Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 1
Stofnað 1913  74. tölublað  104. árgangur  F I M M T U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 6 AUÐVELDA INN- FLUTNING Á HÆFILEIKAFÓLKI 15 SYSTKIN — ÞÚSUND ÁR ÉG OG RADIO- HEAD: 23 ÁRA SAMBAND AFKOMENDUR AXLAR-BJÖRNS 24 FER Á KOSTUM Á TÓNLEIKUM 82VIÐSKIPTAMOGGINN Engin takmörk eru fyrir þeim grimmdarverkum sem framin eru um þessar mundir í yngsta ríki heims, Suður-Súdan. Borgarastyrjöldin hefur stað- ið í tvö ár og kostað tugþúsundir manna lífið, mögu- lega jafnmarga og í Sýrlandi. Um milljón hefur flú- ið landið, flestir til Úganda. „Maðurinn minn var dreginn að víglínunni, ég átti enga peninga til að framfleyta börnunum. Ég varð að fara,“ segir Helen, 11 barna móðir, í sam- tali við Morgunblaðið sem kynnti sér aðstæður flóttafólksins. „Ég veit ekki hvort ég sé hann aftur. Er hann enn á lífi? Ég veit það ekki.“ »50-51 Morgunblaðið/Kristín Heiða „Er hann enn á lífi?“ Gleymda stríðið í Suður-Súdan Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignafélagið Reitir áformar að byggja allt að 100 þúsund fermetra af atvinnu- og íbúðar- húsnæði við Kringluna. Til samanburðar er Kringlan nú rúmir 50 þúsund fermetrar og yrði þetta því sennilega mesta uppbygging verslunarhúsnæðis í sögu landsins. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir hugmyndina þá að bæta við verslunum og skrifstofum, byggja nýtt hótel og reisa allt að 250 íbúðir við Kringluna. Guðjón segir Reiti horfa til Norðurlandanna í þessu efni. Þar séu mörg dæmi um að íbúðir og ýmis afþreying og þjónusta sé byggð upp við verslunarmiðstöðvar. Hann segir áformin unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg. Mark- miðið sé að hefja uppbyggingu á næstu árum. Leiguverðið komið að þolmörkum Guðjón segir Reiti hafa hætt við uppbygg- ingu á stórum byggingarreitum í miðborg Reykjavíkur, enda hafi áhættan verið of mikil. Leiguverð sé í sumum tilfellum orðið svo hátt að það verði ekki hækkað meira. „Þetta er ekki bara spurning um hvort viðkomandi rekstraraðili sé í stakk búinn til að standa undir leigunni til nánustu framtíðar,“ segir Guðjón. Þrefalda Kringlu- svæðið  Reitir bæta við 100 þúsund fermetra byggð MNýtt þorp... »ViðskiptaMogginn Teikning/Reitir Breyting Byggingarmagnið margfaldast.  Framkvæmdastjóri hjá Isavia telur heppilegt að hefja notkun mannlausra flutningaflugvéla í löngu flugi, t.d. um heim- skautasvæðin. „Þar eru langar vegalengdir, góð hagkvæmni og ekki eins þétt umferð. Ekki er heldur sama hætta á jörðu niðri, ef eitthvað fer úrskeiðis, því megnið af pólleiðunum er yfir óbyggðum svæðum,“ segir Ás- geir Pálsson en hann velti þeirri hugmynd upp á síðustu heim- skautaráðstefnu forseta Íslands, Arctic Circle, að heppilegt kynni að vera að hefja flug mannlausra flutningavéla um heimskauta- svæðin. Tæknin til að fjarstýra flug- vélum er til. Þeim yrði stýrt frá jörðu í flugtaki og lendingu en þess á milli hafðar á sjálfstýr- ingu. Telur Ásgeir langt í að far- þegar fáist til að stíga upp í flug- vél sem eigi að fljúga án flugmanns. Annað gildi um flutn- ingaflug. Það geti haft í för með sér mikinn efnahagslegan ábata. Ásgeir telur jafnframt að Ís- land gæti orðið ein af mið- stöðvum slíks flugs. »10 Fjarstýrt flug yfir heimskautin Pökkun Ódýrara gæti orðið að fljúga með lax í sushi Japana. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason  Alls 70 milljónir íslenskra króna voru gefnar fyrir frí- merkjasafn Indriða heitins Páls- sonar forstjóra þegar það var boðið upp í Málmey í Svíþjóð á dögunum. Mörg merk merki voru í safninu, en aðeins 60% þess eru nú seld. Hin 40% fara væntanlega á uppboð á haust- dögum þessa árs. »20 Frímerki Indriða fóru á 70 milljónir Sjálfsvígum 60 til 80 ára og eldri fjölgaði árin 2013 og 2014, samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Fjórir eldri en 80 ára sviptu sig lífi árið 2014. Aldrei hafa fleiri í þessum ald- urshópi fallið fyrir eigin hendi en árið 2014 ef miðað er við tölur frá árinu 1996. „Þegar rýnt er í þessar tölur þá líta síðustu tvö ár ekki vel út og það vekur ugg. Ef þessi þróun heldur áfram næstu tvö árin er þetta virki- lega eitthvað sem þarf að fylgjast með því þetta getur verið mælikvarði á heilsu og hag aldraðra,“ segir Sigurður Páll Pálsson geð- læknir á Landspítala. Öll sjálfsvíg eiga sér einhverja forsögu um þunglyndi eða þung- lyndiseinkenni en hjá öldruðum eiga sjálfsvíg sér lengri sögu en þeim yngri. Hann segir brýnt að fólk sé meðvitað um líðan annarra og spyrji um geðheilsu. »28 Sjálfsvígum eldri borgara hefur fjölgað milli ára Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér líst mjög vel á það, ef það stefnir í að þau ætli að manna sig upp í það að leggja fram vantraust þótt þau kalli það öðru nafni. Ég var farinn að óttast að það yrði ekkert úr þessu hjá þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um þingrof og nýjar kosningar sem boðað er að komi fram í næstu viku. Sigmundur Davíð segir að nú sé góður tími til að taka um- ræðu í þinginu um árangur rík- isstjórnarinnar og jafnvel bera hana saman við þá síðustu. „Ef menn eru tilbúnir að sjá af dá- litlum tíma þingsins í það líst mér mjög vel á það,“ segir hann. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra telur enga ástæðu til þingrofs. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi náð miklum árangri í sínum störfum. Ég tel að það sé meg- inhlutverk hennar að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Það hefur gengið að mörgu leyti vonum framar. Af þeirri ástæðu tel ég enga ástæðu til þingrofs.“ For- sætisráðherra segir að ríkis- stjórninni hafi gengið vel að ná markmiðum sínum, jafnvel betur en hann hefði þorað að vona. „Nú hefur það svosem komið í ljós að undanförnu að ég hef í þeirri vinnu allri tekið hagsmuni almennings fram yfir allt annað, jafnvel fjölskylduhagsmuni. Ekki er nema gott um það að segja ef menn vilja ræða árangurinn og þá margra ára baráttu sem þurfti til að gera hann að veruleika.“ »6 Ræða árangur stjórnarinnar  Forystumenn ríkisstjórnarinnar telja enga ástæðu til þingrofs og kosninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.