Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Héldu dótturina hafa dottið úr rúminu 2. „Ég er vinningshafinn!“ 3. Aron hættir með landsliðið 4. Gómaði kærastann við að skrifast …  Leikarinn Guðmundur Ingi Þor- valdsson er tilnefndur til bresku kvik- myndaverðlaunanna National Film Awards sem besti leikari í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Chasing Robert Barker. 11 aðrir leikarar eru tilnefndir að auki og þeirra á meðal kvikmyndastjörnurnar Colin Farrell, Michael Fassbender, Colin Firth, Tom Hardy, Tom Hiddle- ston og Daniel Craig. Kvikmyndin Hrútar er einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Tilnefningarnar, sem eru í 18 flokkum, voru fengnar með netkosningu sem um 1,3 millj- ónir manna tóku þátt í, að því er segir á vef verðlaunanna. Er nú hafin net- kosning um þá bestu meðal til- nefndra á vef verðlaunanna, nation- alfilmawards.co.uk, sem stendur til 25. mars og mun verðlaunahátíðin fara fram 31. mars í Lundúnum. Á vefnum mbl.is má finna viðtal við Guðmund Inga um tilnefninguna. Tilnefndur til breskra kvikmyndaverðlauna  Flautuleikarinn og tónskáldið Berglind María Tómasdóttir blæs til „flautusjós“ í kvöld kl. 21 í menn- ingarhúsinu Mengi. „Á þessum tónleikum ætla ég að flytja verk fyrir flautu og á köflum flautur. Þau eru alls kyns og sum eru líka með myndbandi. Sum verkin fjalla um lítil flautuhljóð, önnur stór flautu- hljóð. Sum, sennilega flest þeirra, eru frekar óflautuleg í eðli sínu. Og þó, kannski ekki,“ segir Berglind meðal annars um viðburðinn. Í verkum sínum leitast Berglind við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem fé- lagslegt fyrirbæri. „Flautusjó“ í Mengi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðvestan 10-20 m/s, hvassast í vindstrengjum á Norð- vesturlandi og í Eyjafirði. Rigning eða slydda, en þurrt að mestu á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti 0 til 6 stig. Á sunnudag Sunnan- og suðaustan 10-18 m/s og rigning, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag Sunnan 8-15 m/s með rigningu og síðar skúrum eða éljum. Bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður. Njarðvíkingar hrósuðu sigri gegn erkifjendum sínum í Keflavík þegar liðin áttust við í æsispennandi leik í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. Njarðvík- ingar innbyrtu sigurinn með góðum endaspretti og fögnuðu ákaft á heimavelli granna sinna í leikslok en fjölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með rimmunni. »2 Njarðvíkingar unnu grannaslaginn Franskir sérfræðingar telja eftir nákvæma úttekt að sundkonan frábæra Eygló Ósk Gústafsdóttir, nýbak- aður íþróttamaður ársins, geti synt mun hraðar en gildandi heimsmet í 200 metra baksundi. Frá þessu greindi Jacky Pellerin, þjálf- ari íslenska landsliðsins í sundi, á ráðstefnu um af- reksíþróttir. »1 Hefur burði til að bæta heimsmetið HSÍ hefur hafið leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið í handbolta eftir að Aron Kristjánsson ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sín- um og láta af störfum þegar í stað. Kristján Arason og Geir Sveinsson eru meðal þeirra þjálfara sem þykja koma til greina. »1 Leit hafin að nýjum landsliðsþjálfara Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þessa dagana er verið að frumsýna teikningar og líkan af glæsilegri 56 metra snekkju. Auk íburðar um borð er gert ráð fyrir að hún verði sér- staklega styrkt fyrir siglingar í ís. Raunverulega er um lítinn ísbrjót að ræða, sem getur skorið 80 senti- metra ís. Ef ísinn er þykkari skríður hún upp á hann og brýtur undan þunga sínum. Breska fyrirtækið Hawk Yachts lét hanna snekkjuna og útlitshönn- uður hennar er Davíð Rósinkarsson. Þegar rætt var við Davíð í gær var hann á leiðinni á stóra bátasýningu í Düsseldorf, þar sem allt er tengist bátum og bátasporti er til sýnis. Þó ekki stórar snekkjur því Mónakó er helsti vettvangur fyrir slíkar sýn- ingar. Davíð sagði eðlilega nokkra spennu í loftinu um hvort kaupandi fyndist og hvort snekkjan færi af teikniborðinu yfir í framleiðslu, því þegar hefur verið lagt í talsverðan kostnað við hönnun. „Eftir að hafa starfað sem pípu- lagningamaður í ellefu ár breyttust aðstæður í lífi mínu árið 2011 og ég ákvað að hefja nám í farartækja- hönnun,“ segir Davíð. „Ég lauk BA- námi frá listaháskóla í Tórínó 2014 með áherslu á snekkjur og mótor- hjól og eftir eitt ár á Íslandi hóf ég störf í Þýskalandi í haust. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á snekkjum og hafði stúderað lögun þeirra og út- lit lengi áður en ég fór að læra. Verktaki hjá Porsche Núna er ég sjálfstæður verktaki sem þrívíddarhönnuður hjá Porsche-bílaverksmiðjunum. Í gegn- um tengsl sem mynduðust í vinnunni fyrir Porsche kom þetta verkefni fyrir Hawk upp í hendurnar á mér í september. Síðan hefur lítið annað komist að og það verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður. Sala á snekkjum hefur aftur tekið við sér eftir efnahagshrunið, Sádi-Arabar eru stórir kaupendur og sömuleiðis Rússar, en um allan heim er fram- leiðsla og sala á snekkjum að taka við sér.“ Þrír menn voru fengnir til að koma með tillögur að útlitshönnun snekkjunnar og varð ein af tillögum Davíðs fyrir valinu. Aðeins glerskál- inn á brúardekkinu, sem Davíð kall- ar vetrargarðinn, var samvinnuverk- efni fleiri aðila. Sérfræðingar voru síðan kallaðir til á hverju verksviði; vélfræði, búnaði, innréttingum o.s.frv. Davíð er með eigið fyrirtæki, Órós, en þessar snekkjuteikningar merkti hann fyrirtækinu sem hann starfaði hjá sem verktaki að hönn- uninni, VP-Associates. Um öll heimsins höf Snekkjan á að geta siglt um öll heimsins höf og þar eru norðurhöf og Suður-Íshafið ekki undanskilin. Gert er ráð fyrir að skrokkur snekkjunnar verði smíðaður úr stáli, en yfirbygging gæti verið úr áli. Þessi litli ísbrjótur, í lægsta flokki slíkra, yrði með margfalda styrk- ingu í stefni, sérstaklega sterkt ís- belti við sjávarlínu og skrúfurnar yrðu óvenju stórar og sterkbyggðar. Píparinn fór í snekkjuhönnun  „Hef alltaf haft mikinn áhuga á snekkjum“ Lystisnekkja og ísbrjótur Tölvugerð mynd af snekkjunni við Portofino á Ítalíu, sem er eitt af þorpunum fimm. Um framhaldið segir Davíð að það sé nokkurri óvissu háð, en vonandi verði framhald hjá honum á verkefnum í bílaiðnaði og snekkjuhönnun er- lendis. „Sem verktaki hjá Porsche er okkur sagt að engar breytingar séu á döfinni,“ segir Davíð. „Hins vegar er Porsche í eigu Volkswagen og VW- hneykslið í haust skapar ákveðna óvissu. Snekkju- iðnaðurinn er að taka við sér og umsvifin hafa verið að aukast í Kína, bæði hvað varðar sölu á heimamarkaði og í hönnun og framleiðslu. Hawk Yachts hefur áhuga á að við hönnum síðar á þessu ári 75-80 metra útgáfu af þessari sömu hönnun. Þetta er spennandi heimur og það bjóðast vonandi önnur tækifæri að þessu loknu,“ segir Davíð. Vilja hanna stærri snekkju VONAST EFTIR FRAMHALDI Í BÍLAIÐNAÐI OG SNEKKJUHÖNNUN Davíð Rósinkarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.