Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 50

Morgunblaðið - 23.01.2016, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Henrik Danielsen,stórmeistari ískák, er fimm- tugur í dag. Hann er frá eyjunni Falster sem er fyrir sunnan Sjáland í Danmörku, en gerðist ís- lenskur ríkisborgari árið 2005. Henrik varð Ís- landsmeistari árið 2009 og hefur margoft teflt fyrir Íslands hönd. Henrik hefur lengi búið á Patreksfirði. „Ég elska náttúruna og finnst gott að búa á friðsælum stað. Ég veit að mörgum finnst sérstakt að ég eigi heima hér og einangrandi en þetta er lítið mál þegar maður er með tölvu. Ég hef búið í Kaupmannahöfn og fleiri borgum og er búinn að fá nóg af því. Sem skákmaður ferðast ég líka oft og kemst því í stórborgarlífið alltaf öðru hverju, svo ég er ekki að missa af neinu.“ Næsta mót framundan hjá Henrik er Opna Reykjavíkurskákmótið og svo fékk hann boð um að keppa í Danmörku á Copenhagen Chess Challenge. Hann stefnir einnig á að keppa á heimsmeistaramóti 50 ára og eldri. Henrik er trúlofaður Áróru Hrönn Skúladóttur, grunnskólakenn- ara á Patreksfirði. „Sonur hennar, Hilmir Freyr Heimisson, 14 ára, er mjög efnilegur skákmaður. Svo á ég dóttur sem heitir Pernille og er nemi í sjúkraþjálfun í Óðinsvéum.“ Henrik hefur skrifað margt um skák og einnig gefið út myndbönd. „Ég er að klára mína aðra bók um Polar Bear System sem er byrj- anakerfi sem ég hef verið að þróa og er orðið vinsælt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Bókin er rafræn og verður fáanleg á Amazon og á Forward Chess og kostnaðurinn er því ekki mikill fyrir kaupendur. Hægt er að fylgjast með á www.polarbearsystem.com. Svo kenni ég skák hér í hverri viku og á næstunni er skákkeppni milli nemenda í Tálknafjarðarskóla og Patreksskóla í tengslum við íslenska skákdag- inn sem er haldinn 26. janúar ár hvert til heiðurs Friðriki Ólafssyni. Fyrir utan skákina fylgist ég mikið með fréttum, ástandinu í Mið- Austurlöndum og reyni að kafa dýpra á netinu en það sem við fáum í hefðbundnum fjölmiðlum. Ég er mikill náttúruunnandi eins og áður sagði og vann t.d. sem leiðsögumaður þegar ég bjó í Danmörku. Í tilefni afmælisins ætlum við að elda okkur góðan mat og fá okkur dýrindis vín. Vinir mínir, fjölskylda, dóttir og hinir fóstursynir mínir verða ekki hjá okkur en ég verð í sambandi við þau á Skype.“ Parið á Patró Áróra og Henrik. Náttúruunnandi og grúskari Henrik Danielsen er fimmtugur í dag H araldur fæddist á Akranesi 23.1. 1966 og ólst upp á bænum Vestri-Reyni. Hann var í Heiðarskóla og lauk framhaldsskólaprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Haraldur var starfsmaður á skólabúi Bændaskólans og hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins – Bútæknideild, og sinnti stunda- kennslu við sama skóla. Haraldur sinnti bústörfum á Vestri-Reyni frá 1989 og hefur verið bóndi þar frá 1995. Hann var for- maður Búnaðarsamtaka Vestur- lands 2002-2005 og starfandi for- maður Bændasamtaka Íslands 2004- 2013, sat á Búnaðarþingi 2001-2015 og var kjörinn á alþingi í Norður- landskjördæmi vestra fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 2013. Haraldur starfaði með Leikfélag- inu sunnan Skarðsheiðar og tók þátt í nokkrum uppfærslum. „Ég er fjórði ættliðurinn sem sit jörðina Reyni og segi stundum að það sé hluti af mér að fást við rækt- un og búskap – tilgangur lífsins. Ég hef alltaf sömu ánægju af því að hirða skepnur, fást við heyskap og önnur búverk. En nú rekur eig- inkonan búið og við höfum góða starfsmenn, enda lítið hægt að treysta á bóndann þessi árin. Búskapurinn gengur vel enda er eiginkonan fædd og uppalinn í sveit og tók sitt háskólanám í búvísindum. Án hennar væri búskapur okkar Haraldur Benediktsson alþingismaður – 50 ára Fjölskyldan Haraldur og Lilja Guðrún með Eyþóri, Guðbjörgu og Benediktu. Akrafjall í allri sinni tign í baksýn. Fyrst og fremst bóndi Alþingismaðurinn Haraldur ætlaði víst aldrei út í bænda- eða landspólitík. Ljósmynd/Ágústa Friðriksdóttir Dalvík Sæþór Ísaksson fæddist 24. janúar 2015. Hann vó 3.886 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Júl- íana Kristjánsdóttir og Ísak Einarsson. Laxárvirkjun 4 Leifur Hrannarsson fæddist 24. janúar 2015 kl. 6.24. Hann vó 3.854 g og var 51,5 cm langur. For- eldrar hans eru Eygló Sófusdóttir og Hrannar Gylfason. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.