, ef til vill átti auður Péturs lávarðar með persneskum teppum og Sévres-postulíni rót sína að rekja til tinnámu á Spáni. Ef til vill var Pétur lávarður einn þeirra sem vonuðu að stríðið drægist á langinn, kannski hafði hann nú þegar útvegað sér nóg af falleg- um, litlum líkum. En sjálfur var ég heldur ekki alveg án sakar, ég las hugsunarlaust um þessa atburði, ég gleymdi þeim. Þegar slíkir hlutir gerðust, var þá ekki alveg sama hvort ég hefði atvinnu eða ekki, hvort ég lifði eða dæi, allt sem mig varðaði þýðingarlaust? Ég fann hjá mér löngun til að ganga til konunnar minnar og þrýsta henni að mér. Ekki segja neitt, bara þrýsta henni að mér. Ég var í raun og veru óttasleginn. Og samt sem áður hélt stríðið áfram milli mín og einu manneskjunnar sem ég átti, það hélt áfram þrátt fyrir ótta minn. Konan mín kom inn með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.