Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 2

Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Farfuglarnir eru góður og öruggur vorboði og það eru malbiksmenn raunar líka. Í gær, þegar vel viðraði í borginni, fóru þeir á stjá og fylltu í holur í götum við Kringluna og víðar í Reykja- vík. Þeir gengu mjög rösklega til starfa, sem líka þarf enda bíða mörg aðkallandi verkefni. Víða eru vegir og götur illa farin eftir veturinn – og holur, bungur og sprungur skapa bæði hættu á slysum og skemmdum. Holufyllingar í blíðviðrinu í borginni Morgunblaðið/Golli Guðni Einarsson gudni@mbl.is GRECO, Samtök ríkja Evrópuráðs- ins gegn spillingu, beindu þeim til- mælum til íslenskra stjórnvalda árið 2013 að núverandi fyrirkomulag hagsmunaskráningar alþingismanna yrði útvíkkað. Þar á meðal var lagt til að skoðað yrði hvort hagsmunaskráin ætti einnig að geyma upplýsingar um fjármál maka alþingismanna og eins t.d. barna á framfæri alþingismanna. Tekið var fram að slíkar upplýsingar yrðu ekki endilega gerðar opinberar. Þessi breyting hefur ekki verið gerð á reglum um hagsmunaskráningu. Þetta má lesa í nýrri áfanga- skýrslu sem GRECO birti 23. mars sl. varðandi úttekt á því hvernig Ís- landi hafi tekist að fara að tilmælum samtakanna. Skýrslan fjallar um varnir gegn spillingu á meðal alþing- ismanna, dómara og saksóknara. GRECO lagði einnig til að hags- munaskráningin næði yfir fjármuni og framlög sem alþingismenn veita viðtöku. Einnig innihéldi hún sund- urliðaðar upplýsingar um fjárskuldir alþingismanna aðrar en eðlilegar skuldir vegna húsnæðiskaupa eða al- mennar skuldir innan tiltekinna marka. GRECO mælti með því að Alþingi yki á trúverðugleika hagsmuna- skráningarinnar með því að auka eft- irlit með því að reglunum væri fram- fylgt. Einnig þyrftu alþingismenn að hafa aðgang að ráðgjöf og leiðbein- ingum á þessu sviði. Auk þess yrðu tekin upp einhvers konar viðurlög gagnvart þeim alþingismönnum sem fara ekki að reglunum. Þess má geta að reglur um skrán- ingu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings voru samþykktar 2009. Þær voru síðan endurskoðaðar 2011. Reglurnar voru samdar með hliðsjón af reglum danska þingsins. Einnig má nefna að Alþingi sam- þykkti 16. mars sl. nýjar siðareglur alþingismanna. Við samningu siða- reglnanna var m.a. horft til siða- reglna Evrópuráðsþingsins, sem nær öll þjóðþing Evrópu eiga aðild að. GRECO beindi á sínum tíma til- mælum til Íslands um að settar yrðu siðareglur alþingismanna. Í nýju skýrslunni er lýst ánægju með und- irbúningsvinnuna við setningu þeirra. Vilja ítarlegri hagsmunaskráningu  GRECO-samtökin lögðu fram tilmæli um hagsmunaskrán- ingu alþingismanna  Kveða á um hagsmuni maka og barna Sorpmagn frá hverjum Reykvíkingi á síðasta ári var 179 kíló en hafði verið 176 kíló árið 2013. Aukningin milli ára er 1,7%. Til samanburðar má nefna að vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 7,1% frá janúar 2015 til janúar á þessu ári. Oft hef- ur mátt sjá fylgni milli þróunar kaupmáttar og sorpmagnsins, þótt svo sé ekki nú. Af því má draga þá ályktun að fólk sé nýtnara en áður, að sóun sé á undanhaldi ellegar að meiri kaupmáttur hafi ekki skilað sér til allra hópa. Svipað og síðustu ár Hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er vakin at- hygli á því að skil á endur- vinnslustöðvar Sorpu hafi aukist að undanförnu. Meðal þess sem fólk endurnýi nú þegar hagur rýmkast séu til dæmis heimilistæki, innrétt- ingar og fleira. Blandað sorp, það er almennt rusl sem til fellur á heimilum og fer í gráu tunnuna svonefndu, var 151 kíló á mann í fyrra. Það er svipað og árin tvö þar á undan. Í tölunum birtist sú vitundarvakning að nú flokka flestir sorpið sem til fellur í sínum ranni. Magn blandaðs sorps fer minnkandi en æ meira af pappír fer í blátunnurnar. Þær eru ætlaðar fyrir t.d. dagblöð, mjólkurfernur, umbúðakassa og svo fleira slíkt. Í þær skilaði hver borgarbúi 28,5 kílóum í fyrra borið saman við rétt tæp 27 kíló frá hverjum borgarbúa árið 2014. Blöð í blátunnur Árið 2013 var vegið pappírsmagn sem fór í bláar tunnur 19,9 kíló per borgarbúa, en 7,4 kg. árið 2012. Það sama ár, 2012, var blandaða sorpið frá hverjum borgarbúa, en dagblöð voru þá með, 174 kg. og borið saman við 151 kg. í fyrra er það 12,2% minna magn. Því sækir endurvinnslan mikið á, ekki síst í pappírnum. sbs@mbl.is Sorpmagnið eykst milli ára Morgunblaðið/Golli Rusl Sorphreinsunarmenn á fullu.  Blátunnan með blöðunum í endur- vinnslu sækir á „Upplýsingarnar sem við fáum eru þær að ríkis- stjórnin muni á næstu dögum taka ákvörðun um smíði nýrrar ferju. Eins og staðan er núna megum við heldur engan tíma missa,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum. Birt var í gær minnisblað frá Sig- urði Áss Grétarssyni hjá Vegagerð- inni þar sem fram kemur að módel- prófanir af nýrri Vestmannaeyja- ferju sýni að skv. núverandi hönnun geti frátafir í siglingum milli Eyja og Landeyjahafnar orðið 30 dagar á ári. Áður var búist við að þeir væru að- eins 10 á ári. Þættirnir sem frátöfum geta valdið eru einkum og helst öld- ur, vindur, dýpi og slíkt. „Þessi prófun nú breytir kannski ekki öllu, nema þá þarf að búa skipið betur til siglinga upp í Þorlákshöfn. En það munar öllu að hægt verði að fara stystu leiðina alls 11 mánuði á ári í stað fjögurra til fimm eins og nú er. Núverandi stöðu í samgöngum til og frá Eyjum þarf að leysa, enda er hún öllum dýr og óþægileg,“ segir bæjarstjórinn. sbs@mbl.is Ákvörðun á næstu dögum Elliði Vignisson  Elliði: Megum engan tíma missa „Mér finnst langt til seilst að skrá hags- muni maka eða barna þing- manna. Það er mín skoðun,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Hann kvaðst ekki hafa séð nýja áfanga- skýrslu GRECO um frammi- stöðu Íslands. „Ég kannast við að GRECO hefur haft uppi þessi sjónarmið á fyrri stigum,“ sagði Einar. Hann sagði það eiga við um reglur um hagsmunaskráningu alþingismanna, eins og aðrar reglur, að þær væru undir- orpnar breytingum. „Ég tel að breytingar á hags- munaskráningu verði að gera að mjög vandlega íhuguðu máli. Menn verða að gera sér grein fyrir því til hvers þær munu leiða,“ sagði Einar. „Mér finnst eðlilegt að fara efn- islega yfir þessar ábendingar frá GRECO. Þegar þessi skýrsla berst okkur finnst mér sjálf- sagt að forsætisnefnd Alþingis fari yfir hana.“ Málið verður skoðað EINAR K. GUÐFINNSSON, FORSETI ALÞINGIS Einar K. Guðfinnsson Tabula gratulatoria Þann 6. apríl nk. verður séra Vigfús Þór Árnason sjötugur. Af því tilefni réðust vinir hans og velunnarar í það mikla verk að láta skrifa um hann bók og verður hún hvort tveggja í senn, endurminningar hans og afmælisrit. Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur séð um ritunina og mun bókin koma út á haustdögum. Hún verður bráðskemmtileg eins og þeirra félaga er von og vísa, en snertir einnig hina viðkvæmu strengi í brjóstum okkar. Aftast í bókinni verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og þar geta þeir sem gerast áskrifendur að bókinni – og heiðra um leið séra Vigfús Þór á þessum tímamótum – fengið nafn sitt skráð. Eru þeir beðnir að hafa samband í netfangið: holar@holabok.is (og taka þá fram fullt nafn þess eða þeirra sem á að skrá + heimilisfang og kennitölu) eða í síma 557-5270. Verð bókarinnar verður 6.980 kr. og greiðist fyrirfram. F.h. Bókaútgáfunnar Hóla Guðjón Ingi Eiríksson holar@holabok.is — www.holabok.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.