Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Fjölmiðlar verða að gæta sín,en auðvitað geta mönnum orðið á afsakanleg mistök. Eyjan birti í gær frétt og hefur bersýni- lega verið að undirbúa 1. apríl en misst efnið út þremur dögum of fljótt. Þar segir:    Svanur Krist-jánsson, stjórn- málafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, ekki geta setið aðgerðar- lausan hjá í ljósi síðustu upplýsinga um tengsl ráðherra við félög í skattaskjólum. Það sé í valdi Ólafs Ragnars að skipa nýja ríkisstjórn, síðan yrði þing rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Svanur setur fram þessa skoðun sína í færslu á Facebook. Hann segir þar að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra hafi verið handval- inn af Ólafi Ragnari í embættið og sitji aðeins svo lengi sem forset- anum þóknast. Ólafur Ragnar verði að bregðast við stöðunni sem upp er komin.“    Auðvitað má grínast í öllum á 1.apríl. Fyrir því er rík hefð. En af því að „fréttin“ birtist óvilj- andi of fljótt lítur út fyrir að verið sé að gefa til kynna að Svanur Kristjánsson sé fræðilegt við- undur af áður óþekktri stærð- argráðu.    Lágmark hefði verið að hafameð viðbótarlýsingu t.d. eins og þá, að Svanur Kristjánsson hafi lýst þessu yfir um leið og hann steig út úr fljúgandi diski sínum ásamt doktorsnemum frá öðrum plánetum, sem væru nú skiptinem- ar í félagsvísindadeild.    Þá hefðu jafnvel trúgjörnustumenn strax áttað sig á að Eyjan væri að bregða á leik. Svanur Kristjánsson Of langt gengið? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 0 léttskýjað Akureyri -2 heiðskírt Nuuk -1 upplýsingar bárust e Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 alskýjað Lúxemborg 6 alskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 6 heiðskírt Glasgow 6 upplýsingar bárust e London 8 skúrir París 7 heiðskírt Amsterdam 7 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 6 heiðskírt Vín 6 skýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal -5 slydda New York 10 alskýjað Chicago 3 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:47 20:17 ÍSAFJÖRÐUR 6:48 20:26 SIGLUFJÖRÐUR 6:31 20:09 DJÚPIVOGUR 6:16 19:48 Skipið Polarsyssel er komið til starfa fyrir sýslumanninn á Sval- barða og hefur verið samið um þjónustu þess í níu mánuði. Íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore gerir skipið út en það var smíðað sem þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn og sérsmíðað til að sinna verkefnum í norðurhöfum. Fram kemur í Svalbardposten að skipið hafi verið verkefnalaust síð- ustu þrjá mánuði og legið bundið við bryggju í Noregi. Skipið verður við gæslu- og björgunarstörf við Svalbarða. Polarsyssel komið til Svalbarða Flugrekstrarstjóri Landhelgisgæsl- unnar, segir að áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, hafi tekið hárrétta ákvörðun þegar ákveðið var að nauðlenda þyrlunni síðastliðinn mánudag eftir að reykur kom upp í farþegarými hennar. Betur fór en á horfðist í fyrstu þegar þyrlan sendi frá sér neyð- arboð, en mótor sem knýr blásara fyrir loft í flugstjórnarklefa og far- þegarými eyðilagðist með þeim af- leiðingum að reykur kom upp í far- þegarýminu. „Þyrlan er komin aftur í gagnið og það amar ekkert að henni,“ segir Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri, en Landhelg- isgæslan átti til eitthvað af vara- hlutum svo þyrlan var ekki lengi frá störfum. „Við kunnum öllum bestu þakkir sem komu að viðbragði og aðstoð meðan á þessu stóð,“ segir Sindri og bætir við að það sé ómetanlegt að Landhelgisgæslan eigi hauk í horni ef svo ber undir að hún þurfi á að- stoð að halda, í stað þess að vera sá sem aðstoðina veitir alla jafna. Segir áhöfnina hafa tekið rétta ákvörðun 30% afsláttur af yfirhöfnum og buxum Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Ný sending Vor- og sumarvörurnar streyma inn • Sumargjafir • Afmælisgjafir • Skírnagjafir • Sængurgjafir Mikið úrval Verð 14.595 www.dimmalimmreykjavik.is DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.