Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
!!
"#"
!"!$
"!
%#$$
#"$
!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#
!% !
"%
!!$$
!!
%!"
#!%
#
$"#
!!
!%"
""#
!"#
"#
%#
#"
$"$$
#$
" %"#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Launavísitala hækkaði um 0,9% og
vísitala kaupmáttar launa hækkaði um
0,6% í desember frá fyrri mánuði, sam-
kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls
jókst kaupmáttur launa um 7,6% sam-
kvæmt vísitölunni á síðasta ári.
Vísitala kaupmáttar launa byggist á
launavísitölu og vísitölu neysluverðs, og
eykst kaupmáttur launa þegar laun
hækka umfram verðlag. Kaupmáttur
launa er annar en kaupmáttur ráðstöf-
unartekna, þar sem tekið er tillit til
heildarlauna og annarra tekna og til-
færslna, að frádregnum sköttum.
Launavísitalan hækkaði um 9,7% á
síðasta ári.
Kaupmáttur launa jókst
um 7,6% í fyrra
● Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur lækkað
vexti á lífeyrissjóðslánum og býður nú
þrjú lánsform. Vextir á verðtryggðum
lánum með breytilegum vöxtum lækka
úr 3,8% í 3,17%. Verðtryggð lán með
föstum vöxtum eru 3,75%. Óverðtryggð
lán með föstum vöxtum til þriggja ára í
senn bjóðast með óverðtryggðum nafn-
vöxtum 6,58%.
Þá hyggst Lífsverk lífeyrissjóður
bjóða sjóðfélögum óverðtryggð íbúða-
lán með 6,5% vöxtum frá og með 1.
febrúar og lækka vexti af verðtryggðum
lánum úr 3,7% í 3,5%.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
og Lífsverk lækka vexti
STUTTAR FRÉTTIR ...
staðir og í raun allir þeir sem selji af-
þreyingu og þjónustu til ferðamanna
af tekjum sem myndast gætu af
komu ferðamannanna.
Efla þarf innviðina
Skúli segir að þessi staða í vinnu-
deilu flugvirkja hjá Samgöngustofu
tengist ekki yfirlýsingum hans ný-
lega um að til greina komi að flytja
hluta af starfsemi WOW air úr landi.
„Nei, þetta tengist ekki og við ætl-
um okkur að skrá þessar vélar hér á
landi en þetta undirstrikar hins veg-
ar það sem ég hef áður sagt að það
verður að setja miklu meiri kraft í
uppbyggingu innviðanna hérna.
Mér finnst þessi staða hjá Sam-
göngustofu undirstrika það og við
vitum það einnig að Samgöngustofa
hefur ekki fengið mikið aukið fjár-
magn til starfsemi sinnar þrátt fyrir
þessi miklu umsvif í ferðaþjónust-
unni. Það er mikið umhugsunarefni.“
Skúli nefnir að önnur birtingar-
mynd of lítillar fjárfestingar sjáist í
þeirri þjónustu sem boðið er upp á í
Keflavík.
„Við horfðum upp á gríðarlegar
tafir síðasta sumar sem voru ís-
lenskri ferðaþjónustu ekki til sóma.
Það voru alltof litlir fjármunir settir í
lögreglu- og tollgæslumál á flugvell-
inum og það olli því að á stundum var
aðeins eitt öryggishlið opið á vellin-
um þegar mikið var að gera. Því mið-
ur heyrist mér að það gæti stefnt í
sama ófremdarástandið á komandi
sumri þegar enn fleiri ferðamenn
sækja landið heim. Við höfum tíma til
að bregðast við og koma í veg fyrir
slíkt klúður og ég treysti því einfald-
lega að það verði gert. Annars lend-
um við í því sem alltof oft gerist að
við köstum krónunni við að spara
aurana.“
Verkfall stefnir nýjum flug-
leiðum WOW air í uppnám
Morgunblaðið/Golli
Ferðamenn Skúli segir að tjónið sem af verkfalli flugvirkja gæti hlotist hafi áhrif á ferðaþjónustuna í heild sinni.
Flotinn stækkar
» WOW hyggst taka í þjónustu
sína fimm vélar á þessu ári.
» Þrjár verða af tegundinni
Airbus A330 en þær eru 350
sæta breiðþotur.
» Tvær verða af tegundinni
Airbus A321 en það eru sams-
konar vélar og félagið notar í
Bandaríkjaflugi sínu í dag.
» A321-vélarnar rúma allt að
230 farþega.
Gætu þurft að endurgreiða flugmiða fyrir hundruð milljóna, segir forstjórinn
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ef verkfallið leysist ekki á allra
næstu dögum gæti það haft mjög nei-
kvæðar afleiðingar fyrir okkur og
raunar ferðaþjónustuna í heild. Það
eru gríðarlegir hagsmunir undir í
þessu máli,“ segir Skúli Mogensen,
eigandi WOW air, í samtali við Morg-
unblaðið. Vísar
hann þar í kjara-
deilu milli flug-
virkja hjá Sam-
göngustofu og
íslenska ríkisins
en flugvirkjarnir
hafa nú verið í
verkfalli frá 11.
janúar síðastliðn-
um.
Skúli segir að
verkfallið sé farið
að tefja nýskráningu þriggja Airbus-
flugvéla sem félagið hefur tryggt í
flota sinn fyrir sumarið og að ef ekki
verði hægt að skrá vélarnar nú gæti
það sett áætlanir WOW air í upp-
nám.
„Við stefnum að því að taka fimm
Airbus-vélar til viðbótar í þjónustu
okkar á árinu og þar af þurfum við að
skrá þrjár þeirra núna til þess að
geta hafið flug á nýjum leiðum sem
við erum að bjóða upp á. Ef skrán-
ingin dregst þá munum við þurfa að
fresta þessum áætlunum. Við höfum
verið að sjá mjög góða bókunarstöðu
á þessum leiðum og ef við höfum ekki
vélar til að flytja fólkið þá þurfum við
einfaldlega að endurgreiða fólki mið-
ana. Það gæti valdið tjóni upp á tugi
og jafnvel hundruð milljóna,“ segir
Skúli.
Hann ítrekar að tjónið sem af
þessu gæti hlotist einskorðist ekki
við WOW air eða mögulega önnur
flugfélög í sömu stöðu, heldur hafi
þetta áhrif á ferðaþjónustuna í heild
sinni. Þannig verði hótel, veitinga-
Skúli
Mogensen
Atvinnuleysi hefur minnkað hratt og
var í desember 2,8%. Þar með er at-
vinnuleysi síðustu 12 mánaða 2,9%
samkvæmt tölum Vinnumálastofn-
unar, en fjallað er um málið í Hagsjá
Landsbankans. Þróun atvinnuleysis
hefur verið mismunandi eftir land-
svæðum, kyni og menntun.
Í kjölfar hrunsins jókst atvinnu-
leysi karla mun meira en meðal
kvenna en á síðasta ári var meðalat-
vinnuleysi kvenna komið í 3,5% á
meðan það var 2,5% meðal karla.
Í umfjöllun Landsbankans segir
að þó að staða atvinnumála hafi batn-
að mikið hér á landi á síðustu árum
hafi sú breyting orðið á samsetningu
atvinnulausra að hlutur háskóla-
menntaðra hafi aukist verulega.
Þá segir að lengi vel hafi atvinnu-
leysi einkum bitnaði á ófaglærðu
starfsfólki og meginþorri atvinnu-
lausra jafnan verið úr þeim hópi.
Mikil breyting hafi orðið á þessu á
síðustu árum og hefur atvinnuleysi
bitnað hlutfallslega meira á háskóla-
menntuðu fólki. Á árinu 2000 var
70% atvinnulausra með grunnskóla-
menntun. Í samanburði var þetta
hlutfall 44% á árinu 2015. Á sama
tíma hafi háskólamenntuðu fólki í
hópi atvinnulausra fjölgað úr því að
vera 10% atvinnulausra upp í 25% at-
vinnulausra á síðasta ári.
Þróun atvinnuleysis er mismun-
andi eftir landsvæðum og tekin eru
dæmi af atvinnuleysi á Suðurnesjum
sem hafi farið úr 13% á árinu 2010 í
4% og á höfuðborgarsvæðinu úr því
að vera hátt í 9% í 3,1% á síðasta ári.
Morgunblaðið/Eva Björk
Atvinna Hlutfall atvinnulausra hef-
ur lækkað mikið undanfarið.
Atvinnuleysi 2,9%
á síðasta ári
Meira atvinnu-
leysi ríkir meðal
kvenna en karla
Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is
Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil
Ný stærri og glæsilegri verslun
Kíktu í
heimsók
n
L i f and i v e r s l un
Verð að
eins
13.900
kr.
Elite fiskabúr
TILBOÐ
• 54 l.
• Ljós og ljósastæði
• Lok
• Dæla
• Hitari