Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Verslunarhúsnæði við
Laugaveg 39
Alrými með góðri lofthæð, stórir
gluggar eru út að Laugavegi.
Bakinngangur er inn í rýmið frá
bílastæðum og auðvelt er að
koma inn vörum á lager í gegnum
þá hurð. Góður stigi er niður
kjallarann og er hann nýttur sem lager og starfs-
mannaaðstaða. Mögulegt er að nota hluta af
kjallaranum undir verslun.
Til leigu 134,2 fm ásamt tveimur sér bílastæðum á lóð
Upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson,
löggiltur leigumiðlari, löggiltur fasteignasali
Sími 824 9098, hilmar@eignamidlun.is
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur
ÞRÚÐVANGI 18 -
850 HELLU
Einbýlishús
á HelluTil
sölu
Til sölu er 198,5 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr við Heiðvang nr. 21, á Hellu. Húsið er
byggt úr steinsteypu árið 1972. Það er múrað og málað að utanverðu og hluti þess hefur
verið klæddur með timburklæðningu. Eignin telur, anddyri, gang, salerni, stofu, eldhús,
þvottahús, herbergjagang, baðherbergi og fimm svefnherbergi. Undir hluta hússins er
kjallari sem hefur verið innréttaður sem fjölskylduherbergi. Í húsinu eru vandaðar
innréttingar úr hlyn og við það er stór verönd úr timbri með heitum potti. Húsið stendur við
botnlangagötu á góðum útsýnisstað í Helluþorpi. Verð kr. 39.500.000,-
Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu.
Á þessum degi árið
1973 hófst eldgos á
Heimaey. Dagana á
undan voru tveir
skjálftamælar að
störfum á Suðurlandi,
svokallaðir „sótmæl-
ar“. Tromlurnar sil-
uðust áfram, hárfínar
nálarnar ristu í sót-
ugan pappírinn og
skildu eftir sig greini-
legt hvítt far, vitnisburð um hrær-
ingar í „inníblum jarðarinnar“, svo
notuð séu orð skáldsins og nátt-
úrufræðingsins Jónasar Hall-
grímssonar. Stundum er eins og
nálarnar hafi misst stjórn á sér.
Hverju hefði það breytt ef þriðji
mælirinn hefði verið til taks?
Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur, sem var við nám í New
York, nú prófessor við Háskóla Ís-
lands, smíðaði umrædda mæla
með samstarfsmönnum sínum og
kom þeim fyrir sumarið 1971 í
Menntaskólanum á Laugavatni og
á bænum Skammadalshóli í Mýr-
dal, í samstarfi við Sveinbjörn
Björnsson eðlisfræðing, síðar há-
skólarektor. Þórir Ólafsson, eðl-
isfræðingur og menntaskólakenn-
ari, síðar prófessor og rektor,
annaðist mælinn á Laugarvatni,
en Einar H. Einarsson, bóndi,
ljóðskáld og náttúrufræðingur, og
kona hans, Steinunn Stefánsdóttir,
sáu um mælinn á Skammadalshóli.
Hér er byggt á samtölum við þá
Pál, Sveinbjörn og Þóri og mik-
ilvægum skjölum í Héraðs-
skjalasafninu á Skógum og í Þjóð-
skjalasafni.
Hundruð kippa
dagana fyrir gos
Mælarnir á Laugarvatni og
Skammadalshóli voru óþarflega
næmir og skráðu fjölmarga at-
burði sem hvorki vörðuðu jarðvís-
indafólk né Vestmannaeyinga.
Einar krotar stundum í sótið til
skýringar: „stormur“, „holur á
vegi“, „hestar“. Einu sinni getur
Þórir um „skíðafólk 20 m frá
mæli“ á sínu skjálftariti. Alvöru
kippir og hrinur fara ekki framhjá
þeim félögum. Dagana rétt fyrir
hið örlagaríka gos (fram til kl. 10
um kvöldið 22. janúar) skráðu
mælar þeirra hundruð kippa (Páll
Einarsson og Sveinbjörn Björns-
son 1987, „Jarðskjálftamælingar á
Raunvísindastofnun Háskólans“, Í
hlutarins eðli, ritstj. Þorsteinn
Ingi Sigfússon).
Dagbækur Einars greina frá
mælingum af ýmsu tagi. Sunnu-
daginn 21. janúar 1973 skráir at-
hugull náttúrufræðingurinn hjá
sér: „Hiti +3 +4 +2. …Í Dalnum
sá ég ca. 200 fíla, 2 músarrindla, 5
skógarþresti og 1 svartþröst. Í
kvöld kl. 20.19.50 hófst jarð-
skjálftahrina í ca. 60 km fjar-
lægð“. Nú dregur til tíðinda.
Þriðji mælirinn
Næsta dag ritar Einar: „Talaði í
dag við Þóri og Sveinbjörn. Þórir
fékk hrinuna álíka og ég … Hrin-
an sem hófst í gærkveldi varaði til
kl. 9 í morgun, taldi 246 skjálfta,
munu vera mun fleiri … Svo er að
sjá að aðalhrinan hefjist í 64 km
fjarlægð og endi í 60 km fjar-
lægð.“ Einar skráir að loknu
löngu símtali við Þóri þennan dag:
„upptök skjálftanna eru ann-
aðhvort við Eldgjá vestanverða
eða Vestmannaeyjar, vantar þriðja
mælinn“. Nokkrir aðrir mælar
voru í landinu á þessum tíma, en
þeir sem máli skiptu störfuðu ekki
sem skyldi eða nið-
urstöður þeirra lágu
ekki fyrir jafnharðan.
Baugarnir í kring-
um Laugarvatn og
Skammadalshól, sem
mælar Einars og Þór-
is gefa til kynna,
skarast í tveimum
punktum. Án þriðja
mælisins verður ekk-
ert sagt nánar um
upptökin. Einar og
Þórir eru báðir sann-
færðir á þessari
stundu að gos sé í aðsigi. Þórir
gengur í kvöldmyrkrinu upp í hlíð-
ar Laugarvatnsfjalls og skimar í
austurátt að Eldgjá og Einar
bregður sér af bæ til að líta vestur
til Vestmannaeyja, en hvorugur
greinir gosbjarma. Samt eru þeir
sannspáir. Fyrsta og eina gosið í
útjaðri þéttbýlis er í aðsigi.
Skömmu eftir að Surtseyjargosið
hófst, í desember 1963, setti
Sveinbjörn Björnsson upp
skjálftamæli á Heimaey, en
rekstri hans var hætt eftir um það
bil sex mánuði; nú hefði hann lík-
lega valdið straumhvörfum.
„Eitthvað á seyði“:
Kl. 01.56.07
Sótmælirinn á Skammadalshóli
átti það til að bila. Einari tekst að
koma honum í lag með aðstoð
góðra manna, en þarf samt að
hlúa að honum nótt sem dag. Í
skýrslu sem Einar tók saman seg-
ir: „Þar sem mælirinn var ekki í
góðu lagi en þó auðvelt að halda
honum gangandi ef hann var vel
passaður, var ég að mestu hjá
honum um nóttina því ég vildi
engu tapa af því sem hann gat
tekið á móti. Þegar klukkan var
nokkuð tekin að halla í eitt um
nóttina (23. janúar) leist mér nú
ekki á blikuna því fyrir kom að 2
skjálftar kæmu sömu mínútuna.“
„Einhvern veginn fannst mér eitt-
hvað á seyði,“ bætir hann við. Um
klukkustund síðar lítur Einar enn
til mælisins „og þóttist þá sjá að
eitthvað alvarlegt hefði gerst, því
kl. 01.56.07 hafði komið mjög sér-
kennilegur skjálfti sýnilega grunn-
ur en varað með sama styrk mun
lengur en vani er með skjálfta af
svipaðri stærð“. Líklega hófst gos-
ið skömmu eftir þetta. Eyjamenn
vakna af værum svefni, til allrar
hamingju er bræla og flotinn í
landi. Fólk haskar sér í bátana.
„Ægileg sjón“
Einari tókst ekki að festa svefn
þótt honum hefði varla komið dúr
á auga undanfarnar nætur vegna
anna við sótmælinn sinn. Ekkert
símasamband er á næturnar, en
um kl. 3 um nóttina ekur bíll í
hlaðið á Skammadalshóli og Einari
er tjáð að gos sé hafið í Vest-
mannaeyjum. „Þetta kom mér
ekki með öllu á óvart“, ritar hann
í dagbókina, „því þegar skjálft-
arnir hófust aftur í gærkveldi
bjóst ég einfaldlega við gosi. Við
ókum út á Klif og var ægileg sjón
sem við blasti í Eyjum, óslitinn
eldveggur … sunnan við Helgafell
og allt niður úr eða við kaupstað-
inn …“.
Í grein sinni „Eldgos í sjó“ í
bókinni Náttúruvá á Íslandi (2013,
ritstj. Júlíus Sólnes, Háskóla-
útgáfan) segja Ármann Höskulds-
son og meðhöfundar hans um
skjálftamælingarnar í aðdraganda
gossins að varla verði „hjá því
komist að líta á þennan atburð
sem forspá um eldgos“. „Það er þá
í fyrsta sinn““, segja þeir, „sem
spáð er fyrir um eldgos út frá
jarðfræðilegum mælingum á Ís-
landi..“ Hverju hefði það breytt ef
þriðji skjálftamælirinn hefði verið
til taks í aðdraganda Heimaeyj-
argossins og niðurstöður mælinga
hefðu verið á allra vitorði?
Þessari spurningu verður seint
fullsvarað en eðlilegt er að Vest-
mannaeyingar og aðrir sem gosið
varðaði spyrji slíkra spurninga.
Hefði þess verið getið í kvöld-
fréttum Ríkisútvarpsins 22. janúar
1973 að miklar líkur væru á gosi á
Heimaey, jafnvel innan nokkurra
klukkustunda, hefðu Vest-
mannaeyingar og þeir sem fóru
með almannavarnir líklega gripið
til einhverra ráðstafana, að
minnsta kosti ímyndað sér það
versta sem gæti gerst og hvernig
mætti bregðast við því. Fordæmi
voru hins vegar engin og kannski
var of skammur tími til stefnu.
Hafa verður í huga að menn voru
að fikra sig áfram með skjálfta-
mæla og sú hugmynd hafði ekki
enn náð fótfestu, þótt það kunni
að hljóma sérkennilega í dag, að
slíkar mælingar gætu gefið áreið-
anlegar vísbendingar um eldgos.
„Ég bjóst einfaldlega við gosi“
Eftir Gísla
Pálsson » Þessar mælingar
lögðu drög að fyrstu
spá um eldgos á Íslandi.
Hverju hefði það breytt
ef þriðji mælirinn hefði
verið til taks?
Gísli Pálsson
Höfundur er mannfræðingur og starf-
ar við Háskóla Íslands; gpals@hi.is.
Ljósmynd/Eiríkur Þ. Einarsson.
Gos Heimaey í aprílbyrjun 1973. Meðal þeirra mörgu húsa sem fóru undir
hraun voru nokkur hús við Heimagötu (til vinstri á myndinni), þar á meðal
Blátindur, Gilsbakki og Bólstaður.
Teikning Eldfjall sem Einar H. Einarsson teiknaði á eitt skjálftaritanna.
Mynd/Þjóðskjalasafn Íslands.
Titringur Hluti mikilvægasta skjálftaritsins frá Laugarvatni, 22.1. 1973.
mbl.is
alltaf - allstaðar