Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 23.01.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupsýslumaðurinn Hreiðar Már Sigurðsson hefur á undanförnum ár- um byggt upp keðju hótela víðs- vegar um landið. Þá hefur félag tengt viðskiptafélaga hans, Ólafi Ólafssyni, sótt um leyfi fyrir stóru hóteli í Reykjavík. Saman tengjast þeir átta hótelum, eða gistiheimilum, um land allt. Eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, er fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Gistivers. Bæði eru þau skráð með lögheimili í Lúxemborg. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er Anna Lísa skráð fyrir 99% hlut í Gistiveri en 1% hlutur í fé- laginu er skráður í eigu eignarhalds- félagsins Valens, sem er líka í henn- ar eigu. Síðarnefnda félagið heitir líklega í höfuðið á Rómarkeisara (364-378) sem féll í orrustu við Gota. Hótel Hengill verður lúxushótel Samkvæmt vefsíðu Gistivers hóf Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreið- ars Más, rekstur félagsins árið 2009 með heimagistingunni Bænir og brauð. Á sama vef segir að Gistiver hafi árið 2011 eignast helmingshlut í Hótel Hengli á Nesjavöllum. Hót- elinu var gerbreytt árið 2012 með endurhönnun og heitir nú Ion Lux- ury Adventure Hotel. Gistiver á helmingshlut í nýja hótelinu, en við- skiptafélagar þeirra Hreiðars Más og Önnu Lísu, hjónin Sigurlaug S. Hafsteinsdóttir og Halldór Haf- steinsson, eiga bæði 25% hlut í hót- elinu. Það gerðist svo vorið 2012 að Gistiver gerði upp Hótel Egilsen í Stykkishólmi og er það bæjarprýði. Samkvæmt vefsíðu Gistivers hef- ur félagið átt helmingshlut í Hótel Búðum síðan árið 2013. Félagið gerði svo upp heimagistinguna Bæn- ir og brauð í Stykkishólmi árið 2014. Árið 2014 opnaði Gistiver þvotta- húsið Sængurver í Stykkishólmi. Samkvæmt vefsíðu Gistivers eign- aðist ION hotel ehf. hostelið Reykja- vík Backpackers að fullu vorið 2015. Það er sem fyrr segir í helmingseigu Gistivers. Unnið er að því að breyta hostelinu í hótel. Sama ár keypti Gistiver Hótel Berg í Keflavík. Þarf ekki að vera tæmandi listi Gistiver rekur því nú sex gisti- staði, þrjá í Stykkishólmi og einn á Nesjavöllum, Búðum og í Keflavík. Ofangreind tímalína byggist sem áður segir á vefsíðu Gistivers. Þær upplýsingar eru nýrri en hluti af ýmsu því sem birt er um félögin á vef Creditinfo. Sýnir grafið hér að ofan tengsl Hreiðars Más og Ólafs við hótelrekstur eins og þau birtast í gögnum á umræddum vef og fyrir- tækjaskrá Creditinfo. Jafnframt voru fyrirtækjaskrá og fundargerðir byggingarfulltrúa Reykjavíkur hafðar til hliðsjónar. Ekki er víst að listinn sé tæmandi. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er viðskiptafélagi Hreið- ars Más og Önnu Lísu áðurnefndur Halldór Hafsteinsson, meðstjórn- andi í félögunum Iceland Backpac- kers og Reykjavík Backpackers. Þau félög hafa heimilisfangið Síðu- múli 29 en þar er skráður fjöldi fé- laga sem Halldór tengist. Keyptu Reykjavík Backpackers Halldór er jafnframt skráður meðstjórnandi hjá Akureyri Back- packers. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo á Reykjavík Backpackers helmingshlut í Akureyri Backpack- ers. Út frá því má álykta að Gistiver tengist líka rekstri hostelsins á Ak- ureyri, í kjölfar yfirtökunnar á Reykjavík Backpackers vorið 2015. Virðist Akureyri Backpackers vera sjöundi gististaðurinn sem Gistiver tengist í gegnum eignarhald. Skal tekið fram að í árslok 2014 var Reykjavík Backpackers skráð í 100% eigu Iceland Backpackers, sem aftur var í helmingseigu félags- ins Wings Capital. Það félag er skráð í eigu Halldórs og viðskipta- félaga hans Davíðs Mássonar. Þess- ar upplýsingar á vef Creditinfo um eignarhaldið eru hins vegar eldri en upplýsingarnar á vef Gistivers og eru þær síðarnefndu því hér hafðar sem heimild. Þess má geta að Reykjavík Backpackers er skráð á Laugavegi 28. Samkvæmt fast- eignaskrá er það húsnæði skráð á BP fasteignir. Þeir félagar Halldór og Davíð eiga saman helmingshlut í félaginu. Á LinkedIn-síðu Halldórs segir að hann hafi verið fjár- málastjóri Air Atlanta Icelandic 2003-7 og sé nú meðeigandi í félag- inu Avion Capital Partners. Húseignin sem Akureyri Back- packers er skráð á, Hafnarstræti 98, er hins vegar skráð í eigu félagsins H98 ehf. í fasteignaskrá. Það félag er í 100% eigu KEA svf. Upplýs- ingar um hluthafa í KEA svf. eru ekki aðgengilegar á vef Creditinfo. Stórhýsi og franskur búgarður Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag hafa eigendur fasteignarinnar Suðurlandsbraut 18 sótt um leyfi til að breyta húsinu í hótel. Samkvæmt fasteignaskrá er húseignin í eigu eignarhaldsfélags- ins Festis. Í fyrirtækjaskrá Credit- info er það félag skráð í 100% eigu hollenska félagsins SMT Partners B.V. Samkvæmt hollensku fyrir- tækjaskránni, Kamer van Koop- handel, hefur félagið SMT Partners B.V. sama heimilisfang og Samskip Holding B.V. í Rotterdam. Á vef Samskipa er Ólafur skráður hjá Samskip Holding B.V. Þess má geta að eiginkona Ólafs, Ingibjörg Kristjánsdóttir, er á vef Creditinfo skráð fyrir 100% hlut í eignarhaldsfélaginu Miðhrauni sem heitir eftir jörð þeirra hjóna á Snæ- fellsnesi. Félagið hefur sama heim- ilisfang og Samskip í Reykjavík. Samkvæmt vefsíðu franska fé- lagsins Pur Cheval tengist rekstur Huilerie-búgarðsins, um 160 km suður af París, rekstrinum í Mið- hrauni. Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á franska búgarðinum, m.a. gerð skeiðvallar. Þau Ingibjörg og Ólafur hafa lögheimili í Sviss. Byggja keðju hótela á Íslandi  Athafnamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson hafa sem fyrr mörg járn í eldinum  Hreiðar Már tengist sjö hótelum og gistihúsum  Félag tengt Ólafi hyggst breyta stórhýsi í hótel Tengsl Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar við hótelrekstur Hreiðar Már Sigurðsson GISTIVER EHF. (Anna Lísa Sigurjónsdóttir á 99% hlut í félaginu, Valens á 1% hlut) Ólafur Ólafsson SAMSKIP HOLDING B.V. FYRIRHUGAÐ HÓTEL Á SUÐURLANDSBRAUT 18 (húseignin er í eigu Festis ehf.) SMT PARTNERS B.V. (100% eignarhlutur í Festi ehf.) REYKJAVÍK BACKPACKERS ICELAND BACKPACKERS AKUREYRI BACKPACKERS HÓTEL BÚÐIR (50% eignar- hlutur) HÓTEL EGILSEN Stykkishólmi BÆNIR OG BRAUÐ (heimagisting) Stykkishólmi HÓTEL BERG Keflavík GISTIHÚSIÐ HÖFÐAGATA Stykkishólmi ION LUXURY ADVENTURE HOTEL Nesjavöllum Ólafur Ólafsson Hreiðar Már Sigurðsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Stykkishólmur Hreiðar Már tengist þremur gististöðum í bæjarfélaginu. Dvergshöfða 27 |Sími: 535 5850 | www.blossi.is Opnunartími: 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 15.500 kr. Litir: Gulur og blár grár dökkblár rauður Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Engarflækjur Ekkertvesen • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Byko og Krónunni Pakkaðu nestinu inn með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.