Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 52

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 • Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 • Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 • alnabaer.is Opið: virka daga 10-18 GLUGGATJÖLD – mi kið úrval 40 ára Renndu við og fáðu lánaðar gardínu- lengjur heim til að auðvelda valið Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur mjög ákveðnar skoðanir á viðkvæmu vandamáli. Stattu fast á þínu, pressan mun hverfa eftir fáeina daga. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú býrð þig undir það versta, sem ger- ir að verkum að þú munt ekki upplifa það. Taktu við stjórnartaumunum, þig langar alls ekkert til þess að láta aðra leiða þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur reynst heilladrjúgt að eiga trúnaðarvin. Langtímaáætlanir á ein- hverjum þessara sviða líta vel út. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt það sé í góðu lagi að hafa mikið að gera, þarftu að gæta þess að fá tíma fyrir þig. Gerðu nú viðeigandi ráðstafanir svo þú komist hjá því að lenda í slíkum aðstæðum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft á öllum þínum hugarstyrk að halda í dag. Láttu þessa góðvild þína ekki verða á þinn eigin kostnað. Hlutirnir eru þér hliðhollir og því skaltu nýta tækifærið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einbeittu þér að fjölskyldumeðlimi í dag, hugsanlega öðru hvoru foreldri þínu. Með því að segja öðrum frá þeim ertu að gera þá skýrari. Fólk á erfitt með að tjá sig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú geispaðir frá þér morguninn skaltu muna um hádegið að líf þitt er fullt af drama, nýjungum og spennandi hlutum! Engin rútína um þessar mundir. Fáðu þér gönguferð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki hugleiðingar um framtíðina skemma fyrir þér nútíðina. Stjórn þín yfir þeim er takmörkuð, en þú ert samt best fallinn til að stjórna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hratt flýgur stund þegar gaman er en það er alltaf hyggilegt að hægja á og gera sér grein fyrir ástandinu. Trúðu því að fólk líki þú, og vertu góður við sjálfa/n þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þar kom að því að þú fékkst við- urkenningu fyrir viðleitni þína og hæfileika. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. Námskeið og bækur eru greið leið að öðrum heimum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnast hlutirnir gerast full- hratt í kringum þig. En vertu rólegur, erf- iðleikar líða hjá og þú nærð aftur vopnum þínum. Auðvitað skemmir fjallstindur ekki fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Bogmaðurinn fær kannski óvenju- legar viðskiptahugmyndir í dag en veit ekki hvað hann á að gera við þær. Af hverju ekki að gera við það sem er bilað? Síðasta vísnagáta var sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Fráleitt er nokkur í fyrsta sinn. Fýlsungi grár kom í huga minn. Bjalla, sem hefur ei háan tón. Hafði það viðurnefni Jón. Árni Blöndal svarar: Fár verður smiður við fyrstu stund. Fýlsunginn grái, smiður er nefndur. Bjallan járnsmiður, gengur á grund. Góður Jón prímus, með liprustu hendur. Og síðan bætir hann við til gam- ans: Allar línur okkur benda á smiðinn, ungan fýl, og járnsmið sjáum hlaupa Jón Prímus þótti, einstaklega iðinn og Úa þurft́ei, Hnallþórur að kaupa. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Fráleitt smiður í fyrsta sinn. Fýlsungi grár – smiðurinn. Járnsmiðinn í jötu finn. Jón „smiður“ er maðurinn. Helgi Seljan svarar: Teljast fáir smiðirnir vera í fyrsta sinn, fýlsungi mun smiðsnafnið víst bera Og járnsmiði í haganum fjölmarga ég finn og flottur þótti Jón skósmiður vera. Flinka og haga sveitunga forðum man ég nú sem flottast handbragð eftir sig þar létu. Og á þeim hafði pabbi alveg óbilandi trú, en upp á dönsku snikkarar þeir hétu. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Smiður í fyrsta sinn enginn er. Unga fýls menn kalla smið.. Járnsmiðstetur um jörðu fer.. Á Jóni var smiður auknefnið. Og lætur limru fylgja: Hann Benóný bátasmiður er búinn að vera því miður, á Landspítalann lagður inn vaŕann og læknarnir skáru hann upp – og niður! Síðan segir Guðmunur að enn eimi eftir af gátum: Hefðardaman hún er glæsta. Himinsala blessuð mær. Er í tafli öflug næsta. Eflaust bónda sínum kær. Bjarni frá Gröf talaði um enda- skipti á hlutunum: Þeir sem ekki þurfa lán, þeir geta fengið peningana, en hinir verða hjálpar án sem helst af öllu þyrftu hana. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Glöggt er smiðs augað Í klípu „HVERSU OFT BAÐAR HÚN SIG?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VÁ, HARALDUR, ÞÚ LÍTUR ALLT ÖÐRUVÍSI ÚT ÁN VESKISINS!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... minning sem endist að eilífu. GRAF GRAF GRAF GRAF GRAF VIÐ GERÐUM STRANDHÖGG Í FRAKKLANDI ÁN ÞESS AÐ MISSA MANN! JÁ, EN NÚ KEMUR AÐALHÆTTAN… …AÐ RÍFAST YFIR GÓSSINU. Ilmvötn Ókeypis ráðgjöf Nýr litur er kynntur til sögunnar álitapallettunni 2016, fjólurauður skal það vera. Þessi litur gæti verið litur ársins 2016 en þess má geta að árlega er gefinn út litur/ir ársins hjá helstu tískuspekúlöntum. Fjólurautt er andlit Víkverja á lit- inn þegar hann er nýbúinn að taka hressilega á því í ræktinni. Víkverji vissi að hann yrði rauður í andlitinu eftir áreynslu en ekkert í líkingu við þennan lit. Á sama tíma veltir Vík- verji því fyrir sér hvort það sé hollt að verða svona fjólurauður í framan. Víkverji er ekki fjólublár í framan af áreynslu heldur fjólurauður að lit því rauði liturinn nær yfirhöndinni yfir bláa litnum. Víkverji telur sér að minnsta kosti trú um það, einhverra hluta vegna. x x x Og já, Víkverji er byrjaður aðgreiða til líkamsræktarstöðvar til að koma sér í form. Nokkuð sem hann var búinn að ákveða að gera aldrei. Aldrei. Hann þarf víst að éta það ofan í sig eins og margt annað sem hann hefur svarið að gera aldrei en stendur svo sjálfan sig að því að gera. Orðið aldrei er víst eins og tvíeggjað sverð sem notað skal í hófi hér eftir því maður veit aldrei hvað maður endar á að gera eða gera ekki. Kannski kófsveittur inni í sal ásamt öðrum spriklandi hömstrum á hjóli með tónlistina í botni. Í stað þess að henda sér eins og í einn göngutúr eða hlaupa um í fallegri náttúru. Nei, rými fullt af tólum og tækjum til að rífa í var það heillin hjá Vík- verja. Það einkennilega við þetta allt saman er að honum leiðist það ekki, heldur nýtur hverrar mínútu. x x x Æfingar í heitum sal tröllríða ölluum þessar mundir, þar sem heitir og sveittir kroppar koma sam- an og stunda „hot yoga“ eða önnur æfinga- og þjálfunarprógrömm und- ir misháværri tónlist. Loftið getur ekki verið sérlega heilnæmt ef út í það er hugsað. En hitinn gerir gott, það finnur Víkverji inn að beini og það skiptir öllu máli. Það finnst Vík- verja að minnsta kosti. víkverji@mbl.is Víkverji Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá svikatali. Fyrra Pétursbréf 3:10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.