Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Húsvörður
Húsfélagið að Kirkjusandi 1-3 og 5, 105
Reykjavík, vill ráða húsvörð í fullt starf
Ráðningartími miðast við 1. maí 2016.
Undir húsfélagið falla 53 íbúðir í þremur
sjálfstæðum húsum, nokkur sameiginleg
rými, bílgeymsla í bílakjallara fyrir 57 bíla
auk bílastæða á allstórri, vel gróinni lóð.
Verkefni húsvarðar eru meðal annars:
Almenn umhirða og umsjón húsa,
bílgeymslu, bílastæða og lóðar.
Umsjón með sorpgeymslum.
Þrif á allri sameign.
Minni háttar viðhald og endurbætur og
umsjón og eftirlit með stærri
viðhaldsframkvæmdum.
Gert er ráð fyrir að kalla megi húsvörð til
þegar nauðsyn krefur utan hefðbundins
vinnutíma. Jafnframt að húsvörður eigi
bifreið til afnota fyrir húsfélagið samkvæmt
samkomulagi.
Hæfniskröfur:
Hafa hreint sakarvottorð.
Hafa frumkvæði til að takast á við úrbætur.
Hafa gott auga fyrir því sem betur má fara,
vera laghentur og útsjónarsamur.
Hafa þjónustulund, sé jákvæður að eðlis-
fari og góður í mannlegum samskiptum.
Húsvarðaríbúð stendur til boða samkvæmt
nánara samkomulagi.
Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá og
meðmælum berist til:
Húsfélagið Kirkjusandi 1-3-5, Kirkju-
sandi 3, 105 Reykjavík eða á netfangið:
gudmundurbj@simnet.is
Umsóknarfrestur er til og með
10. febrúar 2016.
GT óskar eftir vönum
gröfumönnum strax
Mikil vinna framundan v. góðrar verkefna-
stöðu. Áhugasamir sendi inn umsókn með
ferilskrá og sakarvottorð þarf að fylgja, á
atvinna@gtv.is
----------------------------------------------
Alhliða Pípulagnir sf óska eftir að ráða vana
pípulagnamenn í vinnu.
Nánari upplýsingar gefur Snorri í síma 5667001
á skrifstofutíma.
Áhugasamir geta líka sent tölvupóst með upplýsingum
á netfangið pipulagnir@alhlida.is
Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði er heitið.
---------------------------------------------
ALHLIÐA PÍPULAGNIR SF
Pípulagningamenn óskast
SÖLUMAÐUR MAZDA
Öflugur sölumaður óskast í söludeild
Brimborgar fyrir nýja og notaða Mazda bíla.
Kynntu þér starfið nánar og sæktu um í dag á www.brimborg.is
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2016
Ritari – bókhald
– reikningagerð o.fl.
Hefur þú áhuga á ca hálfs dags ritara- og
bókhaldsstarfi hjá lítilli verkfræðistofu ?
Við leitum að starfsmanni til ofangreindra
starfa og annarra tilfallandi starfa.
Starfið krefst kunnáttu í bókfærslu, reikn-
ingshaldi og tölvukunnáttu og reynslu á
þeim sviðum. Þekking á markaðsmálum og
byggingarmálum kostur og áhugi á að læra
um þau málefni.
Starfið krefst sjálfstæðis, frumkvæðis og
lipurðar starfsmanns. Mikið lagt upp úr
jákvæðum samskiptum.
Ekki sækja um starfið nema þú sért að leita
þér að framtíðarstarfi.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig sendu okkur þá
upplýsingar á póstfangið:
hannarr@hannarr.com. Upplýsingar ekki
gefnar í síma.
Við gætum þess trúnaðar sem þú óskar eftir.