Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Útsalan 50-70% afsláttur Nýtt kortatímabil Opið 10-16 í dag í fullum gangi 40%afsláttur Vandaðir leðurskór Verð 29.980 Útsöluverð 17.988 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn • Fyrirtæki í framleiðslu úr ryðfríu stáli fyrir sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar. Stöðug velta 170 mkr. og góð afkoma. • Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti. • 37 herbergja, 3ja stjörnu gott hótel á Snæfellsnesi. Góð nýting og opið árið um kring. Ársvelta 200 mkr. Fyrir liggur hönnun á viðbyggingu sem stækkar hótelið um allt að 20 herbergi. • Fyrirtæki á SV-horninu í framleiðslu og sölu á harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. • Leiðandi fyrirtæki með legsteina. Ársvelta um 140 mkr. Mjög góð afkoma. • Lítið hótel og veitingastaður í sérlega fallegu og sögufrægu, uppgerðu húsi í Bolungarvík. Húsið og starfsemin í því er til sölu. Tripadvisor gefur 4,5 stjörnur. • Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð afkoma. • Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um 100 mkr. Góð afkoma. • Sérhæft ferðaþjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Velta 85 mkr. EBITDA um 15 mkr. • Rekstur á nýju og glæsilegu 28 herbergja hóteli í fallegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið verður afhent tilbúið á vormánuðum 2016. • Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma. • Rótgróin rafvöruverslun í Reykjavík. Velta 80 mkr. og afkoman góð. • Gróðrarstöð staðsett á Suðurlandi í nálægð við höfuðborgina. Fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaði. Velta er nokkuð jöfn allt árið, um 130 mkr. og EBITDA um 25 mkr. • Fasteignafélag með 27 nýjar stúdíóíbúðir í langtímaleigu. Góðar og stöðugar tekjur. Hagstætt verð. • Innflutningur og smásala í tveimur verslunum á heimsþekktu vörumerki í fatnaði fyrir börn og konur. Viðkomandi er með sérleyfi á Íslandi. Velta 150 mkr. • Einn vinsælasti veitingastaðurinn í miðbæ Reykjavíkur. Mjög góður hagnaður. Góð kaup fyrir rétta aðila. • Stórt og rótgróið fyrirtæki með úrval tækja fyrir útgerðir. Ársvelta yfir 500 mkr. Mörg mjög góð umboð. • Einstök verslun með úrval af smávöru. Velta um 100 mkr. og góð afkoma með EBITDA hlutfall um 20%. Góðir vaxtarmöguleikar innanlands og jafnvel erlendis fyrir dugmikinn aðila. • Mjög vinsæll skyndibitastaður í miklum og jöfnum vexti. H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is ENN MEIRI AFSLÁTTUR Á ÚTSÖLU 40-60% GÆÐA DÖMUFATNAÐUR FRÁ GERRYWEBER – TAIFUN – BETTY Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is Fjárlaganefnd hefur boðað for- svarsmenn Bankasýslu ríkisins á opinn fund á miðvikudagsmorg- uninn til að fara yfir sölu á eign- arhlutum bankanna í ýmsum fyrir- tækjum án útboðs. Í bréfi sem nefndin sendi til forstjóra banka- sýslunnar er óskað eftir að hann upplýsi hvernig eigendastefnu rík- isins í bönkunum sé framfylgt með þessu. Þá segir einnig að frá því að bankarnir komust í hendurnar á ríkinu hafi reglulega borist fréttir af eignum sem hafi verið seldar án opins útboðs. Meðal annars eru nefndar sölurnar á Húsasmiðj- unni, EJS, Plastprenti, Icelandic, Skýrr, HugAX, Vodafone, Síman- um og núna síðast hlut í Borgun. Undir bréfið rita Vigdís Hauks- dóttir og Guðlaugur Þór Þórð- arson, en óskað er eftir því að stofnunin skýri hvernig hún hygg- ist ná fram markmiðum eig- endastefnunnar og hvernig það verði gert í nánustu framtíð. Þá verði óskað upplýsinga um hvort gerðar hafi verið athugasemdir við verklag fjármálafyrirtækja sem ríkið á hlut í vegna sölu eigna eða annarrar starfsemi. „Nú liggur fyrir að enn stærri hluti bankakerfisins verður í höndum ríkisins. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mikil- vægi þess að traust ríki á fjár- málamarkaði og ekki síst þegar um er að ræða sölu á eignum og eignarhlutum í stærri fyrirtækjum og fjármálastofnunum,“ segir í lok bréfsins. Eignir seldar of oft án útboðs  Fjárlaganefnd boðar Bankasýslu ríkisins á fund Guðlaugur Þór Þórðarson Vigdís Hauksdóttir Verkfall sex flugvirkja hjá Sam- göngustofu er ekki útspil vegna kröfu um hærri laun heldur ein- ungis um að gerður verði við þá kjarasamningur. Þetta er ítrekað í fréttatilkynn- ingu frá Flugvirkjafélagi Íslands. Þannig hafi ríkið neitað að gera slíkan kjarasamning í 26 ár þrátt fyrir að Félagsdómur hafi fyrir nær þremur árum dæmt ríkið til þess. „Þessi vinnustöðvun er þeirra síðasta útspil til að þvinga fram jafn sjálfsagðan hlut og rétt launafólks til að hafa kjarasamning um kjör sín og laun,“ segir í tilkynningunni. Bent er á að verkfallið, sem hófst 11. janúar, hafi þegar valdið veru- legum vandræðum með tilheyrandi kostnaði fyrir flugrekendur sem þurfi á þjónustu þeirra að halda. Morgunblaðið/Þorkell Krafa Vinnustöðvun flugvirkja er til að knýja á um gerð kjarasamnings við ríkið. Flugvirkjar vilja að- eins kjarasamning en ekki hærri laun Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar starfshóp sem fara á yfir lög um framkvæmd al- þjóðlegra þving- unaraðgerða og mat á þátttöku Ís- lands í þeim. Hópnum er ætlað að fara yfir það ferli sem viðhaft er við slíkt mat og skoða sérstaklega hvernig staðið var að málum í helstu nágrannaríkjum Íslands. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en á undan- förnum árum hefur þvingunar- aðgerðum verið beitt í auknum mæli. Tveir fulltrúar verða skipaðir í hópinn af utanríkisráðherra án til- nefningar og skal annar þeirra vera formaður. Aðrir fulltrúar verða skip- aðir eftir tilnefningu forsætisráð- herra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Verður hópnum falið að hafa sam- ráð við þá aðila sem geta átt hags- muna að gæta af framkvæmd þving- unaraðgerða ásamt sérstöku samráði við utanríkismálanefnd Al- þingis. Skoða lög um fram- kvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.