Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 „Það er ekki hægt að mismuna hlut- höfum og borga til eigenda arð í til- teknum hluthafaflokki út á eitthvað sem er í grunninn vinnuframlag. Þetta er niðurstaðan í nýlegu bind- andi áliti ríkis- skattstjóra,“ seg- ir Friðgeir Sigurðsson, for- stjóri PwC, en hann hélt erindi á skattadegi Félags löggiltra endurskoðenda á Grand Hóteli Reykjavík í gær. Í samtali við Frið- geir kemur fram að samkvæmt niðurstöðum úrskurð- araðila, hvort sem það hafa verið dómstólar eða yfirskattanefnd, hafi verið tekin af öll tvímæli varðandi hin ýmsu form af úttektum úr fé- lögum sem uppfylla ekki formleg skilyrði hlutafélagalaganna um hvernig hluthöfum er heimilt að taka fjármuni út úr félögum. „Allt sem á einhvern máta uppfyllir ekki stífustu formskilyrði fyrir að vera arður eða lækkun hlutafjár er í raun flokkað sem ólögmæt útlutun og skattlagt fullum fetum hjá hluthöfunum.“ Hann segir að þetta bindandi álit ríkisskattstjóra taki af öll tvímæli varðandi það álitaefni hvort félögum sé heimilt að ráðstafa tilteknum hluta af hagnaði fyrirtækisins til eig- enda í ákveðnum hlutaflokki og mis- muna hluthöfum þannig að þeir fái ekki jafnmikið greitt miðað við eign- arhlut heldur séu aðrir þættir lagðir til grundvallar. „Þarna er um að ræða félög sérfræðinga, eins og lög- manna, endurskoðenda, verkfræð- inga, og fleiri fyrirtæki þar sem hlut- hafar eru starfandi hjá viðkomandi fyrirtæki. Þá hafa einhver fjármála- fyrirtæki líka verið að skoða álíka fyrirkomulag, jafnvel þannig að sér- stakur hlutaflokkur sé fyrir einstök svið eða deildir og arður í þeim flokki ráðist af hagnaði viðkomandi sviðs eða deildar.“ Friðgeir segir að um afdráttar- lausa afstöðu ríkisskattstjóra sé að ræða. „Það er litið á þetta sem eitt form til að umbuna mönnum fyrir störf fyrir félagið og þar með er það ekki tengt eignarhlutanum heldur er það fyrir vinnuframlag sem beri að skattleggja sem laun. Þetta snýst í raun um hvenær arður er arður og í þessu áliti er þessu svarað á afdrátt- arlausari máta en áður hefur verið gert af hálfu skattyfirvalda.“ Friðgeir segir úrskurðinn geta haft mikil áhrif á mörg sérfræðinga- fyrirtæki. „Menn telja sig vita að það séu mjög mörg fyrirtæki þar sem eru sérfræðingar að störfum þar sem þetta fyrirkomulag er á ein- hvern máta við lýði. Þar sem allir eru jafnir að einhverju marki en síðan er verið að umbuna mönnum í gegnum eignarhlut. Ég veit ekki í hve mikl- um mæli, en það er nokkuð um þetta. Eflaust eru nokkuð margir sem þurfa að endurskoða þá framkvæmd hjá sér í ljósi þessa bindandi álits,“ segir Friðgeir. margret@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Skattar Það voru fjölmargir sem hlýddu á erindin á skattadegi Félags lög- giltra endurskoðenda sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í gær. Arður í formi vinnuframlags ekki leyfilegur  Arðgreiðslur fylgi ýtrustu skilyrðum Friðgeir Sigurðsson Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt að verið sé að vinna að undirbún- ingi útboðs Stjórnarráðsins á far- miðakaupum sem auglýst verður í febrúar næstkomandi. Í framhald- inu eru áform um að nýskipuð verk- efnisstjórn um nýjar áherslur í opinberum innkaupum vinni að sambærilegri útfærslu fyrir stofn- anir ríkisins. Félag atvinnurekenda hefur ítrekað sent fyrirspurn til ráðu- neytisins um hvað útboðunum líði. „Við fögnum því að fá loksins ein- hver viðbrögð úr ráðuneytinu. Það er fagnaðarefni að hreyfing sé að komast á málið eftir meira en þriggja ára brot ríkisins á lögum um opinber innkaup,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Í tilkynningu ráðuneytisins kem- ur fram að útboð á farmiðakaupum eigi að ná markmiðum um hag- kvæmustu innkaup, en hafður verði að leiðarljósi kostnaður sem fellur til vegna þátta á borð við flug, gist- ingu, uppihald á ferðalögum og tímasetningar tengiflugs. Útboð á flugmiðum í febrúar Morgunblaðið/Sverrir Flug Útboð á farmiðakaupum Stjórnarráðsins verður auglýst í febrúar og í framhaldinu á að vinna að sambærilegri útfærslu annarra ríkisstofnana.  FA fagnar því að hreyfing er komin á málið 94.900 Verð 119.900 Verð 69.900 Ný vara Veggskápur USG Upphengdur læsanlegur verkfæraskápur með rennihurð, læsanlegur. Kjörinn fyrir geymslu á verkfærum. Stærð: 1375x714x145 USG F1Z600 69.900 Ný vara Vinnuborð Traust vinnuborð frá USG. Sterkur járn rammi. Stærð: 1500x780x830mm USG F1Z200 Síðumúla 11・568 6899・www.vfs.is Verkfæraskápur 188 verkfæri 7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. USG FIRP7B Verkfæraskápur 172 verkfæri 7 skúffur með frauðbökkum. 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. USG FIRP7B-FOAM Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi 30-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.