Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Skráningá imark.is Þrír stjórnendur fjalla umgildi og helstu viðfangsefnimarkaðsstarfs í íslenskumverslunarrekstri. FinnurÁrnason, forstjóri Haga GuðmundurMagnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is BergþóraÞorkelsdóttir, forstjóri ÍSAM Morgunfundur ÍMARK fimmtudaginn 28. janúar kl. 8.30–10.30 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Fundurinnhefst stundvíslega kl. 9.00. Létturmorgunmatur í boði frákl. 8.30–9.00. Morgunblaðið gefur út sérblað um Tísku & förðun föstudaginn 12. febrúar Fjallað verður um tískuna vorið 2016 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 8. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Viðar Garðarsson sendi Landvernd og undirrituðum tóninn í Mbl. þann 15.1 sl. undir fyrirsögninni „Er Landvernd á réttri leið.“ Tilefni skrifanna er rökstudd kæra samtakanna á hendur Norðuráli vegna auglýsinga- herferðar fyrirtæk- isins yfir hátíðarnar. Viðar er líka óhress með fyrirferð undirritaðs í fjölmiðlum þótt sjálfur hafi hann „blandað sér af miklu afli í um- ræður um orkumál að undanförnu. Í skrifum [hans]. er talað fyrir lægra orkuverði til stóriðju [og] lengri orkusölusamningum.. [Þá hefur komið] fram að Viðar hafi unnið fyrir Norðurál“ (tilv. í Kjarnann 17.12.15, hornklofar eru höfundar). Nefndar auglýsingar Norðuráls voru býsna einhliða lofgjörð um ál og álvinnslu þar sem beitt var orðaleppum eins og „íslenskt ál“, „einhver grænasti málmur í heimi“, „umhverfisvæn orka“ og „má endurvinna nær endalaust“. Þótt hið síðasta megi til sanns vegar færa þá er Norðurál ekki endurvinnslufyrirtæki. Markmið herferðarinnar í heild var því klár- lega að grænþvo fyrirtækið með fagurgala sem ekki stenst skoðun. Landvernd hefur m.a. það hlut- verk að stuðla að því að umræða um umhverfismál sé upplýst en byggist ekki á innihaldslitlum slagorðum. Það er algerlega óum- deilt að ferill álvinnslu hefur mikil og neikvæð áhrif á umhverfið. Þótt álfyrirtæki hér á landi reyni að vanda sig í mengunarvörnum og hafi dregið mikið úr losun frá því fyrir 25 árum, sem er vel, og þótt varan sem þau framleiða sé til margra hluta nytsamleg, þá eru þau engir grænir englar, hafnir yfir gagnrýni og kærur ef svo ber undir. Vegna fyrirferðar í íslensku atvinnulífi og vegna mikilla um- hverfisáhrifa þurfa álfyrirtækin einmitt að vanda sig sérstaklega vel í markaðsstarfi – þau bera samfélagslega ábyrgð. Í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetningu er að finna ýmis ákvæði um auglýsingar. Fyr- irtæki mega t.d. ekki blekkja neytendur og þau þurfa að geta fært sönnur á fullyrð- ingar sem þau setja fram, einkum um að eitthvað sé mest eða best. Árið 1994 setti Samkeppnisstofnun fram leiðbeinandi reglur (reglur nr. 559/1994) um það hvernig fyr- irtæki skuli haga markaðs- setningu og auglýsingum í tengslum við umhverfismál. Í þeim koma m.a. eftirfarandi máls- greinar fyrir (skáletranir eru höf- undar): „Þegar fullyrðingar um áhrif vöru og framleiðslu á umhverfi eru settar fram verður að meta þau áhrif sem auglýsingin hefur í heild. Heildaráhrifin verða að styðjast við staðreyndir. Forðist að gera mikið úr já- kvæðum áhrifum á umhverfið með því að nota orð eins og t.d. um- hverfisvænn, vistvænn, eða nátt- úruvinur [….]. Slíkar fullyrðingar gefa í skyn að varan sé skaðlaus umhverfinu eða jafnvel bæti það. Fullyrðingar um áhrif á um- hverfi verða að vera réttar. Þetta á ekki síst við um vörur sem aug- ljóslega hafa í för með sér mikið álag á umhverfið.“ Orðið „grænn“ er oft notað í stað „umhverfisvænn“ eða „vist- vænn“ og á því einnig við hér. Að ofansögðu má ljóst vera að efn- islega og lögfræðilega er með öllu eðlilegt að Landvernd hafi kært auglýsingar Norðuráls. Geti Norð- urál staðið við allt sem fram kom í auglýsingunum og sé ekki um grænþvott að ræða hefur fyr- irtækið væntanlega ekkert að ótt- ast varðandi þá kæru. Í skrifum Viðars koma fram rangfærslur um Landvernd sem þarf að leiðrétta. Viðar gefur í skyn að Landvernd geri fátt ann- að en að berja á stóriðju og segir sig ekki reka minni til þess að Landvernd hafi beitt sér gegn annarri umhverfisvá á borð við of- beit á afréttum, plastnotkun og loftslagsbreytingum vegna fram- ræslu. Í þessu sambandi má benda á að Landvernd krafðist þess að ákvörðun ítölunefndar um beit á afréttinum Almenningum árið 2013 yrði felld úr gildi. Samtökin reka landgræðsluverkefni í skólum landsins og eru að þróa sjálf- boðaliðaverkefni í landgræðslu. Á síðasta ári gaf Landvernd ásamt fleirum út bók um vistheimt, Að lesa og lækna landið, eftir prófess- orana Ásu Aradóttur og Ólaf Arn- alds. Í viðtölum og greinum hafa framkvæmdastjóri og formaður samtakanna ítrekað bent á end- urheimt votlendis sem mikilvæga aðgerð í loftslagsmálum. Land- vernd hefur einnig tekið þátt í verkefni í Stykkishólmi um plast- pokalaust samfélag, starfsfólk samtakanna hefur haldið fyr- irlestra um plastmengun fyrir al- menning og lengi hvatt til notk- unar margnota innkaupapoka og betri nýtingar auðlinda. Þá hefur matarsóun verið mjög ofarlega á dagskrá samtakanna, þau unnu í fyrra fyrstu rannsókn á því sviði á Íslandi. Ég býð Viðari í heimsókn hvenær sem er til að kynnast þessari og margvíslegri annarri starfsemi Landverndar. Viðar klykkir út með þessari hugvekju: „Vonandi bera samtökin [Landvernd] gæfu til þess í fram- tíðinni að láta pólitíska slagsíðu einstakra harðlínumanna ekki spilla fyrir því verðuga markmiði [að standa varðstöðu um íslenska náttúru]“. Það er gamalt trix að slá sjálfan sig til riddara og hjóla í manninn, þegar fátt er um rök. Þetta verður því að senda aftur til föðurhúsanna. Landvernd á réttu róli Eftir Snorra Baldursson » Landvernd hefur m.a. það hlutverk að stuðla að því að umræða um umhverfismál sé upplýst en byggist ekki á innihaldslitlum slag- orðum. Snorri Baldursson Höfundur er formaður Landverndar. Hauksbók Land- námu getur þess að Hrafna Flóki hafi hald- ið skipi sínu í Smjör- sundi í Noregi, en það- an hélt hann til Íslands. Flóki hafði hina fyrri vetursetu í Vatnsfirði eftir komu hingað. Aldursgreining á leifum þaðan hefur sýnt að þær eru frá því nokkru eftir miðja ní- undu öld, frá u.þ.b. 860. Smjörsund var trúlega legustaður skipa þar sem þau voru „skveruð af“, skrokk- ur skipanna þéttur með sauðaull og smurður með tólg og biki síðar, er það fór að flytjast inn til Noregs. Líklegt er að örnefnið Smjörsund sé dregið af þessari iðju víkinga fremur en smjöri úr mjólk sem tíðk- aðist upp til fjalla. Nokkur munur var því á merkingu smjörörnefna við sjó og inn til dala. Þó hafa staðhættir ráðið hér, því skepnuhald hefur tíðk- ast við sjó og smjörgerð þar með. En nokkur munur var þó á smjöri úr sauðamjólk og kúamjólk. Sauða- smjörið var mun feitara en kúa- smjörið og sauðahald til smjörgerð- ar er talið írsk arfleifð, en smjörgerð frá kúm tíðkaðist í Noregi. Flóki hafði að sögn Landnámu fénað á skipi sínu og því sauðamjólk og feitt sauðasmjör er mátti nota til matar og viðgerðar á skipinu ef á þurfti að halda. Öll víkingaskip voru á dögum Flóka og Ingólfs súðbyrðingar og gátu sprungið á siglingu. Handhægt gat því verið að hafa feitt smjör til að troða í sprungur og göt á siglingum. Sauðaull var líka notað sem þétting á milli borða á súðbyrtu víkingaskip- unum. Það sýna leifar skips úr haugi Ásu drottningar í Noregi sem nú er geymt á víkingasafninu í Osló. Það kom sér því vel fyrir Flóka að hafa sauðfé með í ferðinni hér til lands um 860 eins og Landnáma get- ur um. Ullina mátti nota til að þétta byrðing skipsins. Raunar var ull notuð til þéttingar á árabátum hér á landi í lok 19. ald- ar þrátt fyrir innfluttan hamp sem fékkst hér í verslunum og var kom- inn langt að. Sama var um bikið. Það mátti drýgja með uxafeiti og smyrja á byrðinga skipa. Árið 1519 notaði Ma- gellan sæfari uxafeiti á skip sín í hnattferð sinni í Brasilíu. Þar gagnaðist uxa- feiti betur í hitanum en bikið sem bráðnaði og losnaði frá viðnum. Um 1890 lét séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum bera uxafeiti utan á þilskip sitt, sem hér Svend, gamalt og lekt, þar sem það stóð uppi í fjöru í Hafn- arfirði en skipið gekk þá til fiskveiða þaðan. Um borð var Sveinbjörn Eg- ilsson og lýsir hann þessu í end- urminningum sínum. Notaði séra Þórarinn sér sömu aðferð og Magell- an hafði gert 400 árum fyrr í Bras- ilíu. Er gerð smjörlíkis hófst í Dan- mörku 1880, var uxafeitin aðalhráefnið í smjörlíkinu. Því var það borið á möstur og þiljur á ís- lensku kútterunum eftir að það var farið að þrána í geymslum í lúk- arnum. Floti var smurt á glugga hússins nr. 33 við Suðurgötu í Keflavík við smíði þess 1933. Eru þeir gluggar á suðurhlið og alheilir í dag. Svo sagði mér Bjarni Stefánsson bílaviðgerð- armaður sumarið 2011, en hann hafði um árabil átt húsið og búið þar. Bjarni dó haustið 2015. Eftir Skúla Magnússon » Sauðamjólk og feitt sauðasmjör mátti nota til matar og við- gerðar á skipi ef á þurfti að halda. Skúli Magnússon Höfundur er sagnfræðingur. Áfram með smjörið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.