Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.01.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 GOLF í vor Flugsæti til og frá ALICANTE Verð frá64.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v flug til og frá Alicante. 29.mars, 5.apríl og 12.apríl *Verð án Vildarpunkta 74.900 kr. Flogið með Icelandair Ein taska og golfsett innifalið í verði. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Heilsumiðstöðin/Sinnum, sem rekur Sjúkrahótelið í Ármúla, hefur sagt upp samningi sínum við Sjúkratrygg- ingar Íslands (SÍ) um gistingu og hótelþjónustu. Uppsagnafresturinn er þrír mánuðir og því verður dyrum hótelsins lokað 1. maí. Í uppsagnarbréfi sem Heilsumið- stöðin sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í gær kemur fram að það hryggi for- svarsmenn að starfsemin hafi orðið að bitbeini á milli opinberra aðila. Ekki í þágu sjúklinganna Vonast sé til að SÍ og Landspít- alinn í samvinnu við velferðarráðu- neyti finni lausnir til lengri tíma sem skapi sátt og gagnist sem best þeim mikla fjölda einstaklinga sem á þess- ari þjónustu þurfa að halda. „Maður er auðvitað sleginn yfir þessu og sannarlega er þetta ekki niðurstaða sem er í þágu sjúkling- anna eða sjúkratryggðra en um leið kemur þetta ekki á óvart miðað við það sem á undan er gengið,“ segir Steingrímur Ari um uppsögn samn- ingsins en hann sé ríkinu afar hag- stæður. „Ef tryggja á sambærilega þjónustu í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi þá verður það væntanlega ekki gert nema með hækkun fjár- veitingar,“ segir hann. Skiptar skoðanir eru á eðli og hlut- verki Sjúkrahótelsins sem nú starfar eftir samningi við SÍ en þar er starf- semin skilgreind. Kveður samning- urinn á um hótelgistingu og fullt fæði fyrir einstaklinga sem færir eru um athafnir daglegs lífs. Landspítalinn, sem ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarþjónustu á Sjúkra- hótelinu samkvæmt samningi við SÍ, gerir hins vegar aðrar kröfur. Hann vill að þar geti gist einstaklingar sem þurfi langtum meiri þjónustu en gert er ráð fyrir að veitt sé á Sjúkrahót- elinu. „Mér þótti það ómaklegt“ „Samkvæmt samningi á ekki að vísa einstaklingum á hótelið nema þeir séu færir um athafnir daglegs lífs en það er eitt af því sem komið hefur upp vegna erfiðleika í rekstri spítalans. Sjúklingar hafa verið sendir á hótelið sem ekki hafa átt þangað erindi og ekki eru færir um athafnir daglegs lífs,“ segir Stein- grímur Ari jafnframt. Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt Sjúkrahótelið fyrir að veita ekki þá þjónustu sem spítalinn hefur væntingar um. „En er í raun allt annað en okkur hefur verið ætlað að sinna samkvæmt samningum,“ segir í uppsagnarbréfinu. Steingrímur Ari segir að ekki hafi farið á milli mála að ágreiningur um útfærsluna á þjónustunni bitnaði á rekstraraðila hótelsins. „Mér þótti það ómaklegt.“ Stefnumörkun ríkisins óbreytt „Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að finna betri sam- starfsflöt með Landspítalanum, sem er sú stofnun sem einna mikilvægast er að við stígum í takti við,“ segir í uppsagnabréfinu en meiðandi yfir- lýsingar spítalans í fjölmiðlum um öryggi og aðbúnað gesta hafa ítrek- að komið forsvarsmönnum Heilsu- miðstöðvarinnar í opna skjöldu. „Óhjákvæmilega grafa þær undan þeirri þjónustu sem Sjúkrahótelinu er ætlað að veita.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra sagði málið koma á óvart. „Þetta er eitthvað sem ráðu- neytið þarf að fara yfir með Land- spítalanum og Sjúkratryggingum Íslands.“ Stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar sé sú að sjúklingum sé tryggður aðgangur að þjónustu sem þessari og það hafi ekki breyst. Ekki náðist í forsvarsmenn Landspítalans við vinnslu fréttar- innar. Sjúkrahótelið í Ármúla segir upp  Heilsumiðstöðin segir upp samningi um sjúkrahótel við Sjúkratryggingar Íslands  Urðu að bitbeini milli stofnana  Landspítalinn gagnrýni hótelið ómaklega  „Sleginn yfir þessu,“ segir forstjóri SÍ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hún er mjög góð, miðað við okkar bú,“ segir Ólöf Samúelsdóttir, bóndi í Hvammi á Barðaströnd. Í fjósinu hjá henni og Valgeiri Jóhanni Dav- íðssyni stendur kýrin Milla sem er afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári. Milla skilaði 12.511 kg mjólkur í fyrra, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarfélag- anna. Er hún með örfáum kílóum meiri mjólk en metkýrin Urður á Hvanneyri sem í mörg ár hefur ver- ið með afurðamestu kúm landsins. Raunar voru fjórar kýr nokkuð jafn- ar á toppnum. „Það er ánægjulegt að heyra,“ sagði Ólöf þegar hún heyrði tíð- indin. Milla er fædd í ágúst 2005 og ætti því að vera komin á efri ár, af mjólk- urkú að vera. Hún skilaði 6.000 lítr- um á fyrsta mjaltaskeiðinu sem telst gott hjá kvígu og síðan hefur verið góð stígandi í afurðum. Hún bar sjötta kálfinum í nóvember 2014 og á mjaltaskeiðinu hefur hún mjólkað 13.842 lítra, samkvæmt tölvunni hjá Ólöfu. Í skýrsluhaldinu er miðað við almanaksárið. Hún fór oft í 50 lítra á dag, þótt meðaltalið sé lægra og enn skilar hún um 20 lítrum á dag. „Við ætlum að halda henni áfram. Milla hefur alla tíð verið hraust og aldrei neitt vesen með hana. Hún er ákaf- lega geðgóð,“ segir Ólöf. Í fjósinu er önnur kýr, efnileg. „Hún er að sýna svipaða takta og Milla. Hún var nærri dauð en við þrjóskuðumst við. Svo bar hún tví- burakálfum og hefur aldrei verið sprækari. Nú er hún að verðlauna okkur fyrir lífgjöfina,“ segir Ólöf. „Ég er skíthrædd. Það er víða ver- ið að byggja stór bú. Ef kvótinn verður felldur niður má reikna með að stóru búin geti framleitt ódýrara og litlu búin verði undir. Ég veit ekkert um framtíðina í búskapnum,“ segir bóndinn í Hvammi. »12 Aldrei neitt vesen með hana Ljósmynd/Ólöf Samúelsdóttir Metkýr Kýrin Milla í Hvammi er mikill gæðagripur. Hún er kolótt á lit, svört með rauð hár á hausi og aftur eftir hrygg.  Afurðahæsta kýr- in er á Barðaströnd Votviðrið verður áfram við völd um helgina. Rigning og skúrir blasa við ásamt allsnörpum vindi. Miklu úrhelli er spáð í fyrramálið og gott að gera viðeigandi ráðstafanir. Hettan þarf að vera áfram á úlpunni yfir húfunni því helgar- veðrið er allt annað en skemmtilegt. Morgunblaðið/Styrmir Kári Helgarveðrið allt annað en skemmtilegt Spáð er hvössu og blautu veðri um helgina víða um landið Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, hefur ákveðið að færa Aldísi Hilmarsdóttur, aðstoðaryfirlög- regluþjón og yfirmann fíkniefna- lögreglunnar, til í starfi. Þetta tilkynnti Sigríður Björk Aldísi í gær og jafnframt starfs- mönnum embættisins. Staðfestir hún jafnframt að Runólfur Þórhallsson, aðalvarð- stjóri í sérsveit lögreglustjóra, muni taka við embætti yfirmanns fíkniefnadeildar af Aldísi. Vísar Sigríður í lög um rétt- indi og skyldur starfsmanna rík- isins, spurð um ástæður flutn- ingsins, en þar segir að starfsmanni sé skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði. Sigríður færir Aldísi til í starfi Aldís Hilmarsdóttir Sigríður Björk Guðjónsdóttir  Runólfur tekur við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.