Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Með auknu framlagi launagreiðanda upp á 3,5% í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði, sem Samtök atvinnu- lífsins annars vegar og aðildarfélög Alþýðusambands Íslands og VR hins vegar, hafa samið um fór framlagið úr 8% í 11,5%. Er með þessu búið að jafna það framlag sem launagreið- endur ríkis og sveitarfélaga greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfé- laga. Elín Björg Jónsdóttir, for- maður BSRB, segir að með þessu sé búið að skapa forsendur til þess að jafna lífeyrisréttindi allra á vinnu- markaði. Sam- komulagið nú kemur ekki til með að hafa áhrif á starfsmenn á op- inberum markaði. Lífeyrisframlög á almennum markaði munu hækka í áföngum til ársins 2018. Munu lífeyrisgreiðslur fólks á almennum vinnumarkaði hækka úr 56% í 76% af meðalheild- artekjum á starfsævi fólks. BSRB er aðili að SALEK-hópnum en var búið að ganga frá öllum sínum samningum í október og nóvember í samræmi við niðurstöðu gerðar- dóms. Var launahækkun sú sem ASÍ og SA sömdu um í fyrradag og VR og SA í gær gerð í samræmi við þá niðurstöðu. Í SALEK-samkomulag- inu var gert ráð fyrir því að allir launahópar fengju sambærilega launahækkun til ársins 2018. „Hugs- unin er sú að allir hópar fái sambæri- legar hækkanir á þessu tímabili sem við svo nýtum til að vinna að sam- ræmdum og bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga,“ segir Elín og telur að með þessu sé búið að stíga skref í átt að samræmdu vinnu- markaðsmódeli. Gæti leitt til sameininga Liður í því er vinna að því að sam- eina réttindi og reglur í lífeyrissjóðs- kerfi á almennum og opinberum markaði. „BSRB, BHM og KÍ eru að vinna með Fjármálaeftirlitinu og Sambandi íslenskra sveitarfélga að því hvernig hægt er að samræma op- inbera sjóði og almenna lífeyrissjóði. Talað er um sameiginlegt lífeyris- kerfi fyrir alla landsmenn og nú þeg- ar almennur vinnumarkaður er bú- inn að færa lífeyriskjör sín að okkar kjörum tekur við vinna við að yfir- færa lífeyrissjóðina okkar yfir í hið nýja kerfi,“ segir Elín. Hún telur að líkur séu á því að ein- hverjir sjóðir muni sameinast þegar þeirri vinnu lýkur, en tíminn muni að sjálfsögðu leiða það í ljós. Stórt skref í átt að einu lífeyriskerfi  Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóði nú hið sama  Við tekur vinna við að samræma almenna og opinbera lífeyrissjóðskerfið  Vinna með fjármálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga Elín Björg Jónsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hugmynd er uppi um að reisa eftir- mynd af höfðingjasetri frá miðöld- um í landi Helgafells í Mosfellsbæ, við gatnamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Halldór Þorgeirs- son og Úlfur Hróbjartsson hafa óskað eftir leyfi bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ til að hafa slíka starf- semi á staðnum. Bæjarráð fól bæj- arstjóra að ræða málið við Halldór og Úlf. Í erindi þeirra félaga kemur fram að ætlunin sé að reisa skála, kirkju, smiðju og ritstofu eins og þau kunna að hafa verið við upphaf rit- aldar 1130. „Í húsunum verður lif- andi sýning, þar sem handverks- menn sýna handverk sitt og lifandi leiðsögn leiðir fólk um svæðið. Á þennan hátt fá gestir innsýn í heim íslenskra miðalda, verklag, lifn- aðarhætti og menningu.“ Ætlunin er að höfðingjasetrið verði viðkomustaður jafnt erlendra ferðamanna og Íslendinga, að sögn Halldórs. Hann segir reiknað með því að um 800.000 manns, ef ekki fleiri, fari til Þingvalla á þessu ári. Búið er að semja viðskiptaáætlun. „Ef bærinn leyfir þetta þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það verður auðvelt að fjármagna þetta,“ sagði Halldór. Beðið verður eftir leyfi bæjaryfirvalda áður en fleiri skref verða stigin. Liðin eru 22 ár síðan hugmyndin skaut fyrst upp kollinum. Þá var Halldór virkur í bæjarpólitíkinni í Mosfellsbæ. Hann sagði að þá hefði verið rætt um að gera eitthvað á Mosfelli. Síðan hefðu verið gerðar miklar fornleifarannsóknir í Mos- fellsdal. Þær sýna, svo ekki verður um villst, að Mosfell var stórbýli á sínum tíma. Bærinn stóð þá vestar, þar sem nú er Hrísbrú. Aðrar jarðir í dalnum voru yfirleitt útjarðir Mos- fells og höfðu hver sinn tilgang í því skyni að styrkja höfðingjasetrið. Halldór segir að byggingar á höfðingjasetrum hafi verið nokkuð stórar á miðöldum. Húsakostur í Reykholti hafi t.d. verið feiknalega stór á þessum tíma. „Þetta er gullöld Íslendinga. Þeir eru hættir að vera landnámsmenn. Þeir sem hafa haft efni á að láta skrifa eiga stórar jarðir,“ sagði Halldór. Höfðingjasetrið verður til- einkað íslensku ritmáli. „Við ætlum að hafa ritmálið í há- vegum og reyna að draga upp eins lifandi mynd af því og hægt er. Fáir átta sig á því að við setjum hér sam- an skrifmál upp úr 1100. Ég held að við höfum náð ákveðnum toppi með málfræðiritgerðunum.“ Vilja reisa eftirmynd höfð- ingjaseturs frá miðöldum  Sótt um leyfi til að það rísi í landi Helgafells í Mosfellsbæ Teikning/Guðmundur Oddur Magnússon Reykholt á miðöldum Tilgátuteikning Godds er byggð á fornleifarann- sóknum í Reykholti og myndum af norskum miðaldahúsum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samningar voru undirritaðir í gær um uppbyggingu Vogabyggðar, hverfis sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi í Reykjavík. Áformað er að byggja 1.100 til 1.300 íbúðir á svæðinu Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2. Stærstu lóðarhafar þar eru sagðir Gámakó og Vogabyggð, dótturfyrir- tæki Hamla, sem eru í eigu Lands- bankans. Samtals ráði þessi fyrir- tæki yfir 70% lóða á svæði 2. Ásamt íbúðum er gert ráð fyrir 56 þúsund fermetrum af atvinnu- húsnæði. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður hennar af uppbygg- ingu skóla og allra innviða í hverf- inu verði um 8 milljarðar króna. Verða byggðir leikskóli og grunn- skóli. Athygli vekur að í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er ekki vikið að framkvæmdaáætlun vegna þessarar uppbyggingar. Haft var eftir Hannesi Frímann Sigurðssyni, verkefnastjóri hjá Hömlum, í Morgunblaðinu 19. nóv- ember 2014 að uppbygging fyrsta áfanga hverfisins gæti hafist árið eftir, það að segja á árinu 2015. Verkefnið hefur því tafist og herma heimildir blaðsins að ein ástæðan sé flækjustigið við að breyta svo grónu hverfi. Undirrita samning um Vogabyggð Morgunblaðið/Styrmir Kári Talið frá vinstri Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Hermann Hermannsson, fr.kv.stj. Hamla, undirrita samningnn.  Verulegar tafir hafa orðið á upp- byggingunni Samningafundur starfsmanna ál- versins í Straumsvík og viðsemjenda þeirra í gær- morgun stóð stutt yfir. Gylfi Ingvarsson, tals- maður starfs- mannanna, segir að fulltrúar álversins hafi ekki haft neinn nýjan boðskap frá höfuð- stöðvunum. Það hafi lítið upp á sig að boða til nýs fundar á meðan sú sé staðan. Fundurinn stóð yfir í stundar- fjórðung. Í framhaldinu segir Gylfi að starfsmenn séu að ræða stöðuna og skoða hvernig hægt sé að skapa þrýsting á fyrirtækið um að gera sambærilegan kjarasamning og gerður var á almennum markaði. „Það er verið að móta stefnu í ís- lensku samfélagi sem yfirlýsing Rio Tinto gengur þvert á,“ segir Gylfi. Engir frekari fundir hafa verið ákveðnir í kjaradeilunni. Ræða og reyna að skapa þrýsting Gylfi Ingvarsson Sérstakt meðferðarátak sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C hér á landi hófst í gær. Átakið felst í því að nú býðst öllum þeim sem njóta sjúkratrygginga hér á landi og smitaðir eru af sjúkdómnum með- ferð með lyfinu Harvoni sér að kostnaðarlausu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði við athöfn í gær að Íslendingar væru nú í forystu þjóða þegar kemur að baráttu gegn lifrarbólgu C og að það sannfærði hann enn og aftur um að þó svo að þjóðin væri lítil stæði fátt í vegi fyr- ir henni. Talið er að milli 800 og 1.000 manns hér á landi séu smit- aðir, þar af voru 88 innan við tví- tugt þegar smit átti sér stað og helmingurinn yngri en 29 ára. Skera upp herör gegn lifrarbólgu C Landspítali háskólasjúkrahús Undirskrift Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra glaður í bragði í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.