Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar.“ Þessi kveðja stóð á einu afmörgum jólakortum sem mér bárust um hátíðarnar. Oft hef égheyrt fólk taka svona til orða og vísast er merkingin sú að þeim,sem ævinlega er til staðar, sé öruggt að treysta, hann sé svona á
hliðarlínunni þar sem hægt sé að ganga að honum vísum. Samt er eitthvað
við þetta orðalag sem ég felli mig ekki alveg við þótt kveðjan hafi verið
skrifuð af heilum hug. Kannski er ástæðan sú að ég vil ekki að fólk geti
gengið að mér vísri, að ég sé kyrr á minni rót eins og blómstrið blítt í fal-
legum barnasálmi og láti hvaðeina yfir mig ganga.
Samkvæmt Íslenskri orðabók er orðið staður til í fjölmörgum orða-
samböndum, t.d. að eiga sér stað, nema staðar, standa í stað og þegar í
stað. Flest þessi dæmi tákna einhvers konar rótfestu eða jafnvel stöðnun
en það orð er náskylt nafnorðinu staður. Sé maður alltaf til staðar má
álykta að hann sé á einhvern
hátt staðnaður og honum
verði ekki mjakað úr spor-
unum. Um hann má nota lýs-
ingarorðið staður sem þó er
frekar notað um hross.
Að undanförnu heyrist oft
nafnorðið staður í sérkenni-
legum samböndum. Ef fólki líður vel er það gjarnan komið á góðan stað í
lífinu og á sama hátt eru þeir, sem eiga í basli, iðulega á vondum stað. Það
minnir mig á að í gömlum bókum var oft talað um bústað myrkrahöfðingj-
ans sem vonda staðinn en þangað lá leið þeirra sem ekki tömdu sér guðs-
ótta og góða siði, en ekki þótti hæfa að hafa nafnið á þeim híbýlum í flimt-
ingum. Og ekki nóg með það. Ef illa gengur á einhverjum sviðum, svo sem
þróunarsamvinnu, sem fjallað var nýlega um í Ríkisútvarpinu, eru þau mál-
efni líka komin á þennan vonda stað.
Mér finnst öll þessi ofnotkun á orðinu staður bera vott um málfátækt og
merkingarleysi. Er ekki eðlilegra að tala um að fólki vegni vel heldur en að
það sé á einhverjum óskilgreindum stað? Jafnvel má hugsa sér að það sé
hamingjusamt eða því gangi allt í haginn. Þeir sem eiga á einhvern hátt um
sárt að binda þurfa ekki endilega að vera rígskorðaðir á vondum stað held-
ur geta þeir verið ógæfusamir, hafa farið halloka eða í einhverjum vand-
ræðum. Sama má segja um málefni sem illa gengur að þoka til betri vegar.
Hvernig hefði verið hægt að orða betur kveðjuna í jólakortinu mínu?
Kannski hefði mátt þakka mér fyrir tryggð og vináttu, góðar stundir eða
ánægjulega samfundi. Trúlega átti sendandinn við eitthvað af þessu.
Staðir og staðleysur
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Fyrir nokkrum árum voru skoðanir þeirra, semboðuðu beint lýðræði, eins konar jaðarskoðanir.Fleiri en færri höfðu fyrirvara á þeim sjón-armiðum, að beint lýðræði gæti orðið grund-
vallarþáttur í stjórnskipan íslenzka lýðveldisins. En nú
eru breyttir tímar. Hugmyndirnar um beint lýðræði eru
að verða ríkjandi skoðanir í umræðum um þjóðfélagsmál.
Þetta kom skýrt fram í samtali Björns Inga Hrafns-
sonar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
í sjónvarpsþætti Eyjunnar á Stöð 2 sl. sunnudag.
Í því viðtali kvaðst forsætisráðherra vera hlynntur
þjóðaratkvæðagreiðslum almennt og væri meginástæðan
sú, að slíkar atkvæðagreiðslur skiluðu almennt því, sem
hann taldi vera réttar niðurstöður. Hann lýsti því jafn-
framt yfir, að hann væri tilbúinn til að setja spurninguna
um afnám verðtryggingar í slíka atkvæðagreiðslu og
sagði:
„Þetta er mál, sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að
setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu, þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á
bak við sig í því að fylgja þessu eftir.“
Þessi athugasemd forsætisráðherra er
ekki sízt athyglisverð vegna þess að sumir
þeirra, sem af nokkurri tregðu fallast á þjóð-
aratkvæðagreiðslur í ríkara mæli en verið
hefur, telja að þær eigi ekki að ná til málefna
sem snúa beint að fjárhagslegum hags-
munum.
Forsætisráðherra er hins vegar ekki eini
forystumaður núverandi stjórnarflokka, sem tekur með
svo afgerandi hætti undir hugmyndir um beint lýðræði.
Það gerði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, líka í grein, sem birtist hér í
Morgunblaðinu í maí á síðasta ári, en þá sagði Bjarni:
„Ég tel að þróun síðustu ára sýni að mikil þörf sé á al-
mennu ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæða-
greiðslur … Ég tel að þjóðaratkvæðagreiðslur á grund-
velli undirskrifta eigi fyrst og fremst að þjóna
aðhaldshlutverki gagnvart Alþingi og jafnframt vera eins
konar öryggisventill lýðræðis.“
Með vísun í þessi ummæli formanna Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks og í ljósi þess að forystumenn ann-
arra stjórnmálaflokka og -hreyfinga á Íslandi hafa lýst
áþekkum grundvallarskoðunum fer ekki á milli mála, að
allir íslenzku stjórnmálaflokkarnir eru því hlynntir nú, að
beint lýðræði verði lykilþáttur í stjórnskipan okkar.
Þessi veruleiki markar auðvitað þáttaskil í umræðum
um beint lýðræði.
Að vísu má búast við samkvæmt fenginni reynslu, að
þegar kemur að útfærslu þessara hugmynda komi upp
ágreiningur og þá reyni sumir þeirra, sem nú tala óhikað
fyrir beinu lýðræði, að koma fram alls konar fyrirvörum,
sem takmarki með einhverjum hætti úrslitaáhrif hins al-
menna borgara.
Þannig vakti athygli í fyrrnefndum sjónvarpsþætti að
forsætisráðherra hafði þann fyrirvara á þjóðaratkvæða-
greiðslu um verðtryggingu að hún yrði „ráðgefandi“ og
allir vita hvað það þýðir.
Og búast má við að þegar að því kemur að ákveða, hvert
skuli vera lágmark þess fjölda kjósenda, sem með undir-
skriftum geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ein-
stök mál, verði einhverjir til að ýta þeim fjölda sem til þarf
frekar upp en niður.
Reynslan sýnir, að þótt samkomulag verði um grund-
vallarþætti mála geta verið framundan margra ára átök
um útfærslu eins og gerzt hefur með auðlindagjaldið. Þótt
nú sé ekki lengur deilt um það sem grundvallarþátt í fisk-
veiðistjórnun gegnir öðru máli um framkvæmdina, sem
enn er deilt um einum og hálfum áratug eftir að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti auðlindagjald sem
grundvallarstefnu flokksins.
Þess vegna má búast við að þótt samkomulag sé komið
á í megindráttum um beint lýðræði geti það
enn tekið mörg ár að útfæra framkvæmd
þeirra hugmynda á þann veg að almenn
sátt náist um hana.
Grundvallarhugmyndir hins beina lýð-
ræðis snúast ekki bara um það sem gerist í
landsmálum. Þær beinast líka að sveit-
arstjórnum og félagasamtökum.
Sveitarstjórnir geta hver um sig ákveðið nú þegar að
leggja ágreiningsmál í sveitarfélögum undir atkvæði íbú-
anna, eins og gert hefur verið í einstaka tilvikum, en æski-
legt væri að fjölga þeim.
Hér á þessum vettvangi hefur oft og ítrekað verið vikið
að því forneskjulega fyrirkomulagi, sem ríkir við kjör
stjórnarmanna í lífeyrissjóðum. Lífeyrissjóðirnir eru sam-
eiginleg eign félagsmanna þeirra og þess vegna eðlilegt að
þeir kjósi stjórnarmenn í sjóðina. Það er úrelt fyrirbæri að
atvinnurekendur komi þar við sögu og að stjórnir verka-
lýðsfélaga ákveði, hverjir skuli sitja í stjórnum lífeyr-
issjóða, sem fulltrúar eigenda sjóðanna. Athugasemdir
VR við kjör stjórnarmanna í lífeyrissjóði eru vísbending
um að launþegafélögin séu að byrja að vakna til vitundar
um að óbreytt fyrirkomulag gangi ekki lengur.
Þær hugmyndir um beint lýðræði, sem nú eru orðnar
ríkjandi skoðanir á vettvangi allra stjórnmálaflokka og
-hreyfinga, eru líklegar til að gjörbreyta íslenzku sam-
félagi á næstu árum og áratugum. Mesta breytingin verð-
ur fólgin í því að losa samfélagið úr klóm sérhagsmuna-
hópa, hverju nafni sem nefnast, og stórra
viðskiptasamsteypa.
Sú viðhorfsbreyting, sem nú hefur orðið, hefur gengið
hratt fyrir sig – ótrúlega hratt.
Hrunið haustið 2008 og margvíslegar afleiðingar þess
eru meginskýringin á því.
Það er til marks um að stundum verða ófarir og ósköp
til að nýir vindar og nýir kraftar brjótist fram með eft-
irminnilegum hætti.
Stundum leiða
ófarir og ósköp
fram nýja krafta.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Beint lýðræði er orðið
að ríkjandi skoðun
Þegar Páll Jónsson sýslumaður,oftast nefndur Staðarhóls-Páll,
gekk fyrir Danakonung eitt sinn á
sextándu öld, kraup hann með öðr-
um fæti og stóð á hinum. Þegar
hirðmenn hneyksluðust á þessu,
svaraði hann: „Ég lýt hátigninni, en
stend á réttinum.“ Halldór Laxness
sagði að þetta væri hin íslenska
stjórnmálahugsun.
Tvö dæmi má nefna. Árið 1871
settu Danir svokölluð Stöðulög.
Samkvæmt þeim var Ísland ekki
viðurkennt fullvalda ríki og fengu
Íslendingar ekki fulla stjórn eigin
mála. Jón Sigurðsson var andvígur
þessu, en sætti sig hins vegar við að
Danir gáfu Íslandi í ársbyrjun 1874
stjórnarskrá sem var mikil rétt-
arbót frá gildandi stjórnskipan.
Kristján IX. bauð Jóni í höll sína
skömmu eftir setningu stjórn-
arskrárinnar. Hann ávarpaði Jón
og benti á að nú hefði hann skrifað
undir nýja stjórnarskrá. Í orðunum
lá að Jón ætti að vera ánægður.
„Þetta er góð byrjun, yðar hátign,“
svaraði Jón kurteislega (sjá And-
vara 1913).
Liðu nú ár. Haustið 1913 sótti
Hannes Hafstein, ráðherra Íslands,
ríkisráðsfund í Kaupmannahöfn.
Kristján X. var nýorðinn konungur,
en hann var ekki eins vinveittur Ís-
lendingum og aðrir í hans ætt. Ís-
landsráðherra var látinn vita fyrir
fundinn að nú skyldu ráðherrar
ekki lengur koma fram í einkenn-
isbúningi. Hannes mætti því í
morgunbúnaði (tegund af kjóli og
hvítu) eins og dönsku ráðherrarnir.
Í upphafi fundar spurði konungur
Hannes hranalega hvers vegna
hann væri ekki í einkennisbúningi.
Hannes svaraði því til að sér hefði
verið tilkynnt að hann ætti að mæta
í morgunbúningi. Konungur sagði
að það ætti ekki við um Íslands-
ráðherra. Kvað hann Íslendinga
ókurteisa, þrjóska og agalausa.
Þegar konungur settist sneri Hann-
es sér að honum og sagðist harma
orð konungs, ekki sjálfs sín vegna,
heldur Íslendinga. Hann gæti því
ekki setið þennan fund. Gekk hann
út.
Þá reis upp Edvard Brandes fjár-
málaráðherra. Kvaðst hann hafa
kynnt Hannesi hinar nýju reglur.
Bæði konungur Hannes ekki afsök-
unar yrði hann sjálfur að víkja af
fundi. Carl Zahle forsætisráðherra
tók undir með Brandes og skoraði á
konung að slíta annaðhvort fundi
eða biðja Hannes afsökunar. Kon-
ungur sá sitt óvænna og lét senda
eftir Hannesi sem var að ganga út
úr höllinni. Þegar Hannes kom inn
aftur stóð konungur upp og bað
hann afsökunar. Hannes þakkaði
konungi ljúfmannlega fyrir að eyða
misskilningi og kvaðst sjálfur biðj-
ast afsökunar hefði hann í einhverju
móðgað hans hátign.
Þótt þeir Jón og Hannes lytu há-
tigninni stóðu þeir á réttinum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þeir stóðu á réttinum
Frá
morgni
líkama
og sál
fyrir alla
fjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir
líkama
Laugarnar í Reykjavík