Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 1

Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 1
Í mörgum leikskólum landsins fengu börnin að snæða þorramat í tilefni bóndadagsins sem markar upphaf þorrans og buðu jafnvel karl- mönnum í fjölskyldunni með. Í leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi snæddu þessir feðgar hákarl. Sitt sýnist hverjum um ágæti matarins en börnin eru flest forvitin um matinn og vilja smakka, hvort sem bitinn ratar alla leið ofan í maga eða er skilað fljótlega eftir það. Hákarlinn smakkaður í fyrsta sinn Morgunblaðið/RAX L A U G A R D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  18. tölublað  104. árgangur  NOTAR GAMLAR BÆKUR SEM ENGINN VILL AÐ MÁLA ER ÁKVEÐIN ÞERAPÍA SYLVÍA LOVETANK 10BÓKAVERK RAGNHILDAR 54 Ágúst Ingi Jónsson Benedikt Bóas „Mér sýnist að magnið sé um einn fjórði og verðmætið um einn þriðji,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ís- lensk skip fá að veiða 100.315 tonn af loðnu en tilkynnt var um heildarafla- mark á loðnuvertíðinni í gær og má veiða 173 þúsund tonn. Það er mikill samdráttur frá árinu á undan þegar Íslendingar veiddu um 400 þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Þá var kílóverð á loðnu um 80 krónur og fengust því um og yfir 30 milljarðar. Í ár er hins vegar búist við að kílóverð verði hærra eða um 100-120 krónur á kíló sem gæti skilað um 12 milljörðum. Samdrátturinn getur því hlaupið á tugmilljörðum á milli ára. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en er þó eitthvað,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Sigurgeir er ekki sáttur með að aflinn skuli vera svona lítill og furðar sig á því hvers vegna Norðmenn fái svona mikið. „Það verður að segjast eins og er að þetta eru vonbrigði. Við vonuðumst eftir meira en þessu. 100 þúsund tonn er mjög lítið,“ segir hann. Rúm 45 þúsund tonn koma í hlut Norðmanna, Færeyingar fá 8.650 tonn og Grænlendingar mega veiða 19.030 tonn skv. samningum. Tugmilljarða samdráttur  Loðnukvóti minnkar mikið  Skilaði um 30 milljörðum í fyrra  Haldist loðnu- verð í 120 krónum má reikna með 12 milljörðum í ár  Betra að fá eitthvað en ekkert M 100 þúsund tonn af loðnu ... »6 Loðnuvertíð » Heildaraflamark verður 173 þúsund tonn. » Íslendingar fá 100.315 tonn. » 150 þúsund tonn skilin eftir til hrygningar. » Fyrir og um aldamótin var aflinn um milljón tonn. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Stein- grímur Ari Arason, forstjóri Sjúkra- trygginga Íslands, en Heilsu- miðstöðin/Sinnum, sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla, hefur sagt upp samningi sínum við SÍ um gist- ingu og hótelþjónustu vegna sjúkra- hótels. „Þau skýra sína afstöðu mjög vel og ekki annað að segja en að maður sýni því fullan skilning hvernig þau rökstyðja uppsögnina,“ segir hann einnig en ekki hafi farið á milli mála að ágreiningur um útfærsluna á þjónustunni hafi verið farinn að bitna á rekstraraðila hótelsins. „Mér þótti það ómaklegt.“ Landspítalinn, sem ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarþjónustu á Sjúkra- hótelinu, hefur farið fram á þjónustu sem ekki er kveðið á um í samningi milli SÍ og Heilsumiðstöðvarinnar um rekstur Sjúkrahótelsins og hefur það valdið togstreitu á milli aðilanna. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði málið koma á óvart. „Þetta er eitthvað sem ráðuneytið þarf að fara yfir með Landspít- alanum og Sjúkratryggingum Ís- lands.“ . laufey@mbl.is »2 „Þetta eru vonbrigði“ Morgunblaðið/Golli Lokað Framkvæmdir voru gerðar á Sjúkrahótelinu við Ármúla í fyrra.  Sjúkrahótelinu í Ármúla lokað 1. maí  „Hulduher“ og „björgunarsveit“ eru meðal orða sem starfsmenn utanríkisþjónust- unnar nota um ræðismenn Ís- lands víðsvegar um heiminn. Tal- ið er að fjörutíu þúsund Íslend- ingar búi erlendis, fyrir utan alla hina sem eru á faraldsfæti, og kem- ur nýtt mál til kasta ræðismanna Ís- lands á svo til hverjum degi. „Ég tók þetta verkefni að mér vegna þess að ég hef yndi af því að hjálpa fólki, ekki síst þegar það er í vandræðum. Það er mjög auðvelt að snúa þessu við. Þegar ég er sjálf- ur á ferðalagi finnst mér gott að vita af einhverjum sem getur að- stoðað mig ef í harðbakkann slær,“ segir Mark Viravan, vararæðis- maður Íslands í Bangkok, en nánar er fjallað um ræðismenn í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Mark Viravan Ný mál á svo til hverjum degi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson fjárfestir og fjölskylda hans hafa frá árinu 2009 byggt upp fyrirtækið Gistiver sem tengist nú rekstri sjö gististaða víðsvegar um landið. Þrír þessara gististaða eru í Stykkishólmi en hinir fjórir eru á Nesjavöllum, Búðum, í Keflavík og Reykjavík. Líklegt er að félagið tengist líka hosteli á Akureyri. Samhliða þessari uppbyggingu hefur Gistiver opnað þvottahúsið Sængurver í Stykkishólmi. Framkvæmdastjóri og eigandi Eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, er fram- kvæmdastjóri Gistivers og jafnframt eigandi félagsins. Þau eiga bæði lög- heimili í Lúxemborg. Stærsta hótelið í keðju þeirra hjóna er ION Luxury Adventure Hotel á Nesjavöllum. Þann rekstur eiga þau ásamt viðskiptafélögum sínum, Halldóri Hafsteinssyni og Sigurlaugu Hafsteinsdóttur. Halldór tengist fjölda félaga. Samkvæmt vefsíðu Gistivers tók félagið sem á ION-hótelið yfir rekst- ur Reykjavík Backpackers í fyrra. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Credit- info eru tengsl milli Reykjavík Back- packers og Akureyri Backpackers. Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag hef- ur félagið Festir sótt um leyfi til að breyta Suðurlandsbraut 18 í hótel. Það félag er í eigu SMT Partners B.V. sem aftur tengist Samskipum. Uppbygging í Frakklandi Af því leiðir að Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður tengist þeim áformum. Þau hjónin Ólafur og Ingi- björg Kristjánsdóttir tengjast sveitasetrum á Snæfellsnesi og í Frakklandi og undirbúa uppbygg- ingu á síðarnefnda staðnum. Þau eiga lögheimili í Sviss. »18 Fjárfesta í fjölda hótela á Íslandi  Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson færa út kvíarnar í hótelrekstri  Tengjast ekki færri en sjö gististöðum og fyrirhuguðu hóteli í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.