Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Söfn • Setur • Sýningar
Þriðjudagur 26. janúar kl. 12: Sýningarspjall um Andvara
með Katrínu Elvarsdóttur
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Andvari í Myndasal
Sjálfstæðar mæður á Veggnum
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru • Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Listasafn Reykjanesbæjar
Kvennaveldið: Konur og kynvitund
13. nóvember – 31. janúar
Íslensk náttúra,
landslagsverk úr safneign
15. janúar - 24. apríl
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ÍSLANDS
KVARTETT 15.1 - 1.5 2016
Chantal Joffe, Gauthier Hubert, Jockum Nordström, Tumi Magnússon
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN
21.1 - 11.9 2016
Sunnudagsleiðsögn 24. janúar kl. 14.
Dagný Heiðdal, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna.
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
Leiðsagnir á ensku alla föstudaga kl. 12:10
VASULKA-STOFA
Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánud.
Sunnudagur 24. janúar kl. 14:
Leiðsögn með Gísla Sigurðssyni, sérfræðingi Árnastofnunar
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
SAFNAHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Ný sýning
ÍSLAND ER SVO KERAMÍSKT
Steinunn Marteinsdóttir
9.1.-28.2.2016
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Hraun og mynd
Kristbergur Ó. Pétursson
Sýningaropnun
Laugardag 23. janúar kl. 15
Listamannsspjall
Sunnudag 24. janúar kl. 14
DIKTUR
Ragnhildur Jóhanns
Sýningaropnun
Laugardag 23. janúar kl. 15
Opið 12-17, fimmtud. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það skiptir mig ekki miklu máli
hvaða bækur ég nota en finnst
betra að þetta séu lesnar bækur og
handfjatlaðar,“ segir Ragnhildur
Jóhanns um verkin á sýningu henn-
ar sem verður opnuð í Sverrissal
Hafnarborgar klukkan 15 í dag,
laugardag. Sýninguna kallar hún
Diktur og segir verkin sjónræn ljóð
sem verða til við krufningu bóka. Í
meðförum Ragnhildar öðlast not-
aðar bækur aðra tilvist; á sýning-
unni eru stórar ljósmyndir sem
sýna orð og setningar sem hafa
verið toguð út úr bókum; slíkar
bækur eru líka í skúlptúrum og á
veggjum eru hillur með einskonar
lágmyndum úr sundursniðnum bók-
um.
Ragnhildur Jóhanns hefur tekið
þátt í fjölda sýninga síðan hún út-
skrifaðist frá myndlistardeild
Listaháskóla Íslands árið 2010 – og
efniviður henar er venjulega bæk-
ur.
„Hér á vegginn koma lágmyndir
eða þrívíð verk; þrjár hillur sem
verða troðfullar af svona bókum
sem ég er búin að sníða til inn í
verkið,“ segir Ragnhildur við blaða-
mann og lyftir formhreinum röðum
af bókahlutum upp úr kassa. En
hvað er það við bækur sem kallar á
hana að gera þessi fjölbreytilegu
verk úr þeim?
„Ég hef verið heilluð af bókum
síðan ég var barn. Ég hef alltaf les-
ið mikið og sótt í bækur. Þá er ég
svo hrifin af þessum grip sem bókin
er.
Ég nota bækur sem enginn vill
sjá, ekki einu sinni Góði hirðirinn.
Þar er þeim hent. Sumar eru prent-
aðar í mjög miklu magni og tekst
aðeins að selja hluta þeirra; ég fæ
slíkar bækur en það eru líka bækur
eftir Laxness í þessum verkum!
Þær eru á ýmsum tungumálum,
fyrir börn og fullorðna. Oft eru
þetta sömu titlarnir aftur og aftur –
ég margnota bók um lágkolvetna
lífsstíl frá 2003,“ segir hún og hlær.
Í ljósmyndunum má sjá orð og
setningar skaga út úr síðunum.
„Ég hef gert nokkuð af þessu, að
tosa orðin út úr bókunum. Ég vel
alltaf hvað ég toga út, eins og í
þessari ljósmynd hér, þá verður til
risastórt rómantískt, jafnvel eró-
tískt, ljóð. Þetta er mikill drama-
texti. Þetta er ævisaga Elvis!“ Hún
brosir. „En það má ná svona áhrif-
um úr nánast hvaða bók sem er.“
Bækur sem enginn vill
Ragnhildur Jó-
hanns sýnir bóka-
verk í Sverrissal
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjónræn ljóð „Þetta er mikill dramatexti,“ segir Ragnhildur um ljós-
myndaverkið gert úr ævisögu Elvis. Hún heldur á annarskonar verkum.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Svona upplifi ég náttúruna; jörðina
og náttúruöflin. Fyrir einfaldan
mann eins og mig eru þau býsna
leyndardómsfull,“ svarar Krist-
bergur Pétursson brosandi þegar
blaðamaður hefur á orði að það sé
dularfull stemning í stórum mál-
verkunum á sýningu hans í aðalsal
Hafnarborgar, en hún verður opnuð
í dag, laugardag klukkan 15.
Sýning Kristbergs nefnist Hraun
og á henni getur að líta á annan tug
stórra nýrra olíumálverka auk rúm-
lega þrjátíu vatnslitamynda og
nokkurra ljóða listamannsins sem
sett eru upp á veggina.
Í kynningartexta um sýninguna
segir að hraunið í Hafnarfirði,
heimabyggð Kristbergs, móti í
flestu viðhorf hans til náttúru og
heimsmyndar. Þá sé áferðarríkur og
dimmleitur flötur verka hans „eins
og ævagamall og hálfgagnsær ham-
ur eða hlífðarlag utan um lifandi inn-
viði“.
Kristbergur stundaði nám við
MHÍ 1979 til 1985 og síðan í Ríkis-
akademíunni í Amsterdam frá 1985
til 1988. Hann hefur haldið yfir 30
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum hér heima og erlendis.
Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið
með verk sín á tímum nýja mál-
verksins en hefur síðan þróað list
sína í átt að hinu óhlutbundna, þar
sem litaflæði og andrúm sækja í oft
myrkar náttúrustemmur og drunga
en myndefnið er oftar en ekki
hrjóstrugt hraunlandslag.
Stemningin í ljósaskiptunum
„Ég er að vinna út frá landslaginu
og náttúrunni hér í Hafnafirði. Um-
hverfinu – og þá hrauninu – sem ég
hef haft í kringum mig meðan ég hef
alið minn aldur hér í bænum,“ segir
Kristbergur um málverkin. Hann
bætir við að stundum hvetji hann
fólk, sem spyrji hann um uppsprett-
ur verkanna, til að fara í gönguferð
um gamla vesturbæinn í Hafnarfirði
og líta inn í Hellisgerði. Hann hafi
alist upp á þessu svæði og það búi
innra með honum.
– Ef við horfum á náttúruvísanir í
verkunum þá er það náttúran að
vetri eða snemma vors, áður en
grænir litir láta á sér kræla.
„Já, miklu frekar en um hásumar.
Þetta er stemningin í ljósaskipt-
unum, og árstíðaskiptunum,“ segir
hann. Og þegar Kristbergi var fyrir
nokkrum misserum boðið að halda
þessa sýningu í stóra salnum í Hafn-
arborg, þá sá hann í því tækifæri til
að mála stærri verk en áður.
„Ég réðst í það en fannst jafn-
framt að ég þyrfti að vinna röð af
litlum pappírsverkum sem mótvægi.
Þetta eru andstæður en formin vega
hvort annað upp.
Ég málaði öll þessi verk eftir að
mér var boðið að sýna; fór þá að
hugsa í þessum stærðum sér-
staklega fyrir salinn. Ég hef aldrei
fyrr sýnt svo stór málverk.“
Tuskast á við strigann
– Eru það annarskonar átök að
takast á við verk í þessum stærðum,
verk þar sem þú glímir greinilega
hart við flötinn?
„Jú, vissulega, en ég vandist því
furðu fljótt. Ég beitti sömu tækni við
þessi verk og ég hef notað und-
anfarin ár. Fyrir utan að mun lengri
tími fór vitaskuld í hvert verk. Ég
byggi upp lag eftir lag á strigann;
mála í þykkum og þunnum lögum til
skiptis, sletti og ríf meira að segja
niður í yfirborðið með rafmagns-
fræsara. Nudda fram og til baka.“
Og Kristbergur nýr yfirborð eins
verksins. „Ég beiti öllum tækjum
sem nýtast við að ná þeim áhrifum
sem ég sækist eftir og nýt þess að
tuskast á við þau.
Verkin fara smám saman að segja
einhverja sögu; hvert verk verður
eins og sín eigin sköpunarsaga. Til-
finningin fyrir vinnuferlinu skiptir
mig máli. En það er ekki víst að
áhorfandinn skynji það, ekki frekar
en að lesandi skáldsögu sjái ferlið
sem rithöfundurinn hefur lagt að
baki. Áhorfandinn sér bara end-
anlega útgáfu.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Náttúrustemmur „Hvert verk verður eins og sín eigin sköpunarsaga,“ seg-
ir Kristbergur Pétursson um hin nýju verk sín í aðalsal í Hafnarborgar.
Dularfull náttúra
í málverkunum
Kristbergur Pétursson málar hraun
Sýningin Þetta vilja börnin sjá!
verður opnuð í Gerðubergi í dag kl.
14. Á sýningunni getur að líta
myndskreytingar í íslenskum
barnabókum eftir 20 myndlist-
armenn sem gefnar voru út á árinu
2015. Meðal sýnenda í ár eru:
Bergrún Íris Sævarsdóttir, Birta
Þrastardóttir, Elsa Nielsen, Karl
Jóhann Jónsson og Sigrún Eldjárn.
Átta ára skólabörnum í Reykja-
vík verður á sýningartímabilinu
boðið í Gerðuberg þar sem þau fá
leiðsögn um sýninguna ásamt því
að heimsækja bókasafnið þar sem
m.a. er farið í ratleik. Krakkar utan
höfuðborgarsvæðisins fá einnig
tækifæri til að njóta myndanna og
bókanna því Þetta vilja börnin sjá!
er farandsýning sem leggur land
undir fót þegar sýningartímanum í
Gerðubergi lýkur þann 24. apríl nk.
Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi
Áhugi Átta ára skólabörnum í Reykjavík
verður boðið á sýninguna á næstu vikum.