Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Hjólað íVíetnam&Kambódíu
Fararstjóri: Þórður Höskuldsson
Komdu með í ógleymanlega hjólaferð um þessi töfrandi
Asíulönd. Við hjólum m.a. á milli helstu kennileita Hanoi í
Víetnam, skoðum minjar Angkor Wat í Kambódíu og siglum
á Tonle Sap vatninu. Í ferðinni kynnumst við einstöku
landslagi, iðandi mannlífi og ólíkum menningarheimum.
Ævintýraleg ferð fyrir allt hresst hjólafólk!
Allir velkomnir á kynningarfund 26. janúar kl. 18:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. spör
eh
f.
29. okt. - 11. nóv.
Byggingarreglugerðin íslenskaer mikill frumskógur og veldur
hærri byggingarkostnaði en þörf er
á. Í henni er aragrúi af ákvæðum
sem erfitt er að
sjá að nauðsyn
beri til að hafa í
reglugerð og
snúast til að
mynda meira um
smekk en öryggi.
Sem dæmi þá segir í reglugerð-inni að íbúð skuli hafa „að lág-
marki eitt íbúðarherbergi sem er
a.m.k. 18 m2 að stærð,“ sennilega til
að tryggja að hægt sé að taka nokk-
ur dansspor í öllum íbúðum lands-
ins.
Nú hefur umhverfisráðherrakynnt drög að breytingum á
byggingarreglugerðinni og er þar
margt til bóta. Krafan um lágmarks-
stærð herbergis er til að mynda felld
út.
Með drögunum er þó ekki boðuðnein bylting og margt er enn
inni sem ekki verður séð að hið op-
inbera varði mikið um, svo sem um
herbergjaskipan íbúða. Þannig er
haldið í ákvæði um að anddyri skuli
vera í íbúðum og að á hverju íbúðar-
herbergi skuli vera opnanlegur
gluggi. Þá segir: „Svefnherbergi
íbúðar skulu ekki vera hvert inn af
öðru og er óheimilt að hafa einu að-
komuna að öðrum íbúðarher-
bergjum í gegnum svefnherbergi.“
Ennfremur segir í drögunum aðgera skuli „ráð fyrir aðstöðu,
frágangi og búnaði vegna móttöku
rafrænna upplýsinga“.
Vonandi dettur engum í hug, þóað ekki sé alveg skýrt í nýju
drögunum, að það sé óheimilt að
setja upp aðstöðu fyrir „móttöku
rafrænna upplýsinga“ inn af svefn-
herbergi.
Margt til bóta en
nóg eftir enn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 3 léttskýjað
Nuuk -2 snjókoma
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló -12 snjókoma
Kaupmannahöfn -1 heiðskírt
Stokkhólmur -12 heiðskírt
Helsinki -17 skýjað
Lúxemborg -3 þoka
Brussel 2 skúrir
Dublin 10 léttskýjað
Glasgow 10 skýjað
London 11 léttskýjað
París 3 skúrir
Amsterdam 2 skúrir
Hamborg -2 heiðskírt
Berlín -2 heiðskírt
Vín -2 heiðskírt
Moskva -11 snjókoma
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 12 skýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 11 skýjað
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -16 skýjað
Montreal -6 léttskýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago -2 snjókoma
Orlando 20 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:36 16:44
ÍSAFJÖRÐUR 11:02 16:27
SIGLUFJÖRÐUR 10:46 16:09
DJÚPIVOGUR 10:11 16:08
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
LEX lögmannsstofa hefur fyrir
hönd umbjóðanda síns, Hönnu
Guðlaugar Guðmundsdóttur, list-
fræðings, ritað bréf til Hörpu Þórs-
dóttur, forstöðumanns Hönnunar-
safns Íslands í Garðabæ, vegna
aðkomu safnsins að nýtingu á höf-
undarréttindum Hönnu Guðlaugar.
Fram kemur í ofangreindu bréfi
að Hönnunarsafn Íslands hafi í jan-
úar 2012 fengið Hönnu Guðlaugu
til þess að rita sögu Glits sem
áformað hafi verið að kæmi út í
bókarformi, en ákveðið hafði verið
að sýningin Innlit í Glit yrði haldin
í safninu á árinu 2013.
Forstöðumaður safnsins hafi
haustið 2012 gert Hönnu Guðlaugu
grein fyrir því að erfitt reyndist að
fjármagna útgáfu efnisins í bók,
sem hafi verið forsenda þess að
Hanna tók verkefnið að sér. Hanna
Guðlaug hafi lokið verkefninu í
þeirri von að af útgáfu yrði. Hún
hafi skilað grein sinni til Hörpu áð-
ur en sýningin var opnuð í febrúar
2013.
Í bréfinu kemur jafnframt fram
að safnið hafi notað texta úr grein-
inni, sem birtir voru á vegg á sýn-
ingunni. Textinn hafi einnig verið
notaður í fréttatilkynningu, við-
tölum og greinum í fjölmiðlum, án
þess að Hönnu Guðlaugar væri
getið. Orðrétt segir í bréfi lög-
mannsstofunnar: „Nú nýlega varð
umbjóðandi minn þess vör að vorið
2014 lagði Vigdís Gígja Ingimund-
ardóttir fram ritgerð til BA-prófs í
listfræði við Háskóla Íslands en
heiti hennar er Ísland er svo ker-
amískt – Leirlist Steinunnar Mar-
teinsdóttur. Í ritgerðinni er svofelld
færsla í heimildaskrá: Texti af sýn-
ingu, unninn úr óbirtri grein eftir
Hönnu Guðlaugu Guðmunds-
dóttur…“
Harpa sú eina sem
fékk textann
„Textinn sem umbjóðandi minn
lét safninu í té snemma árs nýtur
verndar sem höfundarverk sam-
kvæmt 1. mgr. höfundarlaga nr. 74/
1972. Umbjóðandi minn hefur ekki
afhent textann öðrum en yður fyrir
hönd Hönnunarsafnsins. Með vísan
til þessa fer umbjóðandi minn fram
á að þér upplýsið hvort þér eða aðr-
ir starfsmenn safnsins afhentuð
höfundi BA-ritgerðarinnar texta
umbjóðanda míns og hvaða heimild
þér teljið liggja til grundvallar
slíkri afhendingu.“
Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður
Hönnunarsafns Íslands, vildi í gær
ekkert segja um ofangreint bréf.
Andri Árnason, hrl., fer með mál-
ið fyrir Hönnunarsafnið. Hann
sagði að erindinu yrði svarað, en
ekki væri búið að því.
Hönnunarsafn Íslands Listfræðingur sem vann fyrir Hönnunarsafnið
kannar rétt sinn vegna nýtingar safnsins á höfundarréttindum hennar.
Nýtur verndar
sem höfundarverk
Nýlega var gengið frá loka-
uppgjöri milli ríkissjóðs og fjár-
málafyrirtækja vegna höfuðstóls-
leiðréttingar fasteignaveðlána. Frá
þessu er greint á vef fjármála- og
efnahagsráðuneytisins. Greiðslan
var lokaáfangi í framkvæmd að-
gerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar
um höfuðstólslækkun húsnæðis-
lána.
Bent er á að við samþykkt leið-
réttinganna var lánum umsækj-
enda skipt í frumlán og leiðrétting-
arlán. Greiðslubyrði lántakanda
lækkaði strax við samþykkt um
alla höfuðstólsleiðréttinguna en
ríkið tók yfir greiðslu af leiðrétt-
ingarláninu. Við lokauppgjör rík-
issjóðs hverfur svokallaður leið-
réttingarhluti lána af fasteigna-
veðlánum. Greiðslan hefur þau
áhrif að höfuðstóll 51 þúsund fast-
eignaveðlána lækkar, skv. upplýs-
ingum ráðuneytisins.
Aðgerðir til lækkunar á skulda-
vanda heimila voru bæði bein nið-
urfærsla á höfuðstól verðtryggðra
húsnæðislána og hins vegar heim-
ild til nýtingar séreignarsparnaðar
til að niðurgreiða húsnæðislán eða
til að fjárfesta í húsnæði. Sú leið er
enn opin og verður til ársins 2017.
Lokauppgjör vegna höfuðstólsleiðréttingar