Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
AF TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég hef orðið þess heiðurs aðnjót-
andi að fá að skrifa um tvær síðustu
sólóskífur gítarleikarans slynga
Guðmundar Péturssonar. Ologies
kom út 2008, Elabórat árið 2011 og
eru þessi verk öll hljóm- og áferð-
arlega tengd (fyrsta sólóplata Guð-
mundar, Muzac,
kom út árið 1997
og stendur utan
við þessa grein-
ingu hér).
Tvær síð-
ustu plötur voru
framúrskarandi
verk og báru með sér sterk höfund-
areinkenni – einstæðan stíl sem
byggist á samslætti nokkurra ólíkra
þátta – og heldur Guðmundur
áfram að slípa hann til hér. Nú er
Guðmundur einn fjölkunnugasti
leiguspilari landsins, hæfileikar
hans hafa runnið um ótal plötur, og
einhverjir myndu þá ætla að þessar
plötur væru fyrst og fremst sýni-
dæmi um virtúósmennsku höfund-
arins. En það er öðru nær. Öllu
heldur eru þessi verk svo gott sem
ególaus, tónlistin sjálf ræður og
Guðmundur lætur lítið fyrir sér
fara, ekki ósvipað og þegar hann
stendur uppi á sviði. Vissulega má
heyra í gítar hérna, en hann er
hvorki einkennandi né með látalæti.
Hljómborð, slagverk og slíkt spilar
alveg jafn mikilvæga rullu.
Ekkert kemur úr engu og það
er gaman að finna þá áhrifavalda
sem láta hér á sér kræla, hvort sem
Guðmundur er að vinna með þá
meðvitað eða ekki. Mér finnst ég
alltaf heyra hátt í bandarísku síð-
rokkssveitinni Tortoise og þá eink-
um í meistarastykki hennar TNT.
Gamlir áttunda áratugar svuntu-
þeysarar eru hérna (alltént er vélað
þannig um að manni finnst það) og
andi Brians Enos er og þarna,
Another Green World kemur í hug-
ann. Hin franska Air fær líka að
kíkja í kokteilboðið og straumar frá
þýsku síðsúrkálsrokki leika um.
Segjum þetta gott af nafnatogi
(og þótt fyrr hefði verið!). Lögin eru
sjö, allt frá rúmlega mínútu til tíu
mínútna, og þrátt fyrir góðan heild-
arhljóm á plötunni eru áherslur
ólíkar innan einstakra laga. Stund-
um rúlla smíðarnar áfram taktvisst
og naumhyggjulega, ryþmavef-
urinn ávallt haganlega ofinn. Á
Fagurt flæði
Morgunblaðið/Kristinn
Virtúós Guðmundur er einn hæfileikaríkasti gítarleikari þjóðarinnar
köflum er rokkað; gítarnum leyft
að orga á skrumskælda vegu en svo
fellur allt í ljúfa löð, eins og í
„Three Pigs“ þar sem tónlistin gár-
ar nánast hljóðlaust í draugalegu
sveimi.
Þannig er þetta meira og
minna. Þetta er áleitin tónlist, út-
hugsuð og falleg í sínu áreynslu-
lausa flæði. Plöturnar þrjár eru
glæsilegt „hat-trick“ og bera nátt-
úrubarni í tónlist fagurt vitni.
» Öllu heldur eruþessi verk svo gott
sem ególaus, tónlistin
sjálf ræður og Guð-
mundur lætur lítið fyrir
sér fara, ekki ósvipað og
þegar hann stendur
uppi á sviði.
Sensus er fjórða sóló-
plata Guðmundar Pét-
urssonar gítarleikara.
Leikur hann á gítara
og hljóðgervla en einn-
ig leikur Kristinn Agn-
arsson á trommur,
Samúel J. Samúelsson
á básúnu og Haukur
Gröndal á saxófóna,
flautur og klarínett.
—með morgunkaffinu
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Njála (Stóra sviðið)
Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 7/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00
Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 19:00
Mið 3/2 kl. 20:00 Mið 17/2 kl. 20:00
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Mið 10/2 kl. 20:00
Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 18/2 kl. 20:00
Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Margverðlaunað meistarastykki
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 19:00 Fim 4/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00
Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 5/2 kl. 19:00
Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00
Allra síðustu sýningar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 7/2 kl. 13:00
Sun 31/1 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00
Allra síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Fim 11/2 kl. 20:00
Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Sun 14/2 kl. 20:00
Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Sókrates (Litla sviðið)
Fös 29/1 kl. 20:00
Allra síðustu sýningar!
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00
Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn
Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn
Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn
Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn
Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn
Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn
Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn
Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn
Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn
Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn Lau 30/1 kl. 11:00 aukasýn
Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn Lau 30/1 kl. 13:00 Lokasýning
Síðustu sýningar!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 29/1 kl. 22:30 16.sýn Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn
Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 30/1 kl. 20:00 17.sýn Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn
Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 30/1 kl. 22:30 18.sýn
Fös 29/1 kl. 20:00 15.sýn Fim 4/2 kl. 20:00 19.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn
Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
Samfarir Hamfarir (Salur)
Sun 24/1 kl. 20:30 Fim 28/1 kl. 20:30 Sun 31/1 kl. 20:30
Old Bessastaðir (Salur)
Fim 4/2 kl. 20:30 Mið 10/2 kl. 20:30 Fim 18/2 kl. 20:30
Sun 7/2 kl. 20:30 Sun 14/2 kl. 20:30
Eldklerkurinn (Salur)
Lau 23/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 16:00
Lífið (Salur)
Sun 24/1 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00
HÁDEGISTÓNLEIKAR
LJÓÐALÖG
FJÖLNIR ÓLAFSSON &
BJARNI FRÍMANN BJARNASON
Þriðjudag 26. janúar
Kl. 12.15
Norðurljósasal Hörpu
Aðgangseyrir: 1500 kr.
Frítt inn fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn