Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Breski kvik- myndaleikarinn og Óskars- verðlaunahafinn Michael Caine lýsti því yfir í samtali við breska ríkis- útvarpið BBC í gær hann væri hlynntur því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Gagnrýndi hann harðlega andlitslausa embættis- menn sambandsins sem tækju ákvarðanir fyrir Bretland. Hann vísaði á bug fullyrðingum um að Bretland yrði fyrir efnahagslegum skakkaföllum utan sambandsins. Bretar myndu vinna hörðum hönd- um að því að lífið utan þess yrði gott. CAINE VILL BRETLAND ÚR ESB Engin skakkaföll Bresk stjórnvöld munu ekki grípa til frekari aðgerða gegn Rússum þrátt fyrir niðurstöðu rannsóknar- nefndar um að Pútín forseti hafi líklega samþykkt morðið á Alexander Litvinenko, fyrrverandi leyni- þjónustumanni, sem ráðinn var af dögum í London árið 2006. Úti- lokaði Theresa May dóms- málaráðherra allt slík við umræð- ur í breska þinginu í gær. Kvað hún Breta hafa gripið til aðgerða gegn Rússum vegna þess máls ár- ið 2007 og yrði látið þar við sitja. Stjórnvöld hafi hins vegar ítrek- að kröfur sínar um að morðingj- arnir verði framseldir frá Rúss- landi. Ekkja Litvinenkos hafði hvatt til þess að rússneskum leyniþjónustumönnum yrði vísað úr landi í Bretlandi og að gripið yrði til nýrra refsiaðgerða. MORÐIÐ Á LITVINENKO Ekki frekari aðgerðir Að minnsta kosti 42 létu lífið í gær þegar tveimur viðarbátum með flóttamönnum hvolfdi á Mið- jarðarhafinu. Gríska landhelg- isgæslan greinir frá þessu. Leit stendur nú yfir að eftirlifendum. Fyrsti báturinn sökk snemma í morgun nálægt eyjunni Farmakon- issi. 48 voru um borð og 40 komust í land. Einni stúlku var bjargað en sjö lík fundust í sjónum. Annar bát- ur sökk stuttu síðar nálægt eyjunni Kalolimnos. Ekki er vitað hversu margir voru um borð en 26 var bjargað. Þá fundust 14 lík í sjónum. TVEIMUR BÁTUM HVOLFDI Flóttamenn drukkna Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vaxandi spenna er í baráttunni í væntanlegu forvali demókrata og repúblikana í Iowa og New Hamps- hire vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. Veldur mestu um það sigurganga hins um- deilda frambjóðanda úr röðum repúblikana, Do- nalds Trump, og aukinn mótbyr sem Hillary Clin- ton, fyrrverandi utanríkisráðherra, mætir meðal kjósenda demókrata. Eru kosningarnar taldar hafa nokkurt forspárgildi fyrir forval frambjóðenda í öðrum ríkjum. Forval beggja flokka í Iowa verður 1. febrúar, en í New Hampshire 9. febrúar. Donald Trump og Ted Cruz njóta mest fylgis meðal repúblikana í Iowa. Er lítill munur á þeim samkvæmt tveimur nýjustu skoðanakönnunum. Í New Hampshire er Trump með öruggt forskot fram yfir alla aðra frambjóðendur flokksins. Ný könnun í Iowa sýnir að hinn róttæki öldung- ardeildarþingmaður Bernie Sanders er með meira fylgi meðal demókrata en Hillary Clinton. Mælist stuðningur við hann 51 prósent á móti 43 prósenta fylgi hennar. Þetta er mikil breyting frá síðustu könnun í desember þegar fylgi Clinton mældist 54 prósent en Sanders 36 prósent. Í Hampshire hefur Sanders einnig forskot á Clinton. Nýtur hann stuðnings 60 prósent kjósenda, en Clinton 33. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um að tapi Clinton í báðum kjördæmunum yrði það meiri hátt- ar áfall fyrir möguleika hennar að ná tilnefningu á þingi demókrata. Meðal þess sem talið er skýra aukið fylgi Trumps er nýleg stuðningsyfirlýsing frá fyrrverandi vara- forsetaefni Repúblikanaflokksins, Sarah Palin. Þá þykja aðrir frambjóðendur repúblikana litlausir í samanburði við Trump. Málflutningur Clinton fær lítinn hljómgrunn Clinton hefur reynt að styrkja stöðu sína gagn- vart Sanders með því að gagnrýna hann fyrir að vera ýmist of hægri sinnaður eða of vinstri sinn- aður. Bendir hún á að viðhorf hans til bysseignar al- mennings séu svipuð og hægri manna og stefnan heilbrigðismálum sé alltof róttæk. Þetta hefur þó ekki fengið nægilegan hljómgrunn meðal demó- krata. Það eykur á vanda Clinton að enn er í gangi rannsókn á því hvort hún hafi notað tölvupósta á gá- leysislegan hátt meðan hún gegndi embætti utan- ríkisráðherra. Aukin spenna vestanhafs  Bernie Sanders með meira fylgi en Hillary Clinton í Iowa og New Hampshire  Donald Trump á sigurbraut  Frambjóðendur repúblikana þykja litlausir Tíu létust, þar á meðal sjö lögregluþjónar, þegar sprengja sprakk í húsi í Giza í Egyptalandi á fimmtu- daginn. Lögreglan segir að liðsmenn í sveitum Músl- ímska bræðralagsins hafi falið sig í húsinu og hafi lög- regla verið að koma til að handtaka þá þegar sprengingin varð. Yfirvöld segja að þeir bræðralagsmenn hafi komið sprengjunni fyrir og sprengt hana. Hermdarverk gegn her og lögreglu hafa stigmagnast frá því að egypski herinn steypti stjórn Morsi forseta af stóli árið 2013. Fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í þessum árásum. Auk þeirra sem féllu særðust 13 manns í sprenging- unni og tveir þeirra eru í lífshættu. Samtök öfgasinnaðra íslamista í Egyptalandi, Ansar Beit Al-Maqdis, lýstu ábyrgð á ódæðisverkinu á hendur sér. Þau hafa áður lýst sig ábyrg fyrir fjölda hryðju- verka á Sinai-skaga. Skammt frá vettvangi ódæðisins eru hinir sögufrægu Giza-pýramídar. Mikill fjöldi ferðamanna á reglulega leið um svæðið, en þeim hefur þó stórfækkað eftir að hermdarverk af þessu tagi urðu daglegt brauð í Egyptalandi. AFP Tíu manns létust í sprengingu í Giza Evrópuríki geta ekki tekið á móti öllum þeim sem flýja styrjaldir í Írak og Sýrlandi, sagði Manuel Valls, forsætis- ráðherra Frakk- landi, í viðtali við BBC, þar sem hann var staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í gær. Hann sagði að sjálf hug- myndin að Evrópu væri í hættu vegna flóttamannavandans. Valls sagði að ríki Evrópu þyrftu að grípa til skjótra aðgerða til að verja landamæri sín. „Verði það ekki gert leiðir það til upplausnar í löndum okkar,“ sagði hann. Hann sagði að skilaboð um að flóttafólk væri velkomið í Evrópu mundu valda öngþveiti. Það skipti máli hvað sagt væri því fréttirnar bær- ust á svipstundu í flóttamannabúð- irnar. Flóttamannavandinn hefur verið í brennidepli á fundinum í Davos. Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, sagði í ræðu sinni þar að Evrópa væri að komast í þrot og finna yrði sameiginlega lausn á vandanum, ella gæti ein af grund- vallarstoðum Evrópusambandsins brostið. Rutte sagði að tíminn til stefnu væri skammur, sex til átta vikur. Forsætisráðherrann sagði að á fyrstu þremur vikum þessa árs hefðu 35 þúsund manns leitað hælis í Evrópu. Þessi fjöldi mundi marg- faldast þegar veður batnar í vor. „Við ráðum ekkert við þennan fjölda og verðum að leysa vandann áður,“ bætti hann við. Óttast upplausn í Evrópu Manuel Valls Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 28 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Sportsæti, sportstýri, sóllúga, gardínur o.fl. Verð 8.990.000 kr. Tilboðsverð 8.390.000 kr. Raðnr. 254156Mjög vel útbúinn, stórglæsilegur bíll! Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.