Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 28

Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjarasamn-ingurinnsem for- ustumenn Sam- taka atvinnulífs- ins og Alþýðu- sambands Íslands gengu frá í fyrradag heyrir til tíðinda. Samning- urinn nær til 80 þúsund fé- lagsmanna ASÍ. Hann snýst ekki bara um launahækk- anir, heldur einnig hærri líf- eyrisgreiðslur. Samning- urinn gildir út árið 2018 og er þar með tryggt að friður verði á almennum vinnu- markaði næstu þrjú árin. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í frétt í Morgun- blaðinu í gær að samn- ingnum fylgdu launahækk- anir langt umfram það svigrúm, sem fyrirtækin hefðu, og kvaðst óttast aukna verðbólgu. Til mót- vægis kemur að ríkisstjórn- in hefur lofað að trygginga- gjald verði lækkað á samningstímanum. Það mun draga úr launakostnaði fyrirtækja. Forusta SA hlýtur hins vegar að hafa metið það svo að launahækkanirnar væru þess virði vegna þess hvað samið væri til langs tíma. Það er rétt mat. Nokkur hætta var fólgin í samningunum, sem gerðir voru í fyrra. Þeir hafa þó ekki leitt til þess að verð- bólga hafi farið úr böndum. Ástæðan er hins vegar ekki sú að hrakspár um hættu á verðbólgu hafi verið úr lausu lofti gripnar. Hættan var raunveruleg og er það enn. Aðstæður hafa hins vegar skipað því svo að launahækkanir síðasta árs hafa skilað sér í veskið hjá launafólki og vonandi munu hækkanirnar, sem hið nýja samkomulag felur í sér gera það einnig. Ástæðan er hins vegar ekki stjórnkænska og framsýni, heldur lukka. Þróun efnahagsmála í heim- inum og lækkun á ýmsum nauðsynjum, sérstaklega olíu, hefur vegið upp á móti þensluáhrifum samning- anna. Hjöðnun í útlöndum slær á þensluna heima fyrir. Fyrir vikið er verðbólga með minnsta móti, en það er ekki gefið að alltaf verði slíkar kjöraðstæður. Það er ánægjulegt að rík- isstjórnin ætlar nú að lækka tryggingagjaldið. Gjaldið var á sínum tíma hækkað vegna aukins atvinnu- leysis í kjölfar þess að bank- arnir hrundu. Nú er allt önnur staða á vinnumarkaði og at- vinnuleysi hverfandi. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði í Morgun- blaðinu í gær að lækkunin hefði verið rædd óformlega við forustu SA og næstu skref í þeim efnum yrðu kynnt áður en langt um liði. Verkföll eru slæm og oft dugir að þau blasi við til að efnahagslífið hiksti. Það sást best í fyrravor þegar var sem horfur á verkföllum dræpu allt í dróma. Ný vinnubrögð búa að baki hinu nýja samkomu- lagi. Forsendur eru annars vegar bókun samningsaðila um lífeyrisréttindi frá því í maí 2011 og hins vegar svo- kallað SALEK-samkomulag frá því í október í fyrra. Skammstöfunin SALEK stendur fyrir samstarf um launaupplýsingar og efna- hagsforsendur kjarasamn- inga. Öll stærstu heildar- samtökin á vinnumarkaði auk ríkisins og sveitarfélag- anna eiga aðild að SALEK- hópnum, sem var fyrst kall- aður saman árið 2013. Ætlunin með þessu sam- starfi var að koma í veg fyr- ir höfrungahlaup launa- hækkana yfir allan vinnumarkaðinn og koma honum út úr vítahring þar sem reglulega er þrýst á um miklar launahækkanir, sem leiða til verðbólgu, sem jafn- harðan étur þær upp. Fyrirmyndin er hið nor- ræna vinnumarkaðslíkan þar sem forsendur á vinnu- markaði eru metnar út frá stöðu efnahagsmála og launahækkanir byggjast á hversu mikið fyrirtæki geti borið án þess að missa flug á grundvelli, sem aðilar beggja vegna borðs bera traust til. Rætt var um að hin nýja leið yrði prófuð til reynslu í sex til tíu ár. Gerð yrði áætl- un með tilteknum skuld- bindingum og tilraunatím- inn notaður til að feta sig áfram í nýju umhverfi. Það verður forvitnilegt að sjá hvert framhaldið verður og gangi þetta upp boðar það stakkaskipti í vinnumark- aðsmálum. Nýir kjarasamningar til þriggja ára gefa færi á að auka hag- sæld í landinu} Í nýjan farveg Á fengisfrumvarpið svokallaða er enn og aftur í umræðunni. Nýj- ustu innleggin komu frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í viðtali á FM957 að um væri að ræða svo sjálf- sagða „framför“ að málið ætti ekki einu sinni að vera til umræðu í þinginu, og Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem hafði það eftir ónefndum þingmanni Sjálfstæðis- flokksins að frumvarpið væri hugarfóstur Haga, ekki Vilhjálms Árnasonar. Það má segja margt um bæði innlegg. Um- ræðurnar í Brennslu-þætti FM957 voru með ólíkindum, þar sem þáttastjórnendur og ritari Sjálfstæðisflokksins hentu gaman að aftur- haldssömum „kommum“ og ritarinn ákvað fyr- irfram að allir þeir sem greiddu atkvæði á móti frumvarpinu væru „enn í Ríkisútvarpinu og svarthvíta sjónvarpinu“, hvað svo sem það nú þýðir. Og þegar mbl.is spurði fyrrnefndan Vilhjálm um mögulega skaðsemi áfengissölu í matvöruverslunum í kjölfar ummæla Kára svaraði frumvarpshöfundurinn m.a.: „Fara alkóhólistar ekki í IKEA með konunni um jólin eða þangað þar sem auglýstur er jólabjór á öllum borðum?“ Þessi viðbrögð þingmannsins eru dæmigerð fyrir mála- tilbúnað þeirra sem hafa barist hvað harðast fyrir því að geta keypt sér hvítvín og bjór í næstu matvöruverslun. Þeim finnst málið svo sjálfsagt, eins og kom bersýnilega í ljós í spjallinu á FM957, að annað skiptir ekki máli. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það er fátt sem mælir með því að ráðist verði í breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Í fyrsta lagi er eftirspurnin eftir breytingum takmörk- uð. „Áfengið í verslanir“ var ekki kosningamál og kannanir benda raunar til þess að meiri- hluti þjóðarinnar sé málinu mótfallinn. Í grein- argerð með frumvarpinu var að finna eintómar getgátur um áhrif breytinganna en engin hald- bær rök eða vísanir í rannsóknir. Umsagnir um málið skiptust í tvennt; fagnaðaróm versl- unarinnar og viðvörunarbjöllur aðila í heil- brigðis- og velferðarþjónustu. Þeir fyrrnefndu vísa til þess að ríkið eigi ekki að standa í versl- unarrekstri, eins og það sé óumdeildur sann- leikur, en þeir síðarnefndu til rannsókna sem hafa m.a. sýnt að verðlagning hefur meiri áhrif á áfengisneyslu en forvarnir. Hvað svo sem segja má um málið sem slíkt hljótum við að gera meiri kröfur um málsmeðferðina. Það verður að skipta máli að aðilar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu vara við þeim breytingum sem lagðar eru til. Til hvers er annars verið að kalla eftir umsögnum? Á að afgreiða þá sem afturhaldsseggi; rannsóknirnar sem áróður gegn frjálslyndi? Það er í raun dálítið óhugnanlegt að fylgjast með því hvernig unga fólkið í framvarðarsveit Sjálfstæðis- flokksins virðist vilja afgreiða málið; með því að „hætta þessu helvítis málþófi“ eins og ritarinn orðaði það, og láta það „fljúga í gegn“. Engin umræða, klappað og klárt. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Helvítis málþófið STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsverður munur er á þeirriþjónustu sem býðst kvóta-flóttafólki og þeim sem fástöðu flóttafólks og njóta verndar eftir að hafa áður verið skil- greindir sem hælisleitendur. Áshild- ur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir brýnt að jafna að- stöðu þessara tveggja hópa, fólk í síð- arnefnda hópnum geti af þessum sökum átt erfiðara með að samlagast samfélaginu en sá fyrrnefndi. Hún segir að nú sé ver- ið að leita leiða til að jafna stöðuna. „Það, hvernig við tökum á móti kvótaflóttafólki, er algerlega til fyrirmyndar. Þar er á ferðinni þétt og samstillt samstarf margra aðila,“ segir Áshildur. „En við þurfum að gera betur við hinn hópinn.“ Hún segir þjónustu við fólk sem nýtur verndar mismunandi eftir sveitarfélögum. Sums staðar bjóðist því íslenskukennsla, samfélags- fræðsla og sálfræðiþjónusta, annars staðar ekki. Munurinn er margvíslegur, seg- ir Áshildur um stöðu þessara tveggja hópa. „T.d. þurfa þeir sem fá stöðu flóttafólks, eftir að hafa verið hæl- isleitendur, sjálfir að útvega sér leiguíbúðir á almennum markað. Það er breitt bil á milli þess að vera í bú- setu sem hælisleitandi og fara síðan út á almennan húsnæðismarkað í landi þar sem fólk þekkir jafnvel lítið sem ekkert til. Þetta bil þyrfti að brúa. Ef fólkið þarf síðan á fé- lagslegri aðstoð að halda fær það hana hjá félagslega kerfinu, en marg- ir þyrftu annars konar aðstoð vegna sinnar sérstöku stöðu.“ Vita ekki um eigin rétt Annað atriði sem Áshildur segir að betur þyrfti að huga að er félags- legur stuðningur. Kvótaflóttafólk fær þrjár stuðningsfjölskyldur, en þeir sem fá hér stöðu flóttamanns fá ekki sama stuðning. Þá er líðan kvóta- flóttamanna könnuð með reglulegum hætti, en það er ekki gert þegar um þá sem fá hér vernd er að ræða. Oft viti sá hópur ekki hvaða þjónustu hann á rétt á eða hvar hana sé að fá. „Tannlæknaþjónusta er annað sem þyrfti að endurskoða. Kvóta- flóttafólki, jafnt börnum sem full- orðnum, er veitt gjaldfrjáls tann- læknaþjónusta í upphafi, enda þarf oft að koma tannheilsunni í lag. Þeir sem fá hér vernd eftir hælismeðferð fá aftur á móti ekki slíka fyrir- greiðslu,“ segir Áshildur. Flestir vilja sjá um sig sjálfir Hún segir að um sambærilega hópa sé að ræða, oft hafi fólkið áþekkan bakgrunn, hafi flúið heim- kynni sín af sömu ástæðum og því séu þarfir þeirra svipaðar. Hún segir mikilvægt að þeir sem fái hér vernd fái meiri stuðning. „Þverfagleg að- lögun í upphafi gerir það að verkum að sá mannauður sem býr í fólkinu nýtist betur og það verður fyrr virk- ir þáttakendur í samfélaginu. Hér á Íslandi er einna hæst atvinnuþátt- taka innflytjenda. Það er ósk flestra flóttamanna að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og sjá um sig sjálfir og það gerist fyrr ef fólk fær þann stuðning sem það þarf á að halda. Ef fólk fær hann ekki er hætt við að það festist í fari sem erfitt get- ur verið að komast upp úr. Það er talsverður aðstöðumunur á þessum tveimur hópum, hann þarf að laga og það þarf að gerast sem fyrst,“ segir Áshildur. Fá mismikinn stuðn- ing eftir stöðu sinni Morgunblaðið/Eggert Nýir íbúar Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna, sem hefur verið boðin bú- seta hér á landi, kom til landsins á þriðjudaginn. Þau eru kvótaflóttamenn. Áshildur Linnet Kvótaflóttafólk kallast það fólk sem hefur fengið viður- kennda stöðu sem flóttafólk og hefur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna metið það svo að nauðsynlegt sé að flytja viðkomandi til þriðja lands. Þannig er kvóta- flóttafólki boðið að setjast að í öðrum löndum, dæmi um það eru sýrlensku flótta- mennirnir sem komu hingað til lands núna í vikunni. Sá sem óskar eftir hæli er skilgreindur sem hælisleit- andi þar til umsókn hans hef- ur fengið endanlega af- greiðslu hjá stjórnvöldum. Hælisumsókn felur í sér beiðni um viðurkenningu stjórnvalda á því að viðkom- andi sé flóttamaður. Sé hon- um veitt hæli á landinu er hann þar með kominn með stöðu flóttamanns. Gjarnan er þá talað um að viðkomandi njóti verndar. Ólíkar skil- greiningar FLÓTTAMAÐUR EÐA EKKI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.