Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 11

Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 11
striga eða tré, með akrílmálningu og krítar. „Ég kýs akrílmálningu fram- yfir olíuna, aðallega vegna þess að hún er svo fljót að þorna. Þegar ég byrja að mála vil ég að hlut- irnir gerist hratt, ég hef ekki þol- inmæði til að bíða eftir að olía þorni. Ég vinn mikið í lögum, þannig að ég kemst ekki í næsta skref fyrr en lagið á undan er þornað.“ Stór stund í lífi stelpu Sylvía segir að í verkum henn- ar sé alltaf ákveðin fyrirmynd sem hún endurskapi með sínum hætti. „Ég ég byrja flest verk á Blönduð tækni Ein af nýlegum myndum eftir Sylvíu en hún kann því best að vinna á striga eða tré. Hollandi, Willem de Kooning Aca- demy. „Ég fékk alltaf þau skilaboð frá íslensku samfélagi að það væri ekki praktískt að fara út í myndlist, mér tækist aldrei að lifa á því, og fyrir vikið var ég alltaf svolítið hrædd við það. Þess vegna byrjaði ég á því að skrá mig í Art direction í skólanum í Hollandi. En ég er alin upp við að mér séu allir vegir færir og að ég eigi að elta draumana mína, svo ég var fljót að skipta yfir í deild sem heitir frjáls list, og þar fékk ég að prófa allskonar efnivið og aðferðir í myndlist. Þessi fjögur háskólaár voru æðislegur tími sem leið allt of hratt. Eftir það flutti ég til London og bjó þar í eitt ár. Síðan varð ég barnshafandi og flutti heim til Íslands til að eignast son minn og hef unnið við myndlistina all- ar götur síðan með einum eða öðrum hætti.“ Ekki þolinmæði til að bíða eftir að olían þorni Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að lifa af myndlistinni þegar hún útskrif- aðist árið 2007 frá háskólanum í Hollandi. „Þá var öldin önnur, í góð- ærinu. Ég fékk hringingar út til Hollands og Englands þar sem fólk bað mig um að mála verk fyrir sig. Ég tók við pönt- unum, málaði og sendi heim. En þetta breyttist eftir hrunið. Þó hefur þetta lifnað við undanfarið og ég sel ágæt- lega,“ segir Sylvía sem hefur haldið sig við blandaða tækni og finnst skemmtilegast að vinna á fundnu efni eða ljósmyndum sem ég finn þörf fyrir að mála og gera að mínum. Til dæmis þetta verk af þremur litlum stúlkum í upphlut,“ segir hún og bendir á risastórt verk á vegg hjá sér. „Ég vann þetta verk út frá ljós- mynd sem tekin var af mér þegar ég var fimm ára og var klædd í upphlut í fyrsta sinn. Myndin var tekin þegar ég fékk að afhenda Vigdísi forseta blómvönd þegar hún kom til Reyðar- fjarðar til að taka fyrstu skóflu- stunguna fyrir nýjan leikskóla.“ Annað verk eftir Sylvíu, af ung- um dreng sem miðar með skamm- byssu, geymir einnig sögu frá bernskubænum. „Þetta verk er hluti af seríu sem ég gerði fyrir einkasýningu sem ég hélt á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði árið 2013, en þá vann ég út frá ljósmyndum frá stríðsárunum,“ segir Sylvía og bætir við að hún vilji samt helst ekki segja fólki söguna á bak við mál- verkin sín, hún vill að fólk nálgist þau og upplifi á eig- in forsendum. Sjö góðir mánuðir í vinnu á Írlandi Sylvía er með vinnu- stofu á Laugavegi 33 ásamt Hugleiki Dagssyni, Erni Trönsberg og fleiri listamönnum sem selja þar verkin sín undir hattinum Gallerí Gallera. „Ég stjórna mínum vinnutíma sjálf þegar ég er að mála og ég kann því vel. Undanfarin ár hef ég einnig verið að vinna við búninga í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en það ævintýri byrjaði þegar þriðja serían í Game of Thrones var tekin hér á landi. Yfirmaður „Break- down“ búningadeildar þáttanna, Nina Ayres, vildi ráða með sér listamann til verksins og ég gekk inn í það með glöðu geði. Að veðra niður búninga gengur út á að láta nýja búninga líta út fyrir að vera gamla, frosna, skítuga eða í öðru ástandi sem handritið krefst. Þetta hefur verið mjög spennandi og skemmtilegt, í raun nýtt ferðalag fyrir mig í lífinu, því þessi kona bauð mér að vinna áfram með sér á Ír- landi í framhaldinu, við tökur á næsta seríu þáttanna. Ég var þar í sjö mánuði og það var rosalega gam- an og mikill skóli fyrir mig. Búning- arnir eru í tugatali fyrir svona stóra seríu. Nina Ayres er annar örlaga- valdur í mínu lífi, því hún gaf mér tækifæri sem hefur nýst mér allar götur síðan og skapað mér ný verk- efni í lífinu.“ Sylvía hefur unnið að ótal fleiri skemmtilegum verkefnum í bún- ingagerð og hún kemur til með að vinna við aðra seríuna af þáttunum Fortitude, sem einmitt eru teknir upp á Reyðarfirði í hennar gömlu heimabyggð og íslenskir sjónvarps- áhorfendur kannast vel við. Einnig gerði hún búningana fyrir síðasta áramótaskaup. Ástarskriðdrekinn bleiki Sylvía segir að vinnan við kvik- myndirnar gefi skemmtilegt jafn- vægi á móti einyrkjanum við trön- urnar. „Ég er mikil félagsvera og ég nýt þess að vinna með öllu þessu fólki í törnum, því það getur stund- um verið einmanalegt að vera dög- um saman einn með striganum. Ég kann því vel að vera í löngum úti- legum, þetta er eins og að fara á sjó. Ég þekki þetta lífsmunstur, pabbi minn er sjómaður. Allir vita að ef maður hefur un- un af því sem maður er að gera, þá eru hlutirnir í réttu flæði. Ég er löngu hætt að mála eitthvað til að þóknast öðrum eða sem ég held að seljist, því þá stoppar allt flæði. Að mála er ákveðin þerapía. Það gerist eitthvað í ferlinu á meðan ég er að mála, og verkin verða hluti af mér. Mér þykir svo vænt um verkin mín að ég tími ekki alltaf að láta þau frá mér. Ég gæti verið búin að selja myndina af stúlkunum þremur í upphlutnum margsinnis, ég hef fengið mörg tilboð í hana. En mér þykir vænt um hana og ég held fast í hana. Ég hef ekki enn fengið rétta verðið.“ En hvaðan kemur nafngiftin Lovetank? „Þegar ég var í náminu úti í Hollandi gerði ég portrettmyndir af stríðsfórnarlömbum og einnig stóra kolateikningu af skriðdreka. Í fram- haldi af því bjó ég til bleikan frjálsan ástarskriðdreka, sem ég skírði Lovetank, og það festist við mig. Mér þykir vænt um það.“ Vefsíða Sylvíu: www.lovetank.is Verk Sylvíu eru seld í Gallerí List, ýmist sem orginalar eða prent. Ég er löngu hætt að mála eitt- hvað til að þókn- ast öðrum eða sem ég held að seljist. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA: www.sa.is Fimmtudaginn 28. janúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-12.00 Menntadagur atvinnulífsins 8.30 Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður SA. Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor. Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE. Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas. Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin. 10.00 Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi. 10.30 Menntastofur samtaka í atvinnulífinu. SAF, SFS, SFF, SI og SVÞ ræða brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.