Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 37
mamma mikið aftur í tímann og dvaldi þá hugur hennar í Hnausum í Þingi. Norður vildi hún komast sem allra fyrst. Þrátt fyrir vaxandi minnisglöp mundi hún enn nöfnin á öllum fjöllum, bæjum, ám og vötnum í Þingi og Vatnsdal. Hún lýsti því hvernig hún vakti yfir túninu á vornóttum með vinkonu sinni. Ég sé hana fyrir mér, gullfal- lega, tígulega stúlku með sítt glóbjart hárið fallega fléttað. Hún situr á litlum hól við Hnausatjörn, horfir á Jörundarfellið á Vatnsdalsfjalli, með nestisboxið sitt fullt af bakkelsi sem mamma hennar hefur bakað. Hún er dálítið al- vörugefin en glöð í bragði og með vökul og greindarleg augu. Nú er hún komin heim. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Ég kynntist henni Guðrúnu, Nunnu tengdamóður minni, fyrst þegar við Kristín konan mín fórum að draga okkur sam- an. Ég var þá í námi í Reykja- vík, á öðru ári í Tækniskólan- um. Við Kristín bjuggum svo í þrjú ár í kjallaranum hjá þeim tengdaforeldrum mínum í Skeiðarvogi 81 í góðu yfirlæti. Nunna tók mér strax vel. Það var alltaf gaman að koma til hennar og þiggja veitingar og spjalla um sameiginleg áhuga- mál. Eftir að við fluttum upp á Akranes gistum við alltaf hjá þeim þegar við komum í bæinn og þurftum að gista. Ævinlega var vel tekið á móti okkur. Tengdamóður minni þótti af- ar vænt um sveitina sína og hugur hennar var oft fyrir norðan, þar sem hún ólst upp í Hnausum. Hún var vel greind og fróð um marga hluti. Hún lærði meðal annars góða und- irstöðu í ensku í Menntaskól- anum á Akureyri, sem nýttist henni vel þegar hún fór að vinna við símann, fyrst á Blönduósi, en á þessum tíma þurfti meðal annars að afgreiða breska hermenn með símtöl sem þar voru. Þá voru fáir sem töluðu ensku í dreifbýlinu. Guðrún hafði sérstakan áhuga á ættfræði og átti gott með að rekja tengsl manna langt aftur í ættir. Hún átti margar ættfræðibækur og hjálpaði mörgum að rekja sínar ættir. Hún var lengi í byggða- safnsnefnd Húnvetningafélags- ins og tók þátt í að safna mun- um fyrir Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. Þau Dýrmundur eignuðust lítinn sumarbústað í nágrenni við Vesturhóp í V-Húnavatns- sýslu. Þar voru þau oftast í sumarfríum seinni árin. Þar voru frekar frumstæðar að- stæður en alltaf var gott að heimsækja þau þangað. Við hliðina á bústaðnum rann lækur sem þurfti að fara yfir og var hann ákveðinn farartálmi. Yfir hann var byggð brú, sem þurfti að taka upp á haustin, annars flaut hún upp þegar flóð kom í lækinn (sem breyttist stundum í vatnsmikla á). Ég hafði gaman af að glíma við brúna með Dýr- mundi. Einnig hjálpaði ég þeim að hressa upp á bústaðinn, sem í upphafi var dálítill vinnuskúr, byggður af vanefnum, en leit þokkalega út fyrir rest, með dá- lítilli grasflöt í kring. Ég þakka þér, Guðrún, inni- lega fyrir allar góðar minningar og skemmtilegar samveru- stundir sem við höfum átt sam- an í gegnum tíðina. Ég kveð þig með söknuði og óska þér góðrar ferðar í Sumarlandið. Þinn tengdasonur, Bjarni Oddgeir Vestmann Þóroddsson. Guðrún tengdamóðir mín, sem fæddist í torfbæ árið 1917, upplifði ótrúlegar breytingar á íslensku samfélagi. Hún var bráðger sem barn, fróðleiksfús og gekk vel að læra. Hún lauk barnaskólaprófi frá skólanum í sveitinni en þráði að læra meira. Í þann tíð þótti ekki sjálfsagt líkt og nú til dags að stúlkur sæktu langskólanám og þurfti hún að leggja þó nokkuð á sig til að draumurinn gæti ræst. Hún vann á búi foreldra sinna, sótti launahækkun til föður síns, með þeim rökum að hennar vinna væri jafn verð- mæt og aðkeyptu vinnumann- anna. Hún lagði fyrir og sparaði svo að draumurinn mætti verða að veruleika. Til Akureyrar komst hún í menntaskólann og stundaði þar nám í tvö ár, sem lauk með gagnfræðaprófi þess tíma. Þá var formlegu námi Guðrúnar lokið því sjóðurinn var búinn og engan fjárstuðn- ing að hafa til frekara náms. En Guðrún nýtti þessa undirstöðu vel í lífi og starfi. Meðal annars má geta þess að hún reið um Vatnsdalinn sem túlkur fyrir breska ferða- menn og starfaði lengi sem tal- símakona þar sem kunnátta í erlendum málum kom sér vel. Guðrún vissi að aukin menntun og fróðleiksleit opnaði huga fólks og jók tækifærin og hvatti afkomendur sína alla tíð til dáða í námi. Þá ferðaðist hún þó nokkuð erlendis þegar tækifæri gáfust seinna á lífsleiðinni og bjó að þeirri reynslu. Þó að tengdamóðir mín hafi aldrei kallað sig kvenréttinda- konu í mín eyru, hvað þá fem- ínista, var hún jafnréttissinni í hjarta sínu og lifði lífinu þann- ig. Ég held að henni hafi bara þótt jafnrétti svo sjálfsagt að það þyrfti ekki að ræða það sér- staklega. Hún giftist einstökum öðlingi, Dýrmundi Ólafssyni, og samhent ráku þau heimili og ólu önn fyrir sínum börnum. Jafnræði var með þeim hjónum, Guðrún vann alla tíð utan heim- ilis og sinntu þau heimilishaldi til jafns hvort við annað, sem var nokkuð sérstakt fyrir fólk fætt á öðrum áratug síðustu aldar. Tengdaforeldrar mínir voru samhentir um að hlúa að öllu sínu fólki og var greiðvikni þeirra, elskusemi og gestrisni við brugðið. Börnunum mínum fjórum reyndust þau einstak- lega góð og blíð og eiga þau ekkert nema fallegar minningar um ömmu og afa. Mér reyndist Guðrún alla tíð vel, hún fylgdist vel með því sem ég tók mér fyr- ir hendur og studdi með ráðum og dáð. Guðrún bjó öll sín fullorð- insár í höfuðborginni og hún naut og nýtti sér þau tækifæri sem höfuðborgin bauð. En sveitin var aldrei tekin úr henni né Dýrmundi og ræktuðu þau alla tíð vel tengslin við vina- og frændgarð á æskuslóðum beggja. Síðasta ferðin norður verður að Þingeyrum þar sem hún verður jarðsett við hlið eig- inmannsins, þaðan sem sér heim að æskustöðvum þeirra beggja, Hnausum og Stóru- borg. Elskuleg tengdamóðir mín lifði löngu og góðu lífi og var á nítugasta og níunda aldursári þegar hún kvaddi. Síðustu árin sótti Elli kerling hart að henni og eflaust hefur hún orðið hvíldinni fegin. Guðrún var viss um að þegar þessari jarðvist lyki myndi hún hitta fyrir ást- vini sem á undan eru gengnir. Vonandi hafa orðið þeir fagn- aðarfundir. Ég kveð Guðrúnu tengdamóður mína með virð- ingu og þökk. Anna Sigríður Guðnadóttir. Þegar við hugsum um ömmu Guðrúnu, eða „ömmu í Reykja- vík“ eins og við kölluðum hana oft, kemur fljótt upp í hugann dæmigerð heimsókn til hennar og afa á okkar yngri árum. Þeg- ar við heilsuðum ömmu tók hún höndina okkar að sér, bretti upp ermina löturhægt, beit laust í framhandlegginn á okk- ur og hló. Ekki vitum við hvers vegna hún lét svona en hugs- anlega hefur þetta verið hennar leið til að sýna hve henni þótti vænt um okkur þó að okkur litlu saklausu drengjunum hafi ekkert litist á blikuna. Eftir að amma og afi höfðu boðið okkur inn fyrir var okkur bent á að kíkja undir rúmið í dótakassann sem kallaðist „púltið“ á milli þess sem afi gaukaði að okkur ópal, þá helst bláum. Amma Guðrún var ekki þessi dæmigerða amma. Hún var með skemmtilegan húmor, en var einnig mjög hreinskilin og fannst ekkert að því að segja sína skoðun umbúðalaust ef henni fannst eitthvað undarlegt í fari manns. Henni þótti mjög vænt um barnabörnin sín og yngstu fjölskyldumeðlimina kallaði hún „blómin sín“. Amma og afi komu stundum í heimsókn upp á Skaga, en þau töluðu oft um að þar liði þeim vel, þó að stundum hafi brimið á Langasandinum haldið fyrir ömmu vöku. Þegar þau óku svo af stað úr hlaðinu heim á leið klikkaði vörumerki ömmu á þeim tíma aldrei, vinkið aftur á bak. Þegar við urðum eldri og komum í heimsókn til Reykja- víkur hellti hún upp á sterkt kaffi, bauð upp á bakkelsi ásamt heimabökuðu heilhveiti- brauði og fræddi okkur um ætt- ir okkar. Amma var nefnilega mjög fróðleiksfús og vel að sér í ættfræði. Segja má að hún hafi verið boðberi menntunar, og væri örugglega í doktorsnámi í dag hefði hún verið af annarri kynslóð, en til að sýna stuðning sinn við menntun barna- barnanna sá hún um að borga stúdentshúfurnar fyrir þau öll. Á síðari árum kom vel fram hve ömmu var annt um heima- hagana og spurði hún oft „hef- urðu komið á Hnausa, keyrt um Vatnsdalinn og séð Vatnsdals- hólana?“. Við svöruðum játandi og í kjölfarið fylgdi iðulega saga frá gömlu tímunum þegar amma var ung og tímarnir aðr- ir. Með ástarkveðju og þakk- læti, Þóroddur, Rúnar Dýr- mundur, Freyr, Valur Odd- geir og fjölskyldur. Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar og margs er minn- ast, því að heimsókn til ömmu og afa fól ætíð í sér loforð um ljúfar stundir. Amma sagði okk- ur oft sögur frá æskuárunum og hún og afi kenndu okkur heilmargt um gamla siði og venjur, hjá þeim lærðum við m.a. að kemba og spinna ull á snældu. Í svefnherberginu þeirra var lítil baðstofa undir súð þar sem ýmsa gamla muni var að finna og bárum við syst- ur óttablandna virðingu fyrir þeim en höfðum samt gaman af. Næturgagnið sem geymt var undir rúmi litum við þó horn- auga, en þegar við gistum í Skeiðarvogi átti amma það til að benda okkur á koppinn góða þegar klósettráp okkar systra hélt fyrir henni vöku. Hjá ömmu og afa lærðum við líka að borða og meta þjóðlegan mat og vorum við sérstaklega gráðugar í slátur, velling, flat- brauð sem þau steiktu sjálf á hellu, heimagerða kæfu, randa- línur, afakleinur, lummur, parta og ömmubrauð. Við fengum líka stundum að smakka eitt og ann- að sem súrsað hafði verið ofan í tunnur í kjallaranum og supum gjarnan á mysu, þó að okkur hafi nú þótt mjólkin betri. Amma var líka dugleg að leyfa okkur að bragða á nýjum rétt- um og óhætt er að segja að hún hafi verið áhugasöm um að prófa nýjungar í matargerð í bland við gamlar hefðir. Amma fylgdist alltaf með því hvort við þrifumst ekki örugg- lega nógu vel og allar heim- sóknir hófust á því að hún bretti upp ermarnar okkar, nartaði laust upp eftir hand- leggnum og sönglaði „amm“ á meðan. Svo klappaði hún okkur og kyssti og sagði „eeelgan ennar ömmu“ með sinni blíð- legu röddu og kallaði okkur blómin sín. Amma ræddi reglulega við okkur um gildi þess að fara sparlega með peninga, fara vel með hluti, borða hollan mat og forðast sælgæti, tóbak og áfengi. Hún hvatti okkur óspart til náms enda var hún sjálf góður námsmaður og vandaði til allra verka. Amma vissi sínu viti og sagði okkur snemma að ekkert þýddi að reyna að segja sér ósatt, því hún hefði litla fugla með sér í liði sem hvísluðu að henni hlutum. Okkur leiddist aldrei í bíltúr með ömmu og afa, en amma var dugleg að leiðbeina afa í um- ferðinni og hófst tilsögnin gjarnan á orðunum „almáttugur Dýrmundur“. Á unglingsárunum höfðum við sérstaklega gaman af þessu, enda átti hún það til að orða hlutina mjög skemmtilega. Sem dæmi var afi einu sinni stopp við biðskyldumerki þegar amma sagði ákveðið: „Almátt- ugur Dýrmundur, varaðu þig. Þeir koma hér á fleygiferð og hika ekki við að keyra okkur niður.“ Seinna meir urðu þessi orð hennar ömmu „almáttugur Dýrmundur“ eðlilegur hluti af samskiptum okkar systra og eru það enn. Amma kenndi börnunum okkar að kalla sig „ammí“, hún var þeim ætíð góð og fram á síðasta dag benti hún okkur systrum á hættur í umhverfinu til að tryggja að blómin hennar færu sér ekki að voða. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við munum minnast þín með hlý- hug og þakklæti í hjarta alla tíð. Guðrún og Erla Helga Sveinbjörnsdætur. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, Hringbraut 50, Reykjavík, lést 19. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Grund dvalar- og hjúkrunarheimili njóta þess. . Guðrún O. Einarsdóttir Steingrímur Jónsson Sigurður Einarsson Valgerður M. Magnúsdóttir Ragnheiður S. Einarsdóttir Gunnar Jónsson Ragnheiður, Árni, Einar Benedikt, Magnús Benedikt, Andreas og barnabarnabörn. Móðir okkar, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 14. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. janúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Sigurður og Arnfríður Þráinsbörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDÍNA ODDBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Melgerði 33, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 27. janúar klukkan 13. . Davíð Áskelsson, Ella Kristín Geirsdóttir, Helena Margrét Áskelsd., Guðmundur H. Ingimarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og langalangalangamma, SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, Mávahlíð 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 20. janúar. . Garðar Erlendsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ólafur Erlendsson, Sævar Erlendsson, Helga Hannesdóttir, Þuríður Erlendsdóttir, Guðjón Jónsson, Hannes Erlendsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Erlendur Erlendsson, Anna Karlsdóttir, Guðjón Erlendsson, Kristín Jónsdóttir, Ragnheiður Erlendsdóttir, Davíð Steinþórsson, Jóhanna Erlendsdóttir, Jóhann G. Gunnarsson, Sigurrós Erlendsdóttir, Kristján Jóhannsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA JÓNSDÓTTIR frá Litla-Hvammi, Eyjafjarðarsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 18. janúar síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. janúar klukkan 13.30. . Kristín Hallgrímsdóttir, Grétar Sigurbergsson, Hólmgeir Gunnar Hallgrímsson, Lovísa Gestsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Hörður Snorrason, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA BERGSTEINSDÓTTIR, Miðvangi 6, Egilsstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju sunnudaginn 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. janúar klukkan 14. Blóm eru vinsamlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði. . Guttormur Metúsalemsson N. Snædís Jóhannsd., Óli Grétar Metúsalemsson Ragnheiður Kristjánsd., Bergsteinn H. Metúsalemsson Rannveig Sigurjónsd., ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.