Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 42

Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 ✝ GunnlaugurTryggvi Pálmason fæddist á Hofi í Hörgárdal 28. febrúar 1923. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku 13. janúar 2016. Foreldrar hans voru Halldór Pálmi Magnússon, f. 2.4. 1882 í Ytra-Brekkukoti í Hörgárdal, d. 15.5. 1928 á Akureyri, og Elín Indriðadóttir, f. 5.2. 1890 í Keldunesi í Kelduhverfi, d. 7.4. 1972 á Akureyri. Systkin Gunnlaugs sem nú eru látin voru Indriði, f. 1910, d. 1964, Soffía, f. 1912, d. 1995, Bjarni, f. 1914, d. 1994, Jakob, f. 1915, d. 1998, Elín Björg, f. 1917, d. 1979, Jón, f. 1918, d. 2003, Erlingur, f. 1925, d. 1997, og Pálmi, f. 1927, d. 2006. Eftirlifandi er Sigríður, f. 1921. Gunnlaugur kvæntist 20. desember 1947 Önnu B. Árna- dóttur, f. 18.9. 1925 á Mjóeyri við Eskifjörð. Börn Gunnlaugs og Önnu: (a) Elín grasafr. f. 1947. (b) Árni Jón, rafm.tæknifr., f. 1948, maki Berglind Snorra- dóttir, bókari, f. 1954. Dætur Anna Geirlaug, gullsmiður, sambýlism. Ragnar Már Ró- bertsson leikskólakennari, börn Úlfur Árni og Úrsúla Bergdís; og Eva Alexandra, sjúkraliði og mannfr.nemi, sambýlism. Kári Pálsson, þjóð- fr.nemi. Sonur Berglindar Rúnar Júlíus Smárason, fjár- m.verkfr., maki Þórunn Krist- jánsdóttir, þau eiga þrjú börn. (c) Soffía, f. 1954, d. 1955. (d) Pétur Þór, byggingar- verkfr., f. 1956, maki Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufr., f. 1956. Synir Gunnlaugur Ársæll, stúdent, og Elías Arnar menntaskólanemi. Börn Jakobínu Anna Sigríður Pálsdóttir læknir, maki Jón Ari Ara- son háskólanemi, synir Hallgrímur Ari og Páll Emil; og Sveinbjörn Hermann Pálsson. (e) Hannes Val- ur, f. 1963, bú- fræðikandidat, maki Hjördís Björk Þorsteinsdóttir smiður, f. 1965. Dóttir Hannesar og fyrrv. sambýlisk., Matthildar Ástu Hauksdóttur, f. 1965, Karen Arna, rafvirki, sam- býlism. Auðun Jóhann Elv- arsson, vélstj., sonur þeirra ónefndur, dóttir hennar og fyrrv. sambýlism., Óla Hrafns Olsens, Elísabet Emma. Synir Hannesar og Hjördísar eru Ágúst Heiðar, forritari, sam- býlisk. Sandra Marín Gunnars- dóttir tölvunarfr.nemi; Hösk- uldur Logi, menntaskólanemi, og Þorsteinn Viðar. Dóttir Hjördísar erLinda Björk Hjör- dísar Gunnarsdóttir, versl- unarstj. (f) Halldóra Soffía, f. 11.1. 1965, sjúkraþjálfari og spænskufr. Gunnlaugur kynntist Önnu tilvonandi eiginkonu sinni þegar hún var í vist hjá séra Sigurði Stefánssyni og Maríu Ágústsdóttur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Fyrstu tvö árin eftir að þau giftust var heimili þeirra í Innri-Njarðvík en frá 1949 á Hofi í Hörgárdal þar sem þau voru bændur frá 1950 til 1993. Síðustu árin dvöldu Gunnlaugur og Anna á Horn- brekku í Ólafsfirði, þar sem Anna lést í apríl 2015. Útför Gunnlaugs fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörg- árdal í dag, 23. janúar, og hefst athöfnin klukkan 14. Faðir minn kær. Nú hefur þú kvatt og ert farinn yfir móðuna miklu. Það er von mín og trú að þið móðir mín getið sameinast þar á ný. Ég minnist þess hve vel þið móðir mín önnuðust mig á uppvaxtarárunum. Ég var ekki gamall þegar þú fórst að taka mig með til ýmissa útiverka og eflaust var ekki mikið gagn í stráknum til að byrja með, hitt þó heldur. En verkin lærast ef fylgst er með og smám saman kenndir þú mér að aðstoða þig og vinna verkin. Hvað er betra veganesti en að læra að leysa úr málum á eigin spýtur? Og ætíð var gott að koma heim og dvelja um skamma eða langa hríð í hlýju og kærleika. Ykkur fæ ég seint fullþakkað. En þó að á þessari stundu sé ég fullur saknaðar veit ég að í minningunni lifir þú með mér um ókomin ár. Þinn Pétur Þór. Gunnlaugur Tryggvi Pálmason Kæri Juan. það var í gær. Við sátum úti í garði, sólin skein, við drukkum rauðvín, reyktum vindla og töl- uðum um allt mögulegt, um plön og hversu hamingjusamur þú værir á Íslandi þrátt fyrir ým- Juan Valencia ✝ Juan fæddist1. janúar 1960 í Setenil de las Bodegas í Cadiz- héraði á Spáni. Hann lést 21. des- ember 2015. Hann var sonur Francisco, látinn 2000, og Dolores sem býr í Malaga. Juan var giftur Ragnheiði Björns- dóttur og eiga þau tvö upp- komin börn: 1) Diego Björn Valencia, giftur Lilju Rut Benediktsdóttur. Þau eiga tvö börn: Emil, átta ára, og Evu, tveggja ára. 2) Nataly Sæunn Valencia. Útför Juan fór fram í kyrr- þey. islegt mótlæti lífs- ins. Lífs sem þér tókst alltaf að sjá jákvæðu hliðina á. Hafðir ásamt ást- kærri eiginkonu þinni alið upp börn- in sem aftur gáfu ykkur yndisleg barnabörn. Þrjósk- ur, stoltur og alltaf sjálfum þér sam- kvæmur, nokkuð sem ekki allir skildu en virtu. Duglegur, kappsamur, meðvit- aður um að ekkert fæst gefins. En einnig örlátur gestgjafi, gast deilt með öðrum. Ég sit við skrifborðið mitt þrjú þúsund kílómetra í burtu og reyni að koma þessum línum á blað. Sársauki og mikil sorg en einnig reiði, reiði yfir tilgangsleysi slíkra atburða. Í huganum erum við fjölskyldan með Rannsý og öðrum ástvinum og vonum að þau finni huggun í minningunni um þig. Kæri vinur, við sjáumst! Filippo de Esteban. ✝ Helga Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. október 1946. Hún lést 16. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristrún Hreiðarsdóttir úr Mosfellssveit og Magnús Pálsson úr Reykjavík. Systk- ini Helgu eru Guð- finna, f. 1948, Sigríður Vil- borg, f. 1951, og Páll Kristrúnar, f. 1960. Helga giftist árið 1966 Svav- ari Gunnþórssyni, f. 15. nóvember 1926 frá Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Synir þeirra eru: a) Borgþór, f. 5.11. 1966, í sambúð með Huldu Sigurdísi Þráinsdóttur. Dóttir þeirra er Eva Pálína, f. Hreimsstöðum til ársins 1996. Með heimilisstörfum og búskap vann Helga við Barnaskólann á Eiðum frá 1984 til 1996, en það ár fluttu þau hjón í Egils- staði. Helga söng lengi vel í kirkjukór Hjaltastaðakirkju ásamt Svavari og var í sókn- arnefnd Hjaltastaðasóknar. Einnig tók hún virkan þátt í störfum kvenfélagsins Bjarkar. Helga var kosin í hreppsnefnd árið 1982, en þar sat hún í fjölda ára. Hún mun vera eina konan sem setið hefur í hreppsnefnd í Hjaltastaða- þinghá. Eftir að þau hjónin fluttu í Egilsstaði starfaði Helga við umönnun fatlaðra allt þar til hún varð að hætta störfum vegna heilsubrests. Í byrjun síðasta árs dvaldi Helga um tíma á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði en fluttist síðan á hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum þar sem hún lést aðfaranótt 16. janúar síðastlið- ins. Útför Helgu fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 23. jan- úar 2016, klukkan 11. 2004. Fyrri sam- býliskona Borg- þórs er Ingibjörg Ragnarsdóttir. Þeirra börn eru Ragnar Helgi, f. 1985, og Kristrún Anna, f. 1994. b) Magnús Rúnar, f. 27.8. 1968, í sam- búð með Sigur- björgu Rögnu Arn- arsdóttur. Börn Sigurbjargar eru Arna Ósk, f. 1991, Sindri Snær, f. 1996, og Lovísa Ösp, f. 2001 c) Kristján Hreiðar, f. 1.4. 1970, kvæntur Lindu Björk Svavarsdóttur. Börn þeirra eru Svavar Páll, f. 1998, og Aðalheiður Ósk, f. 2000. d) Jóhann Páll, f. 29.10. 1978, í sambúð með Sólrúnu Víkingsdóttur. Helga og Svavar bjuggu á Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra eng- inn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Borgþór, Hulda og Eva Pálína. Frá Hreims- við ömmu Helgu -stöð- um helgum þessa stöku hvað heima í fuglum heyrist glöðum hressir þig við vöku. Sjá, ég sendi engil á undan þér til að varðveita þig á ferðinni og leiða þig til staðar sem ég hef fyrir búið Þú og ég þökkum fyrir góðar stundir hvert stöku bros frá vini eða barni þú geymir þær sem glitský þar sem fundir í gleði sinni spinna sól á hjarni. Aðalheiður Ósk Kristjánsdóttir. Í mínum hug er það sumarið sem minnir mig alltaf á þig, kæra systir. Þess vegna á það svo vel við að kveðja þig núna um hávetur. Ég var níu ára þegar segja má að ég hafi fyrir alvöru kynnst Helgu systur minni, sem bjó þá ásamt manni sínum Svavari Gunnþórssyni á bænum Hreimsstöðum í Hjaltastaða- þinghá. Mér bauðst að vera hjá þeim sumarlangt og var mér strákgemlingnum tekið opnum örmum og hlúð að mér með skilningi, þolinmæði og kær- leika. Hjá þeim lærði ég nýtt tungumál, austfirsku, og að lesa í náttúruna sem var svo stór- kostleg allt í kring. Helga var natin við að sýna mér það helsta sem sveitin hafði upp á að bjóða, kenndi mér nöfn fugla og blóma, kynnti mig fyrir fjöll- um og ásum. Þau urðu allmörg sumrin sem ég naut samvista með þeim og strákunum þeirra, Borgþóri, Magnúsi Rúnari, Kristjáni Hreiðari og síðast Jó- hanni Páli. Eftir að ég kynntist eigin- konu minni Elfu Dröfn Ingólfs- dóttur og stofnaði mína eigin fjölskyldu fórum við nær því á hverju ári austur á Hreimsstaði og nutum síðan gestrisni þeirra áfram eftir að þau fluttu á Eg- ilsstaði. Alla tíð hefur mér fund- ist ég tilheyra fjölskyldu þeirra, kannski bara eins og einn af strákunum hennar Helgu. Kæra Helga, í hvert sinn sem vorar leitar hugur minn austur til þín. Sumarið, fuglarnir og blómin munu ætíð minna mig á þig og í draumum mínum hitt- umst við og skröfum saman um liðna tíð og ævarandi kærleika. Takk fyrir allt og allt. Þinn bróðir, Páll Kristrúnar. Mig langar með fáeinum orð- um að kveðja Helgu Magnús- dóttur mágkonu mína, stóru systur Páls Kristrúnars manns- ins míns. Við kynntumst fyrst þegar við Palli fórum austur á Hreimsstaði í heimsókn til Helgu, Svavars og strákanna, líklegast sumarið 1983. Palli er almennt ekki margmáll maður en ég held að í þessari ferð hafi hann hafi ekki samkjaftað alla leiðina, spenningurinn var svo mikill og lýsingarnar ljóslifandi. Það varð mér síðan til gæfu að fá að deila þessari reynslu með Palla og upplifa sveitina ár eftir ár og síðar börnin okkar, Agnes Drífa og Róbert Hreiðar. Mér fannst Helga, strax í þessari fyrstu heimsókn minni, eigin- lega ættleiða mig, hún tók mér alveg eins og ég var og ég fann ætíð fyrir þeirri tilfinningu að vera samþykkt. Ég minnist spilakvöldanna, þar sem aðal- lega var spilaður Kani og stund- um Manni. Svo voru það göngu- ferðirnar út í móa, oftast til að finna bláber eða bara til að njóta. Eftir að Svavar og Helga fluttu á Egilsstaði vorum við fastagestir og skruppum þá iðu- lega í bíltúra út í Hjaltastaða- þinghá, Borgarfjörð eystri, Hallormsstað, Kárahnjúka eða Jökulsárhlið. Helga var rögg- söm, ákveðin og mikill dugnað- arforkur, enda örugglega ekki auðvelt fyrir unga stúlku af mölinni í Reykjavík að flytja á lítinn sveitabæ austur á Héraði. Það var sárt að horfa á hana hverfa inn í algleymið, þessi síð- ustu ár. En í dag er mér er fyrst og fremst í huga, þakklæti fyrir að hafa notið samvista við Helgu, en einnig sorg og sökn- uður yfir því sem aldrei kemur aftur. Elskulega Kristrún tengda- móðir mín, Svavar, Borgþór, Magnús Rúnar, Kristján Hreið- ar, Jóhann Páll og aðrir ástvin- ir, mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Elfa Dröfn. Helga Magnúsdóttir ✝ Tómasína Ein-arsdóttir fæddist að Meið- astöðum í Garði 12. febrúar 1948, uppalin í Sand- gerði. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans 5. janúar 2016. Foreldrar henn- ar voru Einarína Sumarliðadóttir, f. 13.5. 1922, d. 6.8. 1987, og Einar Axelsson, f. 14.6. 1922, d. 10.2. 1966. Systkini Tóm- asínu eru: Þorbjörg, f. 20.10. 1949, d. 31.8. 2011, maki Mich- ael Hall. Óskar, f. 1.6. 1953. Sumarliði, f. 22.3. 1955, d. 3.8. 1973. Vilhelmína, f. 19.3. 1960, maki Björn J. Björnsson. Tómasína kvæntist Ægi Breiðfjörð Sigurgeirssyni 1968 en þau slitu samvistum 1980. Börn þeirra eru: Einar Axel, f. 21.11. 1966, í sam- búð með Dvoruh Erin og eiga þau soninn Thor. Óð- inn, f. 28.5. 1969. Tómasína tók gagnfræðapróf frá Héraðsskól- anum að Laug- arvatni og stund- aði nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Hún fluttist búferlum ásamt tengdafjölskyldu sinni til Ástr- alíu í ársbyrjun 1970 og bjó þar langdvölum en kom þó heim til Íslands í nokkur skipti og dvaldi hér í mis- langan tíma. Hún starfaði lengstum við skrifstofustörf bæði hér heima og í Ástralíu. Útför Tómasínu fór fram í kyrrþey 14. janúar 2016. Lífshlaup okkar mannanna hér á jörð er margbreytilegt og stefnan sem það tekur stundum óvenjuleg. Stundum er eins og tilviljanir taki völdin og leiði manneskjuna á brautir, sem eru frábrugðnar fjöldanum. Það átti fyrir henni Tómasínu frænku minni að liggja að verja stórum hluta lífs síns í fjarlægri heims- álfu fjarri ættingjum og vinum sem, eðli málsins samkvæmt, leiddi til minni samskipta en væntanlega hefðu ella orðið. En enginn ræður sínum næturstað. Við áttum samleið strax í bernsku. Faðir hennar og fóstri minn voru bræður og við því Tómasína Einarsdóttir frændsystkini í þeim skilningi – heimilin í sömu götu og sam- gangur milli fjölskyldnanna mik- ill. Leið okkar lá í barnaskólann í Sandgerði 1955 þar sem næstu átta ár liðu við áhyggjuleysi æskuáranna. Sína sýndi fljótt, að hún var afbragðs námsmaður og félagslynd í besta lagi. Síðan skipuðust mál þannig, að við settumst bæði á skólabekk í Samvinnuskólanum að Bifröst haustið 1965 þar sem næstu tveir vetur liðu hratt í þeim frábæra skóla, sem veitti okkur mikinn og góðan undirbúning fyrir lífið framundan. Frá Bifrastarárunum minn- umst við Sínu sem frábærrar bekkjarsystur sem var hvers manns hugljúfi. Félagslynd og hlý manneskja, sem öllum þótti vænt um, virk í leik og starfi skólans og í því fjölbreytta félagsstarfi, sem þar fór fram og lauk sínu námi þar með miklum sóma. Hún þurfti þó að hafa meira fyrir því en aðrir þar sem eldri sonur hennar fæddist á Bif- röst seinni veturinn okkar þar og slíkt hlýtur að hafa skert tíma hennar til að stunda námið, en kom þó ekki að sök. Minnisstætt er, þegar okkar virðulegi skóla- stjóri, séra Guðmundur Sveins- son, brá sér í hempuna og skírði drenginn í viðurvist nemenda skólans. Næstu tvö ár eftir Bifröst vann Sína á Keflavíkurflugvelli en hélt í ársbyrjun 1970 til Ástr- alíu ásamt Ægi, skólabróður okkar og eiginmanni sínum og báðum sonum þeirra þar sem þau hugðust setjast að. Frá þess- um tíma var Ástralía annað heimaland Sínu og bjó hún þar alls um þriggja áratuga skeið með hléum. Leiðir þeirra Ægis skildi árið 1980 og fréttir af henni og hennar fólki voru stop- ular enda enginn veraldarvefur þá kominn til sögunnar. Hún bjó á Íslandi 1987 til 1999 og mín til- finning er sú, að ætlan hennar þá hafi verið að setjast alveg að á landinu en einhvern veginn hafi það bara ekki gengið upp. Hvað um það, hún hélt þá aftur til Ástralíu ásamt yngri syni sínum og síðustu 16 árin kom hún ekki til Íslands fyrr en nú rétt fyrir jól þar sem lífsgöngunni lauk þann 5. jan. sl. Með Sínu hafa sex af okkar fjörutíu manna samheldna ár- gangi úr Bifröst 1967 kvatt þessa jarðvist og þykir okkur skarð fyrir skildi. En, eins og fyrr sagði ræður enginn sínum næt- urstað og minningarnar um þá horfnu eru og verða dýrmætar og ættu að hvetja okkur, sem enn erum til staðar, til að rækta vinskapinn og samfundi sem aldrei fyrr. Við bekkjarsystkinin kveðjum okkar indælu skólasyst- ur, þökkum henni frábær kynni og biðjum henni Guðs blessunar. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðmundur Jóelsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.