Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupsýslumaðurinn Hreiðar Már Sigurðsson hefur á undanförnum ár- um byggt upp keðju hótela víðs- vegar um landið. Þá hefur félag tengt viðskiptafélaga hans, Ólafi Ólafssyni, sótt um leyfi fyrir stóru hóteli í Reykjavík. Saman tengjast þeir átta hótelum, eða gistiheimilum, um land allt. Eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdóttir, er fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Gistivers. Bæði eru þau skráð með lögheimili í Lúxemborg. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er Anna Lísa skráð fyrir 99% hlut í Gistiveri en 1% hlutur í fé- laginu er skráður í eigu eignarhalds- félagsins Valens, sem er líka í henn- ar eigu. Síðarnefnda félagið heitir líklega í höfuðið á Rómarkeisara (364-378) sem féll í orrustu við Gota. Hótel Hengill verður lúxushótel Samkvæmt vefsíðu Gistivers hóf Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreið- ars Más, rekstur félagsins árið 2009 með heimagistingunni Bænir og brauð. Á sama vef segir að Gistiver hafi árið 2011 eignast helmingshlut í Hótel Hengli á Nesjavöllum. Hót- elinu var gerbreytt árið 2012 með endurhönnun og heitir nú Ion Lux- ury Adventure Hotel. Gistiver á helmingshlut í nýja hótelinu, en við- skiptafélagar þeirra Hreiðars Más og Önnu Lísu, hjónin Sigurlaug S. Hafsteinsdóttir og Halldór Haf- steinsson, eiga bæði 25% hlut í hót- elinu. Það gerðist svo vorið 2012 að Gistiver gerði upp Hótel Egilsen í Stykkishólmi og er það bæjarprýði. Samkvæmt vefsíðu Gistivers hef- ur félagið átt helmingshlut í Hótel Búðum síðan árið 2013. Félagið gerði svo upp heimagistinguna Bæn- ir og brauð í Stykkishólmi árið 2014. Árið 2014 opnaði Gistiver þvotta- húsið Sængurver í Stykkishólmi. Samkvæmt vefsíðu Gistivers eign- aðist ION hotel ehf. hostelið Reykja- vík Backpackers að fullu vorið 2015. Það er sem fyrr segir í helmingseigu Gistivers. Unnið er að því að breyta hostelinu í hótel. Sama ár keypti Gistiver Hótel Berg í Keflavík. Þarf ekki að vera tæmandi listi Gistiver rekur því nú sex gisti- staði, þrjá í Stykkishólmi og einn á Nesjavöllum, Búðum og í Keflavík. Ofangreind tímalína byggist sem áður segir á vefsíðu Gistivers. Þær upplýsingar eru nýrri en hluti af ýmsu því sem birt er um félögin á vef Creditinfo. Sýnir grafið hér að ofan tengsl Hreiðars Más og Ólafs við hótelrekstur eins og þau birtast í gögnum á umræddum vef og fyrir- tækjaskrá Creditinfo. Jafnframt voru fyrirtækjaskrá og fundargerðir byggingarfulltrúa Reykjavíkur hafðar til hliðsjónar. Ekki er víst að listinn sé tæmandi. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er viðskiptafélagi Hreið- ars Más og Önnu Lísu áðurnefndur Halldór Hafsteinsson, meðstjórn- andi í félögunum Iceland Backpac- kers og Reykjavík Backpackers. Þau félög hafa heimilisfangið Síðu- múli 29 en þar er skráður fjöldi fé- laga sem Halldór tengist. Keyptu Reykjavík Backpackers Halldór er jafnframt skráður meðstjórnandi hjá Akureyri Back- packers. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo á Reykjavík Backpackers helmingshlut í Akureyri Backpack- ers. Út frá því má álykta að Gistiver tengist líka rekstri hostelsins á Ak- ureyri, í kjölfar yfirtökunnar á Reykjavík Backpackers vorið 2015. Virðist Akureyri Backpackers vera sjöundi gististaðurinn sem Gistiver tengist í gegnum eignarhald. Skal tekið fram að í árslok 2014 var Reykjavík Backpackers skráð í 100% eigu Iceland Backpackers, sem aftur var í helmingseigu félags- ins Wings Capital. Það félag er skráð í eigu Halldórs og viðskipta- félaga hans Davíðs Mássonar. Þess- ar upplýsingar á vef Creditinfo um eignarhaldið eru hins vegar eldri en upplýsingarnar á vef Gistivers og eru þær síðarnefndu því hér hafðar sem heimild. Þess má geta að Reykjavík Backpackers er skráð á Laugavegi 28. Samkvæmt fast- eignaskrá er það húsnæði skráð á BP fasteignir. Þeir félagar Halldór og Davíð eiga saman helmingshlut í félaginu. Á LinkedIn-síðu Halldórs segir að hann hafi verið fjár- málastjóri Air Atlanta Icelandic 2003-7 og sé nú meðeigandi í félag- inu Avion Capital Partners. Húseignin sem Akureyri Back- packers er skráð á, Hafnarstræti 98, er hins vegar skráð í eigu félagsins H98 ehf. í fasteignaskrá. Það félag er í 100% eigu KEA svf. Upplýs- ingar um hluthafa í KEA svf. eru ekki aðgengilegar á vef Creditinfo. Stórhýsi og franskur búgarður Eins og fjallað var um í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag hafa eigendur fasteignarinnar Suðurlandsbraut 18 sótt um leyfi til að breyta húsinu í hótel. Samkvæmt fasteignaskrá er húseignin í eigu eignarhaldsfélags- ins Festis. Í fyrirtækjaskrá Credit- info er það félag skráð í 100% eigu hollenska félagsins SMT Partners B.V. Samkvæmt hollensku fyrir- tækjaskránni, Kamer van Koop- handel, hefur félagið SMT Partners B.V. sama heimilisfang og Samskip Holding B.V. í Rotterdam. Á vef Samskipa er Ólafur skráður hjá Samskip Holding B.V. Þess má geta að eiginkona Ólafs, Ingibjörg Kristjánsdóttir, er á vef Creditinfo skráð fyrir 100% hlut í eignarhaldsfélaginu Miðhrauni sem heitir eftir jörð þeirra hjóna á Snæ- fellsnesi. Félagið hefur sama heim- ilisfang og Samskip í Reykjavík. Samkvæmt vefsíðu franska fé- lagsins Pur Cheval tengist rekstur Huilerie-búgarðsins, um 160 km suður af París, rekstrinum í Mið- hrauni. Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á franska búgarðinum, m.a. gerð skeiðvallar. Þau Ingibjörg og Ólafur hafa lögheimili í Sviss. Byggja keðju hótela á Íslandi  Athafnamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson hafa sem fyrr mörg járn í eldinum  Hreiðar Már tengist sjö hótelum og gistihúsum  Félag tengt Ólafi hyggst breyta stórhýsi í hótel Tengsl Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar við hótelrekstur Hreiðar Már Sigurðsson GISTIVER EHF. (Anna Lísa Sigurjónsdóttir á 99% hlut í félaginu, Valens á 1% hlut) Ólafur Ólafsson SAMSKIP HOLDING B.V. FYRIRHUGAÐ HÓTEL Á SUÐURLANDSBRAUT 18 (húseignin er í eigu Festis ehf.) SMT PARTNERS B.V. (100% eignarhlutur í Festi ehf.) REYKJAVÍK BACKPACKERS ICELAND BACKPACKERS AKUREYRI BACKPACKERS HÓTEL BÚÐIR (50% eignar- hlutur) HÓTEL EGILSEN Stykkishólmi BÆNIR OG BRAUÐ (heimagisting) Stykkishólmi HÓTEL BERG Keflavík GISTIHÚSIÐ HÖFÐAGATA Stykkishólmi ION LUXURY ADVENTURE HOTEL Nesjavöllum Ólafur Ólafsson Hreiðar Már Sigurðsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Stykkishólmur Hreiðar Már tengist þremur gististöðum í bæjarfélaginu. Dvergshöfða 27 |Sími: 535 5850 | www.blossi.is Opnunartími: 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 15.500 kr. Litir: Gulur og blár grár dökkblár rauður Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Engarflækjur Ekkertvesen • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Byko og Krónunni Pakkaðu nestinu inn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.