Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
✝ Sigríður Pét-ursdóttir
fæddist í Reykja-
vík 3. október
1934. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 13.
janúar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Pét-
ur Jóhannsson, f.
18. desember 1900,
d. 22. desember
1985, og Margrét Guðlaugs-
dóttir, f. 6. maí 1901, d. 18.
nóvember 1976.
Hún gekk að eiga eftirlifandi
eiginmann sinn, Kjartan
Georgsson, hinn 29. janúar
1959 og sama ár hófu þau bú-
skap á Ólafsvöllum í Skeiða-
hreppi. Þau áttu þrjú börn:
Pétur, Margréti og Georg.
Samhliða búskapn-
um starfaði Sigríð-
ur sem kennari,
rak ullarútflutn-
ingsfyrirtækið
Röskvu og starfaði
sem leið-
sögumaður. Sigríð-
ur starfaði öt-
ullega að ýmsum
félagsmálum og
var einn af stofn-
endum Hunda-
ræktarfélags Íslands, hún var
formaður þess í mörg ár. Sig-
ríður var fyrsti hundadómari
okkar Íslendinga og hlaut hina
íslensku fálkaorðu fyrir starf
sitt að verndun íslenska fjár-
hundsins.
Útför Sigríðar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 23. jan-
úar 2016, klukkan 14.
Sigríður leit á mig eitt sinn
kankvís á svip og sagði að hún
hefði sagt lækninum sínum að
hann yrði að lækna hana því það
væri bara til eitt eintak af henni.
Og þar hafði hún sannarlega
rétt fyrir sér.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst þessari stórkostlegu
konu – henni Sigríði Pétursdótt-
ur. Maður kynnist jú bara einni
Sigríði Pétursdóttir á lífsleið-
inni: Bóndanum, kennaranum,
útflytjandanum, leiðsögumann-
inum, ræktandanum og dómar-
anum svo að eitthvað sé talið.
Sigríður var bæði höfðingi og
heimsborgari. Hún talaði mörg
tungumál sem nýttist henni vel
þegar hún fór til Englands til að
læra að verða hundadómari. Sig-
ríður var fyrsti Íslendingurinn
sem hóf slíkt nám og var þar
langt á undan sinni samtíð eins
og í svo mörgu sem hún tók sér
fyrir hendur.
Það varð mikil breyting á lífi
Sigríðar eftir að þau Kjartan
fluttu á Ólafsvelli og hófu bú-
skap. Íslenskur fjárhundur vakti
athygli hennar og Sigríður sagði
það hafa verið ást við fyrstu sýn.
Sigríður og Kjartan leituðu að
íslenskum fjárhundi og með að-
stoð Páls A. Pálssonar yfirdýra-
læknis fengu þau hjónin ekki
einungis einn hund heldur hvatti
Páll þau til að taka við fleiri
hundum og hefja ræktun ís-
lenska fjárhundakynsins á Ólafs-
völlum. Næsta skref Sigríðar
var að fara til Englands þar sem
hún hóf dómaranám og kynnti
sér vel ræktunarstörf.
Sigríður Pétursdóttir stofnaði
ásamt fleirum Hundaræktar-
félag Íslands árið 1969. Mark-
mið félagsins var verndun og
ræktun íslenska fjárhundakyns-
ins – það sem Sigríður gerði að
lífsstarfi sínu.
Ást Sigríðar á íslenska fjár-
hundinum var fölskvalaus og
hélst alla ævi. Einu sinni sem
oftar vorum við að spjalla um
kynið og þá sagði hún:
„Fyrir mér er íslenski hund-
urinn það allra fallegasta, sama
hvort hann er snöggur eða loð-
inn, bara að hann sé rétt skap-
aður með gott lundarfar. Það er
það sem þarf að líta á með öll
hundakyn, ekki bara að hund-
urinn sé rétt skapaður, hann
þarf líka að hafa þá eiginleika
sem hann er ræktaður til.
Íslenski hundurinn sýnir svo
mikil elskulegheit og skilning,
skapgerðin hefur svo mikið að
segja. Íslenski hundurinn er
draumur hvers manns.“
Sigríður hlaut margvíslegar
viðurkenningar fyrir ræktunar-
störf sín. Árið 2008 veitti forseti
Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, Sigríði riddarakross
fyrir störf að ræktun íslenska
fjárhundsins.
Árið 2004 var Sigríður heiðr-
uð með gullmerki Hundarækt-
arfélags Íslands og nýlega var
hún heiðruð af Islandsk Fåre-
hundeklub í Danmörku.
Stærsti heiðurinn hlýtur samt
að vera sjálft ræktunarstarf Sig-
ríðar. Myndarlegur stofn ís-
lenskra fjárhunda í dag sem
telst ekki lengur vera í útrým-
ingarhættu. Hundurinn sem lifði
af með þjóðinni í gegnum allar
hörmungar sem dundu yfir fyrr
á öldum. Að hafa tekið þátt í því
að bjarga íslenska fjárhundinum
frá útrýmingu er minnismerki
Sigríðar Pétursdóttur.
Eftir tæplega 50 ára rækt-
unarstarf er fólk á götunni enn
að spyrja um hana konuna aust-
ur á Skeiðum, verndara íslenska
fjárhundsins.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Þórhildur Bjartmarz.
Mín kæra Sigga, alla þessa
viku hef ég hreinlega ekki mót-
tekið að þú sért komin til æðra
valdsins. Það verður skrítið að
koma til Íslands næst vitandi að
ég geti ekki hitt þig, mætt stolt-
inu og ég mun sakna þess.
Minning þín mun að eilífu lifa í
brjósti mínu og allur sá fróð-
leikur sem þú deildir með mér,
hann mun ég varðveita og gefa
áfram.
Þú kenndir mér svo margt og
þá á ég ekki bara við um hunda,
heldur um lífið sjálft. Ég gleymi
því aldrei, ég var 18 ára og leið
eitthvað kjánalega, við töluðum
lengi saman heima á Ólafsvöll-
um og svo sagðir þú við mig:
„Þú ert klár strákur og þess
vegna veit ég að þú munt finna
þínar eigin leiðir að þínum
draumum.“ Þú hafðir einstakt
lag á mér, fékkst mig alltaf til að
líða betur og finna þessa innri
trú á sjálfum mér sem við töpum
stundum. Þú ert án efa ein stór-
kostlegasta kona sem ég mun fá
færi á að kynnast og ég á þér
svo margt að þakka.
Þú hefur alltaf verið mér og
mínum svo einstök og nálæg.
Mér þykir innilega vænt um að
þú verðir jarðsungin frá Skál-
holtskirkju og ég veit að sú at-
höfn verður falleg og tignarleg.
Ég sendi sannar samúðar-
kveðjur til Kjartans, Péturs,
Georgs, Mette og stelpnanna,
Möggu og fjölskyldu.
Sigurður Edgar Andersen.
Mín elskuleg, ég hef kvatt þig
og þú mig að sinni. Við erum
lánsamar að hafa getað það.
Þessi jól voru eins falleg, sem og
nýárssólin. Við höfðum þig með
okkur og þú veittir styrk þinn.
Sigríður var ein sterkasta
persóna í lífi mínu og seinna í lífi
barna minna. Hún deildi ríku-
lega.
„Meira en þig nokkru sinni
grunar,“ sagði hún oft við mig í
glettni og hló fínlega. Ég veit að
við erum mörg sem finnum
sannleiksgildi þessara orða
hversdagsins er við minnumst
hennar nú.
Sigríður var ekki hefðbundin
kona, hún var stolt og kraftmikil
athafnakona sem hafði nóg á
sinni könnu. Hún var líka
hundakona sem tók að sér
vandasamt verkefni fyrir þjóð-
ina.
Með hennar vinnuframlagi
hefst skráð ræktunarsaga ís-
lenska hundsins heima á Ólafs-
völlum árið 1965 og gladdi það
mig mjög þegar Sigríður fékk
viðurkenningu fyrir ræktunar-
störf sín í þágu íslenska fjár-
hundsins á Bessastöðum árið
2008.
Nú á síðari árum gaf hún ekki
eftir hvað sem á henni mæddi,
heldur kallaði eftir stuðningi út-
valdra ástvina. Sönn í sinni bar-
áttu, sjálfstæð og vel við völd.
Ég var ekki gömul þegar hún
sagði mér margt um mína hæfi-
leika, ég skildi það ekki þá en
það varð til þess að við urðum
afar kærar.
Það er mikið frelsi að eiga að
þá persónu sem skilur, styður og
deilir af ást og virðingu, og
áhuga.
Það dýrmæta samband áttum
við Sigríður öll árin og ég tók
hana mér til fyrirmyndar. Hún
var kennari minn og vinur og
ófá voru símtölin og heimsókn-
irnar áður en mikilvægar
ákvarðanir voru teknar. Ég á
enn eftir að bera margt undir
Sigríði og á ég henni svo ótal
margt að þakka.
Guð blessi og styrki Kjartan
þinn og stórfjölskylduna alla.
Stefanía Sigurðardóttir.
Íslenski fjárhundurinn er
þjóðarhundur okkar Íslendinga,
eina íslenska hundakynið og
stöndum við í mikilli þakkar-
skuld við Sigríði Pétursdóttur á
Ólafsvöllum fyrir hennar þátt í
varðveislu kynsins.
Um miðja síðustu öld var ís-
lenski fjárhundurinn nánast út-
dauður, einungis örfáir einkenn-
asterkir hundar voru eftir í
landinu og staða kynsins fremur
dapurleg. Sigríður fékk sína
fyrstu íslensku fjárhunda árið
1965 í gegnum Pál A. Pálsson
yfirdýralækni og hóf brautryðj-
endastarf til björgunar kynsins.
Ræktunarstofninn var mjög
lítill í upphafi og leitaði Sigríður
þekkingar út fyrir landsteinana
um ræktun svo lítils stofns.
Hún setti sig í samband við
Sir Mark Watson, enskan að-
alsmann og Íslandsvin, sem að-
stoðaði hana og ferðaðist Sigríð-
ur til Englands á árunum 1965
og 1966 gagngert í þeim tilgangi
að fræðast um hundarækt.
Á þessum árum var innflutn-
ingur hunda til landsins bann-
aður en Sigríður fékk sérstaka
undanþágu til innflutnings
tveggja íslenskra hvolpa frá
Watson.
Þarna var Sigríður komin
með grunn að ræktunarstofni og
hóf skipulega ræktun til bjargar
íslenska fjárhundinum, starf
sem hún átti eftir að leiða næstu
áratugina af hugsjón og krafti.
Brautryðjendastarf Sigríðar bar
árangur og tókst henni ásamt
örfáum öðrum ræktendum að
bjarga íslenska fjárhundinum.
Sigríður var ein af upphafs-
mönnum Hundaræktarfélags Ís-
lands sem stofnað var árið 1969
og sat í fyrstu stjórn félagsins.
Hún vann að ræktunarmark-
miði íslenska hundsins og átti
sæti í fyrstu stjórn deildar ís-
lenska fjárhundsins en deildin
var stofnuð árið 1979. Sigríður
var fyrsti íslenski alþjóðlegi
hundadómarinn og var eftirsótt
sem slíkur bæði sem dómari á
íslenska fjárhundinn og fjölda
annarra tegunda.
Forseti Íslands sæmdi Sigríði
heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu árið 2008 fyrir störf að
ræktun íslenska fjárhundsins.
Hún vann alla tíð ötullega að því
að kynna íslenska hundinn og
félagið út á við og í dag á ís-
lenski fjárhundurinn vinsældum
að fagna víða um heim.
Árlega eru ættbókfærðir um
og yfir 100 íslenskir hvolpar hér
á landi og margföld sú tala er
skráð erlendis.
Í dag er vandfundinn sá ís-
lenski fjárhundur, hvar sem er í
heiminum, sem ekki á ættir að
rekja til ræktunar Sigríðar á
Ólafsvöllum. Allir sem hafa
kynnt sér sögu íslenska fjár-
hundsins þekkja nafn Sigríðar
enda væri kynið ekki hér í dag
ef ekki væri fyrir hennar mikla
starf.
Kæra fjölskylda. Innilegar
samúðarkveðjur, minningin lifir
og nafn Sigríðar mun ávallt
verða samofið sögu þjóðar-
hundsins okkar.
Fyrir hönd stjórnar deildar
íslenska fjárhundsins,
Margrét Bára
Magnúsdóttir,
Þorsteinn Thorsteinson.
Í dag kveðjum við heiðurs-
félaga HRFÍ, Sigríði Péturs-
dóttur frá Ólafsvöllum. Það er
mikill missir fyrir okkur að
hennar skuli ekki njóta við leng-
ur, en efst er okkur í huga þakk-
læti fyrir það brautryðjenda-
starf sem hún vann í þágu
íslenska þjóðarhundsins og
hundaræktar á Íslandi.
Sigríður tók ástfóstri við ís-
lenska fjárhundinn og átti stór-
an þátt í að bjarga kyninu, en
það var nærri útdautt á fyrri
hluta síðustu aldar.
Að áeggjan Sir Mark Watson
fór Sigríður þrjár ferðir til Eng-
lands á árunum 1965-1967 þar
sem hún kynnti sér allt sem við-
kom hundaræktun undir hand-
leiðslu enska hundaræktar-
félagsins, The English Kennel
Club. Árið 1967 hóf hún síðan, í
samvinnu við Pál A. Pálsson,
yfirdýralækni á Keldum, mark-
vissa ræktun á íslenska fjár-
hundinum. Áralangt hugsjóna-
starf Sigríðar bar góðan ávöxt,
en í dag eigum við sterkan og
heilbrigðan stofn íslenskra fjár-
hunda.
Eftir kynni Sigríðar Péturs-
dóttur af enska hundaræktar-
félaginu vaknaði áhugi hennar á
stofnun hundaræktarfélags á Ís-
landi.
Hafði hún forgöngu að því að
félagið okkar, Hundaræktar-
félag Íslands, var stofnað árið
1969, með það helsta markmið
að vernda og rækta íslenska
fjárhundinn. Hún lagði engu að
síður mikla áherslu á að þetta
væri félag sem legði rækt við
hunda, félag fyrir alla hundaeig-
endur.
Sigríður átti þátt í að félagið
hélt sína fyrstu hundasýningu í
Eden í Hveragerði árið 1973.
Sýningin vakti mikla athygli, að-
sókn var mikil og færri komust
að en vildu. Það var Sigríði mik-
ilvægt að sýna almenningi hund-
inn í jákvæðu ljósi.
Fljótlega eftir að Sigríður tók
við formennsku í HRFÍ, setti
hún sig í samband við formenn
hundaræktarfélaga annarra
Norðurlanda sem tóku félagið
undir sinn verndarvæng. Árið
1979 óskaði félagið eftir inn-
göngu í FCI, Alþjóðasamtök
hundaræktarfélaga og var Sig-
ríði boðið á þing samtakanna þar
sem félaginu var boðin aukaaðild
sem og aðild að Norrænum sam-
tökum hundaræktarfélaga,
NKU.
Eftir að Sigríður lét af for-
mennsku, hóf hún sýningadóm-
aranám.
Hún varð fyrsti dómari fé-
lagsins, dæmdi víða um Evrópu
og hafði undir lokin rétt til að
dæma vel yfir fimmtíu hunda-
kyn úr fjórum tegundahópum.
Sem ræktandi var Sigríður að
sjálfsögðu þekktust fyrir árang-
ur sinn með íslenska fjárhund-
inn, en á síðari árum tók hún
einnig miklu ástfóstri við
Schnauzer hunda og ræktaði þá
í mörg ár með góðum árangri.
Á árinu 2004 var Sigríður
heiðruð með gullmerki Hunda-
ræktarfélagsins og árið 2008
sæmdi Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, Sigríði heið-
ursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir störf að ræktun ís-
lenska fjárhundsins.
Allt fram á hinsta dag var ís-
lenski fjárhundurinn Sigríði
hjartkær og eftir henni er haft
að þjóðarhundurinn okkar sé lif-
andi listaverk sem okkur beri að
varðveita.
Fyrir hönd Hundaræktar-
félags Íslands þakka ég Sigríði
Pétursdóttur frá Ólafsvöllum
merkilegt ævistarf við verndun
íslenska fjárhundsins og framlag
hennar til uppbyggingarstarf-
semi félagsins.
Eftirlifandi eiginmanni, börn-
um og öðrum aðstandendum
vottum við samúð okkar.
Fyrir hönd stjórnar HRFÍ,
Herdís Hallmarsdóttir.
Sigríður
Pétursdóttir
✝ Arnar BjarkiJónsson fædd-
ist 21. júní 2015 í
Neskaupstað.
Hann lést á Barna-
spítala Hringsins
31. desember
2015.
Foreldrar Arn-
ars Bjarka eru Jón
Kristinn Auð-
bergsson, f. 26.
september 1968,
og Helga Sturludóttir, f. 2.
mars 1977. Systkini Arnars
Bjarka eru Auðbergur, f. 26.
nóvember 2000,
Siguróli, f. 27.
mars 2003, og
Þuríður Björk, f.
13. mars 2013.
Systir Arnars
Bjarka samfeðra
er Dagbjört Katr-
ín, f. 19. júní 1993,
unnusti hennar er
Erlingur Við-
arsson.
Útför Arnars
Bjarka fer fram frá Egilsstaða-
kirkju í dag, 23. janúar 2016,
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku litli mömmudrengur-
inn. Núna er hann farinn,
stundum trúi ég því ekki.
Eina stund er eins og það sé
farg á brjóstinu á mér og mér
verður þungt um andardrátt,
aðra finnst mér ég algerlega
tóm að innan.
Ósk um að fá einn dag enn,
að hafa hann í fanginu einu
sinni enn, einn koss enn, fá einu
sinni enn að knúsa hann í hálsa-
kotið og heyra hann hlæja og
skríkja. Sjá fallega brosið hans
ljóma af honum. Ekkert getur
lýst því hvað ég sakna hans
mikið.
Hann fór ekki einn, hluti af
mér fór með honum. Þótt ég sé
þakklát fyrir tímann sem við
fengum með honum var ég ekki
tilbúin að kveðja, sennilega er
maður það aldrei, en lífið hans
gaf minningar sem munu lifa
með okkur og eru svo dýrmæt-
ar.
Ég verð að trúa því að þeir
sem ég unni og eru farnir hafi
tekið á móti honum og geymi
hann í faðmi sér þar til við hitt-
umst á ný, þá tekur enginn
hann frá mér, aldrei.
Elsku Arnar Bjarki minn, nú
ertu kominn í Sumarlandið, þar
sem allt er gott og fallegt og
ekkert getur meitt þig, litli eng-
illinn minn.
Þú ert það fallegasta sem ég
geymi í hjarta mínu.
Drauma þína, drengur minn,
djúpt í hjarta geymi.
Alltaf mamma angann sinn
elskar mest í heimi.
(Eivör Pálsdóttir og
Hallveig Torlacius)
Þín
mamma.
Elsku litli Arnar Bjarki, þú
komst í þennan heim þegar sól
var hæst á lofti og kvaddir þeg-
ar myrkrið var sem mest.
Fljótlega eftir fæðingu kom í
ljós að þú varst ekki heill heilsu,
þá hófst mikil og sársaukafull
barátta þín og foreldra þinna.
Þau voru hjá þér öllum stund-
um, annað þeirra eða bæði.
Aldrei var sleppt úr degi.
Betri foreldra hefðir þú ekki
getað fengið.
Einu sinni heyrði ég mömmu
þína segja við þig er hún var að
sinna þér og brostir og hjalaðir
og dökku augun þín glömpuðu:
„Það er svo skrítið að þú skulir
vera svona sterkur, elskan mín,
eins og þú ert mikið veikur.“
Þetta fannst okkur afa þínum
líka.
Elsku Arnar Bjarki, ég veit
að nú líður þér vel. Við afi þinn
biðjum guð að geyma þig.
Elsku Nonni, Helga, Dag-
björt, Auðbergur, Siguróli og
Þuríður, guð styrki ykkur í
sorginni.
Katrín amma.
Í dag kveðjum við yndislega
drenginn Arnar Bjarka. Hetju
sem barðist allt sitt líf og
kenndi okkur öllum svo margt.
Elsku Arnar Bjarki, það var
dásamlegt að fá að kynnast þér
og munt þú alltaf eiga stóran
stað í hjarta okkar.
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Elsku Jón, Helga, Dagbjört,
Auðbergur, Siguróli og Þuríður,
ykkar missir er mikill og megi
Guð og allar góðar vættir veita
ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Bjarki og
Sunna María.
Arnar Bjarki
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta,
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við gleymum þér aldrei.
Með hjartans kveðjum,
Auðbergur, Siguróli
og Þuríður Björk.