Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-0
1
9
4
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-0
1
9
4
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6
-0
1
3
0
Þúsundir Íslendinga ávaxta fé sitt í Lífeyrisauka
Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður
eingöngu viðbótarlífeyrissparnað.
Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir
þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að
skapa þér betri lífskjör eftir starfslok.
Skoðaðu leiðirnar á arionbanki.is/lifeyrisauki, með því
að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is
eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og
leggðu grunn að góðri framtíð.
Þú kemst hærra
í góðum félagsskap
Lífeyrisauki
Innl. skuldabr.
Lífeyrisauki
Erl. verðbr.
Lífeyrisauki 5
Lífeyrisauki 4
Lífeyrisauki 3
Lífeyrisauki 2
Lífeyrisauki 1
Nafnávöxtun 2015
5 ára meðalnafnávöxtun 2011–2015
ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA
Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega
vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára
ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá
2011–2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli
ára. Frekari upplýsingar um Lífeyrisauka, þ.á.m.
um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má
nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki.
8,7%
8,0%
10,4%
10,1%
10,5%
9,2%
12,3%
8,7%
5,6%
4,1%
0,6%
4,9%
6,7%
8,9%Reykjavíkurborg hefur hafnað er-
indi listamannsins Hallsteins Sig-
urðssonar, um að færa útilistaverk,
sem nú eru við vinnustofu lista-
mannsins í Álfsnesi, í dalinn í Selja-
hverfi í Breiðholti.
Í umsögn borgarráðs kemur
fram að ekki sé fallist á erindi Hall-
steins á þeim forsendum að líkur
séu á því að kostnaður við viðhald
og ábyrgð á verkunum falli á
Reykjavíkurborg í framtíðinni.
Vísað er til þess í fundargerð
borgarráðs, að Reykjavíkurborg
hafi þegar sýnt að verk Hallsteins
Sigurðssonar séu mikils metin með
því að stofna Hallsteinsgarð við
Strandveg í Grafarvogi en vegleg
gjöf listamannsins á 16 listaverkum
í garðinum sé í umsjón Listasafns
Reykjavíkur sem hafi eftirlit með
verkunum og annist viðhald þeirra.
Listaverk
Hallsteins
ekki færð
Telja líkur á
kostnaði fyrir borg
MMR kannaði fylgi stjórn-
málaflokka og stuðning við rík-
isstjórnina á tímabilinu 12. til 20.
janúar 2016. Samkvæmt könn-
uninni jókst fylgi Pírata um 2,6
prósentustig og mældist nú 37,8%.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar hefur farið minnkandi síð-
ustu tvær kannanir á sama tíma og
fylgi Samfylkingar og Bjartrar
framtíðar hefur verið sveiflukennt
og fylgi Vinstri grænna hefur þok-
ast upp á við. Breytingar á fylgi
flokka voru í öllum tilfellum innan
vikmarka frá síðustu könnun, sam-
kvæmt frétt MMR.
Athygli vekur að MMR spurði
sérstaklega um stuðning við Sturlu
Jónsson, vörubílstjóra og reyndist
1% aðspurðra styðja Sturlu, eða
næstum því fjórðungur á við þá
sem segjast styðja Bjarta framtíð,
en það voru 4,4% aðspurðra.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mæld-
ist nú 19,5% en hafði verið 20,6% í
síðustu könnun (18. desember) og
22,9% í könnuninni þar áður (7.
desember). Fylgi Framsókn-
arflokksins mældist 10,0% en hafði
verið 11,5% í síðustu könnun og
12,9% í könnuninni þar áður. Fylgi
Vinstri grænna mældist nú 12,5%
en hafði verið 11,4% í síðustu könn-
un og 9,4% þar áður. Fylgi Sam-
fylkingarinnar mældist nú 10,4% en
hafði verið 12,9% í síðustu könnun
og 9,4% þar áður. Fylgi Bjartrar
framtíðar mældist 4,4% nú en hafði
verið 5,3% í síðustu könnun og
4,6% þar áður. Fylgi annarra
flokka mældist um og undir 1%.
agnes@mbl.is
Píratar mælast langstærstir
Sturla Jónsson, vörubílstjóri, kominn á blað með 1% fylgi
Fylgi stjórnmálaflokkanna
Píratar
Þ SD BV A
VG Frams.Sjálfst. Samf. Björt fr.
Heimild: MMR
40%
30%
20%
10%
0%
37,8%
19,5%
12,5%
10,4% 10,0%
4,4%
Undirskrifta-
söfnun Kára
Stefánssonar til
stuðnings kröf-
unni um endur-
reisn heilbrigðis-
kerfisins hófst í
gær.
Að sögn Kára
höfðu milli 15 og
16 þúsund manns
skrifað nafn sitt
á síðuna laust fyrir klukkan 18 í
gær Það svaraði til þess að um 2
þúsund manns hefðu skrifað undir
áskorunina á hverjum klukkutíma
eftir að vefsíðan var opnuð.
Undirskriftasöfnunin fer fram á
vefsíðunni www.endurreisn.is og
er krafan sú, að Alþingi verji ár-
lega 11% af vergri landsframleiðslu
til reksturs heilbrigðiskerfisins. Á
síðunni segir, að nú eyði Íslend-
ingar sem nemi 8,7% af vergri
landsframleiðslu til heilbrigðismála
sem sé langt undir meðaltali á
Norðurlöndum.
„Heilbrigðiskerfi er einn af horn-
steinum nútímasamfélags og sýnir
vilja þess til þess að hlúa að þeim
sem eru sjúkir og meiddir. Gott
heilbrigðiskerfi endurspeglar sjálf-
sagða samhygð en lélegt heilbrigð-
iskerfi óásættanlegan kulda gagn-
vart þeim sem eru hjálpar þurfi,“
segir Kári m.a. í rökstuðningi fyrir
söfuninni. „Það er okkar mat að á
síðasta aldarfjórðungi hafi stjórn-
völd vannært íslenskt heilbrigð-
iskerfi, að því marki að það sé ekki
lengur þess megnugt að sinna hlut-
verki sínu sem skyldi,“ segir enn-
fremur. Það hafi ekki fylgt
framþróun í læknisfræði, hvorki
hvað snertir notkun á tækjabúnaði
né bestu lyfjum og helstu stofnanir
þess séu ekki nægilega vel hýstar.
Undirskriftasöfnun
Endurreisnar hafin
Kári
Stefánsson