Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 51
ekki jafn öflugur og raun ber vitni.
Í raun stóð aldrei til að ég færi út í
bænda- og landsmálapólitík. Það var
töluvert tilviljunum háð og enn lít ég
svo á að þetta sé tímabundið hliðar-
spor frá búskapnum. En þessi störf
eru gefandi og í gegnum þau hef ég
kynnst mörgu góðu fólki.“
Er landbúnaðurinn aftur að öðlast
jákvæðan sess með þjóðinni?
„Já, tvímælalaust. Sveitirnar og
landsbyggðin eru byggð harð-
duglegu fólki og landbúnaður er svo
miklu meira en bændastétt. Hann er
hryggsúla lifandi byggða og upp-
spretta hreinna matvæla, upplifun
ferðamanna og fjölda þjónustu- og
framleiðslustarfa víða um land.
Efnahagshrunið var erfitt en engu
að síður heillandi tími. Þá breyttist
viðhorf til landbúnaðar á einni nóttu.
Íslenskur landbúnaður mildaði
gríðarlega efnahagshöggið. Án hans
hefðu útgjöld heimila orðið miklu
þyngri en raun varð. Íslendingar
vilja íslenskan landbúnað og afurðir
hans og standa með honum.
Ég hef haft áhuga á að breyta
bændahreyfingunni og gera ásýnd
og umræðu um landbúnað nútíma-
legri. Það er nauðsyn á grundvallar-
uppstokkun á landbúnaði, skipulagi
hans og tengdra greina.
Ég hef líka fengið frábær tæki-
færi í pólitíkinni. Eitt þeirra var
þátttaka í ljósleiðaravæðingu lands-
ins, ásamt Páli Jóhanni Pálssyni al-
þingismanni og fleira góðu fólki.
Engin ein framkvæmd mun breyta
meira búsetuskilyrðum á næstu ár-
um. Ríkisstjórnin og innanríkis-
ráðherrar hafa haft skýra sýn í þess-
um efnum og málið hefur verið eitt
helsta áherslumál fjárlaganefndar
undanfarin tvö ár. Ég sé fyrir mér
að árið 2020 verði Ísland í fremstu
röð á sviði fjarskipta, þrátt fyrir
stórt land og dreifða byggð.“
Fjölskylda
Eiginkonan Haraldar er Lilja
Guðrún Eyþórsdóttir, f. 26.8. 1964,
bóndi og fyrrv. ráðunautur. For-
eldrar: Eyþór Einarsson, f. 18 6.
1912, d. 23.12. 1987, og Guðborg Að-
alsteinsdóttir, f. 11.10. 1933, bændur
í Kaldaðarnesi í Flóa og síðar í
Hveragerði.
Börn Haraldar og Lilju Guðrúnar
eru Benedikta Haraldsdóttir, f. 31.5.
1996, nemi í HR, búsett á Vestri-
Reyni; Eyþór Haraldsson, f. 21.1.
2001, nemi, og Guðbjörg Haralds-
dóttir, f. 15.4. 2008, nemi.
Hálfsystir Haraldar, sammæðra,
var Þórunn Valdís Eggertsdóttir, f.
21.7. 1948, d. 10.4. 2015, var fisk-
vinnslukona á Akranesi.
Alsystkini Haraldar: Elísabet
Unnur Benediktsdóttir, f. 28.12.
1949, búsett á Eystri-Reyni og starf-
ar við félagsþjónustu; Fríða Bene-
diktsdóttir, f. 18.2. 1951, útgerðar-
maður á Akranesi; Valný Benedikts-
dóttir, f. 21.7. 1956, starfsmaður hjá
HB Granda á Akranesi; Þorsteinn
Ölver Benediktsson, f. 13.11. 1963, d.
9.9. 1966, og Steinunn Fjóla
Benediktsdóttir, f. 16.8. 1972, kenn-
ari og bóndi í Mófellstaðakoti í
Skorradal.
Foreldrar Haraldar voru Hall-
dóra Ágústa Þorsteinsdóttir, f. 3.12.
1928, d. 4.7. 2008, húsfreyja á Vestri-
Reyni til 2005 og síðan á Akranesi,
og Benedikt Haraldsson, f. 20.8.
1924, d. 13.9. 1995, bóndi á Reyni frá
1948 og Vestri-Reyni frá 1953.
Úr frændgarði Haraldar Benediktssonar
Haraldur
Benediktsson
Geirfríður Þorgeirsdóttir
húsfr. frá Mel í Hraunhreppi
Ólafur Sigurðsson
frá Eyri í Svínadal, b. á
Hamri í Borgarhreppi
Þórdís Ólafsdóttir
saumakona og húsfr. á Ölvers-
krossi frá Hamri í Borgarhreppi
Þorsteinn Gunnlaugsson
b. á Ölverskrossi og
Neðri-Vífilsdal
Halldóra Ágústa
Þorsteinsdóttir
húsfr. á Vestri-Reyni
Halldóra Gísladóttir
húsfr. frá Sveinatungu í
Norðurárdal
Gunnlaugur Baldvinsson
b. í Neðri-Vífilsdal í Hörðudal
Sigríður Árnadóttir
húsfr. frá Áskoti í Melasveit
Björn Guðmundsson
sjóm. og b. á Reyni
Guðrún Björnsdóttir
húsfr. á Reyni, síðar
Akranesi
Haraldur Jónsson
b. á Reyni
Benedikt Haraldsson
b. á Vestri-Reyni
í Hvalfjarðarsveit
Elísabet Unnur Sigvaldad.
frá Skagaströnd
Jón Pálsson
b. í Belgsholti og víðar
Í Massey Ferguson-bolum Har-
aldur ásamt Guðbjörgu, dóttur sinni.
ÍSLENDINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Laugardagur
95 ára
Helga Þorsteinsdóttir
90 ára
Ellý Dagmar Guðnadóttir
85 ára
Sigríður Jakobsdóttir
Sigþór Reynir
Steingrímsson
80 ára
Sigríður Lárusdóttir
75 ára
Elvar Ingason
Hulda Róselía
Jóhannsdóttir
Ingibjörg Bragadóttir
Þórdís Þorgeirsdóttir
70 ára
Alla Gunnlaugsdóttir
Árni Steingrímsson
Árni Valdimarsson
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Ragnhildur Nordgulen
Steinunn María
Pétursdóttir
Unnur Magnúsdóttir
Þorbjörg Berg
Þorlákur Hermannsson
60 ára
Eggert Guðmundsson
Einar Bjarni
Guðmundsson
Gylfi Gautur Pétursson
Kjartan Kjartansson
Magni Ingibergur
Cæsarsson
Nína Leósdóttir
Sigfríð Maggý Breiðfjörð
Sigurrós Kristinsdóttir
Sæmundur G. Jóhannsson
50 ára
Ásdís Erla Ólafsdóttir
Björg Hauksdóttir
Elenita Tampus Rosento
Haraldur Þór
Guðmundsson
Henrik Danielsen
Jón Marinó Birgisson
Lesley Anne Kealty
María Guðrún
Guðmundsdóttir
Óli Olsen
Ragnar Þorgeirsson
Ragnar Þór Hilmarsson
Unnur Högnadóttir
40 ára
Arna Björk Þorkelsdóttir
Berglind Bára Smáradóttir
Bjarni H. Reykjalín
Héðinsson
Guðni Bragason
Hanna Þórey
Guðmundsdóttir
Hildur Guðjónsdóttir
Janusz Mariusz
Bartoszek
Lembi Seia Sangla
Sigurður Árnason
Sigurður Sigurðsson
Soffía Lára Hafstein
30 ára
Aneta Magdalena
Nowicka
Aron Bjarnason
Benta Magnea Ólafsdóttir
Briem
Elvar Hrafn Aðalgeirsson
Gunnhildur Vala Valsdóttir
Maren Freyja Haraldsdóttir
Michal Janusz Brzozowski
Ragnheiður Halldórsdóttir
Snorri Páll Guðbjörnsson
Ögn Þórarinsdóttir
Sunnudagur
85 ára
Guðmundur Guðnason
Guðrún Guðnadóttir
Herdís Þorgrímsdóttir
Ingigerður Gottskálksdóttir
Ragnar Jónatansson
80 ára
Ragnheiður Garðarsdóttir
Unnur Árný Thorarensen
Þórdís Þorleifsdóttir
75 ára
Elsa Jóhanna Gísladóttir
Guðbjörg Andrésdóttir
Guðjón Jónsson
Guðrún Borgh.
Jóhannesdóttir
70 ára
Alda Pálsdóttir
Böðvar Sigurvin Björnsson
Guðmundur Snorri
Guðmundsson
Jóhann E. Gíslason
Laufey Sigurbjörnsdóttir
Óskar Hjaltason
Pálmi Sigurður Sighvats
Simon Peter Vaughan
Sævar Jónatansson
Viðar Ólafsson
60 ára
Alina Markuszewska
Ágúst Friðgeirsson
Guðrún Hallgrímsdóttir
Gunnar Pétursson
Halldór Bergmann
Hallfríður María
Pálsdóttir
Helga Guðlaugsdóttir
Hörður Þorbergur
Garðarsson
Jón Eymundur Berg
Marek Drewniak
Marinó Björgvin
Björnsson
Matthildur S.
Matthíasdóttir
Pétur Tryggvi
Hjálmarsson
Rannveig Einarsdóttir
Stefanía Þorvaldsdóttir
Stefán Eyvindur Pálsson
50 ára
Áslaug Berta
Guttormsdóttir
Guðleif Sigrún
Jóhannesdóttir
Gunnur Elísabet
Gísladóttir
Halldór Björgvinsson
Hallfríður Ásmundsdóttir
Hjörleifur E. Hjörleifsson
Jörundur Gauksson
Ómar Stefánsson
Ragnar Þorri
Valdimarsson
Sigurður Helgi Magnússon
Svava Margrét
Ingvarsdóttir
40 ára
Andrés Már Heiðarsson
Elísabet Lilja
Haraldsdóttir
Leonora Elshani
Ólafur Oddgeir Einarsson
30 ára
Anna Heiður Eydísardóttir
Anna Rósa Harðardóttir
Ásgeir Yngvi Ásgeirsson
Birgir Björn Pétursson
Eva Karen Axelsdóttir
Helgi Kristinn Kolbeins
Hildigunnur Sigurðardóttir
Karen Björg Ingólfsdóttir
Lilja Guðrún Kjartansdóttir
Marcin Stypulkowski
Mariusz Adasiewicz
Ólöf Ásta Jósteinsdóttir
Smári Þrastarson
Sonja Wiium
Til hamingju með daginn
Pedram Ghamisi hefur varið doktors-
ritgerð sína í rafmagns- og tölvu-
verkfræði við Rafmagns- og tölvu-
verkfræðideild Háskóla Íslands.
Ritgerðin ber heitið: Flokkun gagna
af afar hárri vídd með róf- og rúm-
upplýsingum (Spectral and spatial
classification of hyperspectral data).
Kerfi sem notuð eru til að taka
myndir af gríðarlega hárri vídd hafa
notið mikillar athygli rannsakenda á
undanförnum árum. Þessi kerfi nota
skynjara sem safna gögnum einkum
frá sýnilegu yfir miðinnrauða bylgju-
lengdarsviðið og geta náð samtímis
hundruð (þröngra) rófrása fyrir
sama svæðið á yfirborði jarðar. Það
er enginn vafi á því að telja má flokk-
un (eða kortlagningu) sem hryggjar-
stykkið í túlkun fjarkönnunarmynda.
Meginverkefni þessarar ritgerðar
er að þróa nákvæmar flokkunar-
aðferðir sem taka tillit til bæði róf-
og rúmupplýsinga. Til viðbótar við
flokkunarnákvæmni í flokkun mynda
af gríðarlegri vídd þarf einnig að
hafa í huga hversu einfaldar og hrað-
virkar aðferðirnar eru. Af þeim sök-
um er sérstök áhersla lögð í þessari
ritgerð á ónæmar aðferðir sem eru
bæði nákvæmar og hraðvirkar. Til að
gera fyrirliggj-
andi aðferðir
öflugri og til að
minnka hina oft
tímafreku gagn-
virkni við not-
endur, eru hér
þróaðar sjálf-
virkar aðferðir.
Slíkar aðferðir
má nota í raun-
tímavinnslu, t.a.m. við eftirlit með
umhverfisvá og til að minnka það
tjón sem af getur hlotist.
Þrjár meginaðferðir eru rannsak-
aðar í ritgerðinni. Fyrst er þróuð
sjálfvirk flokkunaraðferð fyrir flokk-
un á róf- og rúmgögnum. Önnur að-
ferð sem skoðuð er í ritgerðinni
gengur út á að þróa kerfi sem notar
aðhæft nágrenni með því að velta
upp mismunandi leiðum sem byggja
á myndbútun (e. image segmenta-
tion) og auðkennaprófílum (e. attri-
bute profiles). Þriðja aðferðin
gengur út á þróun nýrrar einkenn-
avalsaðferðar (e. feature selection)
sem leitast við að koma í veg fyrir
víddarbölvun (e. curse of
dimensionality) ásamt því að minnka
umfremd í gögnunum.
Pedram Ghamisi
Pedram Ghamisi lauk B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Azad University í Te-
heran, Íran, og M.Sc. gráðu (Hons.) í fjarkönnun frá K.N. Toosi tækniháskólanum í
Teheran 2012. Pedram hlaut verðlaun sem besti rannsakandinn í hópi M.Sc. stúd-
enta við K.N. Toosi háskólann 2010–2011. Hann hlaut IEEE Mikio Takagi verðlaun-
in fyrir að vinna fyrstu verðlaun í stúdentakeppninni á 2013 IEEE International
Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS) í Melbourne í júlí 2013.
Doktor
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð