Morgunblaðið - 23.01.2016, Page 60

Morgunblaðið - 23.01.2016, Page 60
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Héldu dótturina hafa dottið úr rúminu 2. „Ég er vinningshafinn!“ 3. Aron hættir með landsliðið 4. Gómaði kærastann við að skrifast …  Leikarinn Guðmundur Ingi Þor- valdsson er tilnefndur til bresku kvik- myndaverðlaunanna National Film Awards sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Chasing Robert Barker. 11 aðrir leikarar eru tilnefndir að auki og þeirra á meðal kvikmyndastjörnurnar Colin Farrell, Michael Fassbender, Colin Firth, Tom Hardy, Tom Hiddle- ston og Daniel Craig. Kvikmyndin Hrútar er einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Tilnefningarnar, sem eru í 18 flokkum, voru fengnar með netkosningu sem um 1,3 millj- ónir manna tóku þátt í, að því er segir á vef verðlaunanna. Er nú hafin net- kosning um þá bestu meðal til- nefndra á vef verðlaunanna, nation- alfilmawards.co.uk, sem stendur til 25. mars og mun verðlaunahátíðin fara fram 31. mars í Lundúnum. Á vefnum mbl.is má finna viðtal við Guðmund Inga um tilnefninguna. Tilnefndur til breskra kvikmyndaverðlauna  Flautuleikarinn og tónskáldið Berglind María Tómasdóttir blæs til „flautusjós“ í kvöld kl. 21 í menn- ingarhúsinu Mengi. „Á þessum tónleikum ætla ég að flytja verk fyrir flautu og á köflum flautur. Þau eru alls kyns og sum eru líka með myndbandi. Sum verkin fjalla um lítil flautuhljóð, önnur stór flautu- hljóð. Sum, sennilega flest þeirra, eru frekar óflautuleg í eðli sínu. Og þó, kannski ekki,“ segir Berglind meðal annars um viðburðinn. Í verkum sínum leitast Berglind við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem fé- lagslegt fyrirbæri. „Flautusjó“ í Mengi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðvestan 10-20 m/s, hvassast í vindstrengjum á Norð- vesturlandi og í Eyjafirði. Rigning eða slydda, en þurrt að mestu á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti 0 til 6 stig. Á sunnudag Sunnan- og suðaustan 10-18 m/s og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag Sunnan 8-15 m/s með rigningu og síðar skúrum eða éljum. Bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður. Njarðvíkingar hrósuðu sigri gegn erkifjendum sínum í Keflavík þegar liðin áttust við í æsispennandi leik í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. Njarðvík- ingar innbyrtu sigurinn með góðum endaspretti og fögnuðu ákaft á heimavelli granna sinna í leikslok en fjölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með rimmunni. »2 Njarðvíkingar unnu grannaslaginn Franskir sérfræðingar telja eftir nákvæma úttekt að sundkonan frábæra Eygló Ósk Gústafsdóttir, nýbak- aður íþróttamaður ársins, geti synt mun hraðar en gildandi heimsmet í 200 metra baksundi. Frá þessu greindi Jacky Pellerin, þjálf- ari íslenska landsliðsins í sundi, á ráðstefnu um af- reksíþróttir. »1 Hefur burði til að bæta heimsmetið HSÍ hefur hafið leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið í handbolta eftir að Aron Kristjánsson ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sín- um og láta af störfum þegar í stað. Kristján Arason og Geir Sveinsson eru meðal þeirra þjálfara sem þykja koma til greina. »1 Leit hafin að nýjum landsliðsþjálfara Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þessa dagana er verið að frumsýna teikningar og líkan af glæsilegri 56 metra snekkju. Auk íburðar um borð er gert ráð fyrir að hún verði sér- staklega styrkt fyrir siglingar í ís. Raunverulega er um lítinn ísbrjót að ræða, sem getur skorið 80 senti- metra ís. Ef ísinn er þykkari skríður hún upp á hann og brýtur undan þunga sínum. Breska fyrirtækið Hawk Yachts lét hanna snekkjuna og útlitshönn- uður hennar er Davíð Rósinkarsson. Þegar rætt var við Davíð í gær var hann á leiðinni á stóra bátasýningu í Düsseldorf, þar sem allt er tengist bátum og bátasporti er til sýnis. Þó ekki stórar snekkjur því Mónakó er helsti vettvangur fyrir slíkar sýn- ingar. Davíð sagði eðlilega nokkra spennu í loftinu um hvort kaupandi fyndist og hvort snekkjan færi af teikniborðinu yfir í framleiðslu, því þegar hefur verið lagt í talsverðan kostnað við hönnun. „Eftir að hafa starfað sem pípu- lagningamaður í ellefu ár breyttust aðstæður í lífi mínu árið 2011 og ég ákvað að hefja nám í farartækja- hönnun,“ segir Davíð. „Ég lauk BA- námi frá listaháskóla í Tórínó 2014 með áherslu á snekkjur og mótor- hjól og eftir eitt ár á Íslandi hóf ég störf í Þýskalandi í haust. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á snekkjum og hafði stúderað lögun þeirra og út- lit lengi áður en ég fór að læra. Verktaki hjá Porsche Núna er ég sjálfstæður verktaki sem þrívíddarhönnuður hjá Porsche-bílaverksmiðjunum. Í gegn- um tengsl sem mynduðust í vinnunni fyrir Porsche kom þetta verkefni fyrir Hawk upp í hendurnar á mér í september. Síðan hefur lítið annað komist að og það verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður. Sala á snekkjum hefur aftur tekið við sér eftir efnahagshrunið, Sádi-Arabar eru stórir kaupendur og sömuleiðis Rússar, en um allan heim er fram- leiðsla og sala á snekkjum að taka við sér.“ Þrír menn voru fengnir til að koma með tillögur að útlitshönnun snekkjunnar og varð ein af tillögum Davíðs fyrir valinu. Aðeins glerskál- inn á brúardekkinu, sem Davíð kall- ar vetrargarðinn, var samvinnuverk- efni fleiri aðila. Sérfræðingar voru síðan kallaðir til á hverju verksviði; vélfræði, búnaði, innréttingum o.s.frv. Davíð er með eigið fyrirtæki, Órós, en þessar snekkjuteikningar merkti hann fyrirtækinu sem hann starfaði hjá sem verktaki að hönn- uninni, VP-Associates. Um öll heimsins höf Snekkjan á að geta siglt um öll heimsins höf og þar eru norðurhöf og Suður-Íshafið ekki undanskilin. Gert er ráð fyrir að skrokkur snekkjunnar verði smíðaður úr stáli, en yfirbygging gæti verið úr áli. Þessi litli ísbrjótur, í lægsta flokki slíkra, yrði með margfalda styrk- ingu í stefni, sérstaklega sterkt ís- belti við sjávarlínu og skrúfurnar yrðu óvenju stórar og sterkbyggðar. Píparinn fór í snekkjuhönnun  „Hef alltaf haft mikinn áhuga á snekkjum“ Lystisnekkja og ísbrjótur Tölvugerð mynd af snekkjunni við Portofino á Ítalíu, sem er eitt af þorpunum fimm. Um framhaldið segir Davíð að það sé nokkurri óvissu háð, en vonandi verði framhald hjá honum á verkefnum í bílaiðnaði og snekkjuhönnun er- lendis. „Sem verktaki hjá Porsche er okkur sagt að engar breytingar séu á döfinni,“ segir Davíð. „Hins vegar er Porsche í eigu Volkswagen og VW- hneykslið í haust skapar ákveðna óvissu. Snekkju- iðnaðurinn er að taka við sér og umsvifin hafa verið að aukast í Kína, bæði hvað varðar sölu á heimamarkaði og í hönnun og framleiðslu. Hawk Yachts hefur áhuga á að við hönnum síðar á þessu ári 75-80 metra útgáfu af þessari sömu hönnun. Þetta er spennandi heimur og það bjóðast vonandi önnur tækifæri að þessu loknu,“ segir Davíð. Vilja hanna stærri snekkju VONAST EFTIR FRAMHALDI Í BÍLAIÐNAÐI OG SNEKKJUHÖNNUN Davíð Rósinkarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.