Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
✝ GuðrúnSveinbjörns-
dóttir fæddist í
Hnausum í Þingi í
Sveinsstaðahreppi
hinum forna
(Húnavatnshreppi)
í Austur-
Húnavatnssýslu 5.
nóvember 1917.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum í Mos-
fellsbæ 7. janúar 2016.
Foreldrar Guðrúnar voru
Sveinbjörn Jakobsson bóndi í
Hnausum, f. 20. október 1879,
d. 24. október 1958, og Kristín
Pálmadóttir húsfreyja í Hnaus-
um, f. 10. apríl 1889, d. 31.
mars 1985. Systkini Guðrúnar
eru: Leifur, f. 1919, d. 2008,
Jakob, f. 1921, d. 2002, Jórunn
Sigríður (Stella), f. 1925, og
Svava Sveinsína, f. 1931.
Guðrún giftist 4. september
1943 Dýrmundi Ólafssyni frá
Stóru-Borg í Þverárhreppi hin-
um forna í Vestur-Húnavatns-
sýslu, f. 8. desember 1914, d.
13. september 2011. Foreldrar
hans voru Ólafur Dýrmunds-
son, f. 24. nóvember 1889, d.
18. febrúar 1973, og Guðrún
Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 5.
janúar 1887, d. 23. maí 1970.
Þau bjuggu á Stóru-Borg, Sig-
Hnausa, naut hún leiðsagnar
sr. Þorsteins B. Gíslasonar í
Steinnesi við undirbúning fyrir
nám í Menntaskólanum á Ak-
ureyri, þar sem hún lauk
gagnfræðaprófi eftir tvo vetur
vorið 1938. Vorið 1940 lauk
hún prófum frá Hússtjórn-
ardeild Kvennaskólans í
Reykjavík. Áður en Guðrún
giftist starfaði hún á Símstöð-
inni á Blönduósi frá 1938 og á
Landssímanum í Reykjavík frá
1942. Þar vann hún með hléum
til 1973, þegar hún vann við
póstafgreiðslu hjá Pósti og
síma í Reykjavík og Garðabæ,
allt til 1986. Um 1960 vann
hún um skeið við símavörslu á
Raforkumálaskrifstofunni í
Reykjavík.
Guðrún sinnti ýmsum félags-
störfum, einkum á sviðum
menningar- og mannúðarmála,
allt frá 1942. Sat hún í níu ár í
stjórn Húnvetningafélagsins
og 35 ár í byggðasafnsnefnd
þess. Um árabil var hún í rit-
nefnd Húnvetnings og skrifaði
mikið í ritið. Þá tók hún þátt í
skógræktarstarfi í Þórdísar-
lundi í Vatnsdalshólum.
Heiðursfélagi var hún í Hún-
vetningafélaginu frá 1983.
Guðrún starfaði í
Thorvaldsensfélaginu frá 1948,
vann oft á Basarnum í Austur-
stræti og var sæmd gullmerki
félagsins haustið 2000.
Hún verður jarðsungin frá
Þingeyrakirkju í Þingi, Aust-
ur-Húnavatnssýslu, í dag, 23.
janúar 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
ríðarstöðum og
víðar í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Börn Guðrúnar og
Dýrmundar eru: 1)
Ólafur Rúnar, f.
1944, maki Svan-
fríður Sigurlaug
Óskarsdóttir, f.
1944. Börn: Óskar
Dýrmundur, f.
1966, Guðrún, f.
1968, Ólöf, f.
1981,Sigurrós Svava, f. 1983.
Barnabörnin eru fimm. 2)
Kristín Jórunn, f. 1945, maki
Bjarni O.V. Þóroddsson, f.
1943. Börn: Þóroddur, f. 1970,
Rúnar Dýrmundur, f. 1973,
Freyr, f. 1977, Valur Oddgeir,
f. 1986. Barnabörnin eru sjö. 3)
Sveinbjörn Kristmundur, f.
1950, maki María Guðbrands-
dóttir, f. 1951. Börn:Guðrún, f.
1971, Erla Helga, f. 1971,
Svava Kristín, f. 1976, Sonja
Lind, f. 1988. Barnabörnin eru
þrettán. 4) Gylfi, f. 1956, maki
Anna Sigríður Guðnadóttir, f.
1959. Börn: Guðni Kári, f.
1976, Ásdís Birna, f. 1993,
Kristrún Halla, f. 1993, Gunnar
Logi, f. 1996.
Guðrún ólst upp við sveita-
störf frá unga aldri. Að loknu
barnaskólanámi í Skólahúsinu
á Sveinsstöðum, næsta bæ við
Nær öld var liðin, tímar mik-
illa breytinga í þjóðlífinu, en
Aralækur, Byrgishóll, Skíða-
staðir og Tvífossar eru alltaf á
sínum stað í Vatnsdalsfjalli, upp
af Hnausatjörninni. Þangað
leitaði hugur elskulegrar móður
minnar æ meira eftir því sem
árin liðu. Átthagarnir, sveitin
fagra, áttu öruggan sess í sjóði
minninganna. Mörgu gat ég
deilt með mömmu vegna lang-
dvala hjá ættingjunum í Hnaus-
um á barns- og unglingsárum.
Að rifja upp minnisstæða at-
burði frá ýmsum tímum og
kynni af góðu fólki, fyrr og síð-
ar, var í senn ánægjulegt og
gefandi og veitti styrk í dagsins
önn. Kannski var það æsku-
minning um dagsferð á hestum
með foreldrum mínum til að
tína ber og fjallagrös í Svínadal,
austan í Víðidalsfjalli, með við-
komu í Þingeyraseli, eða, rúmri
hálfri öld síðar, ferð með
mömmu á tíræðisaldri norður
að Fossi í Vesturhópi til að
sækja húsmuni og kveðja litla
og hlýlega sumarhúsið.
Ætíð ræktaði móðir mín öll
fjölskyldu- vina- og ættartengsl
með prýði og viðhélt öðrum
fremur samskiptum við ætt-
ingja í móðurætt sinni í Vest-
urheimi. Góð ættfræðiþekking
hennar kom sér þá vel.
Móðir mín reyndist mér og
fjölskyldu minni vel í alla staði
og ömmu- og langömmubörn-
unum þótti mjög vænt um hana.
Hún sýndi því áhuga sem þau
voru að gera hverju sinni og
sagði þeim gjarnan sögur frá
æskuárunum fyrir norðan, t.d.
þegar hún var send á Jarp-
sokka, 12 ára gömul, fram að
Hvammi í Vatnsdal með skeyti
frá símstöðinni í Hnausum. Líkt
og faðir minn var hún afbragðs
fyrirmynd; hugulsöm, hjálpsöm,
reglusöm og iðin. Reyndar nutu
margir góðs af umhyggju
mömmu því að hún var þekkt
fyrir að hlúa að fólki sem minna
mátti sín í þjóðfélaginu. Sumir
voru heimsóttir, aðrir komu
heim og allir voru þeir aufúsu-
gestir. Gestrisni var henni i
blóð borin.
Mamma var mjög námsfús á
yngri árum og hugurinn stóð þá
til langskólanáms, einkum í ís-
lensku, erlendum tungumálum
og sögu, en efnin leyfðu það
ekki. Mikil virðing hennar fyrir
ýmiss konar námi og gildi
menntunar hafði vissulega áhrif
á mig allt frá barnæsku. Er ég
henni ætíð þakklátur fyrir þá
hvatningu og stuðning sem hún
veitti mér öll skólaárin, innan-
lands sem utan. Það var vissu-
lega stolt móðir sem fagnaði
hverjum námsáfanga mínum og
annarra afkomenda.
Minningin um móður mína
verður mér ætíð kær og blessuð
sé hún. Við kveðjum öll með
söknuði.
Ólafur Rúnar Dýrmundsson.
Elsku mamma mín. Þá er
komið að kveðjustund í hinsta
sinn. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa verið hjá þér þegar þú
kvaddir. Það eru algjör forrétt-
indi að hafa verið svona lengi
samferða í lífinu. Minningarnar
streyma fram í hugann.
Mamma mín, þú varst góð móð-
ir og dugleg og hugsaðir vel um
heimilið og börnin þín.
Mamma var lagleg kona,
ungleg og ávallt snyrtileg og
vel til höfð. Hún var reglusöm
og trúuð kona og kenndi mér
góðu gildin í lífinu.
Mamma var fædd og uppalin
í fallegri sveit í stórum burst-
abæ. Þar var tvíbýli. Húsmóð-
irin á hinu búinu og Sveinbjörn
afi voru frændsystkin. Á þess-
um tveim búum voru mörg börn
og léku þau sér mikið saman.
Mamma sagði mér oft hvað það
hefði verið skemmtilegt að alast
upp í svo stórum barnahópi.
Henni þótti afar vænt um
heimahagana og fjölskyldu sína
og sagði mér oft sögur þaðan.
Mamma var námsfús og
langaði að ganga menntaveg-
inn. Hún náði góðu gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri og langaði að ljúka
stúdentsprófi en foreldrar
hennar gátu ekki aðstoðað hana
við það.
Eftir skólagöngu fékk
mamma vinnu á Blönduósi á
póst- og símstöðinni þar. Hún
vann þar við símavörslu í nokk-
ur ár. Á þessum tíma voru
breskir hermenn á Blönduósi.
Það þurfti oft að afgreiða þá og
kom það sér vel að mamma gat
talað við þá ensku.
Seinna flutti hún til Reykja-
víkur. Þar fékk hún strax vinnu
hjá Landssímanum sem tal-
símakona og fannst skemmti-
legt að vinna þar. Fljótlega
kynntust þau pabbi. Þá var
hann kominn til Reykjavíkur að
norðan til að vinna fyrir sér.
Hann var þá orðinn lögreglu-
maður. Þau byrjuðu fljótlega að
búa þar.
Á sumrin fór mamma oft
norður að Hnausum með okkur
börnin. Pabbi kom oftast í
heimsókn í sínu sumarfrí til
okkar.
Eftir að ég varð 12 ára fór
mamma að vinna fasta vinnu,
en hafði í nokkur ár áður verið í
afleysingum á sumrin. Fjöl-
skyldan var þá nýflutt á Skeið-
arvoginn í nýtt raðhús, þar sem
við áttum lengst heima.
Mamma og pabbi unnu bæði
vaktavinnu og gátu því skipst á
að vera heima.
Mamma var félagslynd kona.
Hún var orðheppin og sagði
skemmtilega frá. Hún starfaði í
mörg ár í Húnvetningafélaginu
og var þar í stjórn og nefndum.
Einnig var hún í Thorvaldsens-
félaginu og vann þar í búðinni
af og til í mörg ár. Þar er unnið
frábært starf og allt í þágu
barna. Í þessum störfum naut
mamma sín vel. Hún gat talað
við erlendu ferðamennina sem
komu í búðina.
Mamma var fróð og vel lesin.
Ættfræði var eitt af hennar
helstu áhugamálum. Hún hjálp-
aði mörgum að rekja ættir sín-
ar. Einnig hafði hún áhuga á
varðveislu gamalla muna, auk
þess sem hún hafði áhuga á
handavinnu, einkum kross-
saumi. Hún var flink í matar-
gerð. Oft var gestkvæmt á
heimilinu, og ættingjar þeirra
beggja komu og gistu hjá okk-
ur. Mamma hafði alltaf áhuga á
landafræði. Hún og pabbi fóru í
nokkrar utanlandsferðir og
einnig ferðuðust þau talsvert
innanlands.
Elsku mamma mín. Ég vil að
leiðarlokum þakka þér fyrir alla
þína umhyggju við mig og fjöl-
skyldu mína alla tíð. Ég sakna
þín mikið.
Megi góður guð blessa þig og
varðveita.
Þín dóttir,
Kristín Jórunn.
Er lít ég yfir liðin ár
mér ljóst í hjarta skín,
þú þerraðir, móðir, tregatár
og traust var höndin þín.
Þú gafst mér allt, sem áttir þú
af ástúð, von og trú.
Og því er nafn þitt, móðir mín,
í mínum huga nú.
Þú leiddir mig, sem lítið barn
og léttir hverja þraut.
Við blómskreytt tún og hrímhvítt
hjarn
ég hjá þér ástar naut.
Nú þegar lífs þíns lokast brá
frá langri ævistund.
Er gott að hvílast Guði hjá
og ganga á Drottins fund.
(Einar Steinþórsson)
Elsku mamma, tengda-
mamma og amma. Það voru
vissulega forréttindi að fá að
eiga þig svo lengi að, liðlega 98
ár eru langt æviskeið. Minn-
ingin um þig verður okkur allt-
af kær og við kveðjum þig með
söknuði.
Megi góður Guð geyma þig
og varðveita.
Sveinbjörn, María, Sonja Lind
og Svava Kristín.
Við andlát ástkærrar tengda-
móður minnar koma mörg
hjartnæm minningarbrot fram í
hugann. Hún lagði mikla rækt
við hlýlegt og myndarlegt heim-
ili sitt, var höfðingi heim að
sækja og einstaklega gestrisin.
Hún var snillingur í matargerð
og allt heimilið bar vott um
mikla smekkvísi og snyrti-
mennsku. Tengdamamma var
mjög ættfróð og spurði strax
hvaðan ég kæmi. Hún nefndi
oft langafa sinn, sr. Sveinbjörn
Eyjólfsson, og langömmu, Guð-
rúnu Ólafsdóttur í Árnesi á
Ströndum, sem hún hét eftir, en
Guðrún var dóttir Vatnsenda-
Rósu. Einnig var oft minnt á
tengslin við Grundarættina.
Tengdamamma var líka frá-
bær hannyrðakona og féll henni
sjaldan verk úr hendi. Hún
prjónaði ótal flíkur með falleg-
um mynstrum, og ýmsa muni
skreytti hún með útsaum er
prýða heimili afkomenda henn-
ar. Ég kunni hins vegar hvorki
að sauma út né elda mat en til
að hækka í áliti hjá tengda-
mömmu bætti ég snarlega úr
vankunnáttu minni og tókst
loks með miklum erfiðismunum
og þrautseigju að bródera í
púða og klukkustreng. Svo
keypti ég Matreiðslubók Helgu
Sigurðardóttur, sem var nánast
biblía allra húsmæðra hér áður
fyrr og las ég þá bók spjald-
anna á milli. Tengdamamma
hafði örugglega ómældar
áhyggjur af okkur Ólafi, fannst
við of ung til að giftast, þetta
væri alveg galið. Við værum
bara börn, nýorðin stúdentar,
og ættum ekki neitt. Ekki
minnkuðu áhyggjurnar þegar
fyrsta barnið fæddist og annað
fljótlega í kjölfarið. Hún trúði á
mátt bænarinnar og sagðist
biðja fyrir okkur á hverju
kvöldi. Til að bæta gráu ofan á
svart fluttum við til Wales, þar
sem Ólafur var við háskólanám
í sex ár. Hún lét þetta þó ekki
aftra sér í því að heimsækja
okkur og flaug yfir hafið með
Dýrmundi og gætti þess að hafa
sláturkeppi, hangikjöt og harð-
fisk meðferðis. Hún sýndi mikla
umhyggju, gat verið skemmti-
lega hreinskilin en alltaf þannig
að því var tekið sem góðlátlegri
ábendingu.
Tengdamamma var góðum
gáfum gædd, bjó yfir margvís-
legum fróðleik um liðna tíð í ís-
lensku þjóðlífi og átti stóran
þátt í að byggja upp Byggða-
safn Húnvetninga og Stranda-
manna á Reykjum í Hrútafirði.
Hún var óstöðvandi við að safna
gömlum munum á safnið og
fara með norður. Einnig skrif-
aði hún fjölda greina í ritið
Húnvetning og tók virkan þátt í
félagsstarfi Húnvetningafélags-
ins og var heiðursfélagi þess.
Þá var hún virkur félagi í Thor-
valdsensfélaginu og var sæmd
gullmerki þess.
Síðustu árin hvarf tengda-
Guðrún
SveinbjörnsdóttirÁstkær faðir okkar,
ÓSKAR GUÐMUNDSSON,
Sunnubraut 41, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 20. janúar
síðastliðinn.
.
Bjarni Þór Óskarsson Sigurbjörg U. Guðmundsd.
Helga Óskarsdóttir, Snorri Traustason
Anna Kristín Óskarsdóttir
Oddný N. Óskarsdóttir Patrich Wennergren
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
HINRIK ANDRÉS HANSEN
verkefnastjóri,
Steinahlíð 4, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 18. janúar síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 29. janúar klukkan 15.
.
Ásta Jóna Skúladóttir,
Skúli Freyr Hinriksson, Árný Rut Jónsdóttir,
Hinrik H. Hansen, Regina Angelin Malonda,
Kayla Aplonia Malonda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYSTEINN JÓHANN JÓSEFSSON
múrarameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
síðastliðinn laugardag. Eysteinn verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 25. janúar klukkan 13.
.
Kristín Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Eysteinsdóttir, Þórður Steingrímsson,
Illugi Eysteinsson, Sandra Kaffo,
Kristín Eysteinsdóttir, Katrín Oddsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir minn og afi,
GUÐMUNDUR BERGSSON
sjómaður,
Norðurbrún, Reykjavík,
frá Krossnesi í Eyrarsveit,
lést á Landspítalanum 19. janúar
síðastliðinn. Jarðarförin fer fram
frá Bústaðakirkju 29. janúar klukkan 13.
.
Páll Sveinn Guðmundsson,
Guðbergur Páll Pálsson,
Kristrún Kolbrúnardóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SVEINN ÞÓRÐARSON
frá Skógum,
húsasmíðameistari,
Kirkjubraut 12, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. janúar. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju miðvikudaginn 27. janúar klukkan 14.
.
Björg Loftsdóttir,
Sigurður G. Sveinsson, Ragnheiður Ingimundard.,
Þórður Sveinsson, Sigríður K. Óladóttir,
Loftur Ingi Sveinsson, Margrét Á. Jónsdóttir,
María Björg Sveinsdóttir, Rafnkell Kr. Guttormsson
og fjölskyldur.