Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 GOLF í vor Flugsæti til og frá ALICANTE Verð frá64.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v flug til og frá Alicante. 29.mars, 5.apríl og 12.apríl *Verð án Vildarpunkta 74.900 kr. Flogið með Icelandair Ein taska og golfsett innifalið í verði. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Heilsumiðstöðin/Sinnum, sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla, hefur sagt upp samningi sínum við Sjúkratrygg- ingar Íslands (SÍ) um gistingu og hótelþjónustu. Uppsagnafresturinn er þrír mánuðir og því verður dyrum hótelsins lokað 1. maí. Í uppsagnarbréfi sem Heilsumið- stöðin sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í gær kemur fram að það hryggi for- svarsmenn að starfsemin hafi orðið að bitbeini á milli opinberra aðila. Ekki í þágu sjúklinganna Vonast sé til að SÍ og Landspít- alinn í samvinnu við velferðarráðu- neyti finni lausnir til lengri tíma sem skapi sátt og gagnist sem best þeim mikla fjölda einstaklinga sem á þess- ari þjónustu þurfa að halda. „Maður er auðvitað sleginn yfir þessu og sannarlega er þetta ekki niðurstaða sem er í þágu sjúkling- anna eða sjúkratryggðra en um leið kemur þetta ekki á óvart miðað við það sem á undan er gengið,“ segir Steingrímur Ari um uppsögn samn- ingsins en hann sé ríkinu afar hag- stæður. „Ef tryggja á sambærilega þjónustu í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi þá verður það væntanlega ekki gert nema með hækkun fjár- veitingar,“ segir hann. Skiptar skoðanir eru á eðli og hlut- verki Sjúkrahótelsins sem nú starfar eftir samningi við SÍ en þar er starf- semin skilgreind. Kveður samning- urinn á um hótelgistingu og fullt fæði fyrir einstaklinga sem færir eru um athafnir daglegs lífs. Landspítalinn, sem ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarþjónustu á Sjúkra- hótelinu samkvæmt samningi við SÍ, gerir hins vegar aðrar kröfur. Hann vill að þar geti gist einstaklingar sem þurfi langtum meiri þjónustu en gert er ráð fyrir að veitt sé á Sjúkrahót- elinu. „Mér þótti það ómaklegt“ „Samkvæmt samningi á ekki að vísa einstaklingum á hótelið nema þeir séu færir um athafnir daglegs lífs en það er eitt af því sem komið hefur upp vegna erfiðleika í rekstri spítalans. Sjúklingar hafa verið sendir á hótelið sem ekki hafa átt þangað erindi og ekki eru færir um athafnir daglegs lífs,“ segir Stein- grímur Ari jafnframt. Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt Sjúkrahótelið fyrir að veita ekki þá þjónustu sem spítalinn hefur væntingar um. „En er í raun allt annað en okkur hefur verið ætlað að sinna samkvæmt samningum,“ segir í uppsagnarbréfinu. Steingrímur Ari segir að ekki hafi farið á milli mála að ágreiningur um útfærsluna á þjónustunni bitnaði á rekstraraðila hótelsins. „Mér þótti það ómaklegt.“ Stefnumörkun ríkisins óbreytt „Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að finna betri sam- starfsflöt með Landspítalanum, sem er sú stofnun sem einna mikilvægast er að við stígum í takti við,“ segir í uppsagnabréfinu en meiðandi yfir- lýsingar spítalans í fjölmiðlum um öryggi og aðbúnað gesta hafa ítrek- að komið forsvarsmönnum Heilsu- miðstöðvarinnar í opna skjöldu. „Óhjákvæmilega grafa þær undan þeirri þjónustu sem Sjúkrahótelinu er ætlað að veita.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði málið koma á óvart. „Þetta er eitthvað sem ráðu- neytið þarf að fara yfir með Land- spítalanum og Sjúkratryggingum Íslands.“ Stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar sé sú að sjúklingum sé tryggður aðgangur að þjónustu sem þessari og það hafi ekki breyst. Ekki náðist í forsvarsmenn Landspítalans við vinnslu fréttar- innar. Sjúkrahótelið í Ármúla segir upp  Heilsumiðstöðin segir upp samningi um sjúkrahótel við Sjúkratryggingar Íslands  Urðu að bitbeini milli stofnana  Landspítalinn gagnrýni hótelið ómaklega  „Sleginn yfir þessu,“ segir forstjóri SÍ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hún er mjög góð, miðað við okkar bú,“ segir Ólöf Samúelsdóttir, bóndi í Hvammi á Barðaströnd. Í fjósinu hjá henni og Valgeiri Jóhanni Dav- íðssyni stendur kýrin Milla sem er afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári. Milla skilaði 12.511 kg mjólkur í fyrra, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarfélag- anna. Er hún með örfáum kílóum meiri mjólk en metkýrin Urður á Hvanneyri sem í mörg ár hefur ver- ið með afurðamestu kúm landsins. Raunar voru fjórar kýr nokkuð jafn- ar á toppnum. „Það er ánægjulegt að heyra,“ sagði Ólöf þegar hún heyrði tíð- indin. Milla er fædd í ágúst 2005 og ætti því að vera komin á efri ár, af mjólk- urkú að vera. Hún skilaði 6.000 lítr- um á fyrsta mjaltaskeiðinu sem telst gott hjá kvígu og síðan hefur verið góð stígandi í afurðum. Hún bar sjötta kálfinum í nóvember 2014 og á mjaltaskeiðinu hefur hún mjólkað 13.842 lítra, samkvæmt tölvunni hjá Ólöfu. Í skýrsluhaldinu er miðað við almanaksárið. Hún fór oft í 50 lítra á dag, þótt meðaltalið sé lægra og enn skilar hún um 20 lítrum á dag. „Við ætlum að halda henni áfram. Milla hefur alla tíð verið hraust og aldrei neitt vesen með hana. Hún er ákaf- lega geðgóð,“ segir Ólöf. Í fjósinu er önnur kýr, efnileg. „Hún er að sýna svipaða takta og Milla. Hún var nærri dauð en við þrjóskuðumst við. Svo bar hún tví- burakálfum og hefur aldrei verið sprækari. Nú er hún að verðlauna okkur fyrir lífgjöfina,“ segir Ólöf. „Ég er skíthrædd. Það er víða ver- ið að byggja stór bú. Ef kvótinn verður felldur niður má reikna með að stóru búin geti framleitt ódýrara og litlu búin verði undir. Ég veit ekkert um framtíðina í búskapnum,“ segir bóndinn í Hvammi. »12 Aldrei neitt vesen með hana Ljósmynd/Ólöf Samúelsdóttir Metkýr Kýrin Milla í Hvammi er mikill gæðagripur. Hún er kolótt á lit, svört með rauð hár á hausi og aftur eftir hrygg.  Afurðahæsta kýr- in er á Barðaströnd Votviðrið verður áfram við völd um helgina. Rigning og skúrir blasa við ásamt allsnörpum vindi. Miklu úrhelli er spáð í fyrramálið og gott að gera viðeigandi ráðstafanir. Hettan þarf að vera áfram á úlpunni yfir húfunni því helgar- veðrið er allt annað en skemmtilegt. Morgunblaðið/Styrmir Kári Helgarveðrið allt annað en skemmtilegt Spáð er hvössu og blautu veðri um helgina víða um landið Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, hefur ákveðið að færa Aldísi Hilmarsdóttur, aðstoðaryfirlög- regluþjón og yfirmann fíkniefna- lögreglunnar, til í starfi. Þetta tilkynnti Sigríður Björk Aldísi í gær og jafnframt starfs- mönnum embættisins. Staðfestir hún jafnframt að Runólfur Þórhallsson, aðalvarð- stjóri í sérsveit lögreglustjóra, muni taka við embætti yfirmanns fíkniefnadeildar af Aldísi. Vísar Sigríður í lög um rétt- indi og skyldur starfsmanna rík- isins, spurð um ástæður flutn- ingsins, en þar segir að starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði. Sigríður færir Aldísi til í starfi Aldís Hilmarsdóttir Sigríður Björk Guðjónsdóttir  Runólfur tekur við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.