Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 39
Elsku Magga og
Magga amma, eins
og börnin mín köll-
uðu þig. Þín verður
sárt saknað. Ég man þegar við
kynntumst þér – þú varst svo lífs-
glöð, glaðlynd, og alltaf brosandi.
Aldísi og Stefáni Bjarka þótti of-
boðslega vænt um þig og þau
kölluðu þig strax ömmu eða
Mögguömmu. Þér þótti mjög
vænt um það. Þegar þau komu í
heimsókn hafðir þú alltaf eitthvað
fyrir þau að gera, t.d. keyptir þú
tvær teiknibækur og þú settir
mynd af þeim í, svo áttu þau að
teikna í hana þegar þau komu til
þín. Svo var þegar þú, elskan mín,
sagðir okkur frá veikindum þín-
um og lyfjameðferðunum, en allt-
af varstu jákvæð á veikindadög-
Margrét Anna
Kaaber
✝ Margrét AnnaKaaber fæddist
22. september
1960. Hún lést 14.
janúar 2016.
Útför Margrétar
fór fram 22. janúar
2016.
unum þínum. Elsku
Magga, við munum
alltaf hugsa til þín
og okkar hjarta er
hjá þér.
Elsku Magga,
amma, hvíldu í friði.
Þó sólin nú skíni á
grænni grundu
er hjarta mitt þungt
sem blý,
því burt varst þú kölluð
á örskammri stundu
Í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo falleg, einlæg og hlý
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Ásta, Þorvaldur (Valli)
og börn.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Elsku Hulda. Við
elskuðum þig öll. Þú
varst svo frábær. Ég
man hvað við vorum sorgmædd
þegar við stóðum á hafnarbakk-
anum og veifuðum þér þegar þú
fórst til Danmerkur. Þá varstu bú-
in að kenna mér í sex ár og hinum í
bekknum flestum í þrjú ár. Auð-
vitað gastu ekki verið kennarinn
okkar að eilífu þótt við gjarnan
hefðum viljað það. Það var alltaf
svo mikil hlýja og ró í nærveru
þinni. Ég kom til þín ólæs og
ómöguleg og það var erfitt að vera
á eftir í bekknum. En þú beindir
mér í Sólheimabókasafnið þar
sem ég í rólegheitum píndi stafina
og orðin út úr síðum bókanna og
náði að verða fluglæs. Ég man
skýringar þínar á aðgerðum í
reikningi. Maður skildi alltaf af
hverju maður gerði það sem mað-
ur gerði. Þú skýrðir allt með rök-
um og varst alltaf hreinskilin og
heiðarleg við okkur.
Þú kenndir okkur margt og
margt en kannski var það dýr-
mætasta sem við lærðum virðing
og djúp réttlætiskennd.
Það lærðum við vegna þess að
Hulda G.
Friðriksdóttir
✝ Hulda Guð-ríður Friðriks-
dóttir fæddist 15.
febrúar 1939. Hún
lést 14. janúar
2016.
Útför Huldu fór
fram 21. janúar
2016.
við höfðum kennara
sem sýndi okkur það
með fordæmi sínu.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir.
Þá er komið að
kveðjustund sem bar
brátt að og mun fyrr
en nokkurn óraði
fyrir. Ég hef alltaf
sagt að ég var ein-
staklega heppin með tengdamóð-
ur. Hún hugsaði vel um fjölskyld-
una sína og var alltaf boðin og búin
að aðstoða með hvaðeina. Tengda-
móðir mín var bráðgáfuð og skörp
kona með sterka réttlætiskennd.
Hún hafði létta lund, var brosmild
og hafði mjög góða nærveru.
Gaman var að spjalla við hana yfir
kaffibolla og ekki verra ef pönnu-
kaka fylgdi með. Ömmubörnin
sakna hennar mikið en geta yljað
sér við góðar minningar um ömmu
sem var endalaust að gauka að
þeim sokkapari eða vettlingum
sem hún var dugleg að prjóna
handa þeim. Ég er mjög þakklát
fyrir að hafa haft hana í lífi mínu
en hún hefur átt þátt í að gera mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag þar sem samvera okkar
spannaði þrjá áratugi.
Missir tengdapabba er mikill
en þau voru óaðskiljanleg og ein-
staklega samrýnd.
Hafðu þökk fyrir allt,
þín tengdadóttir,
Elísabet Guðmundsdóttir.
Þór var sam-
starfsmaður okkar
og félagi á öldrunar-
lækningadeild
Landspítalans í Hátúni í aldar-
fjórðung. Hann fór fyrir deildinni
og byggði upp ásamt samstarfs-
fólki sínu nokkrar einingar sem
síðan hafa þroskast og eflst, ekki
síst eftir sameiningu öldrunar-
lækninga á Landakoti árið 1997.
Þór hafði skýra sýn á lækning-
ar og þjónustu við aldraða en reri
lengi vel gegn straumnum. Þegar
hann hóf störf var orðtakið „að
setjast í helgan stein“ mikið not-
að og í samræmi við það voru
byggð elliheimili fyrir aldraða
sem óskuðu þess. Mat á heilsufari
var ekki skilyrði fyrir flutningi á
elliheimili. Ef heilsan var léleg
var fólki frekar beint á sjúkrahús
því þar væri sinnt veiku fólki. Þór
barðist fyrir breytingum á þess-
ari skipan á fundum og með
blaðagreinum. Hann boðaði að
réttara væri að efla heilsu og
færni aldraðra og að elli- og
hjúkrunarheimili væru fyrir þá
sem alls ekki gætu verið heima
hjá sér. Þessi skrif féllu í grýttan
jarðveg í byrjun en nú er þetta
yfirlýst stefna í samfélaginu.
Stefna hans tók mið af hug-
myndafræði öldrunarlækninga
og í samræmi við hana vildi hann
að deildirnar í Hátúni væru virk-
ar meðferðar- og endurhæfingar-
deildir. Þar mætti hann mót-
spyrnu af hálfu annarra eininga
Þór Halldórsson
✝ Þór Hall-dórsson fædd-
ist 15. október
1929. Hann lést 2.
janúar 2016.
Þór var jarð-
sunginn 19. janúar
2016.
Landspítalans sem
sáu Hátúnsdeildirn-
ar sem hjúkrunar-
heimili og létu sum-
ir yfirmenn í ljós
vanþóknun á stefnu
Þórs. Hann hafði
hins vegar verið
ráðinn yfirlæknir og
var ekki hægt að
hrófla við honum
með góðu móti.
Fljótlega fundu
menn að þessi stefna gagnaðist
öðrum deildum Landspítalans og
ekki síður sjúklingunum og gagn-
rýnisraddir hljóðnuðu.
Þór var mikið ljúfmenni en
jafnframt maður hugsjóna og
þegar hann barðist fyrir því sem
hann trúði á gat hann verið fast-
ari fyrir en ýmsum líkaði. Meðal
samstarfsfólksins og annars fag-
fólks í öldrunarþjónustu var þó
að jafnaði mikill stuðningur við
hugmyndir hans. Honum var
mikilvægt að greininni væri sýnd
virðing og hann var mjög stéttvís
og hafði sterka sjálfsvitund sem
læknir. Hann var einnig maður
samvinnu og innan deildar beitti
hann sér fyrir teymisvinnu
margra fagstétta. Samstarfsfólki
sýndi hann virðingu sem var
gagnkvæm.
Utan vinnu var hann hrókur
alls fagnaðar, glaður og reifur og
hafði mikla ánægju af samneyti
við aðra. Hann var bóngóður og
greiddi götu samferðafólks að því
marki sem stóð í hans valdi. Vin-
átta hans í þessa áratugi er okkur
dýrmæt og við þökkum kærum
samstarfsmanni samfylgdina.
Auði og börnum þeirra Þórs
vottum við innilega samúð við
fráfall hans.
Guðrún Karlsdóttir og
Jón G. Snædal.
Elskuleg móðir mín,
HELGA JÓNSDÓTTIR
bókasafnsfræðingur,
Stigahlíð 77,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 17. janúar
síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
27. janúar klukkan 11.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Jón Bertel Tómasson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR HELGA
HARALDSSONAR,
Sóleyjarima 15.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 11E,
Landspítalanum við Hringbraut, fyrir góða
umönnun og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir.
.
Helga I. Þorkelsdóttir,
Virginía Eva Guðmundsdóttir,
Helgi Þór Guðmundsson, Edith Þ. Pétursdóttir,
Gunnar Már Guðmundsson, Marta María Hirst
og barnabörn.
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og
útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNÍNU GUÐRÚNAR BOGADÓTTUR
THORARENSEN,
Hlaðbæ 1, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Landspítala Fossvogi.
.
Bergrós Þorgrímsdóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Þorgrímsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Haukur Þ. Þorgrímsson, Guðrún H. Reynisdóttir,
Bjarni Þorgrímsson, Linda B. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN STEINDÓRSSON
loftskeytamaður,
Sóleyjarima 19,
áður Einimel 13, Reykjavík,
lést að morgni 14. janúar síðastliðins.
Kveðjustund hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fjölskyldan þakkar veitta samúð og hlýhug.
.
Guðný Ragnarsdóttir,
Guðmunda Jónsdóttir, Ásmundur Einarsson,
Haraldur Jónsson, Ásdís Ingólfsdóttir,
Guðný, Heiðdís, Elín, Steindór og Laufey.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts hjónanna
ÞORBJARGAR MÁLFRÍÐAR ÞORBERGSDÓTTUR
og
HALLDÓRS STEINÞÓRSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir frábæra
ummönnun.
Fyrir hönd fjölskyldu og frændfólks,
Sigríður Þorbergsdóttir,
Guðrún Þorbergsdóttir,
Þórdís Þorbergsdóttir, Jack Unnar Dauley,
Steinþór Stefánsson, Hildur Pétursdóttir,
Friðberg Stefánsson
og systkinabörn.
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
vináttu og stuðning í veikindum og við
andlát útför eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
HARALDAR HARALDSSONAR,
Klapparhlíð 3,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
Hjartagátt, hjartadeild, göngudeild hjartabilunar og
heimahlynningu Mosfellsbæjar fyrir einstaka umönnun og
þolinmæði.
.
Þóra Andrea Ólafsdóttir,
Ólafur, Andri og Fiona, Fjölnir
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA REBEKKA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fannborg 8, Kópavogi,
lést 19. janúar á Sólvangi í Hafnarfirði.
Útför hennar fram frá Digraneskirkju í
Kópavogi mánudaginn 1. febrúar klukkan 13.
.
Kolbrún Þórðardóttir Bjarni Harðarson
Bjarni Þórðarson Guðrún I. Guðmundsdóttir
Arnþór Þórðarson Ósk Ingvarsdóttir
Hulda Sigurlína Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir og frænka,
VILFRÍÐUR HREFNA HRAFNSDÓTTIR,
Varð bráðkvödd á heimili sínu þann 17.
janúar. Hún verður jarðsungin frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 26.janúar kl 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
fyrir þá sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning fyrir
börnin hennar þrjú.
0309-13-110217 kt. 051282-3539
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
.
Hjalti Þór Sveinsson,
Þórdís Ósk Magnúsdóttir, Haukur Óli Hjaltason,
Baldur Freyr Hjaltason,
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Hrafn Þórðarson, Kolbrún Ólafsdóttir,
Ólafur V. Hrafnsdóttir, Hilda Hrund Cortez,
Guðrún Th. Hrafnsdóttir, Benedikt Freyr Jónsson,
Hrafnar Jafet Hrafnsson,
Sveinn Ingi Lýðsson, Anna Þórdís Grímsdóttir
og frændsystkini.