Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hjólað íVíetnam&Kambódíu Fararstjóri: Þórður Höskuldsson Komdu með í ógleymanlega hjólaferð um þessi töfrandi Asíulönd. Við hjólum m.a. á milli helstu kennileita Hanoi í Víetnam, skoðum minjar Angkor Wat í Kambódíu og siglum á Tonle Sap vatninu. Í ferðinni kynnumst við einstöku landslagi, iðandi mannlífi og ólíkum menningarheimum. Ævintýraleg ferð fyrir allt hresst hjólafólk! Allir velkomnir á kynningarfund 26. janúar kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. spör eh f. 29. okt. - 11. nóv. Byggingarreglugerðin íslenskaer mikill frumskógur og veldur hærri byggingarkostnaði en þörf er á. Í henni er aragrúi af ákvæðum sem erfitt er að sjá að nauðsyn beri til að hafa í reglugerð og snúast til að mynda meira um smekk en öryggi.    Sem dæmi þá segir í reglugerð-inni að íbúð skuli hafa „að lág- marki eitt íbúðarherbergi sem er a.m.k. 18 m2 að stærð,“ sennilega til að tryggja að hægt sé að taka nokk- ur dansspor í öllum íbúðum lands- ins.    Nú hefur umhverfisráðherrakynnt drög að breytingum á byggingarreglugerðinni og er þar margt til bóta. Krafan um lágmarks- stærð herbergis er til að mynda felld út.    Með drögunum er þó ekki boðuðnein bylting og margt er enn inni sem ekki verður séð að hið op- inbera varði mikið um, svo sem um herbergjaskipan íbúða. Þannig er haldið í ákvæði um að anddyri skuli vera í íbúðum og að á hverju íbúðar- herbergi skuli vera opnanlegur gluggi. Þá segir: „Svefnherbergi íbúðar skulu ekki vera hvert inn af öðru og er óheimilt að hafa einu að- komuna að öðrum íbúðarher- bergjum í gegnum svefnherbergi.“    Ennfremur segir í drögunum aðgera skuli „ráð fyrir aðstöðu, frágangi og búnaði vegna móttöku rafrænna upplýsinga“.    Vonandi dettur engum í hug, þóað ekki sé alveg skýrt í nýju drögunum, að það sé óheimilt að setja upp aðstöðu fyrir „móttöku rafrænna upplýsinga“ inn af svefn- herbergi. Margt til bóta en nóg eftir enn STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 3 léttskýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 9 skýjað Ósló -12 snjókoma Kaupmannahöfn -1 heiðskírt Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -17 skýjað Lúxemborg -3 þoka Brussel 2 skúrir Dublin 10 léttskýjað Glasgow 10 skýjað London 11 léttskýjað París 3 skúrir Amsterdam 2 skúrir Hamborg -2 heiðskírt Berlín -2 heiðskírt Vín -2 heiðskírt Moskva -11 snjókoma Algarve 18 léttskýjað Madríd 11 skýjað Barcelona 12 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 skýjað Aþena 7 skýjað Winnipeg -16 skýjað Montreal -6 léttskýjað New York -3 heiðskírt Chicago -2 snjókoma Orlando 20 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:36 16:44 ÍSAFJÖRÐUR 11:02 16:27 SIGLUFJÖRÐUR 10:46 16:09 DJÚPIVOGUR 10:11 16:08 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is LEX lögmannsstofa hefur fyrir hönd umbjóðanda síns, Hönnu Guðlaugar Guðmundsdóttur, list- fræðings, ritað bréf til Hörpu Þórs- dóttur, forstöðumanns Hönnunar- safns Íslands í Garðabæ, vegna aðkomu safnsins að nýtingu á höf- undarréttindum Hönnu Guðlaugar. Fram kemur í ofangreindu bréfi að Hönnunarsafn Íslands hafi í jan- úar 2012 fengið Hönnu Guðlaugu til þess að rita sögu Glits sem áformað hafi verið að kæmi út í bókarformi, en ákveðið hafði verið að sýningin Innlit í Glit yrði haldin í safninu á árinu 2013. Forstöðumaður safnsins hafi haustið 2012 gert Hönnu Guðlaugu grein fyrir því að erfitt reyndist að fjármagna útgáfu efnisins í bók, sem hafi verið forsenda þess að Hanna tók verkefnið að sér. Hanna Guðlaug hafi lokið verkefninu í þeirri von að af útgáfu yrði. Hún hafi skilað grein sinni til Hörpu áð- ur en sýningin var opnuð í febrúar 2013. Í bréfinu kemur jafnframt fram að safnið hafi notað texta úr grein- inni, sem birtir voru á vegg á sýn- ingunni. Textinn hafi einnig verið notaður í fréttatilkynningu, við- tölum og greinum í fjölmiðlum, án þess að Hönnu Guðlaugar væri getið. Orðrétt segir í bréfi lög- mannsstofunnar: „Nú nýlega varð umbjóðandi minn þess vör að vorið 2014 lagði Vigdís Gígja Ingimund- ardóttir fram ritgerð til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands en heiti hennar er Ísland er svo ker- amískt – Leirlist Steinunnar Mar- teinsdóttur. Í ritgerðinni er svofelld færsla í heimildaskrá: Texti af sýn- ingu, unninn úr óbirtri grein eftir Hönnu Guðlaugu Guðmunds- dóttur…“ Harpa sú eina sem fékk textann „Textinn sem umbjóðandi minn lét safninu í té snemma árs nýtur verndar sem höfundarverk sam- kvæmt 1. mgr. höfundarlaga nr. 74/ 1972. Umbjóðandi minn hefur ekki afhent textann öðrum en yður fyrir hönd Hönnunarsafnsins. Með vísan til þessa fer umbjóðandi minn fram á að þér upplýsið hvort þér eða aðr- ir starfsmenn safnsins afhentuð höfundi BA-ritgerðarinnar texta umbjóðanda míns og hvaða heimild þér teljið liggja til grundvallar slíkri afhendingu.“ Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, vildi í gær ekkert segja um ofangreint bréf. Andri Árnason, hrl., fer með mál- ið fyrir Hönnunarsafnið. Hann sagði að erindinu yrði svarað, en ekki væri búið að því. Hönnunarsafn Íslands Listfræðingur sem vann fyrir Hönnunarsafnið kannar rétt sinn vegna nýtingar safnsins á höfundarréttindum hennar. Nýtur verndar sem höfundarverk Nýlega var gengið frá loka- uppgjöri milli ríkissjóðs og fjár- málafyrirtækja vegna höfuðstóls- leiðréttingar fasteignaveðlána. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Greiðslan var lokaáfangi í framkvæmd að- gerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðis- lána. Bent er á að við samþykkt leið- réttinganna var lánum umsækj- enda skipt í frumlán og leiðrétting- arlán. Greiðslubyrði lántakanda lækkaði strax við samþykkt um alla höfuðstólsleiðréttinguna en ríkið tók yfir greiðslu af leiðrétt- ingarláninu. Við lokauppgjör rík- issjóðs hverfur svokallaður leið- réttingarhluti lána af fasteigna- veðlánum. Greiðslan hefur þau áhrif að höfuðstóll 51 þúsund fast- eignaveðlána lækkar, skv. upplýs- ingum ráðuneytisins. Aðgerðir til lækkunar á skulda- vanda heimila voru bæði bein nið- urfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar heim- ild til nýtingar séreignarsparnaðar til að niðurgreiða húsnæðislán eða til að fjárfesta í húsnæði. Sú leið er enn opin og verður til ársins 2017. Lokauppgjör vegna höfuðstólsleiðréttingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.