Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 ✝ Stefán Jón Sig-urðsson fædd- ist að Litla- Hvammi í Mýrdal 16. júní 1927. Hann andaðist 5. janúar 2016. Stefán var sonur hjónanna Sigurðar Bjarna Gunnars- sonar, f. 10.6. 1896, d. 6.11. 1973, og Ástríðar Stef- ánsdóttur, f. 14.10. 1903, d. 30.3. 1989. Systkini Stef- áns eru Gunnar, f. 1924, d. 1992, Helga, f. 1926, og Sigþór, fæddur 1928. Stefán var ókvæntur og barn- laus. Útför Stefáns fer fram frá Skeiðflat- arkirkju í dag, 23. janúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson) Einhverra hluta vegna kom þessi texti til hugar þegar hringt var að morgni dags og tilkynnt um andlát Stebba frænda. Löngu stríði veikinda og heilsuleysis var lokið. Byrði sem hann bar af eftirtektar- verðu æðruleysi og jafnaðar- geði alla tíð. Til að byrja með vorum við nálægt hvort öðru, verandi á sama hlaðinu í okkar uppvexti, hann var reyndar um árabil „af bæ“ eins og sagt var, m.a. í vegavinnu hjá Brandi móður- bróður sínum. Lengst af ævi sinni var hann þó heima í Litla-Hvammi og stundaði bústörfin eins og hann hafði heilsu til þar til hann gerðist vistmaður á Hjallatúni, þar sem hann dvaldi rúma tvo síðustu áratugi ævinnar. Stebbi hafði með eindæmum gott minni, var afar bókhneigð- ur og var sílesandi. Víst er að hann hafi fengið meira út úr þeirri iðju en margur, þar sem hann virtist muna allt sem hann las og reyndar var nánast sama hvaða viðburðir komu til tals, hann skyldi í flestum til- fellum muna nákvæmar dag- setningar og jafnvel hvernig viðraði þann daginn. Stebbi átti alla tíð frekar erf- itt með að tjá sig, sem var hin mesta synd. Hann hafði nefni- lega meira fram að færa en alltaf komst til skila; var mikill húmoristi og sá gjarnan spaugi- legar hliðar á samferðamönnum og sveitungum og hafði gaman af. Það var þó eitt sem ein- kenndi persónuleika hans; jafn- aðargeð og létt lund. Þegar við krakkarnir vorum að alast upp var nú ekki alltaf farið eftir þeim reglum sem settar höfðu verið. Nokkrum sinnum greip Stebbi okkur glóðvolg þegar við vorum að brasa við eitthvað sem gat skaðað okkur, en þá hrópaði hann upp: „Stendur ekki til, stendur ekki til“. Þetta voru einu skiptin sem við sáum hann skipta skapi í yfir fimmtíu ár. Hann átti ekki í sínum orða- forða neikvæðari orð til að kasta á nokkurn mann. Við systkinin vorum eins og tvíburar, eyddum öllum dögum saman, og því var það mikið reiðarslag þegar Guðmundur hóf sína skólagöngu og eftir sat litla systirin því hún kunni ekki að lesa. Alls staðar var sama svarið, „það kemur að þér“, nema hjá Stebba. Eftir að hafa hlustað lengi vel á suð og fortölur féllst hann á að kenna stúlkunni lest- ur,en bara þrjá stafi á dag, og tók jafnframt fram að heiti þeirra yrði einungis sagt einu sinni. Það kom fljótt í ljós að hann meinti það sem hann sagði og stóð við orð sín. Því var eins gott að taka hlutina alvarlega ef kennsla átti ekki að falla nið- ur. Þrír stafir og svo var nem- andinn rekin út að leika, því- líkur harðstjóri. Það hafði átt að læra að lesa á núll einni, en honum varð ekki haggað. Þessu námi var haldið leyndu fyrir öðrum þar til að einn daginn mætir stúlkan til foreldra sinna og er þá orðin fluglæs öllum að óvörum. Kennsluhæfileikar Stebba fóru ekki á milli mála því hún gat meira að segja lesið á hvolfi. Við erum ríkari að hafa haft þig með í lífshlaupinu okkar og minnumst þín með vinsemd og virðingu, kæri frændi. Hvíl í friði. Guðmundur Sigþórsson, Ástríður Sigþórsdóttir. Stebbi frændi, eða Stefán Jón Sigurðsson eins og hann hét fullu nafni, hefur nú kvatt þennan heim. Mig langar að minnast hans með örfáum orð- um. Við Stebbi vorum systrabörn og bæði alin upp hjá móðurfor- eldrum okkar, Steinunni Helgu Árnadóttur og Stefáni Hann- essyni í Litla-Hvammi. Þegar ég flutti að Litla-Hvammi tveggja ára gömul var Stebbi orðinn fullorðinn maður og ég man því aðeins eftir honum sem slíkum. Það fór aldrei mik- ið fyrir þessum frænda mínum. Hann var bara einn af okkur á heimilinu, vann sín störf og lét sjaldan í ljós hvers hann óskaði eða hvað hann vildi. Hann átti oft við vanheilsu að stríða en mér vitanlega kvartaði hann ekki og þrátt fyrir veikindin skilaði hann drjúgu ævistarfi til heimilisins. Stebbi var flinkur teiknari og ég man eftir honum töfra fram fallegar blýantsteikningar á sínum yngri árum. Ég minnti hann á þetta eitt sinn og hvatti hann til þess að byrja aftur að teikna, en hann vildi þá sem minnst gera úr þessum hæfi- leikum sínum og ekkert um þá tala. Það kom ekki á óvart, svo lít- illátur sem hann var. En áhugamálið sem entist Stebba alla ævina var lestur góðra bóka og þar var þjóðlegur fróð- leikur ofarlega á blaði. Því miður kom sjúkdómurinn sem Stebbi glímdi við síðustu árin í veg fyrir að hann gæti lesið. Segulbandstækið hans kom þá í góðar þarfir og í stað þess að lesa hlustaði hann nú. Og hann mundi allt. Allt sem hann las, heyrði og lifði, og var þess virði að muna, mundi hann og á meðan hann gat tjáð sig með orðum var oft gaman og fróðlegt að spjalla við hann. Ég bið honum Guðs blessunar. Jóna Sigríður Jónsdóttir. Frændi minn og vinur, Stef- án Jón Sigurðsson frá Litla- Hvammi, er fallinn frá. Allt til æviloka hélt hann andlegu at- gervi sínu þótt líkaminn hafi gefið sig og haldið honum að síðustu föngnum. Við Stebbi, eins og hann var jafnan kallaður, erum systra- börn, fædd og uppalin í Mýr- dalnum en kynntumst þó ekki fyrir alvöru fyrr en seint á æv- inni. Á yngri árum sinnti Stebbi öllum helstu sveitastörfum á heimaslóðum sínum. Hann var hljóðlátur einfari og fáskiptinn og gerði engar kröfur fyrir sjálfan sig. Hann var alla tíð af- ar fróðleiksfús og mikill lestr- arhestur einkum á margvísleg- an þjóðlegan fróðleik. Hjá Stebba fór saman greind, þekkingarleit og óbrigðult minni. Ef Stebbi væri ungur maður í dag legði hann líkast til stund á nám í þjóð- háttafræði eða sagnfræði. Bók- lestur var því mikilvægur þátt- ur í lífi Stebba. Þar átti hann líka sína innri tilveru sem hefur án efa verið honum dýrmætari fyrir þá sök að félagslega stóð hann höllum fæti. Á árum áður fórum við Stebbi stundum í stuttar bíl- ferðir um Mýrdalinn. Ég sé hann fyrir mér uppi á Dyrhólaey taka upp kíkinn, horfa út í fjarskann og segja mér nöfnin á hálsum og heiðum sem fyrir augu bar enda mun betur að sér en ég um alla stað- hætti. Þegar heilsunni hrakaði og Stebbi var hættur að treysta sér í bílferðir ferðuðumst við saman í hugarheimum. Þá sátum við í næði á her- berginu hans í Hjallatúni, ósnortin af tíma og rúmi og sóttum í minningasjóðinn frá Litla-Hvammi og Hvammbóli. Í sameiningu kölluðum við fram löngu liðin atvik og minn- ingar af fólki og atburðum. Vegna aldursmunar hafði Stebbi áratuga forskot á mig og sagði mér því stundum frá atvikum innan fjölskyldu okkar sem voru mér áður ókunn og þá var nú hátíð í bæ. Síðustu árin voru Stebba oft erfið vegna vaxandi heilsu- brests. Hann hefur því án efa orðið hvíldinni feginn. Ég kveð Stebba frænda minn með sökn- uði og þakklæti og votta hans nánustu samúð mína. Steinunn Helga. Stefán Jón Sigurðsson Elsku amma mín, ég trúi því varla að þessi stund sé runnin upp, finnst svo sárt að geta ekki feng- ið að kveðja þig í síðasta skiptið og gefið þér koss á ennið þitt. En þar sem yngsti langömmust- rákurinn þinn ætlar heldur bet- Nanna Lára Ólafsdóttir ✝ Nanna LáraÓlafsdóttir fæddist 15. mars 1934. Hún lést 30. desember 2015. Útför Nönnu Láru fór fram 9. janúar 2016. ur að bíða með að koma í heiminn veit ég að þú fyrirgefur mér. Ég á svo óendan- lega margar ljúfar og góðar minningar úr Garðsbrúninni, af þér og afa. Það að fá að eyða mikl- um hluta af upp- vaxtarárum mínum hjá ykkur er ómet- anlegt. Þú og afi voruð svo mikill hluti af mér, þið voruð stoð mín og stytta þegar á þurfti að halda. Knús, kossar, huggun, gleði, hlátur, hughreysting, styrkur, ást og umhyggja eru orð sem einkenndu þig, elsku amma mín, þú varst alltaf svo hjartahlý og góð. Eftir að ég flutti norður urð- um við að láta símtöl, löng sím- töl, stytta okkur stundirnar og biðina þangað til við myndum hittast aftur. Þessi símtöl gátu verið á öllum tímum sólarhrings- ins, innihéldu sorg eða gleði, eða þá að mig langaði bara einfald- lega til að segja þér hvað mér þótti vænt um þig og saknaði þín mikið. Þú hafðir alltaf tíma fyrir litlu“ stelpuna þína, sama þótt hún hringdi í þig um hánótt og vekti þig. Árið sem ég komst að því að alzheimersjúkdómurinn væri að hreiðra um sig í kroppnum þín- um tók mjög á mig, þú talaðir nefnilega um það þegar ég var yngri að þetta væri sjúkdómur sem þú óskaðir svo heitt að þú myndir aldrei fá, þú fannst svo til með fólkinu sem þurfti að berjast við hann. Mér finnst svo ósanngjarnt að það sé ekki hægt að virða svona ósk! Það að fylgjast með þér veikj- ast og missa minnið hægt og ró- lega var mjög erfitt. Ég reyndi að vera duglegri að hringja í þig og spjalla um allt á milli himins og jarðar, en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara. Eftir að þú fórst inn á hjúkrunarheimilið hættu símtölin okkar alveg, nema í örfá skipti. Þá fengum við að sjá hvor aðra í gegnum int- ernetið, sem gladdi litla hjartað mitt mjög. Það sem gleður mig líka mjög mikið er að þú fékkst að hitta langömmustrákinn þinn, hann Bjartmar Darra, nokkrum sinnum. Það sem þú varst skotin í honum, það bræddi mig alveg. Þú gast varla slitið af honum augun og vildir alltaf fá að kúldr- ast í honum, þér fannst hann svo sætur. En þó svo að þú hafir ver- ið hætt að þekkja mig, amma mín, og þekktir hvorki Villa né Bjartmar Darra skiptu þessar stundir sem við áttum saman mig miklu máli. Ég og strák- arnir mínir fengum að eyða jól- unum og áramótunum 2014 með þér og fjölskyldunni okkar heima á Hornafirði og það er tími sem ég er óendanlega þakk- lát fyrir. Elsku gullið mitt, ég gæti skrifað heila bók um allar ynd- islegu stundirnar sem við áttum saman en ætli ég verði ekki að láta þetta duga í bili. Í lokin langar mig að biðja þig um að smella kossi og knúsi á hann afa þar sem þú ert nú kom- in í fangið hans. Sofðu rótt engillinn minn, ég elska þig. Saknaðarkveðja, Nanna Þórey og fjölskylda. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON ketil- og plötusmiður, Aðalstræti 40, Akureyri, lést sunnudaginn 17. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. janúar klukkan 13.30. . Sonja Sveinsdóttir Þröstur Arnar Sigurðsson Auður Skaftadóttir Rebekka Sigurðardóttir Allan Johnson Aðalgeir Sigurðsson Helga Björg Sigurðardóttir Þór Jóhannsson Hulda Sigurðardóttir Ágúst Ásgrímsson Jón Sigurðarson Bjarney Guðrún Jónsdóttir Sigurður Sveinn Sigurðsson Guðrún Kristín Blöndal Okkar elskaði, SIGURÐUR JÓN SIGURÐSSON, lést á bráðadeild Landspítalans 18. janúar 2016. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 29. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og Blindrafélag Íslands. . Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, Grétar Jónsson, Sigurður O. Staples, Jón Ómar Grétarsson, Selma D. Sigurðardóttir, Theodór F. Guðnason, Karen Sif Theodórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Kristinn Alexandersson og aðrir ástvinir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI G. BJARNASON (Lillibó), vélsmiður, Máshólum 5, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. janúar. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 28. janúar klukkan 13. . Birna Ingadóttir, Inga G. Bragadóttir, Konráð Hinriksson, Anna M. Bragadóttir, Guðmundur Sigtryggsson, Auður B. Bragadóttir, Bragi G. Bragason, Soffía Haraldsdóttir, Björn Ó. Bragason, Guðný B. Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA S. EIRÍKSDÓTTIR, Mörkinni, Suðurlandsbraut 66, lést mánudaginn 18. janúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 29. janúar klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Mörk. . Eiríkur Jónsson, Sigríður Einarsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Hafsteinn Gunnarsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Sigurður Geir Jónsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Gunnar Þór Jónsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Guðrún Ólöf Jónsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RÚNAR STEINGRÍMSSON, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 16. janúar síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þann 28. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja líknarfélög. . Oddný Þorgerður Pálsdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Margrét Lilja Sigurðardóttir, Svavar Þorsteinsson, Páll Hreggviðsson, Reynir Þór Guðmundsson, Greta Björg Egilsdóttir, Egill Örn Guðmundsson, Brigitta Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.