Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Upplifðu fegurð Puglia héraðsins á suðausturhluta ítalska
stígvélsins, töfra Gargano strandarinnar, magnaðan arkitektúr
Trulli húsanna og svo miklu meira í einstakri Ítalíuferð.
Láttu Ítalíudrauminn þinn rætast!
Allir velkomnir á kynningarfund
25. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum
í Síðumúla 2, 2. hæð.
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
29. ágúst - 11. september
Ítalíudraumur
Sumar 19
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við getum ekki horft upp á það að
einhverjir eigi vart til hnífs og skeið-
ar árið 2016,“ sagði Vigdís Hauks-
dóttir, formaður
fjárlaganefndar
Alþingis. Hún
kvaðst hafa tekið
málefni eldri
borgara og ör-
yrkja upp á þing-
flokksfundi
Framsóknar-
flokksins á mánu-
daginn var.
„Nú verðum
við á einhvern hátt að finna leiðir til
að koma þessum skilgreinda 9.500
manna hópi sem verst stendur til að-
stoðar,“ sagði Vigdís. Hún sagðist
hafa verið að hugsa um þessi mál síð-
an í fjárlagagerðinni og telur hún að
nokkrar leiðir geti komið til greina.
Áskorun til landsfeðra
Fjölmennur fundur Íslendinga
sem staddir voru á Kanaríeyjum fyrr
í mánuðinum samþykkti áskorun til
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,
forsætisráðherra, og Bjarna Bene-
diktssonar, fjármálaráðherra, um að
þeir beittu sér fyrir því „að þjóðar-
sátt verði komið á í málefnum eldri
borgara og öryrkja á árinu 2016“.
Eins mun hafa komið fram á fund-
inum að eldra fólki þætti ekkert jafn
mikilvægt og að höggvið yrði á hnúta
skerðinga á bótum og réttindum.
Vigdís var á fundinum þegar
áskorunin var borin upp og sam-
þykkt með lófataki. Viku áður hafði
hún haldið ræðu á vikulegum fundi
Íslendinga á Sportbarnum á Gran
Canaria. Þar voru rúmlega 100
manns.
Finna þarf leiðir til lausnar
„Þarna er starfandi Framsóknar-
félag í „syðstakjördæmi“. Úr því að
ég var þarna stödd var ég beðin að
tala á reglubundnum laugardags-
fundi,“ sagði Vigdís. „Landsmálin
voru rædd og kjör eldri borgara og
öryrkja. Ég fór yfir tölur sem fjár-
laganefnd fékk rétt fyrir jólin.“ Vig-
dís sagði að samkvæmt þeim væri
staðan erfið hjá um 4.500 eldri borg-
urum og um 5.000 öryrkjum. „Ég
sagði að það þyrfti að koma þessum
hópi á einhvern hátt til hjálpar. Það
er verkefni stjórnmálanna nú fram á
vor að finna út úr því hvaða leið er
best í samvinnu við fjármálaráð-
herra.“
Vigdís kvaðst einnig hafa farið yfir
9,7% hækkun almannatrygginga á
fjárlögum 2016.
„Tæplega 10% hækkun á einu ári
er mjög góður árangur að mínu mati.
Enda byggist hún á 69. grein al-
mannatryggingalaga sem er í raun
kjaradómur þessara hópa. Þar er
uppskrift að því hvernig hækkanir til
þessara hópa eru fundnar út.“
Vilja þjóðarsátt um kjör
eldri borgara og öryrkja
Formaður fjárlaganefndar vill aðstoða þá verst stöddu
Vigdís Hauksdóttir
Hækkun bóta
» Í 69. grein laga um al-
mannatryggingar (100/2007)
segir:
» „Bætur almannatrygginga,
svo og greiðslur skv. 63. gr. og
fjárhæðir skv. 22. gr., skulu
breytast árlega í samræmi við
fjárlög hverju sinni. Ákvörðun
þeirra skal taka mið af
launaþróun, þó þannig að þær
hækki aldrei minna en verðlag
samkvæmt vísitölu neyslu-
verðs.“
Ágúst Ingi Jónsson
Benedikt Bóas
Heildaraflamark á loðnuvertíðinni
verður 173 þúsund tonn í samræmi
við aflareglu. Íslensk veiðiskip mega
veiða 100.315 tonn, í hlut Norð-
manna koma 45.005 tonn, Færey-
ingar fá 8.650 tonn og Grænlend-
ingar mega veiða 19.030 tonn
samkvæmt samningum við þessar
þjóðir.
Hafrannsóknastofnun var við
loðnumælingar frá 3. janúar þar til
á miðvikudag er rannsóknaskipið
Árni Friðriksson kom til heimahafn-
ar. Auk Árna tóku rs. Bjarni Sæ-
mundsson og veiðiskipin Sighvatur
Bjarnason VE, Sigurður VE og
Jóna Eðvalds SF þátt í verkefninu.
Ákvörðun um aflamark byggist á
nýrri aflareglu sem stjórnvöld
ákváðu að taka upp vorið 2015 og
byggist á því að skilja eftir 150 þús-
und tonn til hrygningar með 95%
líkum. Tekur aflareglan tillit til
óvissumats útreikninganna, vaxtar
og náttúrulegrar dánartölu loðnu,
auk þess sem afrán þorsks, ýsu og
ufsa á loðnu er metið.
Yfir 500 þúsund tonn í fyrra
Alls veiddust 517 þúsund tonn af
loðnu á fiskveiðiárinu 2014/2015, en
endanlegt aflamark var 580 þúsund
tonn. 142 þúsund veiddust alls árið á
undan, 551 þús. tonn 2012/13 og 747
þúsund tonn fiskveiðiárið 2011/12.
Ekki er hins vegar lengra síðan
en fiskveiðiárið 2008-09 að loðnuafl-
inn í heild var aðeins 15 þúsund
tonn, sem er það minnsta frá upp-
hafi skipulegra loðnuveiða.
Fyrir og um aldamót var aflinn ár
eftir ár um og vel yfir milljón tonn,
mest 1.571 þúsund tonn 1996-7.
Leitarsvæðið náði frá Grænlands-
sundi og austur fyrir land. Árni
Friðriksson hóf mælingar út af Vík-
urál þann 4. janúar, en varð frá að
hverfa að kvöldi 5. janúar vegna
óveðurs í Grænlandssundi. Árni hóf
aftur mælingar til vesturs frá Kol-
beinseyjarhrygg 7. janúar. Mæling-
unni lauk 13. janúar út af Víkurál.
Aðstæður til bergmálsmælinga
höfðu reynst erfiðar vegna veðurs
mestalla yfirferðina og því ekki talið
fært að nota niðurstöðurnar til ráð-
gjafar.
Góð vika
Dagana 13.-20. janúar var veður
mjög gott til mælinga og á þeim
tíma náði Árni Friðriksson mælingu
með landgrunnsbrúninni frá Græn-
landssundi austur að Bakkaflóa-
djúpi. Mat veiðistofns út frá þessari
mælingu er um 675 þúsund tonn.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, er ekki
sáttur með að aflinn skuli vera
svona lítill og furðar sig á því hvers
vegna Norðmenn fái svona mikið.
„Það verður að segjast eins og er
að þetta eru vonbrigði. Við vorum
að vonast eftir meira en þessu. 100
þúsund tonn er mjög lítið.
Ef horft er til seiðarannsókna þá
er þessi úthlutun minni en við gerð-
um ráð fyrir. Það er líka sérkenni-
legt að sjá hvað fer mikið til ann-
arra þjóða, einkum Norðmanna.
Það gengur ekki alveg upp í okkar
huga að þeir séu að fá 45 þúsund
tonn.“
Eldri aflareglan gaf góða raun
Hann gagnrýnir einnig vinnu-
brögðin við að setja nýja reglu um
aflamark sem sett var á í fyrra.
„Umræða um hana og vinnubrögð
geta ekki talist ásættanleg. Við sem
erum í útveginum komum þar
hvergi nálægt og skiljum hana
varla.
Við fréttum af þessari aflareglu
seinni part síðasta sumars, ef ég
man rétt, en þá fengum við einn
kynningarfund og svo var hún sett
á. Eldri aflareglan hafði gefið góða
raun og samkvæmt henni hefði
loðnukvótinn átt að vera umtalsvert
stærri samkvæmt mælingu Hafró
sem kynnt var í dag (gær). Þetta
eru auðvitað ekki eðlileg vinnu-
brögð.“
Sigurgeir segir ekkert ákveðið
hvenær bátar muni halda til veiða.
„Þetta er ekki flókið. Það þarf ekki
marga daga til að veiða þetta.“
100 þúsund tonn af
loðnu í hlut Íslendinga
Morgunblaðið/Golli
Loðnuflotinn við veiðar Loðnuskip að veiðum í fyrra. Alls veiddust 517 þúsund tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2014/
2015, en endanlegt aflamark var 580 þúsund tonn. Í ár er aflamarkið 173 þúsund tonn, 100 þúsund fara til Íslands.
Ný aflaregla úthlutar 173 þúsundum tonna Norðmenn fá 45 þúsund tonn
Samkvæmt eldri aflamörkum hefði loðnukvótinn átt að vera umtalsvert stærri
Kolbeinn Árna-
son, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka fyr-
irtækja í sjávar-
útvegi, segir að
úthlutunin, 100
þúsund tonn, sé
vonbrigði. „Það
eru vonbrigði
að þetta sé ekki
meira en þetta
er auðvitað eitthvað. Auðvitað
vonum við að það finnist meira
og við verðum í samvinnu með
Hafró að hafa augun opin fyrir
því þegar fram líða stundir.“
Alls veiddust 517 þúsund tonn
af loðnu á fiskveiðiárinu 2014/
2015, en endanlegt aflamark var
580 þúsund tonn. Íslendingar
veiddu um 400 þúsund tonn í
fyrra. Þá var kílóverð á loðnu
um 80 krónur og fengust því yfir
30 milljarðar. Í ár er búist við að
kílóverð verði hærra eða um 100-
120 krónur á kíló sem skilar um
12 milljörðum. Samdrátturinn er
því mikill á milli ára.
Íslandsloðnan er einn fjögurra
stofna loðnu í Norður-Atlantshafi
og Barentshafi og hefur verið
meðal mikilvægustu nytjafiska
Íslendinga í tugi ára. Helstu
tekjur eru af heilfrystingu og
hrognum.
„Menn höfðu áhyggjur af að
það fyndist ekkert meira af loðnu
en við fáum 100 þúsund tonn fyr-
ir íslensku skipin og það gefur
mönnum ástæðu til að fara út og
kannski finnst eitthvað meira.“
„Vonbrigði
að þetta sé
ekki meira“
Kolbeinn
Árnason
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Rannsóknaskip Árni Friðriksson
RE 200 mældi styrk loðnukvótans.