Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 12
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meðalafurðir á árskú jukust óvana- lega mikið á síðasta ári eða um 130 kíló. „Árið einkenndist af því að menn eru að keppast við að fram- leiða sem mest. Það er greitt fullt verð fyrir alla mjólk. Heygæðin í fyrra voru mjög slök og því er keyrt á miklu kjarnfóðri. Árangurinn er samt mjög góður,“ segir Guð- mundur Jóhannesson, ábyrgð- armaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, RML. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu- halds nautgriparæktarfélaganna, sem RML birti í gær, var af- urðahæsta kúabúið hjá Pétri Frið- rikssyni, bónda á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Kýr hans skiluðu að meðaltali 8.308 kg mjólkur. Hjó hann nærri Íslandsmeti Ólafs Helgasonar í Hraunkoti sem fram- leiddi að meðaltali 8.340 kg á árinu 2011. Pétur hefur náð mjög góðum ár- angri í búskapnum. Frá því hann tók við búinu fyrir sex árum hefur hann stækkað mikið og aukið fram- leiðsluna og meðalafurðir jafnframt aukist stórkostlega. Kýrnar mjólka að meðatali 2.700 lítrum meira á ári en þær gerðu þegar hann tók við. Í fjósi hans eru margar mjög góðar kýr. Til dæmis eru tólf þeirra á lista yfir kýr sem mjólkuðu yfir 10 þús- und kíló á síðasta ári. Hægt að hækka meðaltalið Meðalafurðir kúnna í skýrslu- haldinu voru 5.851 kg, 130 kg meira en á árinu á undan sem var metár. Meðalafurðirnar eru að nálgast 6.000 kg mjólkur og með sama áframhaldi næst það mark á fyrri hluta næsta árs. Afurðir allra bestu búanna eru komnar vel yfir 8.000 kg. „Það eru sífellt fleiri bú rekin af fagmennsku og mörg með yfir 7.000 kg meðalaf- urðir sem þótti óhugsandi fyrir 25 árum. Nú er fjöldi bænda í þeim sporum. Á sama tíma er bilið á milli þeirra lökustu og bestu ekki að minnka, því miður. Hluti bænda sit- ur svolítið eftir. Það er fyrst og fremst fóðrunarþátturinn sem ekki er í lagi,“ segir Guðmundur. Hann segir að þessar staðreyndir sýni að hægt sé að auka mjög meðalafurðir á næstu árum. Með því að ná neðri hlutanum upp sé hægt að komast lengra. Guðmudur telur að íslenska kýrin hafi enn svigrúm til aukinnar fram- leiðslu. Bendir hann á að fjöldi kúa sé að mjólka 8.000 kg og meira. „Við höfum stóraukið afurðagetuna og breytt kúnni töluvert með kynbót- um. Þá eigum við töluvert inni í bættu uppeldi og betri fóðrun al- mennt,“ segir Guðmundur. Uggandi yfir framtíðinni Eins og fram kemur hjá Guð- mundi keppast bændur við að fram- leiða sem mest, vegna hvatningar frá mjólkuriðnaðinum. Hefur það leitt til offramleiðslu á mjólk og birgðasöfnunar. Guðmundur telur að lítið eða ekkert hafi slaknað á því, enda fái menn enn greitt fullt verð fyrir alla mjólk. „Bændur eru hins vegar svolítið uggandi yfir framhaldinu. Það er laus búvörusamningur frá næstu áramótum og greinin stendur frammi fyrir gríðarlegum fjárfest- ingum vegna krafna um velferð dýra. Skotið hefur verið á að það kosti fjárfestingu upp á 18-20 millj- arða og ekki verður ráist í það á stuttum tíma. Það er þó mikill fram- kvæmdahugur í mönnum, út af þessu.“ Meðalafurðir jukust um 130 kg  Afurðahæsta kúabú landsins er á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd  Meðalnytin hefur aukist um 2.700 kg eftir að Pétur Friðriksson tók við  Ráðunautur segir hægt að hækka meðaltalið verulega Kýr Kg mjólkur Bú 1. 0317 Milla 12.511 Hvammur 2. 1229 Urður 12.489 Hvanneyri 3. 0738 Emma 12.477 Keldudalur 4. 1237 12.457 Bjóla 2 5. 825 12.114 Stóra-Mörk 3 6. 0816 Gefjun 12.089 Gunnbjarnarholt 7. 0306 Ausa 12.022 Garðakot 8. 0624 Aþena 11.955 Laxárholt 2 9. 0501 Ljóna 11.912 Smjördalir 10. 1345101- 1044 Hulda 11.838 Hamar Afurðahæstu kýrnar 2015 Meðalafurðir á árskú Heimild: rml.is kg Afurðahæstu kúabúin 2015 Meðaltal eftir hverja árskú 6.000 5.800 5.600 5.400 5.200 5.000 2008 2010 2012 20142009 2011 2013 2015 Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Gautsstaðir Pétur Friðriksson 81,3 8.308 2. Garðakot Pálmi Ragnarsson 67,2 7.994 3. Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf. 51,6 7.860 4. Engihlíð Félagsheimilið Engihlíð 55,7 7.834 5. Brúsastaðir Brúsi ehf. 51,2 7.816 6. Lyngbrekka Sigurður og Bára 46,1 7.757 7. Reykjahlíð Sveinn Ingvarsson 75,4 7.680 8. Efri-Brúnavellir 2 Félagsbúið 18,5 7.677 9. Gunnbjarnarholt Arnar Bjarni og Berglind 128,7 7.611 10. Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 68 7.593 11. Reykir Birna og Rúnar 68,1 7.577 12. Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 75,2 7.553 13. Kúskerpi Kúskerpi 64,3 7.520 14. Syðri-Grund Félagsbúið Syðri-Grund 56,5 7.478 15. Kirkjulækur 2 Eggert, Jóna, Páll, Kristín 56,9 7.460 16. Steinnýjarstaðir Kristján S. Kristjánsson 42,2 7.434 17. Moldhaugar Þröstur Þorsteinsson 61,4 7.425 18. Hallland Félagsbúið Halllandi ehf. 70,2 7.373 19. Hrifla Hriflubú sf. 29,9 7.370 20. Hríshóll Guðmundur og Elmar 61,6 7.342 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kúabóndi Pétur Friðriksson á Gautsstöðum hefur náð mjög góðum árangri í kúabúskapnum. Bú hans er með hæstu meðalafurðir allra búa landsins. Íslandsmetin » Ólafur Magnússon í Hraun- koti í Landbroti á Íslandsmetið í meðalafurðum búa. Kýr hans mjólkuðu 8.340 kg að meðal- tali á árinu 2011. » Sú kýr sem mjólkað hefur mest á einu ári er Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum. Hún mjólkaði 13.327 kg árið 2006. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Verið velkomin í glæsilega verslun okkar Laugaveg 99 - S. 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) Útsala 20-40% afsláttur af völdum vörum 10% afsláttur af öðrum vörum meðan á útsölu stendur Concept aff.is skref ganga hækkun skokk hreyfing Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Garmin heilsu- og snjallúr með innbyggðum púlsmæli. toppaðu gærdaginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.