Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Fallegt var um að litast í Borgarfirðinum þegar ljósmyndari Morgunblaðs-
ins átti þar leið um eitt síðdegið. Við heiðskíran himininn bar hest sem
spókaði sig um í blíðviðrinu. Vorið er framundan og veðurspáin góð.
Morgunblaðið/Eggert
Vorlegt um að litast
Hestur í sólsetrinu í Borgarfirði
HB Grandi hf.
hefur ákveðið að
hætta við þátt-
töku í árlegri al-
þjóðlegri sjávar-
útvegssýningu
sem haldin verð-
ur í Brussel dag-
ana 26.-28. apríl
næstkomandi.
Tvö minni fyrir-
tæki sem ætluðu
að vera með í
samflotinu á þjóðarbásnum hafa
hætt við þátttöku og einhver fyrir-
tæki hafa ákveðið að senda færra
fólk út. Ástæðan er í öllum tilvikum
áhyggjur af öryggi starfsfólks í kjöl-
far hryðjuverkaárása í borginni.
Áætlað var að senda 27 starfs-
menn HB Granda á sýninguna, en
„að vel ígrunduðu máli telja stjórn-
endur félagsins ekki forsvaranlegt
að senda starfsmenn til Brussel að
þessu sinni þar sem óvíst er hvort
hægt verði að tryggja öryggi þeirra
með viðunandi hætti eftir nýlegar
hryðjuverkaárásir í borginni“, segir
á heimasíðu HB Granda.
Sérstök öryggisgæsla
HB Grandi hefur verið eitt af
stærri íslensku sjávarútvegsfyrir-
tækjunum á sýningunni og segir
Berglind Steindórsdóttir, sýning-
arstjóri hjá Íslandsstofu, slæmt að
missa það út. Hún kannast við um-
ræður innan fleiri fyrirtækja, hér og
erlendis, um öryggi starfsfólks. Hún
veit þó ekki til þess að fleiri stórir ís-
lenskir sýnendur hafi hætt við. Það
komi í ljós á næstu dögum.
Margir óttast að fáir gestir sæki
sýninguna. Stjórnendur sýning-
arinnar hafa tilkynnt sérstakar ör-
yggisráðstafanir í samvinnu við
borgaryfirvöld. Þá er verið að skipu-
leggja rútuferðir því vitað er að
margir fulltrúar sýnenda og gestir
vilja ekki nota almennings-
samgöngur við núverandi aðstæður.
Hætta við
þátttöku í
sýningu
HB Grandi sendir
ekki fólk til Brussel
Vinna HB Grandi
framleiðir afurðir
til útflutnings.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Verkefnum lögreglunnar sem varða
útigangsmenn fer frekar fækkandi
eftir að Reykjavíkurborg tók upp
aðra stefnu varðandi þjónustu við
þá. Þetta segir Jóhann Karl Þór-
isson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá
Lögreglu höfuðborgarsvæðisins.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær halda utangarðsmenn
í misjöfnu ástandi orðið mikið til á
Kaffistofu Samhjálpar yfir daginn
svo starfsfólkinu þar stendur ekki
orðið á sama. Jóhann Karl segir að
lögreglan sé stundum kölluð að
Kaffistofunni en eins og er séu mál-
efni útigangsmanna ekki íþyngjandi
fyrir lögregluna.
„Eftir að borgin lengdi afgreiðslu-
tíma gistiskýlisins sjáum við minna
af þeim í fangaklefum hjá okkur. Við
förum yfirleitt beint með þá í gisti-
skýlið. Borgin stendur sig mjög vel
og við vinnum þetta vel saman,“ seg-
ir Jóhann Karl.
Lifir ekki frítt
Því hefur heyrst fleygt að það sé
of gott að vera útigangsmaður í
Reykjavík og því sé erfitt að fækka í
hópi þeirra. Þeir fái mat og húsa-
skjól og svo örorkubætur eða fjár-
hagsaðstoð sem þeir geta drukkið
óskert fyrir. Sigþrúður Arnardóttir,
framkvæmdastjóri þjónustu-
miðstöðvar Miðborgar og Hlíða,
segir að það sé ekki hægt að segja
að fólk geti lifað hér frítt en það sé
alltaf til hópur sem hefur ekki tæki-
færi til að nýta fé sitt öðruvísi en til
neyslu eða annars út af veikindum.
„Ef fólk er húsnæðislaust hrakar því
mjög hratt og færnin til að bjarga
sér hverfur. Þetta er staða sem er
mjög erfitt að komast upp úr en við
erum að reyna að koma til móts við
viðkomandi með stuðningi og að
tryggja þeim húsnæði. En okkur
vantar fleiri búsetuúrræði fyrir
þennan hóp.“
Reykjavíkurborg stendur ein
undir rekstri þjónustu við útigangs-
fólk með t.d. styrkjum til Sam-
hjálpar og Hjálpræðishersins auk
þess að reka önnur úrræði. Úti-
gangsmenn í borginni koma víða að
en önnur sveitarfélög hafa ekki tek-
ið þátt í kostnaði við þessa þjónustu,
þá kemur ríkið að málefnum úti-
gangsfólks í gegnum heilbrigð-
isþjónustu og lögregluaðstoð.
Yfirfullt gistiskýli
Yfirfullt hefur verið í gistiskýlinu
við Lindargötu hverja nótt frá því í
fyrravor. „Við erum með 25 rúm en
það hafa verið að jafnaði 28 til 29
menn sem hafa gist hér. Þetta hefur
verið nýtt að fullu,“ segir Sveinn
Allan Morthens, umsjónarmaður
gistiskýlisins, en það er fyrir
heimilislausa karlmenn í Reykjavík.
Hann hefur ekki á tilfinningunni að
það sé að fjölga í hópi útigangs-
manna.
Þeir sem sækja í gistiskýlið eru á
aldrinum 25 til 75 ára, til helminga
íslenskir og útlenskir, og eiga oftast
við vímuefnavanda að stríða að sögn
Sveins, þeir sömu komi oftast nótt
eftir nótt. Gistiskýlið er opið allan
sólarhringinn en meginstarfsemin
er frá kl. 17 til kl. 10 næsta dag.
„Það þarf að þrífa vel á hverjum
degi og þvo af öllum rúmum. Við
nýtum daginn í það en getum tekið í
10 rúm yfir hádaginn.“
Ekki íþyngjandi
fyrir lögregluna
Útigangsmenn sjaldséðari sjón í
fangaklefum Fara beint í gistiskýlið
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Austurvöllur Heimilislausir á bekk.
„Við þekkjum dæmi þess að fólk þurfi sjálft að bera mik-
inn kostnað, t.d. vegna krabbameinsmeðferðar. Því verð-
ur að breyta og ráðamenn hafa skilning á því. Möskvarnir
í neti velferðarkerfsins þurfa stundum að vera þrengri,
svo öryggi fólks sé betur tryggt,“ seg-
ir Kristján Oddsson, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Afsláttarreglur eru götóttar
Á sl. 30 árum hefur kostnaðarþátt-
taka sjúklinga tvöfaldast og nú standa
standa heimilin undir um 20% af öllum
heilbrigðisútgjöldum með beinum
greiðslum. Þessi kostnaður almenn-
ings hefur aukist meira en það sem hið
opinbera leggur til heilbrigðisþjón-
ustu. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem unnin var á veg-
um ASÍ og kynnt var í gær og ber yfirskriftina Kostn-
aður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu.
Þar segir að auknum, beinum útgjöldum sjúklinga
vegna heilbrigðisþjónustu fylgi sú hætta að fólk veigri
sér við að leita þjónustu. Slíkt skapi hættu á misskipt-
ingu. Þá er í skýrslu ASÍ sagt að ýmsar gildandi afslátt-
arreglur séu götóttar.
„Almennt eru sjúklingar því illa varðir fyrir háum út-
gjöldum vegna veikinda,“ segir í skýrslu ASÍ. Þar er gerð
að umfjöllunarefni saga konu sem greindist fyrir þremur
árum með krabbamein, sem hafi kallað á langvinna lyfja-
meðferð og rannsóknir þrisvar til fjórum sinnum í mán-
uði. Heildarkostnaður hennar vegna meðferðar frá 2013
er nú orðin hálf milljón króna.
Í skýrslunni er óhófleg gjaldtaka sögð geta takmarkað
aðgengi, einkum tekjulægra fólks, og leitt til þess að
nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sé sleppt vegna mikils
kostnaðar. „Nýtt boðað greiðsluþátttökukerfi þarf að
taka á þessum vanköntum ef íslenskt heilbrigðiskerfi á í
reynd að standa öllum opið,“ segir ASÍ.
Erfið fyrir ungt fólk
Kristján Oddsson segir að fólk sem veikist af krabba-
meini hafi oft miklar fjárhagsáhyggjur. „Þetta er erfitt,
til dæmis þegar á í hlut ungt fólk með börn og hefur
þungar skuldbindingar á bakinu. Nýtt greiðsluþátttöku-
kerfi sem heilbrigðisráðherra boðar nær vonandi utan
um þetta,“ segir Kristján. sbs@mbl.is
Sjúklingar illa varðir
fyrir háum útgjöldum
Heilbrigðisþjónusta kostar
almenning æ meira, segir ASÍ
„Dæmin um fólk sem lendir í þeim
gildrum að þurfa sjálft að greiða há-
ar upphæðir fyrir heilbrigðisþjón-
ustu eru sláandi,“ segir Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann
væntir þess að geta í vikunni kynnt
fyrir þingflokki sjálfstæðismanna
nýtt greiðsluþátttökukerfi sem á að
mæta fólki sem lendir í miklum
kostnaði ef það þarf heilbrigðisþjón-
ustu. Er meginlínan þá sú að fólk greiðir ákveðna
grunnupphæð sjálft en ríkið borgar hitt.
Dæmin eru sláandi
GREIÐSLUÞÁTTTÖKUKERFI KYNNT Í VIKUNNI
Kristján Þór
Júlíusson
Kristján Oddsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Glæsileg vikuferð þar sem við kynnumst mannlífi og
merkri sögu dvergríkisins Andorra, töfrum Barcelona og
klettabæjarins Tossa de Mar á Costa Brava. Upplifðu
einstaka fjallafegurð Pýreneafjallanna, töfrandi bæi og
afslappað strandlíf í einni ferð.
Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
27. ágúst - 3. september
DvergríkiðAndorra&Spánn
Sumar 16