Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Rita, gamanópera í einum þætti, eft-
ir Gateano Donizetti í leikstjórn
Bjarna Thors Kristinssonar, verður
frumsýnd af óperudeild Söngskóla
Sigurðar Demetz í Iðnó á morgun.
„Óperan verður sýnd tvisvar á
sunnudag, kl. 17 og 20, og tekur um
klukkustund í flutningi. Hlutverkin
eru öll tvískipuð,“ segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að óperan
verði sýnd í Hljómahöll í Reykja-
nesbæ föstudaginn 29. janúar kl. 20
og í Tónbergi á Akranesi sunnudag-
inn 31. janúar kl. 20.
„Donizetti lauk við óperuna Ritu
1841 en hún var ekki frumflutt fyrr
en 1860 í París. Sagan er um margt
óvenjuleg en segir frá ofbeldisfullri
eiginkonu, Ritu, sem lemur eigin-
mann sinn, Beppe, til hlýðni. Þann
ósið lærði hún af fyrri eiginmanni
sínum sem hún telur hafa látist í
skipskaða. Dag einn birtist þó eig-
inmaðurinn fyrri og upphefst þá
mikil barátta um það hver skuli sitja
uppi með Ritu.“
Sungið er á ítölsku en milli atriða
eru leiknar senur á íslensku. Leið-
beinendur óperudeildar skólans í
verkefninu eru Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Hanna Dóra Sturludóttir.
Um píanóleik sér Aladar Rázc.
Tónskáld Gateano Donizetti.
Gamanóperan Rita
eftir Donizetti sýnd
Sýnt í Iðnó, Hljómahöll og Tónbergi
Leikstjóri Bjarni Thor Kristinsson.
Prins Póló kem-
ur ásamt hljóm-
sveit sinni og
fjölda gesta-
hljóðfæraleikara
fram á Kex host-
eli í kvöld kl. 21.
Hljómsveitina
skipa auk Prins-
ins þau Berglind
Häsler á hljóm-
borð, Kristján Freyr á trommur
og Benedikt Hermann Her-
mannsson á bassa. Gestaleikarar
eru Sóley Stefánsdóttir, Örn Eld-
járn, Margrét Arnardóttir og Ívar
Pétur Kjartansson. Aðgangur er
ókeypis.
Leikur sín hressustu
lög á Kex hosteli
Prins Póló
Það kann að hljóma eins ogþversögn en einn afstyrkleikum leikhússinssem listgreinar og sam-
skiptaforms er máttur þess til að
afdramatísera hlutina. Þetta blasir
þó við ef við hugsum um það.
Myndum við ekki frekar kjósa hið
agaða hexametur Evripídesar til að
kynnast örlögum Medeu og hennar
fólks en að mæta þeim sjálfum?
Leiklistin er ekki bara magnari
fyrir tilfinningar og örlög, heldur
líka einangrunarstöð þar sem hægt
er að hafa stjórn á því hvernig
skelfingin birtist okkur. Og leik-
húsið getur, og hefur frá öndverðu
verið, vettvangur áfallahjálpar.
Þessar hugsanir kviknuðu
snemma á sýningu Borgarleikhúss-
ins á Flóði – heimildaverki um
snjóflóðið á Flateyri 1995 sem
Hrafnhildur Hagalín, Björn Thors
og þeirra fólk hafa unnið upp úr
viðtölum við þá sem upplifðu at-
burðina. Sýningin heppnast ein-
staklega vel að þessu leyti. Hinn
látlausi – mér liggur við að segja
óleikræni – leikstíll, sem einkennir
flutning og framgöngu leikaranna,
á sinn þátt í að gera innihaldið
bærilegt, og fyrir vikið áhrifaríkt.
Svo langt er gengið í þessa átt að
leikarar gera lítinn sem engan leik-
rænan greinarmun á hvaðan text-
inn er sóttur, þótt stundum komi
fram í máli þeirra að um er að
ræða konu, karl, ungling, barn. En
stundum ekki.
Eins finnst mér sérlega vel unnið
með aðferðir „hlutaleikhússins“ í
fyrri hluta verksins. Það er göldr-
um líkast að sjá plastpoka á mynd-
varpa vera skyndilega orðinn Eyr-
arfjall. Eða þegar pappakassar á
vinnuborði, borðlampar og farsími
teikna algerlega sannfærandi mynd
af ökuferð um hálfköruð fjallgöng.
Almennt er hin látlausa og ein-
falda umgjörð og hóflega notkun
lýsingar og hljóðs til fyrirmyndar
og ástæða til að hrósa þeim Snorra
Frey Hilmarssyni, Birni Bergsteini
Guðmundssyni og Garðari Borg-
þórssyni sérstaklega fyrir það. Eitt
af því sem leikhús er ekki gott í er
að endurskapa náttúruhamfarir og
góðu heilli fellur fólk ekki fyrir
þeirri freistingu hér. Smekkvísi og
öryggi aðstandenda, og virðingin
fyrir viðfangsefninu, þýðir að þegar
hamfarirnar hefjast hætta þau að
mestu að sviðsetja á þennan hátt.
Sem er mjög viðeigandi. Þá fá sög-
urnar að njóta sín óáreittar af leik-
húsbrellum.
Og hvílíkar sögur! Hin löngu ein-
töl sem einkenna síðari hluta
verksins og lýsa líðan fólks í flóðinu
og eftir björgun verða væntanlega
öllum leikhúsgestum ógleymanleg.
Fyrst og fremst fyrir hið einstaka
og átakanlega innihald en svo auka-
lega fyrir hinn frábæra flutning.
Það er magnað að sjá þau Halldóru
Geirharðsdóttur, Hilmi Jensson,
Kristbjörgu Kjeld og Kristínu Þóru
Haraldsdóttur koma til skila þess-
um tilfinningaþrungnu upprifjunum
og öllum þeim einkennum talmáls
og náttúrulegrar tjáningar sem ein-
kenna þau. Brotnar setningar,
óvænt hugrenningatengsl, óreiða.
Að ógleymdu öllu hinu ósagða. Allt
í fullkomnu jafnvægi við textaflutn-
ingslist leikarans. Þessa þraut
leysa fjórmenningarnir óaðfinn-
anlega.
Ætli hún sitji ekki lengst í mér,
glíma drengsins sem Hilmir ljær
rödd sína við þá hugsun sem hann
fær sig á endanum ekki til að orða
að hamfarirnar og endurfundir við
foreldra sína hafi þrátt fyrir allt
verið gjöf, opnað honum skilning á
þeim verðmætum sem lífið er.
Fleira mætti nefna: Halldóra að
rifja upp dóttur sína að merkja við
nöfn í símaskránni sem ekki náðist
í. Kristbjörg að hafa áhyggjur af
því að brjóta diska meðan verið er
að matreiða fyrir björgunarfólkið.
Kristín og rauði krakkakofinn.
Allt satt. Allt rétt gert.
Á hinn bóginn má velta fyrir sér
afleiðingum listrænna grundvallar-
ákvarðana sýningarinnar. Ég sakna
kannski helst að fá að skyggnast
meira inn í líf fólksins vikurnar,
mánuðina og árin eftir flóðið. Bæði
meðal þeirra sem fluttu burt og
hinna sem ákváðu að halda áfram
að búa undir fjallinu. Hef á tilfinn-
ingunni að þar séu forvitnilegar
sögur sem ef til vill speglast meira
og á fjölbreyttari hátt í reynslu
þeirra sem ekki urðu fyrir beinum
áhrifum af flóðinu. Tilfinning mín
er að þar hefðu skapast möguleikar
á „leikrænni“ og kannski „drama-
tískari“ nálgun – þar hefðu hinir
séstöku möguleikar leikhúsformsins
kannski líka nýst enn betur.
En auðvitað má lengi biðja um
aðrar sýningar en listamennirnir
kjósa að skapa, og alltaf er það
heldur fánýtt. Ekki síst þegar út-
koman er jafn óvenjuleg og áhrifa-
rík og hér. Þótt leikhús sem byggja
á sönnum viðburðum og nýta að-
fenginn texta eigi sér langa hefð
hafa þau rutt sér sífellt meira rúms
hér á landi hin síðustu ár og segja
má að þessi sýning beri þess merki
að öryggi í meðferð þessa forms er
orðið allnokkurt.
Flóð er fáguð og nærfærin upp-
rifjun skelfilegra atburða. Sýningin
er listamönnunum og ekki síst hin-
um hugrökku viðmælendum þeirra
til mikils sóma.
Leikræn áfallahjálp
Borgarleikhús
Flóð bbbmn
Eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors.
Leikstjórn: Björn Thors. Dramatúrg:
Hrafnhildur Hagalín. Leikmynd og bún-
ingar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing:
Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tón-
list/hljóðmynd og hljóð: Garðar Borg-
þórsson. Myndband: Roland Hamilton.
Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir,
Hilmir Jensson, Kristbjörg Kjeld og
Kristín Þóra Haraldsdóttir. Frumsýning
á Litla sviði Borgarleikhússins 21. jan-
úar 2016.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Sómi „Sýningin er listamönnunum og ekki síst hinum hugrökku viðmæl-
endum þeirra til mikils sóma,“ segir í rýni um Flóð í Borgarleikhúsinu.
Kringlan Shopping Center
Kringlan 4 – 12
Reykjavik
MARC O’POLO STORE
Útsalan
í fullum gangi
40% afsláttur
THE REVENANT 5:50, 9
RIDE ALONG 2 5:50, 8, 10:30
NONNI NORÐURSINS 1:50, 3:50 ÍSL.TAL
THE HATEFUL EIGHT 10:10
SISTERS 5:30, 8
SMÁFÓLKIÐ 1:50, 3:50 ÍSL. TAL
STAR WARS 2D 2
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 2TILBOÐ KL 1:50
TILBOÐ KL 1:50