Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Glatt á hjalla Þorrablót fóru fram víða á landinu í gærkvöldi, á bóndadeginum, fyrsta degi þorra, m.a. í Hrafnistu í Reykjavík þar sem Laddi skemmti íbúum heimilisins og gestum þeirra.
Árni Sæberg
Meirihlutann í
borgarstjórn skipa
níu borgarfulltrúar af
15. Þessir borg-
arfulltrúar eru í Pí-
rötum, Samfylkingu,
Bjartri framtíð og
Vinstri grænum. Í
minnihluta eru fjórir
borgarfulltrúar í
Sjálfstæðisflokki og
tveir borgarfulltrúar í
Framsókn og flugvall-
arvinum. Eins og borgarbúar hafa
áþreifanlega orðið varir við eru
þessum meirihluta mislagðar
hendur með margt í rekstri
Reykjavíkurborgar.
Vandræðagangur
Nærtæk dæmi er frammistaðan
varðandi akstur fatlaðs fólks sem
enn er í fersku minni borgarbúa
og hin undarlega samþykkt um
viðskiptabann Reykjavíkurborgar
gagnvart Ísrael. Það var mál sem
meirihlutinn neyddist til að taka til
baka á aukafundi í
borgarstjórn sem við
borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins kröfð-
umst. Svo er það fjár-
málastjórnunin sjálf
en borgin hefur verið
rekin með tapi þetta
kjörtímabil sem og
kjörtímabilið 2010-
2014. Á milli áranna
2014 og 2016 stefnir í
að skuldir borgar-
sjóðs hækki um 30%.
Það er skýr ávísun á
hækkun álagna á
borgarbúa og skuldaaukningu sem
velt er á næstu kynslóðir.
Forgangsröðun takmarkaðra
fjármuna hefur vægast sagt verið
undarleg. Nærtækt dæmi er
ákvörðun meirihluta um 170 millj-
ónir kr. í þrengingu Grensásvegar
þegar ljóst er að miklu meiri þörf
er fyrir betra almennt gatna-
viðhald sem og að á sama tíma er
verið að skera niður í þjónustu við
borgarbúa eins og t.d. eldri borg-
ara í Eirborgum sem ekki fá leng-
ur heitan mat um helgar.
Klúður í stjórnsýslunni
Tillögur borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um opnari stjórn-
sýslu þannig að bókhald borg-
arinnar verði opnað hafa ekki
verið felldar en ekkert gengur að
koma þeim í framkvæmd. Þá hefur
verið ótrúlegt að fylgjast með
vandræðum meirihlutans í mál-
efnum Reykjavíkurflugvallar.
Þrátt fyrir ákvæði í samstarfssátt-
mála meirihlutaflokkanna um að
almenningur eigi að hafa meiri
áhrif á ákvarðanatöku gildir það
ekki að mati meirihlutans um mál-
efni Reykjavíkurflugvallar því ekki
er hlustað á raddir almennings í
því máli. Og Píratar eru í meiri-
hlutanum en gera ekkert í því að
auka lýðræði sem þó er það eina
sem skilja má að sé þeirra stefnu-
mál. Þrátt fyrir að ríkið reki mið-
stöð innanlandsflugs í Vatnsmýri
og hafi ekki annan valkost í þeim
málum hefur meirihlutinn heimilað
framkvæmdir á Hlíðarendasvæði
ofan í einni af brautum vallarins
og samþykkt deiliskipulagsbreyt-
ingar vegna flugvallarins með mó-
tatkvæðum borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins. Og svo fór
meirihlutinn af stað með málaferli
á hendur ríkinu til að fá ríkið til að
fjarlægja svokallaða neyðarbraut.
Nú hefur úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála fellt deili-
skipulag flugvallarins úr gildi og
dómari við Héraðsdóm Reykjavík-
ur hefur vísað málaferlum borg-
arinnar frá dómi. Allt er þetta
vandræðalegt fyrir meirihlutann í
borgarstjórn svo vægt sé til orða
tekið.
Fjölgun borgarfulltrúa
Samkvæmt sveitarstjórn-
arlögum sem tóku gildi árið 2011
skal fjölga borgarfulltrúum úr 15 í
23. Í forsætisnefnd Reykjavík-
urborgar er unnið að undirbúningi
þessa lagaákvæðis því margt
breytist við þessa miklu fjölgun
borgarfulltrúa. Ljóst er að kostn-
aður mun aukast við launa-
greiðslur til 23 borgarfulltrúa í
stað 15 sem og kostnaðar við að
skapa þeim vinnuaðstöðu.
Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins höfum lagst gegn þessari
fjölgun og lögðum til í borg-
arstjórn áskorun til Alþingis um
að endurskoða þetta lagaákvæði
þannig að borgarstjórn ráði því
sjálf hvort borgarfulltrúum verði
fjölgað. Því var vísað til forsætis-
nefndar borgarinnar sem er aðferð
meirihlutans til að svæfa málið.
Það er engin trygging fyrir því
að vinnubrögð af hálfu meirihlut-
ans í borgarstjórn, eins og hann er
samsettur í dag, myndu lagast við
fjölgun borgarfulltrúa. Reyndar er
það ólíklegt. Hins vegar er það
vissa mín að vinnubrögð myndu
lagast við að fækka borgar-
fulltrúum í núverandi meirihluta.
Eftir Halldór
Halldórsson » Og Píratar eru í
meirihlutanum en
gera ekkert í því að
auka lýðræði sem þó er
það eina sem skilja má
að sé þeirra stefnumál.
Halldór
Halldórsson
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Vandræðagangur meirihlutans í Reykjavík
Það hefur verið
einstaklega fróðlegt,
uppörvandi og hvetj-
andi að fylgjast með
og taka þátt í afmæl-
isári Biblíufélagsins.
Þetta merkilega og
hljóðláta félag er 200
ára. Boðið var upp á
fjölda viðburða og
ótrúlega fjölbreytt
efni, sem gaf innsýn
inn í það starf sem félagið hefur
staðið fyrir í þessi 200 ár. Dag-
skráin sem var metnaðarfull og
einstaklega vönduð í alla staði
bauð upp málstofur, Biblíusýn-
ingar, myndlistarsýningar, tón-
leika og Viðeyjarbiblía gefin út í
stafrænu formi svo
fátt eitt sé nefnt.
Markmið biblíu-
félagsins er útbreiðsla
Biblíunnar og stuðla
að lestri hennar og
notkun. Það markmið
er það sama í dag og
var þegar félagið var
stofnað árið 1815.
Mikilvægt er að hinn
almenni borgari hafi
aðgang að og mögu-
leika til að lesa og
nýta sér þann fjársjóð
sem Biblían hefur að geyma. Þess
vegna kom hún út á íslensku og
endurútgefin með reglulegu milli-
bili, tungumálið aðlagað og nýj-
asta útgáfa Biblíunnar er nú á raf-
bók. Biblían hefur verið
almenningseign og til á flestum
heimilum Íslendinga allt frá stofn-
un félagsins 1815. Eitt af því sem
einkenndi afmælisárið voru hinir
fjölmörgu sem skrifuðu greinar í
dagblöðin til að benda á Biblíuna
og hvetja til lesturs hennar. Ég
vil þakka öllu því góða fólki að
leyfa okkur að lesa um hvers virði
Biblían er því og hve mikið gildi
hún hefur fyrir trúarlíf fólks.
Boðskapur Biblíunnar fellur
aldrei úr gildi. Hann er lifandi og
kröftugur, sem gefur fyrirheit um
samfylgd Guðs í gegnum líf okkar
og ólíkar aðstæður um alla eilífð.
Okkar er aðeins að taka á móti og
þiggja. Biblían er fjölbreytt bók, í
raun heilt bókasafn. Ritin eru
misjöfn, sum auðlesin á meðan
önnur eru tormeltari. Því er gott
að þiggja þá leiðsögn sem býðst
okkur í bæninni og heilögum
anda, geta sótt í hana von, hugg-
un, kærleika og leiðsögn fyrir hið
daglega líf.
Biblían er fjársjóður fyrir hinn
trúaða, hún er fjársjóður fyrir
tónlistina, myndlistina, leiklistina
og ritlistina svo fáeinar list-
greinar séu nefndar og Biblían er
fjársjóður fyrir fræðaheiminn og
síðast en ekki síst hinn almenna
lesanda.
Boðskapur Biblíunnar er
grunnur að lögum og gildum sam-
félags okkar og hefur verið mik-
ilvægur hlekkur í samfélagi þjóð-
arinnar í gleði og sorg. Það hefur
ekki farið mikið fyrir félaginu en
ávöxtur starfs þess hefur verið
tungu okkar og samfélagi öllu
ómetanlegur.
Hvatning til biblíufélagins er að
Biblían sé ávallt til í því formi sem
þarf hverju sinni. Hvatning til
safnaða er að til sé vettvangur
fyrir fólk að koma saman og kynn-
ast Biblíunni með lestri og
fræðslu.
Til hamingju með 200 árin. Af-
mælisárið gefur nýja von, nýja
möguleika og ný tækifæri. Megi
starf Hins íslenska biblíufélags
hvíla í blessun Guðs áfram sem
hingað til.
Boðskapur Biblíunnar fellur aldrei úr gildi
Eftir Jón
Jóhannsson
Jón Jóhannsson
» Boðskapur Biblíunn-
ar er lifandi og
kröftugur, sem gefur
fyrirheit um samfylgd
Guðs í gegnum líf okkar.
Höfundur er djákni í Sóltúni.