Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég var alltaf teiknandiþegar ég var krakkiheima á Reyðarfirði þarsem ég er fædd og uppal-
in. Þegar ég var tólf ára kom belgísk
myndlistarkona til að kenna mynd-
list í grunnskólanum og hún sá
áhugann í mér. Hún bauð mér með
sér á myndlistarnámskeið á Egils-
stöðum, sem var mjög nýtt og
spennandi fyrir mig. Það var hún
sem sagði mér að ég væri með eitt-
hvað sem ég ætti að rækta. Þessi
belgíska kona er í raun minn örlaga-
valdur í myndlistinni,“ segir Sylvía
Dögg Halldórsdóttir myndlistar-
kona, eða Sylvía Lovetank eins og
hún kallar sig.
Hún segist hafa verið óþolin-
móður unglingur sem gat ekki beðið
með að flytja að heiman. „Sjóndeild-
arhringurinn var orðinn allt of
þröngur og ég grátbað mömmu um
að senda mig í heimavistarskóla þeg-
ar ég var þrettán ára, mig langaði
svo til að upplifa nýtt umhverfi og
breyta til. Um leið og ég kláraði
grunnskólann flutti ég til Reykjavík-
ur og fór í Versló, en þar átti ég eng-
an veginn heima svo ég flutti mig í
Fjölbraut í Breiðholti þar sem kennd
var myndlist. Ég var mjög upptekin
af því að vera skvísa á þessum tíma,
svo ég hætti í skólanum og fór að
vinna í tískubransanum. Um tvítugt
ákvað ég að drífa mig í að klára stúd-
entinn og ég gerði það meðfram
vinnu, í kvöldskólum og í fjarnámi.“
Frábær ár í Hollandi
Strax að loknu stúdentsprófi fór
Sylvía í listaháskóla í Rotterdam í
Alin upp við að mér
séu allir vegir færir
Myndlistarkonan Sylvía Lovetank hefur unnið við fjölmörg spennandi verkefni
við búninga í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. við Game of Thrones og
Fortitude. Hún segir þá vinnu gefa skemmtilegt jafnvægi á móti einyrkjanum við
trönurnar, enda er hún mikil félagsvera. Að mála er ákveðin þerapía fyrir hana.
Morgunblaðið/Golli
Sylvía Lovetank Hér er hún stödd í eigin verki, myndinni af stúlkunum
þremur í upphlut, en fyrirmyndin er ljósmynd af henni sjálfri 5 ára.
Byssustrákur Þessa mynd vann Sylvía fyrir sýningu á Íslenska stríðsára-
safninu á Reyðarfirði. Hún vann út frá ljósmyndum frá stríðsárunum.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Samverustundir barna og foreldra
eru aldrei nógu margar og því er um
að gera að stökkva til þegar boðið er
upp á eitthvað skemmtilegt til að
gera saman. Á heimilislegum sunnu-
dögum á Kex hosteli við Skúlagötu í
Reykjavík er alltaf eitthvað áhuga-
vert í boði og á morgun kl. 13 verður
þar krakkadans fyrir börn og foreldra
klukkan 13.
Kennarar frá Dansskóla Birnu
Björns ætla að kenna krakkadans og
meðal þess sem nemendur læra má
nefna grunntækni, stökk, hringi,
samsettar tækniæfingar og dansrút-
ínur ásamt ýmsum dansstílum.
Sérstök áhersla er lögð á að kynn-
ast sem flestum dansstílum, en einn-
ig er unnið mikið með sviðsfram-
komu og leikræna tjáningu.
Dansgleði og skemmtun er höfð í fyr-
irrúmi og foreldrar eru hvattir til að
vera með í dansinum.
Allir eru velkomnir og enginn að-
gangseyrir er að heimilislegu sunnu-
dögunum á Kexinu.
Heimilislegur sunnudagur á KEX Hostel
Dansgleði og skemmtun höfð
í fyrirrúmi í krakkadansinum
Gaman Áður hefur verið boðið upp á krakkadans á Kex hosteli á heimilislegum
sunnudegi og vakti það sannarlega lukku eins og sjá má á þessari mynd.
Nú þegar meistari David Bowie er
fallinn frá er ekki úr vegi að rifja upp
og njóta þess sem hann gerði á við-
burðaríkri ævi. Eitt af því var að leika
í kvikmyndum og nú er lag að sjá
kvikmyndina Labyrinth sem skartar
honum í stóru hlutverki, en hún verð-
ur sýnd í Bíó Paradís í dag, laugar-
dag, kl. 16. Labyrinth er klassísk fant-
asía frá árinu 1986, ævintýramynd
sem er bæði brúðumynd og leikin.
Eins konar söngleikur þar sem David
Bowie fer með hlutverk Goblin King
Jareth en Bowie á einnig heiðurinn af
hluta tónlistarinnar. Kvikmyndin seg-
ir frá hinni 15 ára Söru sem þarf að
fara í annarsheimsveldi Goblin King
Jareth og freista þess að bjarga yngri
bróður sínum þaðan.
Þetta er sannkölluð „költ“-mynd
en tekið skal fram að myndin er ekki
textuð.
Bíó Paradís sýnir í dag
Konungur David Bowie fór ótroðnar slóðir í því sem hann tók sér fyrir hendur.
Labyrinth með David Bowie
Blíð eru þau, augu ungviðisins, full
af sakleysi og varnarleysi gagnvart
hörðum heimi. Þessi nýfædda gór-
illa á þó nokkuð verndað líf fyrir
höndum því hún fæddist í dýragarð-
inum Artis Zoo í Amsterdam nýlega.
Móðirin, hún Sindy, gekk í átta og
hálfan mánuð með afkvæmið og
umvefur það nú ást og hlýju eins og
sjá má á þessum myndum sem
teknar voru í gær. Nýfædda fallega
górillan ku vera fimmta afkvæmi
hennar Sindyar.
Í hlýjum móðurfaðmi
AFP
Blessað lífið Hrekklaus augun.
Fædd er
ofurkrúttleg
górilla