Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6
-0
2
7
7
Opinnmorgunverðarfundur Samtaka iðnaðarins
og Clean Tech Iceland 27. janúar kl. 8.30–10.30
á Hilton Reykjavík Nordica
Loftslagsmál eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir.
Fyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki, annars vegar með því að
minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og hins
vegar að þróa vörur og þjónustu þannig að aðrir nái árangri.
Dagskrá
Tækifæri til atvinnusköpunar
Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI
Learnings from COP21
KC Tran, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International
Tæknilausnir í bátum
Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Trefjum
Vöktun og mælingar
Þorsteinn Svanur Jónsson, viðskipta- og þróunarstjóri ARK Technology
Vistvænar byggingar
Nanna Karólína Pétursdóttir, byggingatæknifræðingur hjá Verkís
Úrgangur og endurvinnsla
Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar
Fundarstjóri: Almar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Boðið verður upp á
morgunverð frá kl. 8.00
Skráning á www.si.is
Áskoranir í
loftslagsmálum
Samtök iðnaðarins
www.si.is
- atvinnulífið er með lausnirnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um miðja síðustu öld var aðgengi að
lánsfé lítið sem ekkert fyrir íslenskan
almenning og mörg fyrirtæki. Það
skapaði eftirspurn eftir okurlánum
sem báru allt að 60% ársvexti. Slík
lán voru ólögleg en víðtæk.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands og nýr deildar-
forseti hagfræðideildar, fjallar um
okurlánarana í stuttri bók, Okur-
málin í Austurstræti, sem kom út í
desember með stuðningi verðbréfa-
fyrirtækisins Virðingar. Hún er að-
gengileg á vef félagsins.
Í bókinni eru tvær greinar. Sú fyrri
snýr að gjaldþroti Blöndalsbúðar,
stærstu fataverslunar landsins, í
Austurstræti árið 1955. Rekstrinum
hafði verið haldið á floti með okur-
lánum á 30-60% ársvöxtum. Gjald-
þrotið kveikti ákafa þjóðfélags-
umræðu sem varð til þess að Alþingi
skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla
um okur. Á eftir fylgdu húsleitir,
handtökur og loks voru fjórir menn
dæmdir fyrir ólöglega vaxtatöku.
Sú seinni lýsir bankahruni hinu
fyrra árið 1930 þegar Íslandsbanki
varð gjaldþrota og Útvegsbankinn
var stofnaður. Ásgeir segir þetta þrot
hafa orðið tilefni pólitískrar yfirtöku
á bankakerfinu sem var fylgt eftir
með setningu fjármagnshafta 1931 og
lögsetningu vaxta 1933.
Plægði akurinn
Ásgeir segir greinarnar tengjast,
enda hafi fall Íslandsbanka plægt ak-
urinn fyrir starfsemi okurlánara.
Hann setur fram tvær tilgátur um
tilurð okurlánakerfisins.
Annars vegar hafi markaðsvextir á
Íslandi hækkað er íslenska krónan
varð sjálfstæð mynt með fullveldi
1918, m.a. vegna hærri verðbólgu og
gengisóstöðugleika, en einnig hafi
danskir fjárfestar hætt að kaupa ís-
lensk húsnæðisskuldabréf. „Íslend-
ingar brugðu þá á það ráð að lækka
vextina með handafli og lögfesta há-
marksvexti er tóku mið af dönskum
vöxtum. Þessi ráðstöfun olli miklum
fjármagnsskorti hjá ákveðnum hóp-
um og gerði til að mynda húsbyggj-
endum nær ómögulegt að ná í fjár-
magn með löglegum leiðum.“
Ásgeir skrifar að hins vegar hafi
ríkisbönkunum þremur – Lands-
banka, Útvegsbanka og Búnaðar-
banka – verið „mótuð sú stefna eftir
1930… að veita fjármagn á niður-
greiddum vöxtum til ákveðinna at-
vinnugreina – líkt og landbúnaðar og
sjávarútvegs – en takmarka fyrir-
greiðslu til annarra greina líkt og
verslunarstarfsemi“.
Telur Ásgeir þessa stefnu hafa leitt
af sér óformlegt lánakerfi milli fjár-
magnseigenda og fjársveltra greina.
Ásgeir segir okurmálin hafa kom-
ist upp á yfirborðið 1955 þegar Jónas
Jónsson frá Hriflu ritaði greinina
„Átján milljónir í Austurstræti“ í
málgagn sitt, Ófeig, um gjaldþrot
Blöndalsbúðar. Sú grein hafi farið
sem eldur í sinu um landið. Þar segir
Jónas frá því að í versluninni hafði
safnast upp ógnarhá stæða af
skammtímaskuldum sem báru flestar
um 5% mánaðarvexti, eða 60% árs-
vexti, en það voru sjö- til áttfaldir há-
marksvextir skv. okurlögum frá 1933.
Vildu ekki vamm sitt vita
Bankarnir hafi freistað þess að láta
okurlánarana taka á sig tapið vegna
gjaldþrotsins með 40% niðurskrift af
lánum. Okrararnir gengu að þessum
kröfum, að sögn Jónasar, vegna þess
að starfsemin var tengd hagsmunum
„ráðsettra heiðursmanna, er vilja
ekki vamm sitt vita, en láta fé til okr-
ara til að ávaxta það með hærri vöxt-
um heldur en sparisjóðir og bankar
greiða“. „Okrararnir eru þess vegna
einskonar bankastjórar fyrir þessa
eignamenn. […] Allir þessir menn
heimtuðu frið, sættir og þögn um
málið og vildu allt til vinna að ekki
kæmi til opinberrar rannsóknar og
hegningardóma,“ skrifaði Jónas.
Ásgeir skrifar að uppljóstrun Jón-
asar hafi hrundið af stað svo „ákafri
opinberri umræðu um okurlán að
stjórnmálin urðu að bregðast við“.
„Það var í þessu andrúmslofti sem
sérstök rannsóknarnefnd var kosin
einróma á Alþingi 22. mars 1955 til að
skoða okur. Og í því framhaldi hófst
ein umfangsmesta lögreglurannsókn
til þess tíma er skilaði 7 ákærum og 4
dómum fyrir okurlán,“ skrifar hann.
Ásgeir styðst við dóma sem féllu í
málunum og telur af þeim ljóst að
þrír lögfræðingar sem hlutu dóm hafi
„fyrst og fremst [verið] milli-
göngumenn fyrir aðra fjársterka að-
ila, ýmist með því að miðla víxlum til
annarra eða ávaxta peninga fyrir
aðra“. Sá fjórði hét Sigurður Bernd-
sen og var hann, að sögn Ásgeirs,
nafntogaðasti okurlánari Íslands.
Okurlánararnir mættu brýnni þörf
Ásgeir Jónsson hagfræðingur skrifaði stutta bók um sögu íslensku okurlánaranna á tuttugustu öld
Grein Jónasar frá Hriflu vakti mikið fár Það var í því andrúmslofti sem fjórir menn hlutu dóm
Morgunblaðið/Magnús Ólafsson
Austurstræti Gjaldþrot verslunar í götunni árið 1955 hafði mikil eftirmál.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Hjá okkur er mikill áhugi á að
starfa. Við ætlum að reka mótið með
hagnaði og teljum auðveldara að gera
það á vegum félagsins en í samtökum
sem margir eiga aðild að,“ segir
Hjörtur Bergstað, formaður Hesta-
mannafélagsins Fáks í Reykjavík.
Undirritaður hefur verið samningur
um að félagið annist rekstur lands-
móts hestamanna sem haldið verður í
Reykjavík í byrjun júlí 2018.
Landsmót ehf., dótturfélag Lands-
sambands hestamannafélaga, hefur
haldið landsmótin undanfarin ár í
samvinnu við viðkomandi félög og
sveitarfélög. „Mótin hafa ekki gengið
nógu vel hvað rekstur varðar. Okkur
finnst skynsamlegt að prófa eitthvað
nýtt,“ segir Lárus Ástmar Hann-
esson, formaður LH. Nýjungin er að
fela Fáki fjárhagslega ábyrgð á
mótinu. Er það framhald af tilraun
sem gerð er vegna landsmótsins á
Hólum í sumar en félögin þar koma
að rekstri mótsins.
Keppni og sýningar á mótinu verða
samkvæmt reglum LH og Bænda-
samtaka Íslands. LH fær síðan hlut
af seldum aðgöngumiðum.
Hjörtur telur að auðveldara verði
að fá félagsmenn í sjálfboðavinnu
þegar félagið sjálft heldur mótið og
nýtur þá góðs af því fjárhagslega.
Gestir eiga ekki að verða varir við
breytingar á rekstrarfyrirkomulagi.
„Það verður vissulega okkar blær á
mótinu. Það verður haldið í Reykja-
vík og þar er allt öðruvísi umhverfi til
mótshalds en til dæmis á Hólum í
Hjaltadal,“ segir Hjörtur.
Staðarval undirbúið
Lárus segir að mótið sem haldið
verður á Hólum í sumar lofi góðu.
Nefnir hann að búið hafi verið að
selja um 3.000 miða í forsölu um ára-
mót sem er margfalt meira en áður.
Um þriðjungur miðanna hefur farið
til erlendra gesta, það sem af er.
Fimm hestamannafélög sóttu um
að halda landsmót hestamanna árið
2020 og fjögur um mótið 2022. Stjórn
LH mun heimsækja öll félögin um
næstu helgi til að kynna sér aðstæður
og ræða við forystumenn. Lárus
reiknar með að ákvörðun verði kynnt
undir lok febrúar.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Í Höfða Undirritun samninga Fáks og Reykjavíkurborgar við LH í Höfða í
gær var mynduð frá öllum mögulegum sjónarhornum.
Fákur tekur fjár-
hagslega ábyrgð
Heim að Hólum
» Næsta landsmót hesta-
manna verður haldið á Hólum í
Hjaltadal 27. júní til 3. júlí í
sumar. Í ár eru 50 ár liðin síðan
síðast var haldið landsmót á
Hólum.